Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 26

Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Hafrannsóknastofnun telst nú vera orðin fimmtíu ára gömul því fyrirrennari hennar, ---------------------------------------- Atvinnudeild Háskóla Islands Islands, var sett á fót fyrir réttum fimmtíu árum síðan. Að sjálfsögðu hafa orðið stórkostlegar breytingar á hafrannsóknum hér við land frá því að þær hófust á síðustu öld og verða þær raktar í stórum dráttum í eftirfarandi viðtali sem blaðamaður átti við Jakob Jakobsson, forstöðumann Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar í höfn i Reykjavík. Talin frá vinstri: Rs. Bjarni Sæmundsson, rs. Árni Friðriksson, rs. Dröfn hin nýja og gamla Dröfnin. (LJósm. Karl Gunnarsson) , V* • IV, • Atvinnudeild Há- skóla íslands tók til starfa 18. september 1937 í nýbyggðu húsi á Háskólalóð- inni að sögn Jakobs. Hún greindist í þijár deildir: Búnaðar- deild, Iðnaðardeild og Fiskideild en sú síðasttalda var einmitt und- anfari Hafrannsóknastofnunar. Starfsmenn Fiskideildarinnar voru þá sex að tölu og er þá forstöðu- maður hennar, Ami Friðriksson, með talinn. Danskar hafrannsóknir hér við land Haf- og fiskirannsóknir hér við land hófust þó löngu fýrir árið 1937. Danir sendu eftirlitsskipið Fyllu til sjórannsókna við norður- og vesturströnd íslands árið 1878 og er það talið vera upphaf haf- rannsókna við landið. I þessum leiðangri var sú kenning staðfest, sem Irminger flotaforingi hafði sett fram, að grein úr hinum hlýja Golfstraumi fari upp að suður- strönd íslands og þaðan vestur og norður fyrir land. í þessu straum- kerfí klekjast flestar tegundir íslenskra nytjastofna og vaxa upp. Ýtarlegra upplýsinga um ástand sjávar og hrygningu helstu nytja- fiska hér við land var síðan aflað í rannsóknarleiðöngrum danska eftirlitsskipsins Ingólfs á ámnum 1895 og “96 og danska rannsókn- arskipsins Thors á árunum 1903 til “05. Danir stunduðu einnig sjó- rannsóknir hér við land á rann- sóknaskipinu Dönu nær árlega frá 1924 til “39. " Bjami Sæmundsson, náttúru- fræðingur, átti mikinn þátt í skipulagningu og framkvæmd þessara rannsóknarleiðangra. Hann kom til landsins árið 1894 að loknu námi við Hafnarháskóla og skrifaði, jafnframt kennslu við Lærða skólann, mörg og merk rit- verk um haf- og fiskirannsóknir. Á því sviði er hann óumdeildur frumkvöðull meðal landsmanna. íslenskar fiskirann- sóknir Fiskifélag íslands hóf rann- sóknir á fiski hér við land árið 1931 og var Ámi Friðriksson feng- inn til að veita þeim forstöðu en hann lauk meistaraprófi í dýra- fræði frá Hafnarháskóla árið 1929. Árni varð síðan forstöðu- maður Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans árið 1937, eins og áður sagði. Fiskifélagið og Fiskideildin höfðu afnot af varðskipinu Þór á árunum 1935 til “39 en hann var upphaflega þýskur togari. Þór var meðal annars notaður við karfa- leit og fundust til dæmis góð karfamið út af Suðausturlandi sem kennd vom við skipið. Fundur um lokun svæða. Talið frá vinstri: Fiskifræðingarnir Viðar Helgason, Ólafur K. Pálsson, Vilhjálmur Þor- steinsson, Björn Ævarr Steinarsson og Jakob Jakobsson forstöðumaður. Eiríkur Þ. Einarsson, bókavörður Hafrannsókna- stofnunar, með elstu bók stofnunarinnar, Universal Geographie, sem gefin var út i Kaupmannahöfn árið 1752.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.