Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 5a> Ingólfsfirði á Ströndum. Foreldrar Halldórs Hermanns voru Pálína Halldórsdóttir Hermannssonar og maður hennar Kristján Sveinsson í Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd. Hálfbróðir átti Halldóra, Böðvar Guðmundsson, sem nú dvelst í Hveragerði. Móðursystkini hennar voru Jensína Guðrún kona Lýðs Lýðssonar á Víganesi, Þórarinn Leopold og Guðmundur. Föðursystkini hennar sem kom- ust til fiillorðinsára voru María Anna kona Sigfúsar Guðfinnssonar, Kristján Ebeneser og Guðjón báðir ógiftir í Bolungarvík. Kristján er nú einn á lífi af þessu frændfólki, og votta ég honum samúð mína, en alla tíð bar hann mikla um- hyggju fyrir Halldóru. Isleifur minn, Elín, Kristín, Stef- án, Gunnhildur, Sólveig, Stefán Orri og Steinar Öm, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Þið hafið öll misst mikið. Blessuð sé minning minnar kæru vinkonu. Kristín Sigurðardóttir „Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa.“ Þessi orð komu fyrst i huga minn, er ég frétti andlát æskuvinkonu minnar, Halldóru Páiínu, sem ég minnist nú með söknuði. Hún var fædd í Hnífsdal, en missti foreldra sína á unga aldri og fluttist þá til Bolungarvíkur á heimili föðurbróð- ur síns, Kristjáns E. Kristjánssonar og Halldóru Jóhannsdóttur. Þaðan lá leið hennar á heimili Einars Guð- finnssonar og Elísabetar konu hans. Þar ólst hún upp til fullorðinsára. Mér er kunnugt um að frændur hennar, Kristján og Guðjón, báru mikla umhyggju fyrir henni sem og annað frændlið allt. í Einarshúsi leið henni vel og veit ég að öll böm Einars og Elísabetar leit hún á sem sín fóstursystkini og þau gagn- kvæmt. A þessum árum hófst vinátta okkar Halldóru sem hélst óslitin síðan. Rétt þykir mér að geta þess, að hálfbróðir átti Halldóra sem heitir Böðvar Guðmundsson, og mun hann eiga heimili í Hveragerði. í kringum 1950 fer Halldóra til Reykjavíkur. Nokkm seinna giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, ísleifi Magnússyni frá Bolungarvík, og eignuðust þau tvær dætur, Elínu Halldóru og Kristínu. Elín er búsett í Breiðholti, stutt frá foreldram sínum, ásamt dóttur sinni, Gunn- hildi Halldóra, sem fermdist sl. vor. Dvaldi hún mikið hjá ömmu sinni og afa og var þeim mikill gleði- gjafi. Kristín er gift Stefáni Ingólfs- syni og eiga þau þijú böm, Sólveigu, Stefán Orra og Steinar Öm. Mikið og gott samband yar alltaf milli dætra Halldóra og ísleifs og Qölskylduböndin sterk, enda var Halldóra einstök eiginkona og móð- ir, alltaf þessi rólega, trausta kona, sem gott var að umgangast. Allir sem umgengust hana, bæði á heim- ili hennar svo og ættingjar, vinir og vinnufélagar, fundu hlýju henn- ar, glatt viðmót og hógværð sem frá henni streymdi. Eins og að framan greinir hófst vinátta okkar á unglingsáranum í Bolungarvík. Þeirra ára er gott að minnast. Þama var lítið sjávarþorp að byggjast upp og allir urðu að standa saman. Það var oft fallegt að sjá sólina setjast, virða fyrir sér sjóinn, stundum úfinn og grimman og flöllin sem umluktu víkina. Við gengum götuna saman, horfðum til framtíðarinnar, sem þá var óráðin, og þökkuðum guði fyrir alla þessa fegurð. Nú að leiðarlokum vil ég fela Halldóru vinkonu mína þeim sama guði og bíð eftir að hitta hana aft- ur á hinum eilífa vegi hjá honum sem sagði: „Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Jóh. 11, 25. Þessi huggunarorð vil ég senda eiginmanni hennar, dætram, tengdasyni og bamabömum. Einn- ig Kristjáni föðurbróður hennar, sem nú dvelur á Sjúkraskýli Bol- ungarvíkur. Með vinarkveðju. Petrína Steindórsdóttir t Móðursystir min, SIGRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi fimmtudagsins 3. september. Utförin hefur farið fram í kyrrþey. Pakka auðsýnda vináttu og samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Anna Valdimarsdóttir. