Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
13
Sýning Helga
Sigurðssonar
Myndlist
Valtýr Pétursson
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg er
sýning á verkum Helga Sigurðsson-
ar. Hann er nýútskrifaður myndlist-
armaður og heldur þar sína fýrstu
sýningu. Þarna eru um 50 verk;
tuttugu olíumálverk og um þijátíu
teikningar og gætir margra grasa,
því að þessi ungi maður leitar fýrir
sér á breiðum grundvelli, hvað
myndefni snertir. Það mætti án efa
tengja mest af þessum verkum við
súrreaiisma, en ljóðræn taug virðist
þó ráða mestu um ferðina í flestum
tilvikum, en unggæðisháttur ein-
kennandi fyrir hugdettur og
myndefni.
Helgi færist nokkuð mikið í fang,
og því verður ef til vill meiri byij-
andabragur á útkomunni en elía
hefði orðið. Ekki má samt skilja
þessar athugasemdir mínar sem
svo, að ekki séu þarna á ferð vissir
hæfileikar og miklar spekúlasjónir.
Það vantar ekki, en það er annað
mál, hvernig tekst til að koma hlut-
unum í höfn. Það eru margir, sem
útskrifast úr skóla og halda síðan
sýningu á verkum, sem eru eftir
kokkabókum eldri manna ekki al-
veg tilbúin til að koma fyrir
almennings sjónir. Það er svo mjög
eðlilegt, að menn vilji flýta sér á
þessum seinustu og hröðustu tím-
um. En myndlist er nú einu sinni
þannig, að hún krefst íhugunar og
tekur sinn tíma.
í stuttu máli: Helgi virðist fram-
sækinn myndlistarmaður, sem
þreifar fyrir sér og sýnir bæði áræði
og nokkra hæfileika, en mætti vera
ákveðnari og hafa meira vald á hlut-
unum. Af eðlilegum ástæðum
virðist Helgi enn sem komið er
nokkuð óráðin gáta.
Til hamingju með frumraunina.
Hafsteinn Austmann
Haf steinn sýnir
Myndlist
Valtýr Pétursson
Hafsteinn Austmann er löngu
landskunnur málari og hefur verið
mjög athafnasamur á undanförnum
árum. Hann hefur nú kvatt sér
hljóðs með sýningu á vatnslita-
myndum í Gallerí Islensk list á
Vesturgötu 17. Hafsteinn Aust-
mann var um langan aldur Benja-
mínið í flokki abstrakt-málara hér
á landi, en það er nú liðin tíð, nema
hvað hann er yngstur meðlima
Septem-hópsins eins og stendur, og
átti hann ágæt verk á Kjarvalsstöð-
um fyrir skömmu undir merkjum
Septem.
Fyrirsögnin á þessum línum-gæti
hæglega verið „Þróuð list“, svo
heilsteypt er sú sýning á vatnslita-
myndum, sem nú er á veggjum á
Vesturgötunni. Það eru 31 verk,
öll unnin í vatnslit, sem hér um
ræðir, en Hafsteinn Austmann hef-
ur fengizt mikið við þessa mynd-
gerð, eins og verkin sýna. Hafsteinn
er í öllum myndum sínum óhlut-
rænn, eða með öðrum orðum
abstrakt. Ég hef fylgzt með Haf-
steini, allt frá því er hann stundaði
nám í myndlistarskóla og man ekki
eftir að hafa séð fígúratífa mynd
frá hans hendi. Það má því með
sanni segja, að hann hafi verið trúr
þeirri stefnu, sem varð honum eðli-
leg og að ástríðu þegar í byijun
listferils hans. Sá þroski, sem
slíkum vinnubrögðum fylgir, kemur
skýrt fram í þeim vatnslitamyndum,
sem hann sýnir að sinni og sterk
tök hans á viðfangsefninu eru aug-
ljós. Formið er yfirleitt byggt á
mikilli hreyfingu og mætti kalla það
fljúgandi og þá mætti í sumum til-
fellum tengja það austurlanda
ealliography eða skrift. Allt er
þarna upplifað og þrælhugsað og
aldrei stefnt í ófærur. Hafsteinn
kemur til dyranna eins og hann er
klæddur og sýnir engan áhuga á
að sigra heiminn með öskrum og
óhljóðum. Hann gengur með lotn-
ingu og hljóðlátlega til móts við
viðfangsefni sín, sem hann velur
tóntegundir er falla að og hæfa
hveiju verki fyrir sig.
Þetta er afar falleg og traust-
vekjandi sýning, sem sýnir mikinn
árangur og sannar, að Hafsteinn
Austmann er alvöru listamaður.
Verk hans eiga ekkert skylt við þau
tízkufyrirbæri, sem stundum eru
borin á borð undir nafninu samtíð-
arlist. Ég hvet fólk til að skoða
þessi verk. Listamaðurinn á það
sannarlega skilið, að eftir þeim sé
tekið.
Frá kr. 433,-
Pilskr.433,-
Buxur kr. 693.-
Vendipeysakr. 867.
B.MAGNLJSSON
HÓLSHRAUNI 2-SÍMI 52866-PÓSTHÓLF 410 HAFNARFIRDI
KAYS PÖNTUNARLISTINN
ÓKEYPIS meðan upplag endist «
GERID VERÐSAMANBURÐ LB
Gengi 28.09 ’87.
MiELIR MEÐ SER SJALF
LJÓSRITUNARVÉLAR ÍSÉRFLOKKI
MITA 0C-152Z. Fjölhæf og sparsöm. Stig MITA DC-111C. Litli risinn frá MITA. Fljót- MITA DC-313ZD. Stiglaus minnkun og
laus minnkun og stækkun. Mötun úr tveimur virk, örugg og mjög einfóld I notkun. 11 ein- stækkun. Mötun úr þremur bökkum. Sjálfvirk
bökkum. 16 eintök á minútu. tök á minútu. Ijósritun á báðar hliöar. 30 eintök á minútu.
MITA DC-4085. Stiglaus minnkun og stækk- MITA DC-1001. Sú litla. Lipur, fljótvirk og MITA DC-1785. Sú ódýrasta sem býður uppá
un. Mötun úr þrem bökkum. Sjálfvirk Ijósritun ö'rugg. Föst plata. 11 eintök á mínútu. sjálfvirka Ijósrítun á báðar hliðar. Sbglaus
á báðar hliðar. 40 eintök á mlnútu. minnkun og stækkun. 18 eintök á minútu.
Hafðu samband - Við eigum Ijósritunarvélina sem hentar þínum þörfum.
FJÖLVAL HF.
Ármúla 23 Sími 688650
Söluumboð: Hallarmúla 2
★ Tímaritið “What to Buy”
valdi MITA-llnuna
Ijósritunarvélar
ársins 1986.