Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Minning: * Islandsvinur ogmannvinur Fæddur 22. október 1915 Dáínn 24. maí 1987 Henrik Beer fyrrum aðalritari Aiþjóðasambands Rauðakrossfé- laga lét af störfum árið 1982 eftir langan feril þar sem hann starfaði af alefli í þágu mannkynsins. Leið- arljós hans var mannúðarhugsjón sem mótaði hann frá ungum aldri. Þótt aðalstarfi hans væri lokið lét hann ekki deigan síga og hélt ótrauður áfram þar til heilsan bil- aði. Þegar við hjónin ætluðum að heimsækja hann á heimili hans í Genf var hringingunni ekki svarað. í ljós kom að foringi hafði fallið 23. maí sl. Yfir fagra borg dró sorg- arský. Þótt margir hafi mikið misst við fráfall merkismanns hefði það verið honum fjarri skapi að menn sýttu örlögin. Hann hafði sjálfur orðið vitni að mörgu misjöfnu en ævin- lega safnaði hann liði. Hann var til forystu fallinn og ungur forystu- maður í stúdentasambandi Svíþjóð- ar. A þeim árum kjmnist hann íslenskum stúdentum, m.a. Sigurði Þórarinssyni, sem meðal sænskra félaga var nefndur „Skallagrímur". Æ síðan var Kakali Hannesar Haf- steins uppáhaldssöngur Henriks á góðra vina fundi. Hann varð góðrar menntunar aðnjótandi á sviði hugvísinda. Norræn fræði beindu huganum til íslands og þrá hans til að kynnast landinu _var vakin. Ekki hafði hann færi á íslandsferð oftar en fjórum sinnum. Fleiri áttu ferðimar að verða, en ávallt kom vandi upp sem tálmaði. Það var honum sönn ánægja að koma hing- að sem sonum sínum, Magnúsi og Jóhanni, og ferðast hér um með þeim, kynnast landinu, fólkinu, fuglunum. Einu sinni var kona hans, Barbro, með í för. Ein ferðin var ófarin. Honum auðnaðist ekki að koma hingað með þriðja synin- um, Gústafi. Það var lærdómsríkt að kynnast Henrik Beer. Hann var heimsborg- ari sem á þeim 22 árum sem hann var aðalritari Alþjóðasambands RK, hafði heimsótt flestöll þjóðlönd. Og ferðimar voru engar yfirborðs- eða kurteisisferðir manns sem óskaði ljóma frægðarinnar. Hann var lítillátur og ekki framgjam. Ferðir hans voru flestar vegna vandamála sem leysa þurfti, fjáröflunar til mikilvægra verkeftia eða til að efla og bæta þróun landsins sem heim- sótt var. Og það tókst giftusamlega vegna fómfysi, hjartahlýju og mannkærleika. Hann lagði sig allan fram. Ef samskiptin við Island eru tekin til marks er óskiljanlegt hvemig hann gat aflað sér svo mik- illar þekkingar á mönnum og málefnum þeirra þjóða sem hann heimsótti. Þegar íslandsferð stóð fyrir dyr- um kynnti hann sér vel hvers vegna óskað væri eftir komu hans, hvert væri ástandið og við hvaða vanda- mál væri að glíma. Hann var fús til að hitta marga ef það mætti verða Rauða krossinum eða mann- úðarmálefnum til stuðnings. Hann vildi vita hvað stæði í vegi fyrir að framfaramál hlytu brautargengi. Til ferðanna var oft lítill tími, en hann gaf sér þann tíma sem nauð- synlegur var og nýtti hverja stund. Sjálfur var hann gestrisinn og átti innangengt víða og var glaður ef stóð opið að búa á heimilum vina. Hann kom með Morgunblaðið úr flugvélinni og hafði notað tímann til að setja sig inn í málið og mál- efni. Hann skildi ritmálið furðu vel og beitti við það þekkingu sinni á fornsænsku og samanburði við önn- ur tungumál. Þá kynnti hann sér SVAR MITT eftir Billy Graham Til æskunnar Eg er að velta því fyrir mér hvort þú gerir þér Ijóst hversu mjög er þjarmað að okkur unga fólkinu nú á dögum. Við verðum að vera eins og „hinir“, okkar er freistað, við reyn- um að komast áfram o.s.frv. Ertu samþykkur því að erfiðara sé að vera ungur maður núna en þegar þú varst táningur? Já, eg er viss um að