Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 41 Hezbollah-skæruliðar og leiðtogi þeirra, Mohammed Hussein Fadlallah: Sýrlendingar áhrifaJausir? vera einhvers staðar þarna. látizt af völdum hjartaáfalls í Sale- habad-fangabúðunum skammt frá hinni helgu borg Qom í íran 10 dögum áður og að lík hans hefði verið flutt til Beirúts. Að sögn blaðsins var Waite sendur til írönsku fangabúðanna stuttu eftir að honum var rænt. Það hermdi < að aðstoðarutanríkisráðherra írans, Hossein Sheijolislam, hefði farið tií Damaskus „skömmu áður en Waite lézt“ til að semja við brezka sendi- nefnd um framsal hans og fleiri gísla. Þegar samkomulag hafði náðst um fimm milljóna dollara lausnargjald hefðu Iranar skyndi- lega slitið viðræðunum og sagt að ekki væri hægt að ná samkomulagi. Talsmenn erkibiskupsins af Kantaraborg og brezka utanríkis- ráðuneytisins vísuðu frétt spænska blaðsins á bug og einnig þeirri frétt fréttastofunnar í Kuwait að Waite yrði sieppt „innan 10 daga.“ Erk- ibiskupinn og starfsmenn hans eru enn sannfærðir um að Terry Waite sé á lffi og sömu sögu er að segja um fjölskyldu hans. Ef svo er virðast horfur á að Waite verði sleppt ekki hafa aukizt, þótt vestur-þýzki gíslinn Alfred Schmidt væri leystur úr haldi í vi- kunni. Astæðan er sú að samtök hryðjuverkamanna halda fast við kröfuna um að 17-menningamir í Kuwait verði látnir lausir og að enn bendir ekkert til þess að gengið verði að henni. En aðalfram- kvæmdastjóri SÞ, Perez du Cuellar, mun minna Rafsanjani, forseta íranska þingsins, á loforð hans um að stuðla að því að Waite verði sleppt þegar þeir ræðast við um ástandið á Persaflóa. Viðræður þeirra kunna að skýra málið og stöðuna almennt. GH Anderson (t.v.) og Sutherland: líka í haldi. Beirút: ef Waite er á lífi kann hann að Waite með Jumblatt, leiðtoga Drúsa, margir reyna að finna hann. Lítið svigrúm Sérfræðingar benda á ýmsa möguleika, sem koma til greina. Til dæmis kynnu Iranar að sam- þykkja að nokkrir gíslanna yrðu leystir úr haldi til að þókknast Sýr- lendingum, sem vilja friðmælast við Bandaríkjamenn. Einn möguleikinn er sá að Iranar vilji ekki að gíslun- um verði sleppt og vilji nota þá til að hamla gegn því að Sýrlendingar og Bandaríkjamenn sættist. Þá er hugsanlegt að raunsærri menn í Teheran beiti sér fyrir því í kyrrþei að gíslunum verði sleppt til að draga úr spennu í sambúð Bandaríkjanna og Irans. Brezka utanríkisráðuneytið er í erfiðri aðstöðu. Það vill fá Waite heim, en getur ekki h'vikað frá þeirri stefnu stjómarinnar að semja ekki við mannræningja eða hryðju- verkamenn. Það hefur ekki einu sinni beðið írana um aðstoð og kveðst ekki hafa „óyggjandi upplýs- ingar um hagi Waites og dvalarstað hans.“ Sendiherra Breta í Beirút, John Gray, stendur í sambandi við hinar ýmsu fylkingar Líbana, en hefur lítið svigrúm. Hann getur t.d. ekki átt fundi með einhveijum þessara hópa vegna hættu, sem leikur á því að honum verði rænt. Aðrar upplýs- ingar fá Bretar_ frá lítilli brezkri deild í sendiráði Ástralíu í Damask- us og frá Svíum, sem gæta hagsmuna þeirra í Teheran. Brezka utanríkisáðuneytið getur ekki kann- John Gray: lítið svigrúm. að allar sögusagnir og fór jafnvel ekki ofan í saumana á frétt John Simpsons. Talsmaður þess sagði: „Ef frétt BBC er skoðuð ofan í kjöl- inn sést að ekkert er á henni að græða." Starfsmenn erkibiskupsins af Kantaraborg í Lambath-höll, sem hafa komið sér upp eigin upplýs- inganeti, voru hins vegar ánægðir með fréttina. John Lyttle, talsmað- ur erkibiskups, lýsti yfir: „Það sem Simpson sagði kemur heim við þær upplýsingar, sem við höfum aflað okkur." Fjölskylda Waites tók fréttinni með varúð. „Ég held að við séum orðin rejmdari og veraldarvanari en þegar málið kom fyrst upp,“ sagði frændi hans, John Waite. En að öllu athuguðu taldi fjölskyldan fréttina staðfesta þá skoðun hennar að Terry væri á lffi. „Þetta er það Oliver North: Upplýsingar frá Waite. sem við viljum trúa og höldum að sé rétt," sagði John. Að sögn John Waites sat Simpson af tilviljun kvöldverðarboð í Teher- an og fékk síðan boð um að koma til bústaðar embættismanns, sem vildi spjalla við hann. Samtalið stóð í sex klukkustundir og Simpson sannfærðist um að Terry Waite væri á lífi. Gestgjafinn, sem mun vera valdamikill og hófsamur mað- ur í stjóm Khomeinis, lét í ljós samúð með Waite og fjölskyldu hans, en tók fram að hann væri hafður í haldi til að minna vestræn ríki á islamska „gísla" í ísrael. Kona Terrys, Frances Waite bíður hans á heimili þeirra í Black- heath í Suður-London. Hún starfar sem sjáifboðaliði á nálægu elliheim- ili og býr með tveimur af fjórum bömum sínum, Mark, sem er 16 ára, og Gillian, 22 ára, sem vinnur á dagheimili í grenndinni. Hin böm- in, tvíburamir Ruth og Claire, eru við nám í háskólanum í Cambridge. Frú Waite og börnin trúðu upplýs- ingum Simpsons, en eins og John Waite benti á „gemm við okkur engar gyllivonir." Látinn? Í síðustu viku hermdi óháða blað- ið „E1 Pais“ i Madrid að Waite hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.