Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Hafrannsóknastofnun telst nú vera orðin fimmtíu ára gömul því fyrirrennari hennar, ---------------------------------------- Atvinnudeild Háskóla Islands Islands, var sett á fót fyrir réttum fimmtíu árum síðan. Að sjálfsögðu hafa orðið stórkostlegar breytingar á hafrannsóknum hér við land frá því að þær hófust á síðustu öld og verða þær raktar í stórum dráttum í eftirfarandi viðtali sem blaðamaður átti við Jakob Jakobsson, forstöðumann Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar í höfn i Reykjavík. Talin frá vinstri: Rs. Bjarni Sæmundsson, rs. Árni Friðriksson, rs. Dröfn hin nýja og gamla Dröfnin. (LJósm. Karl Gunnarsson) , V* • IV, • Atvinnudeild Há- skóla íslands tók til starfa 18. september 1937 í nýbyggðu húsi á Háskólalóð- inni að sögn Jakobs. Hún greindist í þijár deildir: Búnaðar- deild, Iðnaðardeild og Fiskideild en sú síðasttalda var einmitt und- anfari Hafrannsóknastofnunar. Starfsmenn Fiskideildarinnar voru þá sex að tölu og er þá forstöðu- maður hennar, Ami Friðriksson, með talinn. Danskar hafrannsóknir hér við land Haf- og fiskirannsóknir hér við land hófust þó löngu fýrir árið 1937. Danir sendu eftirlitsskipið Fyllu til sjórannsókna við norður- og vesturströnd íslands árið 1878 og er það talið vera upphaf haf- rannsókna við landið. I þessum leiðangri var sú kenning staðfest, sem Irminger flotaforingi hafði sett fram, að grein úr hinum hlýja Golfstraumi fari upp að suður- strönd íslands og þaðan vestur og norður fyrir land. í þessu straum- kerfí klekjast flestar tegundir íslenskra nytjastofna og vaxa upp. Ýtarlegra upplýsinga um ástand sjávar og hrygningu helstu nytja- fiska hér við land var síðan aflað í rannsóknarleiðöngrum danska eftirlitsskipsins Ingólfs á ámnum 1895 og “96 og danska rannsókn- arskipsins Thors á árunum 1903 til “05. Danir stunduðu einnig sjó- rannsóknir hér við land á rann- sóknaskipinu Dönu nær árlega frá 1924 til “39. " Bjami Sæmundsson, náttúru- fræðingur, átti mikinn þátt í skipulagningu og framkvæmd þessara rannsóknarleiðangra. Hann kom til landsins árið 1894 að loknu námi við Hafnarháskóla og skrifaði, jafnframt kennslu við Lærða skólann, mörg og merk rit- verk um haf- og fiskirannsóknir. Á því sviði er hann óumdeildur frumkvöðull meðal landsmanna. íslenskar fiskirann- sóknir Fiskifélag íslands hóf rann- sóknir á fiski hér við land árið 1931 og var Ámi Friðriksson feng- inn til að veita þeim forstöðu en hann lauk meistaraprófi í dýra- fræði frá Hafnarháskóla árið 1929. Árni varð síðan forstöðu- maður Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans árið 1937, eins og áður sagði. Fiskifélagið og Fiskideildin höfðu afnot af varðskipinu Þór á árunum 1935 til “39 en hann var upphaflega þýskur togari. Þór var meðal annars notaður við karfa- leit og fundust til dæmis góð karfamið út af Suðausturlandi sem kennd vom við skipið. Fundur um lokun svæða. Talið frá vinstri: Fiskifræðingarnir Viðar Helgason, Ólafur K. Pálsson, Vilhjálmur Þor- steinsson, Björn Ævarr Steinarsson og Jakob Jakobsson forstöðumaður. Eiríkur Þ. Einarsson, bókavörður Hafrannsókna- stofnunar, með elstu bók stofnunarinnar, Universal Geographie, sem gefin var út i Kaupmannahöfn árið 1752.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.