svo er og það fyrir margra hluta sakir. Ýmislegt er okkur hendi nær en þá, t.d. eiturlyfin. Fjölmiðlar, þar á meðal sjónvarp og margir dægurlagahöfundar, bóða oft hugmynd- ir og lífsviðhorf sem kynslóðin á undan hefði talið með öllu óhugsandi að fallast á. Við höfum líka séð hve fjölskylduböndin rofna svo að margur æskumaðurinn hefur lítið kynnst kærleika og aga. Hins vegar hefur alltaf verið erfitt að vera unglingur því að ætíð er „þjarmað að okkur“ á einn eða annan hátt. Eðli mannsins hefur ekkert breyst, hvað sem þjóðfélagið kann að hafa breyst. Ef við fylgjum eðlilegri löngun okkar viljum við öll, hvað sem líður aldri, vera óháð og lifa okkar eigin lífi. Við viljum öll verða hamingjusöm hvemig sem við höndlum hamingjuna. Með öðrum orðum: Eg vona að þú skellir ekki skuldinni eingöngu á samfélagið þó að þú fínnir að farg hvíli á þér og þú verðir fyrir freistingum, eða þú afsakir sumt af því sem aðhefst með því að segja: „Nú, allir hinir gera þetta, eg hlýt að mega það Iíka.“ Eg bið þess að þú viljir þvert á móti snúa þér til Guðs og fínnir kraftinn sem þú þarfnast frá honum. Þú þarft styrk hans og visku, ekki aðeins til þess að standast álag og freistingar heldur líka til að þú vitir hvemig þú eigir að haga lífí þínu og verða sá maður sem Guð vill að þú verðir. Vilji Guðs varðandi líf þitt er fullkominn, og ekki er til neitt eins spennandi eða gleðiiegt og að komast að raun um vilja hans og framkvæma hann. Fyrir hartnær þijú þúsund árum ákvað konungur einn meðal gyð- inga og komast að raun um tilgang lífsins. Hann kynnti sér hvers konar skemmtanir og safnaði auði og vonaðist til að fá svar við spumingu sinni. En varanlega gleði og frið fann hann hvergi, ekki fýrr en hann sneri hjarta sínu til guðs. Hann ritaði: „Mundu ekki skapara þínum á unglingsárum þínum“ (Pred. 12,1). Eg hvet þig til að hleypa Kristi Jesú inn í líf þitt nú þegar og leyfa honum að styrkja þig til að lifa Guði á hveijum degi. hvað væri á döfínni í þjóðmálum og listum. Hann ræddi við bömin á heimilinu. Henrik Beer var knúinn óslökkvandi áhuga. Samtalslistin var honum í blóð borin og áhugi á skoðunum annarra. Hann spurði margs um þá sem honum voru kunnugir frá fyrri ámm, fylgdist með heilsu þeirra og starfí, hvort sem hann kom því við að heim- sækja þá eða ekki. Jafnframt var hann í símasambandi við Genf, tók á móti eða sendi skeyti. Hann fékk lengi Iceland Review, las ritið og mundi. Þegar fundum bar saman á ný rifjaði hann upp atburði og nöfn á mönnum. Hann mundi böm sem hann hafði hitt. Þessu vildu sumir ekki trúa, héldu að hann skrifaði slíkt hjá sér og héldi skrár sem hann síðar fletti upp í. Ekkert var fjær lagi. Hann var fullur áhuga og ást á mönnum og enginn tæki- færissinni sem gerði það eitt að kæmi sér vel. Henrik Beer var mikill bréfritari og skemmtilegur. Hann kom víða við. Ritari hans átti stundum af þeim ástæðum í erfíðleikum með efnið. Eitt sinn kom Ami, ritari hans, frá Alandseyjum til mín. Hen- rik var þá að rita bréf til íslands og nefndi þar m.a. nafn sem hún hélt vera nafn á eyju sem hún fann ekki á landabréfi. Guillemot. Upp- lýstist þá að hér ræddi Henrik um svartfugl og óskina um að komast til Islands og skoða ýmsar tegundir hans og fleiri fugla. Og hann lét verða af því. Haldið var á Fjallabaksveg. Þar bilaði bíllinn í miðri á og ævintýri hófst. Seint og um síðir komu aðrir ferðalangar aðvífandi og þyrptust til dráttar og hverskyns hjálpar þannig að skjótt var komist aftur til Landmannalauga. Ekki leið á löngu þar til bílkunnugir menn höfðu tekin málin í sínar hendur. Ágætir