Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
27
Gunnar Jónsson fiskifræðingur með fiskinn slána sem veiddist við
Suðausturland og er eini fiskurinn af þessari tegund sem veiðst
hefur hér við land.
Þorskrannsóknir um borð í Maríu Júlíu um 1950. (Ljósmynd Hafrannsóknastofnun).
Jón Bogason náttúrufræðingur og kvarnalesari að aldursákvarða
kvaroir.
Morgunblaðið/Þorkell
Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsókna-
stofnunar
Rs. Bjarni Sæmundsson við fiskirannsóknir á Húnaflóa 1984. (Ljósmynd Hafrannsókna
stofnun).
Merkilegastar þykja þó síldar-
rannsóknir Áma Friðrikssonar.
Hann setti fram þá kenningu að
Norðurlandssíldin hrygndi aðal-
lega við vesturströnd Noregs en
ekki hér við land. Þessi kenning
þótti fáránleg fyrst í stað en var
sannreynd með merkingum sem
íslendingar og Norðmenn hófu
árið 1948.
Gróska í hafrannsókn-
um
Strax eftir síðari heimsstyijöld-
ina hljóp mikil gróska í íslenskar
fiski- og hafrannsóknir og árið
1947 voru hafnar kerfisbundnar
sjó- og áturannsóknir á miðunum
í kringum landið.
Árið 1948 var húsnæði Fiski-
deildarinnar á Háskólalóðinni
orðið of lítið og var deildin þá flutt
í leiguhúsnæði í Borgartúni 7. Þá
voru starfsmenn hennar orðnir níu
talsins. Árið 1960 flutti Fiskideild-
in síðan í núverandi húsnæði
Hafrannsóknastofnunar að Skúla-
götu 4 og voru starfsmenn deildar-
innar þá orðnir 23. Hafrannsókna-
stofnun var svo sett á laggirnir
undir því nafni árið 1965 og unnu
þá yfir þrjátíu manns hjá stofnun-
inni en um seinustu áramót voru
starfsmenn hennar 106, þar af 31
í áhöfnum þriggja rannsóknar-
skipa.
Islenskar fiski- og hafrannsókn-
ir voru lengi vel stundaðar á
skipum sem leigð voru tímabundið
til rannsóknastarfa og háði skipa-
leysið starfsemi Fiskideildarinnar
talsvert. Áður er getið gamla Þórs
en eftir síðari heimsstyijöldina var
varðskipið María Júlía mikið notað
við botnfiskrannsóknir á Island-
smiðum. Árið 1953 var sett síldar-
leitartæki í varðskipið Ægi og
átti síldarleitin, sem oftast var
stjómað frá Ægi, mjög mikinn
þátt í ört vaxandi síldveiðum fram
á miðjan sjöunda áratuginn.
Haf rannsóknastofnun
eignast rannsóknaskip
í skipamálunum fór síðan að
rofa til um miðjan sjöunda áratug-
inn. Árið 1965, sama ár og
Hafrannsóknastofnun var sett á
fót, fékk stofnunin til afnota 250
tonna togara, Hafþór RE 75. í
fyrstu var hann aðallega notaður
við síldarleit en síðar við rannsókn-
ir á botnfisktegundum. Snemma
árs 1966 var ákveðið að smíða
nýtt rannsóknaskip fyrir stofnun-
ina en síldarútvegsmenn höfðu
boðist til að greiða andvirði skips-
ins. Það var tekið í notkun í
september 1967 og hlaut nafnið
Ámi Friðriksson. Arið 1970 eign-
aðist Hafrannsóknatofnun rann-
sóknaskipið Bjama Sæmundsson,
sem einnig var smíðað sérstaklega
fyrir hana, mótorbátinn Dröfn
fékk stofnunin árið 1973 og 105
tonna skutbyggt stálskip, Otto
Wathne, árið 1984. Það fékk nafn-
ið Dröfn og kom í stað gömlu
Drafnar, sem orðin var úrelt. Á
ámnum 1980 til “83 var togarinn
Baldur notaður til rannsókna á
vegum stofnunarinnar. Hann var
nefndur Hafþór og kom í stað
gamla Hafþórs, sem var seldur.
