Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 7 Skóla- dagur í Tívolí Fjölbrautaskólinn á Selfossi heldur skóladag í tívolí Hvera- gerði laugardaginn 26. septem- ber. Hátíðin er haldin fyrir alla fjölbrauta- og menntaskóla á Suðurlandi og stendur yfir í hálf- an sólarhring, frá klukkan 15.00 til 3.00. Margt verður til skemmtunar þennan dag, Laddi, Júlíus Bijáns- son og Edda Björgvinsdóttir fara með gamanmál, sérstakt tívolflag eftir þá Karl og Atla Örvarssyni verður frumflutt og ýmsir þekktir tónlistarmenn munu stíga á stokk, m.a. Bubbi, Megas, Bjartmar Guðlaugsson, Sykurmolamir, Gildr- an og Rauðir Fletir. Þeir félagar Hjalti Úrsus og Jón Páll ætla að finna sterkasta fram- haldsskólanemann. Verður keppt í rafgeymalyftu, japanskri súmó- glímu (keppendur íklæðast bleyj- um) og sjómanni svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður keppt í bátarallýi, blöðrudarti og reipitogi við þá Hjalta og Jón Pál. Öll leiktæki verða í gangi meðan hátíðin stendur yfir, en henni lýkur með leik Greifanna. Vikuna 21-25 september milli kl. 17 og 18 dag hvem, mun Bylgjan fylgjast með miðasölunni, sem skól- amir að sjá um. Rútuferðir verða frá skólunum og sætaferðir ffá BSÍ. Gæslu á svæðinu annast Hjálp- arsveitir skáta. Það er umboðskrisfstofan Bókar- inn sem sér um skipulagningu skóladagsins. Óánægjuraddir hafa heyrst frá nemendum vegna skipulagningar skemmtunarinnar. Á fundi Félags framhaldsskóla á fimmtudagskvöld var samþykkt yfirlýsing þess efnis að skóladagurinn væri ekki á vegum félagsins og ekki á þess ábyrgð. Hvað varðaði miðasölu og rútuferð- ir frá skólunum yrðu aðstandendur skóladagsins að ræða það við skóla- yfirvöld. Hús and- annakom- inút MÁL og menning hefur gefið út skáldsöguna Hús andanna eftir Isabel Allende. í frétt frá útgefanda segir: „Hús andanna er saga sem ólgar af fjöri og fyrirboðum. í henni segir af fjöl- skyldu nokkurri í Chile fyrr á öldinni. Meðlimir hennar em kyn- legir kvistir margir hveijir. Þar koma við sögu óvenjulegar fegurð- ardísir, ævintýramenn og konur gæddar sagnaranda; það gengur á jarðskjálftum, pestum og bylting- um, en yfir öllu mannlífinu vaka yfimáttúrulegar vættir. Isabel Allende er chileanskur rit- höfundur og blaðamaður, nú búsett í Venezuela. Hún gat sér fyrst orðs sem leikritaskáld í heimalandi sínu, Chile, en það var ekki fyrr en með fyrstu skáldsögu sinni, Húsi and- anna, að hún vakti verulega athygli. Bókin kom út árið 1982 og hefur síðan farið sigurför um heiminn, verið þýdd á yfir 20 tungumál og hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og viðurkenningar. “ Thor Vilhjálmsson þýddi bókina úr spænsku. Hún er 429 bls. að stærð og prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Robert Guillemette. Ávöxtunarbréfin eru í fjórum verðflokkum: Kr. 1.000.-. kr. 10.000.-, kr. 50.000.-, kr. 100.000. 38% á ársgrundveHí. ( dag ná fjármunir á Ávöxtunarbréfum 38% ávöxtun á ársgrundvelli, sem er 14% umfram verðbólgu. Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 ■ ptóygmittMafoiifo Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.