Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 49 kenni sænskra herbúninga lengi. Árið 1943 hóf Folke Bemadotte sína merkilegu meðalgöngu við að fá þýsku stjómina til að leysa fanga úr haldi og koma á fangaskiptum. Hluta af þessu starfi lýsti Bemad- otte í bók sinni Leikslokum sem Ámi frá Múla þýddi og Helgafell gaf út 1945. M.a. bar starfið þann árangur að um 2 þúsund danskir og norskir borgarar voru leystir úr haldi í ársbyijun 1945 og fluttir til Danmerkur og áfram til Svíþjóðar. Vakti þetta heimsathygli og varð til þess að öryggisráð SÞ fékk Bemadotte til að semja um sátt í Palestínustríðinu 1948 sem og tókst. Hafði hann af starfinu mikinn sóma en hlaut bana af. Hann var myrtur af öfgahreyfingu gyðinga árið 1948. Einn helsti aðstoðarmaður Folke Bemadotte var hinn ungi Henrik Beer. Bemadotte var formaður sænska Rauða krossins. Henrik Beer var orðinn fulltrúi Svía hjá UNRRA, Aðstoðar- og endurreisn- arstofnuninni, sem starfrækt var frá 1943 til að forða stríðshijáðum frá hungri. Bemadotte fékk því til leiðar komið að Henrik var ráðinn framkvæmdastjóri sænska Rauða krossins 31 árs að aldri. Það var þroskaður maður sem þar tók við stýristaumum. Hann ritaði mikið um málefni RK og tókst að byggja upp öflugan félagsskap sjálfboðins liðs og sérhæfðra starfs- manna. Margvísleg störf á félags- málasviði voru hafín en fram að því var RK einkum athafnasamur á sviði heilbrigðismála. Hann tók, eins og ávallt, gagnrýni vel og taldi hana mikilvægan þátt í framþróun- inni. Þegar gagnrýnisskrif birtust tók hann þau gjama inn í rit félags- ins og hóf þar um þau umræður svo þau færu ekki framhjá neinum. Starfí framkvæmdastjóra sænska Rauða krossins gegndi Henrik í þrettán ár. Á því skeiði tók hann þátt í alþjóðlegu RK-starfí, við stjóm alþjóða Rauða krossins og stjóm hjálparstarfs RK í ýmsum heimshlutum. Einkum hlaut hann sóma af stjóm Ungveijalandshjálp- arinnar 1956—7. Þá hafði hann einnig umsjón með hjálparstarfí RK vegna flóðanna í Hollandi og Pak- istan árið 1953. Árið 1960 tók Henrik Beer við aðalritarastarfi alþjóðasambands RK í Genf. Athafnir sambandsins jukust stórlega á þeim tæpu 20 því sviði. í Borgamesi var hann vinsæll og virkur í ungmennafélag- inu okkar, og eftir að hann fluttist í Kópavoginn var hann alla tíð stoð og stytta Breiðabliks, félagsins sem allir vinir hans vissu að hann bar svo mjög fýrir bijósti. Sigurður Már giftist ungur Björgu Þorvarðardóttur frá Stykk- ishólmi. Þau slitu samvistir. Þeim varð fímm bama auðið og eru öll hin mannvænlegustu. Þau em Gréta, Eggert, Þorvarður Már, Bima Elínbjörg og Pétur. Síðari kona hans er Steingerður Sigurðar- dóttir og gekk Sigurður Már yngri dóttur hennar, Lindu Sif, í föður- stað. Með Sigurði Má Péturssyni er góður drengur genginn langt um aldur fram. Maður sem fjölmargir syrgja að leiðarlokum. Félagamir í hljómsveitinni varðveita minningu um góðan vin. Við Annie sendum eiginkonu Sig- urðar Más Péturssonar, bömum hans, afabömum og aðstandendum öllum, innilegar samúðarkveðjur. Með eftirfarandi erindum úr Hávamálum kveð ég vin minn Sig- urð Má. blessuð sé minning hans. Eldr er beztr með ýta sonum ok sólar sýn, heiiindi sitt ef maðr hafa náir án við lðst at lifa. Deyr fé, deyja frændr deyr sjálfr it sama en orðstírr deyr aldregi hveim, er sér góðan getr. Þorsteinn R. Helgason frá Borgarnesi. árum sem hann gegndi starfínu. Fjöldi landsfélaga jókst úr 86 í 126. Kunnugt má flestum vera að al- þjóða Rauði krossinn er í höfuð- dráttum tvískiptur. Annars vegar er alþjóðaráð Rauða krossins, stjóm Svisslendinga, sem hafa hjálpar- starf með höndum þar sem deilur eru uppi og ófriður ríkir. Hins veg- ar alþjóðasamband RK-félaga, sem annast annað hjálparstarf sem til kasta RK kemur. Landsfélög RK eru aðilar sambandsins á lýðræðis- grundvelli, veita til þess fé og hafa ásamt alþjóðasambandinu stjóm hjálparstarfs með höndum. Jafn- framt standa félögin ásamt ríkis- stjómum