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR, áður Goðatúni 7, Garðabœ, er lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. september sl., verður jarðsung- in frá Garðakirkju mánudaginn 21. september kl. 13.30. Gunnar Páll Jakobsson, Erna Magnúsdóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR frá Söndum i Meðallandi, til heimilis á Álfhólsvegi 24, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. september kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Sigurjón Björnsson, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Erla Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Páll Sigurjónsson, Guðmundur A. Sigurjónsson, Birna Sigurjónsdóttir, Jón Páll Sigurjónsson, Sigurður Sigurjónsson Kristmundur Þorsteinsson, Haraldur Sumarliðason, Ágústa Hulda Pálsdóttir, Hildur Pedersen, Steinunn Gunnlaugsdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, brynhildur ólafsdóttir, Nýlendugötu 22, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 22. september kl. 10.30 f.h. Þorsteinn Magnússon, Ragnar Axelsson, Friðbjörg Þorsteinsdóttir, Marinó Sigurbjörnsson, Jenný S. Þorsteinsdóttir, Bjarni G. Gunnarsson, Ólafur Þorsteinsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Magnús Þorsteinsson, Þuríður Ottósdóttir, Sigmundur Þorsteinsson, Flóra Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, SIGURÐUR ÆGIR JÓNSSON, Álagranda 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 21. september kl. 13.30. Helga Guðmundsdóttir, Benedikt Bjarki Ægisson, Aðalheiður Sigurðardóttir. Sigrún Jónsdóttir Kundak, Magnús Skarphéðinsson, Reynir Skarphéðinsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STYRKÁR GUÐJÓNSSON frá Tungu, Hörðudal, Miklubraut 76, sem andaðist 12. september, verður jarðsettur frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 22. september kl. 15.00. Unnur Sigfúsdóttir, Arndfs Styrkársdóttir, Kiara Styrkársdóttir, Hjálmar Styrkársson, Vilborg Reimarsdóttir, Guðjón Styrkársson, Agústa Einarsdóttir, Sigfús Styrkársson, Guðrfður Þorvaldsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR ERLENDSSON, Leirubakka 12, Reykjavík, verður jarðsunginn miðvikudaginn 23. september kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindrafélagið. Björg Jónsdóttir, Katrín Eirfksdóttir, Sveinn Guðlaugsson, Sigurbjörg E. Eiríksdóttir, Pjetur M. Helgason og barnabörn. t ÞORVALDURSTEPHENSEN lést á Hrafnistu 17. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Davíð Sch. Thorsteinsson. t Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og systir, SIGRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Hátúni 4, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Aðalheiður Erla Jónsdóttir, Lárus Jónasson, Marfa Sigurbjört Lárusdóttir, Lárus Jón Lárusson, Sigmundur Sigurbjörnsson. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, HALLDÓRU P. HALLDÓRSDÓTTUR, Asparfelli 4, ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. september kl. 13.30. Elín ísleifsdóttir, Kristfn ísleifsdóttir, Isleifur Magnússon, Stefán Ingólfsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA MARTEINSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. septomber kl. 15.00. Edith og Þórður Jóhannesson. t Hugheilar þakkir faerum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andiát og útför dóttur minnar, systir og mágkonu, ELSU STEINUNNAR SIGURGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-3 og Grensásdeild Borg- arspitalans. Vilhelmína S. Tómasdóttir, Thelma Sigurgeirsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigurgeir V. Sigurgeirsson, Elín V. Guðmundsdóttir, Halldór M. Sigurgeirsson, Elísabet Þórólfsdóttir, Hilmar Þ. Björnsson, Sigurveig Magnúsdóttir. c t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns og fööur okkar, SNORRA JÓNASSONAR loftskeytamanns, Öldugötu 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks deildar 2-B, Landakotsspítala, fyrir góða hjúkrun og hlýhug. Guðrún Jörgensen, Sigrún S. Snorradóttir, Stefanfa G. Snorradóttir, Carsten J. Kristinsson, Snorri J. Snorrason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORKELS HALLDÓRSSONAR skipstjóra, Grundartúni 6, Akranesi. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Halldóra Þorkelsdóttir, Olgeir Ingimundarson, Kristjana Þorkelsdóttir, Kristján Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilégar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, FELIX PÉTURSSONAR. Hörður Felixson, Bjarni Felixson, Gunnar Felixson, Kolbrún Skaftadóttir, Álfheiður Gísladóttir, Hilda Guðmundsdóttir. Lokað Skrifstofur, lager og netastofa Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. verða lokaðar eftir hádegi mánudaginn 21. september vegna útfarar SIGURÐAR ÆGIS JÓNSSONAR. Kristján Ó. Skagfjörð hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.