bifreiðavirkjar úr Keflavík í sparifötunum voru komnir undir og inní bílinn. Ekki nóg með það. Þeir heimtuðu að deila með okkur glóðarsteiktum mat sínum og heimabruggi. Sjaldan hef ég séð mann hrifnari. Viðmót og reisn þeirra og annarra sem hann kynnt- ist gekk honum til hjarta. Og þama sat hann fastur, dáðist að landi og lágum skýjum, stýfði hangikjöt og svið úr hnefa og fylgdi því eftir með skyri, enn öðrum uppáhalds- rétti Henriks Beer. Heimsókn Henriks Beer í byggðasafnið á Skógum var eftir- minnileg. Þar fékk hann innsýn í það hvemig íslensk menning hafði lifað af þrengingar og önnur áföll. Vék hann síðar einkar hlýjum orð- um til Þórðar Tómassonar sem hafði að skilnaði gefíð gestinum bók eftir sig. Þar sá hann alþýðumenn- ingu í besta skilningi. Víðátta landsins og tærleiki vakti hrifningu og hann bar það saman við „maura- þúfuna" þar sem hann átti heima. Henrik Beer hafði áhrif í veröld- inni og dreifði frækomi víða. Hæfíleiki hans var umfram allt að skilja hugmyndir, að gera grein fyrir grundvallarreglum, vinna fólk á þeirra band. Hann hvatti en latti ekki. Vonandi verður gerð grein fyrir áhrifum hans í bók þeirri sem nú eru lögð drög að um líf hans og starf. Með gleðilegum atvikum em þeg- ar íslendingum auðnaðist að koma fram þakklætisvotti til Henriks Beer. í Mexíkó árið 1971 var hann sæmdur heiðursmerki Rauða kross- ins sem forseti íslands hafði þá ákveðið honum til handa. Hið síðara var þegar hann var sæmdur ridd- arakrossi Fálkaorðunnar í sendiráði íslands árið 1979. Samskipti Henriks Beer og ís- lendinga voru náin um langt skeið. íslendingum þótti sem þeir væru hjá honum í útvöldum hópi. En aðrar þjóðir höfðu sama hugboð. Hann var sem faðir RK-félaga í §ölda landa og gerði ekki upp á milli þeirra. Hann hafði trú á lýð- ræði og með samtvinnaðri fræðslu, hjálparstarfi og skipulagi auðnaðist honum að koma upp öflugustu hjálparstofnun veraldarinnar. En það tók langan tíma og margir örð- ugleikar á þeirri leið. Lykillinn var samvinna og víðfeðm tengsl og hæfileikinn að finna gott fólk. Hann treysti samstarfsmönnunum og þeir honum. Hann var lykillinn að ein- ingu innan samtakanna. Ekki var það alltaf létt verk. Meðan samtök- in voru áhrifaminni var hugsjónin ráðandi. Þegar áhrif þeirra jukust drifu stundum að þeir sem þágu en létu minna af hendi. RK var sumum leið að öðru marki. Slíkur tröppugangur á sér víða stað. Henrik Beer fæddist í Stokkhólmi árið 1915, sonur hjónanna Waldem- ars Beer, ferðamálastjóra þar og konu hans, Walborgar f. Granath. Hann var fil. kand. árið 1939. Hann hlaut eftir það þjálfun sem foringi í varaher landsins. Árið 1941 varð hann umboðsmaður norrænna stúd- enta við Stúdentasamband Svíþjóð- ar, þýðingarmikið starf á þeim árum. Þá var hann einnig ráðinn til að skipuleggja starf stofnunar sem sá um alþjóðlegt hálparstarf. Henrik Beer var lítið gefínn fyrir að miklast af eigin þætti í aðgerðum sem hann tók þátt í. Eitt sinn var spaugað um að það ylli yfírvöldum hér á landi hugar- angri að fjöldi lögreglubúninga væru hér í klæðaskápum. Svo gæti farið að óvinir ríkisins kæmust yfír þá og steyptu stjóminni. Henrik Beer sagði þá hve mikla hug- kvæmni hefði þurft í hjálparstarfi á stríðsárunum. Hann komst sem sé að því að einkennisbúningum sænska hersins hafði hátt í öld ver- ið safnað í birgðastöð. Henrik gekk fyrir yfirvöld og bað um að fá fötin handa kuldahijáðum fómarlömum heimsstyijaldarinnar. Það mætti efasemdum. Upp kom að menn hræddust að óvinir Svía kæmust yfir búningana og tækist að hremma landið. Henrik svaraði að víst væri sú hætta