Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 37 Úr trúartónlist í soul __________Blús______________ Árni Matthíasson Trúartónlisdn (gospel-tón- List) varð að soul- tónlist með tímanum og margir af fremstu soul-söngvurum Bandaríkjanna eru upprunnir í trúartónlist- inni. Þar má nefna Sam Cooke sem dæmi, en hann var einn fremstí trúartónlistarsöngvari síns tima áður en veraldlegur auður freistaði hans. Dæmi um útgáfu á trúartónlist má finna hjá útgáfufyrirtækinu Vee Jay og þegar hlýtt er á upptökur frá fyrirtækinu sem Charly- útgáfufyrirtækið hefur gefið út má glöggt heyra þróunina yfir i soul-tóniistína. Að vísu var Vee Jay ekki merk- asta útgáfufyrirtækið sem gaf út trúartónlist, en þrátt fyrir það tók félagið upp margt framúrskarandi tónlistar. Sú tónlist er vel kynnt á safnplötunni Jesus is the Ans- wer. Fremstu söngflokkar þar eru The Swan Silvertones, sem betur verður sagt frá hér á eftir, og The Staple Singers, sem einnig fá ítar- legri umfjöllun á eftir. Aðrir söngflokkar sem markverðir eru á plötunni eru The Five Blind Boys of Alabama, The Highway QC’s, The Caravans og The Harmonizing Four. The Caravans var einn þekktasti söngflokkurinn sem tók upp efni fyrir Vee Jay, en flokkurinn var eingöng skipað- ur konum. The Harmonizing Four var aftur á móti karlakvartett sem skipaður var nær sömu söngvur- um í fjörutíu ár, en kvartettinn var stofnaður vel fyrir heimsstyij- öldina síðari. Fyrstu upptökur voru þó ekki gerðar fyrr en 1943. The Staple Singers Söngflokkurinn The Staple Sin- gers var stofnaður af Roebuck Staple, sem hafði lengi átt við trúartónlist án þess þó að helga sig tónlistinni að fullu. Hann hafði fullan hug á að taka upp trúratón- list sem aðal lifíbrauð og þegar honum varð ljóst að bömin hans voru fyrirtaks efni í trúarsöngvara setti hann saman sönghópinn The Staple Singers og hóf að æfa. Roebuck lék á gítar og söng bak- rödd, Mavis var aðalsöngkona og Cleotha og Purvis sungu bakradd- ir. Yngsta systkinið, Yvonne, slóst síðar í hópinn. Sönghópurinn komst á samning hjá Vee Jay 1955 og tók upp 40 lög fyrir Vee Jay fram yfír 1960. Þá freistaði auður svo að hópurinn fór að syngja veraldlega tónlist, enda var mikið fé í húfí. Charly gaf út fyrir nokkru plötu með safni af upptökum frá Vee Jay árunum og þar er að fínna marga perluna. Það er gítarleikur Roebuck og söngur Mavis sem gerir lögin að öðru og meiru en venjulegum trúartónlistarsöngv- um eins og t.d. í lögunum Don’t Drive Me Away og Downward Road. Á plötunni má einnig fínna lagið This May Be the Last Time sem Mick Jagger hefur sennilega verið að hlusta á tæpum áratug síðar er hann samdi samnefnt lag. Er viðlagið það sama í báðum laganna þó innihaldi sé ólíkt. Annað lag sem lagað var að popp- tónlist er lagið Stand By Me sem Staple- fjölskyldan flytur á plöt- unni, en Leiber og Stoller sniðu úr því lag sem Ben E. King átti eftir að gera frægt og sem var reyndar á vinsældalistum í Bret- landi ekki fyrir löngu. Um 1960 fór Staple-fjölskyldan að taka upp tónlist þar sem Jesú var að engu getið og það eina sem að baki lá var sókn