undir kostnaði við starf alþjóðaráðsins og eiga aðild að stefnumörkun þess með ýmsum hætti. Þetta fýrirkomulag hefur reynst farsælt í tímans rás en gerir það flókið í augum ókunnugra. Um leið reynir það mjög á samvinnuvit- und stjómenda þessara tveggja arma RK. Henrik Beer var kjörinn til aðal- ritarastarfsins. í senn var hann góður stjómandi, frumkvöðull og hvatamaður nýrra hugmynda og aðferða en jafnframt hinn ágætasti í öllu samstarfí innávið og útávið. Vegna þekkingar Henriks Beer, speki, málvísi, vinsælda hans og víðfeðmra tengsla var hann útval- inn til þess hlutverks að leiða stofnanir RK og jafnframt að hafa áhrif á störf annarra þannig að farsæl stefna fékkst mörkuð. Mál sem Henrik Beer bar fyrir bijósti og áhrif höfðu í veröldinni voru mörg. Hvað þýðingarmest reynist mun sagan leiða í ljós. Að minni hyggju voru þijú mál mikil- væg: Efling félagslegra hjálpar- starfa; skipuleg ræktun þróunar- starfa og Henri Dunant-stofnunin. Utan RK var barátta hans fyrir umhverfismálum áhrifamikil. Hann var hvatamaður umhverfísmálaráð- stefnu SÞ, sem leiddi til stofnunar umhverfísmálastofnunarinnar, sem stofnuð var í Nairobi. Hann var lengi nátengdur Maurice Strong, forgöngumanni ráðstefnunnar, og var á orði haft að annar hvor þeirra yrði forstjóri stofnunarinnar þótt ekki yrði af. Eftir að Henrik Beer lét af störf- um aldurs vegna árið 1982 varð hann ráðgjafí umhverfismálastofn- unar SÞ. Þá var hann ráðgjafí Maurice Strong er hann var stjóm- andi hjálparstarfs SÞ í Afríku. Hann var fulltrúi í alþjóðlegri nefnd um mannúðarmál undir forystu Sadruddin Aga Khan fursta, fyrrum forstjóra flóttamannahjálpar SÞ. Loks var hann í stjóm Henri Dun- ant-stofnunarinnar. Var það ánægjuefni að heimsækja þá stofn- un fyrir skemmstu. Að vísu stóð skrifborð Henriks Beer þar yfírgef- ið. En þar er nú m.a. lögð rækt við þann mikilvæga þátt sem þróunar- störf eru og sem líklegt er að haft geti framtíðaráhrif, og það víðar en í þróunarlöndunum. Þar er fylgt eftir hugsjónamáli Henriks Beer, sem margir aðhyllast nú. Árið 1949 kvæntist Henrik Beer mikilli ágætiskonu, Barbro (f. Selld- én). Hún er lögfræðingur, meðal hinna fyrstu kvenna sem hófust til ábyrgðarstarfa innan sænsku ut- anríkisþjónustunnar. Hún varð starfsmaður GATT og síðar ECE. Bæði gegndu þau áhrifamiklu og erilsömu starfí. Eigi að síður tókst þeim að koma lífi sínu vel fyrir, eignast gott og skemmtiiegt heim- ili um þjóðbraut þvera. Henrik Beer sagði eitt sinn í vinahópi að þá væri lífí sínu vel fyrir komið ef kona hans yrði sendiherra Svía á íslandi og hann fengi að fylgja henni þangað er hann lyki starfs- ferli sínum. Henrik Beer tók mönnum vel. Það var í senn veikleiki hans og styrkur. Er hann þóttist manninn reynt hafa fól hann honum vanda- söm verkefni, bæði til að fá aðstoð og reyna enn á hæfileikana. Þessi reynsla varð mörgum ungum manni dýrmæt. Það eru ekki síst þeir sem sakna nú vinar í stað. Þess varð ég vísari þegar ég hitti hóp náinna samstarfsvina. Henriks Beer er saknað af vinum hans hér á landi. Þeir senda Barbro, sonum þeirra og fjölskyldunni allri hugheilar samúðaróskir. Blessuð sé minning Henriks Beer. Eggert Ásgeirsson Tork. Þegar hreinlæti er nauðsyn. Tork kcrílð er ómissandi öllum sem bjóða aðeins vandaða framleiðslu og góða þjónustu. Tork kerfið saman- stendur af hylkjum og grindum ásamt einnota vörum til notkunar hvar sem hreinlætis er þörf. \ í nútíma framleiðslufyrirtækjum skiptir þrifnaður miklu máli. Þá koma yfirburðir Tork best í ljós. Starfsfólk þitt kann vel að meta hversu Tork kerfið er einstaklega þægilegt í notkun. Sannir atvinnumenn biðja um Tork vegna þess að Tork er hagkvæmara og gæðin einstök. I TORKl \ i i i i i Nafn'- yynrtæVj'. ILeim'b^ang- Starfsgre,n: S'n"---------' 7. {rckari uppfys,n§ar um 0ós^fSeÍms6knSÖ'UmannS I 1 ! 1 I 1 i 1 Tork kerfið. Fyrir þá sem vUja aðeins það besta.Mölnlycke
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.