Á áttunda áratugnum urðu
þáttaskil í íslenskum fískirann-
sóknum. Til þess tíma lagði
Hafrannsóknastofnun mikla
áherslu á beina aðstoð við veiðiflo-
tann, svo sem leit að nýjum
togaramiðum, síldar- og loðnuleit
og könnun humar-, rækju- og skel-
fiskmiða. Þessar rannsóknir,
ásamt sívaxandi skipastóli og ör-
um tækniframföram við veiðamar,
varð þess valdandi að flestir nytja-
stofnar urðu fullnýttir og sumir
ofveiddir.
„Svarta skýrslan“
Árið 1975 birti Hafrannsókna-
stofnun skýrslu um ástand fisk-
stofna hér við land sem í
fjölmiðlum var nefnd „Svarta
skýrslan", því mörgum þótti að í
henni væri dregin upp nokkuð
dökk mynd af ástandinu. Þessi
skýrsla kom af stað miklum um-
ræðum um stjóm fiskveiða og
hagkvæmustu nýtingu fiskstofna
og Hafrannsóknastofnun sneri sér
í vaxandi mæli að rannsóknum á
stærð og afrakstursgetu físki-
stofna.
Af þessum sama toga er hin
umfangsmikla hvalrannsóknaá-
ætlun Hafrannsóknastofnunar
sem hrundið var af stað í fyrra og
á að vera lokið árið 1990. Þá ætti
að vera unnt að taka rökstudda
ákvörðun um hvort hvalveiðum
skuli haldið áfram hér við land og
þá hvernig. Hvalrannsóknir era
hins vegar ekki nýjar af nálinni
hér á landi því þær hófust kerfis-
bundið á vegum stofnunarinnar
fyrir liðlega tuttugu áram síðan.
Árið 1984 urðu aftur þáttaskil
hjá Hafrannsóknastofnun því þá
vora sett ný lög af Alþingi sem
tryggðu hagsmunaaðilum í
íslenskum sjávarútvegi meiri áhrif
á stefnumörkun í haf- og físki-
rannsóknum. Jafnframt var starf-
semi stofnunarinnar skipt í tvö
megin rannsóknasvið, sjó- og vist-
fræðisvið annars vegar og nytja-
stofnasvið hins vegar. Á þessum
tímamótum let Jón Jónsson af
störfum sem forstöðumaður Haf-
rannsóknastofnunar en hann hafði
þá gegnt þeirri stöðu frá árinu
1954 er Arni Friðriksson varð
framkvæmdastjóri Alþjóða ha-
frannsóknaráðsins í Kaupmanna-
höfn. Jakob Jakobsson tók við af
Jóni Jónssyni sem forstöðumaður
stofnunarinnar en Jakob hóf störf
hjá stofnuninni árið 1956.
Stormasöm samskipti
Jakob sagði að skýrslum Haf-
rannsóknastofnunar um ástand
þorskstofna hefði verið vel tekið
hér á landi á áranum fram til
1975 er þær vora notaðar sem rök
í allri umræðu um stækkun
íslensku fískveiðilögsögunnar.
Hins vegar hafí samskipti Ha-
frannsóknastofnunar og íslenskra
stjómvalda verið stormasöm eftir
þorskastríðin því stjómvöld hafí
ekki farið eftir tillögum stofnunar-
innar varðandi þorskveiðar.
Síðastliðin þijú til fjögur ár hafí
skilningur svo aukist á báða bóga.
Stofnunin hafí náð betri tökum á
að meta ástand fískistofnanna og
kynni rannsóknaniðurstöður sínar
betur en áður fyrir stjómvöldum
og hagsmunaaðilum í sjávarút-
vegi. Jafnframt hafi stofnunin
tekið upp samvinnuverkefni við
sjómenn, til dæmis hafi vestfírskir
skipstjórar leyst skipstjóra Haf-
rannsóknastofnunar af á rann-
sóknarskipum hennar.
Jakob var þó óánægður með
fjárveitingar Alþingis til stofnun-
arinnar. Þær hefðu ekki aukist,
miðað við fast verðlag, síðastliðin
16 ár og sem hlutfall af útflutn-
ingsverðmæti sjávarafurða hefðu
Sjá bls. 30.