Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Við leikstjórn Two Men and a Wardrobe, ásamt Andrzej Kostenko og Andrez Kijowski. UPP RÍS POLANSKI Catharine Deneuve sem Carole í Repulsion. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson „Svo langt sem ég man hefur línan milli ímyndunar og raun- veruleika verið vonleysislega óskýr. Það hefur tekið mig mest- alla ævina að skilja að þetta er undirstöðuþáttur tilvistar minnar. Af þessum sökum hef ég fengið meira en minn skammt af sorgum, deilum, áföllum og vonbrigðum. En jafnframt hafa opnast mér ýmsar dyr sem ann- ars hefðu að eilífu verið lokaðar. Listir og skáldskapur, heimur ímyndunaraflsins var mér jafnan meiri raunveruleiki, sem dreng- ur í Póllandi kommúnismans, en þröng mörk umhverfisins. í æsku gerði ég mér grein fyrir að ég var öðru vísi en þeir sem ég umgekkst; ég byggði mina eigin, aðskilda þykjustu veröld. Ég gat ekki fylgst með hjól- reiðakeppni í Krakow án þess að sjá sjálfan mig sem sigurveg- ara framtíðarinnar. Ég gat ekki horft á kvikmynd án þess að ímynda mér mig aðalstjömu hennar, eða það sem betra var, leikstjórann bak við myndavél- ina. I hvert skipti sem ég leit háreist leikhús var ég ekki í minnsta vafa um að fyrr en síðar yrði það ég sem yrði miðpunktur sviðsins í Varsjá — Moskvu — jafnvel — hversvegna ekki? i París, þeirri fjarlægu og róm- antisku höfuðborg menningar- innar. Einhvern tíma eiga öll böm slíka drauma en gefast upp því fátt viU verða um fullnægj- una. En ég hafði baraalega, einfalda vissu þess að þetta væri ekki aðeins mögulegt, heldur óumflýjanlegt — fyrirfram ákveðið — eins og sú drungalega tUvera sem með réttu hefur ver- ið mitt hlutskipti." (Upphaf sjálfsævisögu Romans Polanski, Roman by Polanski. Heineman, London 1984.) Eitthvað á þessa lund eru æsku- draumar okkar allra, hvar og hver svo sem við erum. Misstórir að vísu. En fæstir hafa þá andagift og út- hald sem til þarf að láta þá rætast, og naumt skammtað rýmið á toppn- um. En Polanski lét ekki draumana nægja; hann er einn þeirra sem hefur snilligáfuna til að gera þá að veruleika og hreiðra um sig á toppn- um, þegar vel lætur. En hann veit líka af hinum neikvæðu hliðum þess að þekkja ekki bein skil á mörkum draums og veruleika og hefur feng- ið að kenna óþyrmilega á því. Roman Polanski, ein sprelllifandi goðsögn kvikmyndaheimsins, hefur náð hærra en flestir starfsbræðra hans og á hinn bóginn mátt þola meira andstreymi og upplifa skelfi- legri hörmungar í einkalífínu en maður ætlaði að leggjandi væri á nokkum mann. En þessi unglingslegi snillingur og lífskúnstner hefur alltaf staðið upp aftur, (þó hann kæmi ekki ætíð niður á hendumar) og haldið áfram að skapa listaverk — og líflegt ummtal. Og nú er hann vænt- anlegur, aufúsugestur Kvikmynda- hátíðar. Polanski fæddist í París árið sem Hitler komst til valda, og átti þar heima þijú fyrstu árin. Þá fluttist ijölskyldan til ættlands síns, Pól- lands, og settist að í Krakow. Margar hans fyrstu minninga eru tengdar sumrinu heita og fagra, 1939, logninu á undan storminum sem hreif foreldra hans, sem bæði voru af gyðingaættum, í útrýming- arbúðir nasista og skilaði móðurinni aldrei. Æskuárin vom skelfíleg. Drengurinn var á eilífum flótta, vítt um Pólland, oft hársbreidd á undan þeim mannhundum sem leiddu kynstofn hans til slátrunar. En með góðra manna hjálp tókst honum að þrauka af og leiðir feðg- anna lágu saman á ný að stríðinu loknu. Ekki er að efa að þessi vítis- reynsla drengsins hefur aukið með honum áhuga á kvikmyndagerð og kvikmyndum, þessu vinsæla flótta- meðali sem stytti honum svo margar hörmungarstundir á stríðsámnum. Fyrstu bein kynni hans af kvikmyndagerð var leikur í The Son Of Regiment, 1950, og ekki leið á löngu uns hann fékk hlutverk í hinni nafntoguðu mynd Wajda, Generation. Arið 1954 rættist stóri draumur- inn, Polanski fékk inngöngu í hinn virta kvikmjmdaskóla í Lodz. Árangurinn lét ekki á sér standa, 1958 vann stuttmynd hans til verð- launa á heimssýningunni í Bmssel, Roman Polanski var búinn að kveða sér hljóðs. Að námi loknu, 1959, var haldið til Parísar, þar sem fyrstu konu hans, Barböm, beið hlutverk í franskri mynd. Það hjónabar.d reyndist endasleppt, og Polanski, sem nú hafði vegabréfsáritun sem gerði honum kleift að ferðast að vild, sneri aftur til Póllands. Þar gerði hann sína síðustu stuttmynd, Mammals, sem vann víða til verð- launa. í kjölfar hennar kom svo The Knife In The Water, myndin sem hóf hann til vegs og virðingar utan Póllands sem innan. Myndin mark- aði tímamót á ferli Polanskis, nú vom honum allir vegir færir. Það er því vel við hæfí að stilla henni upp í tengslum við heimsókn hans á kvikmyndahátíðina. Aftur er haldið til Parísar. Pontecorvo búinn að rústa hjóna- bandinu, Polanski kominn í kynni við handritshöfundinn Gerald Brach, sem átti eftir að verða alda- vinur hans og samstarfsmaður og saman skrifuðu þeir handritið að Repulsion, fyrstu mynd Polanskis á Vesturlöndum. Hún hlaut afbragðs- dóma sem og Cul-de-Sac, sem fylgdi í kjölfarið. Næst á dagskrá var hin makalausa Dance of the Vampires, skophrollvekja sem mönnum þótti mismikið til koma. En nú beið Hollywood í vestri og 1968 sló Polanski svo sannarlega í gegn með Rosemary’s Baby, sem hvorttveggja hlaut afbragðsdóma og metaðsókn. En þegar lífíð brosti svo sannarlega við Polanski og hinni fögru, þunguðu konu hans, Sharon Tate, hlaut hann enn eitt reiðarslag- ið. Hópur geðsturlaðra eituræta, sem kenndu sig við höfuðpaurinn, Manson, réðust inní íbúð Polanskis í Hollywood, að honum fjarverandi myrtu konu hans, þá komna átta mánuði á leið, og gesti hennar, á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.