Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 7 Skóla- dagur í Tívolí Fjölbrautaskólinn á Selfossi heldur skóladag í tívolí Hvera- gerði laugardaginn 26. septem- ber. Hátíðin er haldin fyrir alla fjölbrauta- og menntaskóla á Suðurlandi og stendur yfir í hálf- an sólarhring, frá klukkan 15.00 til 3.00. Margt verður til skemmtunar þennan dag, Laddi, Júlíus Bijáns- son og Edda Björgvinsdóttir fara með gamanmál, sérstakt tívolflag eftir þá Karl og Atla Örvarssyni verður frumflutt og ýmsir þekktir tónlistarmenn munu stíga á stokk, m.a. Bubbi, Megas, Bjartmar Guðlaugsson, Sykurmolamir, Gildr- an og Rauðir Fletir. Þeir félagar Hjalti Úrsus og Jón Páll ætla að finna sterkasta fram- haldsskólanemann. Verður keppt í rafgeymalyftu, japanskri súmó- glímu (keppendur íklæðast bleyj- um) og sjómanni svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður keppt í bátarallýi, blöðrudarti og reipitogi við þá Hjalta og Jón Pál. Öll leiktæki verða í gangi meðan hátíðin stendur yfir, en henni lýkur með leik Greifanna. Vikuna 21-25 september milli kl. 17 og 18 dag hvem, mun Bylgjan fylgjast með miðasölunni, sem skól- amir að sjá um. Rútuferðir verða frá skólunum og sætaferðir ffá BSÍ. Gæslu á svæðinu annast Hjálp- arsveitir skáta. Það er umboðskrisfstofan Bókar- inn sem sér um skipulagningu skóladagsins. Óánægjuraddir hafa heyrst frá nemendum vegna skipulagningar skemmtunarinnar. Á fundi Félags framhaldsskóla á fimmtudagskvöld var samþykkt yfirlýsing þess efnis að skóladagurinn væri ekki á vegum félagsins og ekki á þess ábyrgð. Hvað varðaði miðasölu og rútuferð- ir frá skólunum yrðu aðstandendur skóladagsins að ræða það við skóla- yfirvöld. Hús and- annakom- inút MÁL og menning hefur gefið út skáldsöguna Hús andanna eftir Isabel Allende. í frétt frá útgefanda segir: „Hús andanna er saga sem ólgar af fjöri og fyrirboðum. í henni segir af fjöl- skyldu nokkurri í Chile fyrr á öldinni. Meðlimir hennar em kyn- legir kvistir margir hveijir. Þar koma við sögu óvenjulegar fegurð- ardísir, ævintýramenn og konur gæddar sagnaranda; það gengur á jarðskjálftum, pestum og bylting- um, en yfir öllu mannlífinu vaka yfimáttúrulegar vættir. Isabel Allende er chileanskur rit- höfundur og blaðamaður, nú búsett í Venezuela. Hún gat sér fyrst orðs sem leikritaskáld í heimalandi sínu, Chile, en það var ekki fyrr en með fyrstu skáldsögu sinni, Húsi and- anna, að hún vakti verulega athygli. Bókin kom út árið 1982 og hefur síðan farið sigurför um heiminn, verið þýdd á yfir 20 tungumál og hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og viðurkenningar. “ Thor Vilhjálmsson þýddi bókina úr spænsku. Hún er 429 bls. að stærð og prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Robert Guillemette. Ávöxtunarbréfin eru í fjórum verðflokkum: Kr. 1.000.-. kr. 10.000.-, kr. 50.000.-, kr. 100.000. 38% á ársgrundveHí. ( dag ná fjármunir á Ávöxtunarbréfum 38% ávöxtun á ársgrundvelli, sem er 14% umfram verðbólgu. Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 ■ ptóygmittMafoiifo Askriftarsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.