Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 16
Gauksi 16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 símakerfio komið ihnút? Lausnin er auðveldarí en þig grunar Nú býður Póstur og sími takmarkaðan fjölda af hinum viður- kenndu Fox 16 símakerfum, sem eru sérhönnuð fyrir h'til og meðalstór fyrirtæki. Þú færð í einum pakka: Simakerfi með 6 bæjarlínum, 16 innanhúss- númerum og 12 skjátækjum á ótrú- lega lágu verði: Aðeins 230.000. * * Með söluskatti, takmarkað magn. POSTUROG SIMI Söludeild Rvk, sími 26000 og póst- og símstöðvar um land allt. Erum að gera Rás 2 að alvar- legra útvarpi - segir Bogi Ágústsson aðstoðar- framkvæmdastj óri Ríkisútvarpsins „Helstu breytingar á Rás 2 eru þær að nú sér ein ritstjórn, dæg- urmáladeild, um blandaða þætti á rás 2, Morgnnútvarpið frá 7 til 10 og Dagskrá frá kl. 16 til 19. I þáttunum er blanda af tón- list og dægurmálum eins og verið hefur í slíkum þáttum, en stefnt er að því að hún verði líflegri," sagði Bogi Ágústsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Ríkisútvarps- ins um nýjungar í starfsemi rásar 2. „Með þessari breytingu er verið að gera rás 2 að alvarlegra út- varpi," sagði Bogi. „Hlutur talaðs máls er aukinn og vonast er til að rásin verði það útvarp sem allt hugs- andi fólk getur hugsað sér að hlusta á. Þar fær fólk allar upplýsingar og getur jafnframt hlustað á létta tón- list allan daginn vitandi að ef eitt- hvað gerist heyrir það fréttimar í útvarpinu." Bogi sagði að nú væri lögð áhersla á fjölbreytta og vinsæla tónlist. En fréttastofan hefur aðgang að rás 2 á öllum tímum og getur því komið inn í dagskrána hvenær sem er ef einhveijir fréttnæmir atburðir ger- ast. Sagði hann að með þessu væri tiyggt að hlustendur geti fylgst með öllu sem gerðist í þjóðfélaginu. Frétt- atímar Ríkisútvarpsins eru alls 17 á hveijum sólarhring og eru þeir send- ir út á báðum rásum í einu. Að öðru leyti sagði hann að reynt væri að hafa ekki svipaða liði á báðum rásun- um í einu. Til dæmis væri reynt að leika tónlist á annarri rásinni á með- an talmálsliður væri á hinni. „Hlustendum fækkaði gífurlega þegar nýjar útvarpsrásir hófu göngu sína eins og við var að búast. Við ætlum okkur stóra hluti með rás 2 núna, en gerum okkur grein fyrir að svona uppbygging tekur langan tíma,“ sagði Bogi. Rauðu BMX reiðhjóli stolið RAUÐU BMX reiðhjóli var stolið frá húsinu Öldugötu 10 f Reykjavík aðfaranótt finuntu- dagsins 1. október. Hjólið var með gulum púðum, og var afturdekkið svart en framdekkið gidt. Eigandi hjólsins, sem er 10 ára gamall, er nýfluttur ásamt foreldrum sínum frá Húsavík til Reylqavíkur og honum finnst þetta eðlilega vera fremur lítil gestrisni. Hann sagðist þó í samtali við Morgunblaðið vona að einhveijir gætu veitt upplýsingar sem yrðu til þess að hjólið fyndist. Grindavík: Ok ölvaður á nýja lögreglubílinn Grindavík. LÖGREGLUMENN í Grindavík, sem voru við hraðakstursmæl- ingar á Grindavfkurvegi að- faranótt sunnudags, voru heppnir að stórslasast ekki, þeg- ar ekið var aftan á bfl þeirra. Tlldrög slyssins voru þau, að þeir höfðu stöðvað einn ökuþór fyrir of hraðan akstur og lagt lög- reglubílnum fyrir aftan hann utan vegar og blikkuðu bláu ljósin ofan á. Skipti samt engum togum að bifreið kom á töluverðri ferð og ók viðstöðulaust aftan á nýja lög- reglubílinn, sem skemmdist tals- vert við það. Mesta mildi var að handbremsan í lögrelubílnum var á svo kastið varð ekki eins mikið, því annars hefði hann lent á bílnum fyrir framan. Annar lögreglu- mannanna var einmitt á milli bílanna eftir að hafa yfirheyrt öku- mann fyrri bflsins. Grunur leikur á að seinni ökuþórinn hafi verið ölvaður. Alls stöðvaði lögreglan í Grindavík 12 manns við hraðaskt- ur í og við Grindavík um helgina. Kr. Ben. ALLT I HELGARMATINN! Rauðvínslegin lambalæri. Kryddlegin lambalæri og sérlega meyrt og Ijúffengt lambakjöt sem þið getið kryddað eftir eigin smekk. -Náttúruafurð sem bráðnar uppi í manni. HAGKAUP ft . SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJÖRGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.