Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 33 Reykjavík: 90 íbúðír ásamt þjónusturými fyrir aldraða við Skúlagötu Áætlaður kostnaður um 800 milljónir króna HAFINN er undirbúningur að byggingu á 90 íbúðum fyrir aldr- aða ásamt þjónusturými á horni Skúlagötu, Vitastígs og Lindar- götu og munu framkvæmdir hefjast á árinu 1988. Áætlaður kostnaður er um 800 milljónir króna en íbúðarhúsnæði ásamt þjónusturými og bifreiðgeymslu eru um 14.000 fermetrar að stærð. íbúðunum 90 er skipt í 60 leiguí- búðir sem eru í sex þriggja til tíu hæða einingum en 30 söluíbúðir eru í fimm þnggja hæða einingum. íbúðaeiningamar eru tengdar með léttum glergangi og á tveim neðstu hæðunum er þjónustukjami með sameiginlegu eldhúsi, matsal, setu- stofu, leikfimissal, föndurherbergi, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, aðstöðu fyrir hjúkrunarfræðing og lækni. Þá er gert ráð fyrir dagvistardeild fyrir 40 manns með setustofu, iðju- þjálfun og böðum auk þess sem dagvistarfólk fær aðgang að matsal og annarri þjónustu, sem þjónustu- kjaminn býður upp á. Gert er ráð fyrir bifreiðageymsl- um á tveimur hæðum undir þjón- usturými og sameiginlegum garði sem verður á milli húsanna. Hönnuðir hússins eru arkitekt- amir Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigurður Björgúlfsson og Sigríður Sigþórs- dóttir en þau unnu lokaða sam- keppni sem efnt var til um hönnun hússins. Að sögn Hróbjarts verður húsið reist í áföngum og er byggingatími áætlaður um tvö til þijú ár frá því framkvæmdir hefjast. „Hver íbúð er 46 fermetrar og höfum við velt fyrir okkur nokkrum möguleikum á innréttingum þeirra,“ sagði Hró- bjartur. „Hér er nokkuð þétt byggt á litlu svæði og reynum við í okkar lausn að gefa öllum íbúðunum hlut- deild í sem bestu útsýni og mögu- leika í sólarátt. Þess vegna er útskot í hverri íbúð með góðum gluggum í tvær áttir og svölum framan við.“ Verkfræðiþjónustu við húsið ann- ast Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Séð frá Skúlagötu. í lægri íbúð- areiningunum lengst til vinstri verða söluíbúðirnar 30. Á milli íbúðareininganna er þjónustu- rými með matsal og útsýni í átt að Esjunni. Leiguíbúðimar 60 verða í sex þriggja til tíu hæða einingum aftan við þjónustu- kjarnann. Séð frá Lindargötu inn í sameiginlegan garð sem er opinn til suðurs. Morgunblaðið/Emilía SÁSTU EITTHVAÐ NÝTT Á < '(/) LIND Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík. Sími 62 19 99 Lind auðveldar þér kaup á nýjum tækjum og vélum. Ilind er eina fyrirtækið, sem býður fasta vexti í fjarmögnunarleigu. Þú tekur því enga vaxtaáhættu auk þess sem engra ábyrgða eða veð- setninga er krafist. Kostir fjármögnunarleigu Lindar eru ótvíræðir og í henni felst öryggi, sem er umfram það sem öýðst í hefðbundnum fjármögnunarleiðum. Hafðu samband. Hjá okkur færðu uþplýsingar um greiða fjármögnun- arleið hjá traustu fyrirtæki. v • antar þig lausfrystivél, ílökunarvél eða siglingatæki? Betri nýting og aukin sjálfvirkni í sjávarútvegi og fiskvinnslu fæst með nýjum og betri vélakosti. Fjárfesting í nýjum vélum er kostnaðarsöm og fjármögnun eftir hefðbundnum leiðum oft þungur róður. Helstu kostir fjármögnun- arleigu Lindar eru þeir, að verðmæti vélar er að fullu fjármagnað af Lind. Notandinn fær vélina mun fyrr en ella og án þess að ganga nokkuð á eigið fé.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.