Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 Fólk vill kraft í tónlistina Bobby Harison er elnn þeirra sem eru í hljóóveri vift vinnslu á plötu sem koma á út á næstunni. Á plötu Bobby verður aft finna rokkaðan blús, ein þrjú lög eftir aðra tónlistarmenn, en önnur lög semur Bobby sjálfur. Útsendari rokksíðunnar brá sér í hljóðverið Stemmu hvar Bobby var að leggja síðustu hönd á plötuna. Bobby, af hverju blús? Tónlistin er ekki eiginlegur blús, en þó er mín tónlist upprunnin í blúsnum. Ég hlustaði mikið á blús, en þó einnig á soul söngvara eins og Wilson Pickett og James Brown. [ dag hef ég fundið mig í nútímalegum blús sem ég myndi kalla rokkaðan rythmablús. Fólk hefur þá mynd af blús að hann sé líkt og það sem Jimmy Reed var að gera eða þá einhver einn mað- ur með gítar og munnhörpu, en ég hef innnblástur frá hvítum blús, frá tónlistarmönnum eins og Cre- am, Led Zeppelin og álíka. Þó fæ ég einnig innblástur frá svörtum blústónlistarmönnum eins og Freddy King og Albert King. Reyndar verður eitt laga Albert King á plötunni, lagið Oh Pretty Woman. Ein meginástæðan fyrir því að ég fór út í að gera þessa plötu er þó sú að mig langaði að spila með þeim tónlistarmönnum sem ég er að gera plötuna með. Sá nútímabl- ús eða rytmablús sem ég vil leika gengur vel upp með þeim, enda eru þeir vel sjóaðir í tónlist. Upphaflega átti að taka plötuna upp á tónleikum, en þegar til kom var það of mikil áhætta hvað varð- aði upptökugæði og kostnað. Þvf leitaði ég af hljóðveri hvar hægt væri að ná tónleikahljóm. Frissi og Gulli bentu mér á Stemmu og ég hreifst af hljómnum þegar ég kom hingað. Því mætti segja að platan sé að nokkru tónleikaplata, það er í henni kraftur og hún er ekki of pússuð. Það tók ekki nema viku að vinna plötuna, enda er ég á því að ekki eigi að eyða of miklum tíma í að liggja yfir plötu. Fólk vill að í tónlistinni sé kraftur, það vill heyra tónlistarmenn sem leggja sig fram og eru að skemmta sér. Ég held og að strákarnir sem eru að spila með mér skemmti sér við að leika tónlist sem er öðruvísi en sú tónlist sem þeir eru vanir að leika. Hvað kom þér til aft gera þessa plötu? Að mínu mati hefur ekki verið Ljósmynd/BS Rauðir f letir í hljóðveri Rauðir fletir eru um þessar mundir að leggja síðustu hönd á plötu og rokksíðan brá sér f Hljóðrita f Hafnarfirði hvar þeir voru að hljóðblanda með upp- tökustjóranum, Sigurði Bjólu. Það hafa orðið breytingar á mannaskipan f sveltinni sfðan hún kom sfðast fram oplnber- lega, nýr bassaieikari, Össur sem áður var f Röddinnl, hefur bæst f hópinn. Fyrsta spurning- in snerist um það hvað væri á seyði hjá Rauðum flötum. Hljómsveitin hefur verið sof- andi út á við, því við höfum verið bundnir í hljóöveri við upptökur og einnig höfum við verið að æfa össur inn í sveitina. Nú erum við aö safna kröftum, enda ætlum við að brjótast fram um miðjan október með miklum látum og tónleikahaldi. Tónlistin hefur ekki breyst að ráði þótt kominn sé nýr bassaleikari, það eina er að hans karakter skín í gegn í bass- anum. Eruð þið ánægðir með plöt- una, er hún eins þið ætluðuð ykkur í upphafi? Já við erum þrælánægðir með plötuna, hún er eins við vildum hafa hana. Þessi plata er ekki unnin með því hugarfari að gera hljóðversplötu sem fer í fyrsta sæti á Rás tvö eða Bylgjunni. Þetta er plata sem á er okkar tónlist, hún speglar hljómsveitina eins og hún er. Það er á henni tónleikablær. Það er ekki verið að velta því fyrir sér hvort eitt- hvað passi eða ekki, platan verður bara til. Við útsetjum sjálf- ir og það er enginn einn sem ræður ferðinni þannig að það er oft rifist kröftuglega. Það gerir