fyrir hendi en hitt líklegra að vamir sænska hers- ins biluðu vegna hláturs þegar óvinimir kæmu marsérandi frá höfninni í Málmey í 100 ára gömlum fötum. Og Henrik Beer fékk birgð- imar, svellþykk og óslítandi vaðmálsföt. Sagt er að þegar kulda- köst koma í Austur-Evrópu hafi, allt fram á þennan dag, mátt líta þessi föt tekin upp úr dragkistum, einkum gulu treflana, sem vom ein- Kveðjuorð: SIGURÐUR MÁR PÉTURSSON Fæddur 4. apríl 1929 Dáinn 2. júní 1987 Andlátsfregn Sigurðar Más, vin- ar míns, barst mér til eyma á erlendri gmnd. Sú fregn var harms- efni og snart mig meira en flest annað. Þó vissi ég vel um langa og stranga baráttu hans við þann helj- ar sjúkdóm sem honum varð loks að aldurtila. Við höfðum ávallt náið samband og ræddum oft um framtíð hans í ljósi þessa. Andlát kærs vin- ar okkar í fyrra kom okkur í opna skjöldu, því hvomgur vissi nógu vel um aðdraganda þess. Vegna þess ákvað Sigurður Már, að eigin fmm- kvæði, að láta mig fylgjast reglu- lega með líðan sinni því hann vissi hvemig mér leið. Ég fór til útlanda í þeirri góðu trú að við hittumst á ný að ferð lokinni. Við vomm ungir þegar fundum okkar bar fyrst saman. Sigurður Már fluttist með fjölskyldu sinni til Borgamess árið 1943, en um það leyti kom ég frá námi í Reykjavík og hóf störf heima. Foreldrar Sigurðar Más vom þau Bima Bjamadóttir og Pétur Sigfús- son, kaupfélagsstjóri. Þau festu kaup á Hótel Borgames og ráku það með miklum myndarbrag um margra ára skeið. Þau hjón vom öðlingsfólk. Fjölskylda þeirra var stór; ungt og lífsglatt fólk sem Setti svip á bæinn. Sigurður Már var þeirra næst yngstur. Bima, móðir hans, var stórbrotin kona. Pétur Sigfússon, faðir hans, var glæsimenni. Hann var búinn góðri tónlistargáfu og var raddmað- ur mikill. Við kynntumst fyrst í Karlakór Borgamess þar sem hann var leiðandi söngmaður í 2. bassa. Hann var smekkmaður og ég lærði margt af honum. Aldursmunurinn var mikill en vinir urðum við samt. Sigurður Már erfði í ríkum mæli tónlistargáfu föður síns og á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman. Fljótlega stofnuðum við Danshljóm- sveit Borgamess ásamt öðrum. Engin slík var fyrir í bænum okk- ar. Hljómsveitin varð, er tímar liðu, þokkalega góð og við spiluðum víða. Þessi viðleitni okkar varð okkur og ýmsum öðrum til ánægju. Eins og ég hefi áður látið í ljósi er fátt sem getur sameinað unga menn og bundið vináttuböndum sem sam- starf þessu líkt. Það skal engan undra þótt Sig- urður Már væri vinsæll umfram það sem venjulegt er um unga og glæsi- lega menn, því hann var heill og sannur í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Léttur var hann í lund og hrókur alls fagnaðar á gleði- stundum. Hann var góðviljaður, hjartahlýr og vinur vina sinna. Hann vildi allra vandræði leysa ef það var á hans færi og lagði gott til mála ef honum þótti rétt að þeim staðið. Hann naut hverrar stundar sem hann átti með ástvinum, vinum og félögum sínum og gaf meira en hann þáði á því sviði sem öðrum. Hann mat dýrð lífsins sem Guð gaf honum, en tók það ekki sem sjálf- sagðan hlut eins og marga hendir. Ég minnist þess að jafnvel á unga aldri, þegar kynni okkar voru nán- ust, hafði Sigurður Már þann fágæta eiginleika að geta jafnóðum þakkað og metið það góða sem honum féll í skaut, svo og þeim mönnum sem hann hitti í daglegu lífí og honum fannst gera sér gott eða vera sér til góðs á einhvem hátt. Hann var jákvæður í lífi og starfí og afstöðu til alls sem lífsanda dró. Sigurður Már var félagslyndur maður ogf sft5ðfframarlega á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.