Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B
227. tbl. 75. árg.
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovéskur embættismaður í Svíþjóð:
Vilja ræða samdrátt
heija á norðurslóðum
Kemur til viðræðna til íslands í dag
HÁTTSETTUR sovéskur stjórn-
arerindreki, Oleg Grinevsky,
sagði í viðræðum við sænska
embættismenn í gær að Sovét-
stjórnin væri reiðubúin að ræða
samdrátt á kjarnorkuherafla
sínum norðan heimskautsbaugs
í því skyni að draga úr hernaðar-
spennu í Evrópu. í dag kemur
Grinevsky til íslands og mun þá
ræða við embættismenn í ut-
anríkisráðuneytinu.
A blaðamannafundi í Stokkhólmi
eftir viðræðumar skýrði Grinevsky
frá því helsta sem bar á góma og
sagði að Sovétmenn væm tilbúnir
til þess að ræða fækkun kjarn-
orkuvígbúnaðar á Kólaskaga, en
þar eiga Sovétríkin landamæri við
Verðbréfaviðskipti:
Markaðir ó-
traustir eftir
verðfallið
í Wall Street
Lundúnum, Reuter.
VERÐBRÉF víða um heim féllu i
verði eftir metfall verðbréfa i
Wall Street í fyrradag. Banda-
rikjadalur lækkaði einnig í verði,
en gullverð hækkaði ögn. Verð-
bréfasalar sögðu þó að almennt
hefðu menn haldið stillingu sinni
þrátt fyrir áhyggjur af hækkandi
verðbólgu og vöxtum.
Það voru einmitt áhyggjur af fram-
antöldu sem talið er að hafi valdið
metfalli verðbréfa í Wall Street á
þriðjudag. Þá féll Dow Jones-verð-
bréfavísitalan um 91,55 stig, eða
niður í 2.548,65 stig.
Almennt er nú búist við vaxta-
hækkun af hálfu hinna stærri banka
heimsins en hún yrði til þess fallin
að draga úr þenslu, sem mörgum
finnst vera orðin ærin, áður en hún
fer að valda verðbólgu á ný.
Noreg og Finnland.
„Við höfum þegar tilkynnt fækk-
un þeirra eldflauga sem fýrir eru
[á Kóla-skaga],“ sagði Grinevsky.
„Ef þið hafið frekari hugmyndir í
þessa átt getið þið lagt þær fram.
Við erum tilbúnir til þess að ræða
hvaða tillögur sem er.“
Á Kóla-skaga er mesti flotavið-
búnaður í heimi, en fremstir í flokki
fara á annað hundrað kafbátar með
kjamorkuvopn innanborðs.
í síðustu viku lagði Mikhail
Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna,
það til, að hafnar yrðu viðræður
um að draga úr flotaumsvifum á
Norðurhöfum, en hemaðarsérfræð-
ingum ber saman um að Grinevsky
hafi gengið skrefi lengra í sam-
tölum sínum við sænsk stjómvöld.
í dag kemur Grinevsky til
Reykjavíkur og á föstudag mun
hann eiga viðræður við Helga
Ágústsson, skrifstofustjóra ut-
anríkisráðuneytisins, Hjálmar W.
Hannesson og Róbert T. Ámason
starfsmenn ráðuneytisins. Héðan
heldur hann til Vínarborgar.
..
Reuter
Tíbesk kona hefur hreinsunarstörf við lög-
reglustöðina í Lhasa, sem lögð var í rúst sl.
fimmtudag. Á innfeUdu myndinni má sjá
búddamunka lesa nöfn þeirra sem létu lífið í
óeirðunum.
Tíbet lokað land:
V egatálmar og lögreglulið
með alvæpni á götum Lhasa
Chengdu í Kina, Reuter.
KÍNVERSK yfirvöld ráðlögðu í gær erlendum ferðamönnum að fara
ekki til Tíbet, en í höfuðborg Tíbets, Lhasa, er nú gifurleg öryggis-
gæsla til þess að koma í veg fyrir frekari uppþot. I gær voru 37 ár
liðin frá því að Kínýerjar réðust inn i landið og það komst undir
stjórn kommúnista. Útlendingar, sem komu frá Lhasa í gær, sögðu
að í gærmorgun hefði allt verið með kyrrum kjörum, en á götum
hefði hvarvetna mátt sjá lögreglulið grátt fyrir járnum. Víða um
borgina og umhverfis hana hafði verið komið fyrir vegatálmum.
Tíbet er nú svo að segja lokað land og fréttir þaðan takmarkaðar
við erlenda ferðamenn sem snúa þaðan.
Sri Lanka:
Vopnahlé eyjarskeggja
runnið út í sandinn
160 falla í fjöldamorðum tamíla
Colombo, Reuter.