þó þaö að verkum að okkar kar- akter kemur fram í tónlistinni, platan verður eins og sveitin er. Á plötunni verða lög sem við höfum veriö að leika í sumar og haust, mjúkt efni og hart, en það sem við erum að gera núna, það sem við erum að semja, er harð- ara. Þegar við förum aftur á stað í kjölfar plötunnar munum við leika harðari tónlist en áður. Hvernig er nýja platan sam- anborlð við Ljónaskóga, sem út kom fyrlr ári? Það má segja að hún sé ekki beint framhald, en þó líkt og næsti kafli. Verður þetta poppplata? Nei, þetta er rokk, þessi plata er tákn síns tíma, þessi plata er Rauðir fletir. Bobby Harisson áður gefin út það sem ég kalla blús eða rytmablúsplata á Islandi. Ég er kallaður blússöngvari og því lá það beinast við að ég gerði slíka plötu. Einnig langaði mig að gefa fólki kost á að heyra þá tónlist sem ég sem og hvernig ég syng. Centaur gaf út plötu sem þeir kalla blúsdjamm, en mér finnst sem þeir hafi ekki öðlast nóga reynslu til að geta spilað blús. Þeim hefur fariö mikið fram síðustu mánuði, en samt vantar nokkuð á að þeir séu orðnir nógu sjóaðir. Platan þeirra var góð, en það var ekkert frumsamið á henni. Ég sem aftur á móti megnið af tónlistinni á minni plötu. Hver gefur plötuna út? Við Tony félagi minn höfum sett á stofn útgáfufyrirtæki sem heitir BaT. Við höfum síðan hug á að gefa út meira af tónlist sem þess- ari og mig langar að vinna með hljómsveitum sem leika álíka tón- list. Upptökurnar sem fara á plötuna munu síðan berast í hendur manna ytra og þá nýtum við okkur sam- bönd sem við höfum náð í vegna tónleika sem við höfum skipulagt hérlendis. Ég veit að platan kemur út á mesta plötuútgáfutima á íslandi og að á henni er ekki að finna dæmigerða vinsældatónlist, en samt vona ég að henni verði vel tekið. Michelle Shocked kemur fram í Abracadabra í kvöld. Tóný, Michelle og Meat Loaf í kvöld verða haldnir tónleikar til aðstoðar verður Stuðkompaníiö á tveimur stöðum f Reykjavík og frá Akureyri. á laugardag þeir þriðju. í Hollywood kynnir hljómplötu- útgáfan Tóný þrjár af plötum þeim sem hún gefur út fram aö jólum, en þær verða að öllum líkindum sjö þegar upp verður staðið. Rúnar Þór kynnir þar plötu sína Gísli, sem tekur nafn sitt af Gísla á Uppsöl- um, Haukur Hauksson kynnir plötu sína Hvílík nótt og Magnús Þór kynnir væntanlega plötu. Einnig koma fram dúettinn Bláskjár og Tíbet-Tabú. í Abracadabra kemur fram bandaríska söngkonan Michelle Shocked, sem vaklð hefur mikla hrifningu í Bretlandi fyrir magnaða tónleika og afbragðs plötu sem tekin var upp undir berum himni í Texas. Platan sú heitir The Texas Campfire Tapes og óhætt er að mæla með henni. Á undan Mic- helle syngur Bjartmar Guðlaugs- son og kynnir þá sjálfsagt efni af væntanlegri plötu sinni. Á laugardag verða svo stórtón- leikar í Reiðhöllinni í Víðidal, en þar kemur fram bandaríski söngv- arinn Meat Loaf, sem drjúgur hluti íslendinga kannast við. Meat Loaf Þegar væntanlegar plötur voru taldar upp á síðustu rokksíðu var vantalin útgáfa SkSfunnar. Á fostudag gefur Skífan út plötuna Gaui með Guðjóni Guð- mundssyni og síðan koma plötur með Ásgeiri Sæmundssyni, Strax, Jakobi Magnússyni og Bergþóru Ámadóttur, en plata Bergþóru er gefin út í samvinnu við Þor. Einnig dreifír Skífan plötu Torfa Ólafssonar. Björgvin Halldórsson verður ekki sjálfur með plötu fyrir þessi jól, en hann mun stjóma upptökum og sjá um útsetningar á jólaplötu. Jóhann Helgason verður aftur á móti með plötu og á henni syng- ur hann eigin lög við texta ýmissa skálda með aðstoð Krist- ins Sigmundssonar og Höllu Margrétar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.