eftir veraldleg- um auði. Það varð til þess að kirkjan afneitaði The Staple Sin- gers sem trúarsöngsveit. The Svan Silvertones The Svan Silvertones var radd- kvintett karla sem sungu allt frá acapella trúarlögum í lög sem voru nærri soul tónlist með ein- földum undirleik. Aðalsöngvarinn Claude Jeeter bar tónlistina uppi með falsettusöng sem er hreint ótrúlegur á köflum. Gott dæmi um það eru lög eins og Stand Up and Testify og Brighter Days Ahead. Það var Jeeter sem stofn- aði söngsveitina og leiddi hana. í upphafí var áherslan lögð á acap- ella söng en þróunin leiddi sveitina í átt að soul tónlistinni líkt og svo margar álíka sveitir og hefur Jeet- er verið nefndur faðir soul tónlist- arinnar líkt og Ray Charles. Hvað um það er víst að fáir söngvarar hafa verið stældir meira en Claude Jeeter er stældur í soul tónlist- inni. Jeeter hætti að syngja og gerðist prestur sem hann er enn í dag. Með því má segja að dagar The Swan Silvertones hafí verið taldir. Áður hafa verið nefnd lögin Stand Up and Testify og Brighter Days Ahead, en önnur góð lög á plötunni, sem heitir Get Your Soul Right, eru At The Cross og titillagið. Ekki má síðan gleyma laginu That Day at Cavalry sem er eitt af bestu lögum sveitarinn- ar, en það lag er á safnplötunni sem nefnd var í upphafi. The Svan Silvertones Ahugafólk um sorg: Kvöldvaka í Templara- höllinni SAMSTARFSHÓPUR áhuga- fólks um sorg og sorgarviðbrögð heldur kvöldvökui Templarahöll- inni þriðjudaginn 22. september kL 20.00. Á dagskrá kvöldvökunnar eru tveir fyrirlestrar sem þeir sr. Sig- fínnur Þorleifsson sjúkrahússprest- ur og Páll Eiríksson læknir flytja. Eftir fyrirlestrana verður fyrir- spumum svarað og almennar umræður, m.a. um formlega stofn- un samtakanna. Aðgangur er ókeypis og opið öllu áhugafólki. Ekki HENDA hundrað þúsund krónum. Sól gos - meiriháttar gos Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu á Eiðistorgi 15. Ragnar Ó. Steinarsson, tanniæknir, sími 611888. Immm GENGISBREF Skipholti 50 C, sími 688123. ORUGG AVOXTUN Verðbréfasjóður Hagskipta hf. hóf nýlega útgáfu sk. Gengisbréfa Helstu kostir Gengisbréfa eru: • Há ávöxtun — Ársávöxtun er nú 14,5% umfram verðbólgu • Enginn binditími • Ekkert innlausnargjald tekið við innlausn bréfanna Skráð er daglegt gengi bréfanna — Gengi 18.09/87 er 1.0433 Verð á gengisbréfi að nafnvirði kr. 5.000.OO er kr. 5.217.oo Verð á gengisbréfi að nafnvirði kr. 50.000.oo er kr. 52.170.oo Nánari upplýsingar veita: Kristján V. Kristjánssón, viðskiptafræðingur Sigurður Örn Sigurðarson, viðskiptafræðingur. Það er ekki eingöngu veggtennis hjá okkur, því við erum að byrja með þrælfjömga og hressandi músíkleikfimi fyrir alla, á öllum aldri. Ath. Fyrsti tíminn er ókeypis Lára og Ásta stjóma tímunum SIMI: 19011 Tími: Mánud. kl. 17.30 Þriðjud. kl. 17.30 Miðvikud. kl. 17.30 Fimmtud. kl. 17.30 VEGGSPORT hf. Veggtennis og íþróttamiðstöð Seljavegi 2 101 Reykjavík sími: 19011 VEGGTENNIS Eigum ennþá lausa tíma í hádeginu virka daga og svo á laugardögum s og sunnudögum. c Ath. Erum í Vesturbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.