INDLANDSSTJÓRN skipaði 11.000 manna friðargæsluliði sínu á Sri
Lanka að beija niður þá ofbeldisöldu, scm braust út í gær og fyrra-
dag, og skæruliðar tamíla bera ábyrgð á. Talið er að um 160 manns
hafi fallið fyrir skæruliðunum og er vopnahlé það, sem ríkti milli
hinna stríðandi afla, nú úr sögunni. Ofbeldisöldu þessa má rekja til
sjálfsmorða 13 tamíla, sem voru í herfangelsi.
Tamílskir skæruliðar hófu árásir
sínar með skothríð og íkveikjum á
þriðjudag og náðu þær hámarki í
gær. Gerðar voru árásir á fjólmörg
þorp sinhala, jámbrautarlest á leið
til Colombo var stöðvuð, farþegam-
ir reknir út og sinhalar í þeirra
hópi skotnir, langferðabifreið var
gerð fyrirsát auk ýmissa ódæða
annarra.
Embættismenn telja að róstumar
hafi m.a. orðið til þess að um 10.000
sinhalar hafi flúið heimili sín í aust-
urhéruðum landsins, en þau hémð
urðu verst úti. Talsmenn indversku
stjómarinnar í Nýju Delí sögðu að
herir þeirra myndu gera allt sem í
þeirra valdi stæði til þess að koma
á friði og ró og myndu beita til
þess öllu tiltæku herliði.
Vopnahléi var komið á milli
skæruliða tamíla og stjórnarinnar
hinn 29. júlí sl. en stóð alla tíð
ótraustum fótum. Fram að því hafði
aðskilnaðarhreyfing tamíla barist í
§ögur ár við stjómarherinn. Tamíl-
ar em um 13% íbúa eyjarinnar, en
afgangurinn er að mestu leyti sin-
halar. Þeir ráða lögum og lofum í
stjóm landsins. Talið er að um
6.000 manns hafi fallið í skæmnum
fram að vopnahléinu í sumar.
Tíbetar höfðu hótað því að efna
á ný til mótmæla í gær á 37 ára
afmæli innrásar kommúnista, en
síðast þegar fréttist í gær höfðu
engar fregnir borist af frekari mót-
mælum. Fram að innrásinni hafði
landið lotið stjóm goðumlíkum kon-
ungi búddatrúarmanna, Dalai
Lama. Tíbet er fátækasta og van-
þróaðasta hérað alþýðulýðveldisins.
Stjómin segir að sex hafi fallið
í óeirðunum sl. fimmtudag, en
Tíbetar segja að alls hafi 19 manns
látið lífið. Hápunkti náðu óeirðirnar
þegar þúsundir manna' fylktu liði
að lögreglustöðinni í höfuðborginni,
réðust á lögregluþjóna og lögðu að
lokum eld að byggingunni.
Stjómin í Peking hefur kennt
Dalai Lama, andlegum leiðtoga
Tíbeta sem nú dvelst í útlegð, um
að standa að baki óeirðunum. Dag-
blað alþýðunnar réðst mjög harka-
lega á hans heilagleika og
fréttastofan Nýja Kína hafði það
eftir háttsettum embættismanni að
ásakanir Öldungadeildar Banda-
ríkjaþings um mannréttindabrot í
Tíbet væru ekkert annað en „ill-
kvittin afskipti af innanríkismálum
Kína,“ sem væm til þess fallnar að
spilla samskiptum þjóðanna.
Sjá ennfremur frétt á siðu 31,
„Dalai Lama hvetur ...“
Norsk fjárlög:
Skattheimta ríkis-
ins verulega aukin
Ösló, frá Jan Erik Laure, fréttarítara Morgunblaðsins.
VERÐI fjárlagafrumvarp Verka-
mannaflokksins fyrir næsta ár
samþykkt munu skattálögur auk-
ast allverulega. Þrátt fyrir
óánægju borgaraflokkanna með
frumvarpið er hins vegar alls óvist
að þeim takist að koma sér saman
um breytingar á þvi.
Að meðaltali munu beinir skattar
hækka um 0,4% á nef hvert, en skatt-
ar hálaunafólks geta aukist um meira
en 10.000 n.kr.
Með þessu og öðrum ráðstöfunum
hyggst stjómin hækka tekjur ríkis-
sjóðs um 5,5%. Hægriflokkurinn og
Framfaraflokkurinn eru mjög ein-
dregið á móti téðum skattahækkun-
um, en Miðflokkurinn og Kristilegi
þjóðarflokkurinn eru blendnari í
trúnni og eru smeykir við samdrátt
útgjalda þó svo þeir fallist á að lækka
beri skattbyrði almennings.