Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 33 Reykjavík: 90 íbúðír ásamt þjónusturými fyrir aldraða við Skúlagötu Áætlaður kostnaður um 800 milljónir króna HAFINN er undirbúningur að byggingu á 90 íbúðum fyrir aldr- aða ásamt þjónusturými á horni Skúlagötu, Vitastígs og Lindar- götu og munu framkvæmdir hefjast á árinu 1988. Áætlaður kostnaður er um 800 milljónir króna en íbúðarhúsnæði ásamt þjónusturými og bifreiðgeymslu eru um 14.000 fermetrar að stærð. íbúðunum 90 er skipt í 60 leiguí- búðir sem eru í sex þriggja til tíu hæða einingum en 30 söluíbúðir eru í fimm þnggja hæða einingum. íbúðaeiningamar eru tengdar með léttum glergangi og á tveim neðstu hæðunum er þjónustukjami með sameiginlegu eldhúsi, matsal, setu- stofu, leikfimissal, föndurherbergi, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, aðstöðu fyrir hjúkrunarfræðing og lækni. Þá er gert ráð fyrir dagvistardeild fyrir 40 manns með setustofu, iðju- þjálfun og böðum auk þess sem dagvistarfólk fær aðgang að matsal og annarri þjónustu, sem þjónustu- kjaminn býður upp á. Gert er ráð fyrir bifreiðageymsl- um á tveimur hæðum undir þjón- usturými og sameiginlegum garði sem verður á milli húsanna. Hönnuðir hússins eru arkitekt- amir Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigurður Björgúlfsson og Sigríður Sigþórs- dóttir en þau unnu lokaða sam- keppni sem efnt var til um hönnun hússins. Að sögn Hróbjarts verður húsið reist í áföngum og er byggingatími áætlaður um tvö til þijú ár frá því framkvæmdir hefjast. „Hver íbúð er 46 fermetrar og höfum við velt fyrir okkur nokkrum möguleikum á innréttingum þeirra,“ sagði Hró- bjartur. „Hér er nokkuð þétt byggt á litlu svæði og reynum við í okkar lausn að gefa öllum íbúðunum hlut- deild í sem bestu útsýni og mögu- leika í sólarátt. Þess vegna er útskot í hverri íbúð með góðum gluggum í tvær áttir og svölum framan við.“ Verkfræðiþjónustu við húsið ann- ast Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Séð frá Skúlagötu. í lægri íbúð- areiningunum lengst til vinstri verða söluíbúðirnar 30. Á milli íbúðareininganna er þjónustu- rými með matsal og útsýni í átt að Esjunni. Leiguíbúðimar 60 verða í sex þriggja til tíu hæða einingum aftan við þjónustu- kjarnann. Séð frá Lindargötu inn í sameiginlegan garð sem er opinn til suðurs. Morgunblaðið/Emilía SÁSTU EITTHVAÐ NÝTT Á < '(/) LIND Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík. Sími 62 19 99 Lind auðveldar þér kaup á nýjum tækjum og vélum. Ilind er eina fyrirtækið, sem býður fasta vexti í fjarmögnunarleigu. Þú tekur því enga vaxtaáhættu auk þess sem engra ábyrgða eða veð- setninga er krafist. Kostir fjármögnunarleigu Lindar eru ótvíræðir og í henni felst öryggi, sem er umfram það sem öýðst í hefðbundnum fjármögnunarleiðum. Hafðu samband. Hjá okkur færðu uþplýsingar um greiða fjármögnun- arleið hjá traustu fyrirtæki. v • antar þig lausfrystivél, ílökunarvél eða siglingatæki? Betri nýting og aukin sjálfvirkni í sjávarútvegi og fiskvinnslu fæst með nýjum og betri vélakosti. Fjárfesting í nýjum vélum er kostnaðarsöm og fjármögnun eftir hefðbundnum leiðum oft þungur róður. Helstu kostir fjármögnun- arleigu Lindar eru þeir, að verðmæti vélar er að fullu fjármagnað af Lind. Notandinn fær vélina mun fyrr en ella og án þess að ganga nokkuð á eigið fé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.