Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 44
- 44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 Suðumes: Flugvöllur fyrir fjar stýrðar flugvélar Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Guðmundur og Gísli athuga vélina áður en hún fer í loftið. KefUvík. FLUGVÖLLUR með þrem braut- ur er rétt norðan við Keflavík og segja þeir sem nota völlinn að hann sé einn sá besti sinnar tegundar. Hér er ekki um þá gerð flugvallar að ræða sem manni dettur fyrst í hug, heldur er þetta flugvöllur sem áhuga- menn um fjarstýrðar flugvélar hafa búið til og nota fyrir vélar sínar. Gísli Hauksson í Njarðvík er mik- ill áhugamaður í gerð fjarstýrðra flugvéla og á hann einnig einar 6 slíkar sem hann hefur smíðað á þeim 5 árum sem hann hefur stund- að þetta sport. „Ég nota hvert tækifæri sem gefst yfir sumartím- ann til að koma hingað með flug- vélar mínar og láta þær fljúga," sagði Gísli í samtali við Morgun- blaðið um daginn. Þá notaði Gísli góðan dag til að fljúga einu af flugmódelunum. Gísli sagði að þetta hefði verið erfítt í byijun, því hann hefði ekki haft mikla tilsögn og orðið að þreifa sig áfram af sjálfsdáðum. „Það er alveg sérstök tilfínning að fljúga þessum vélum, sérstaklega þegar maður hefur náð nokkurri stjóm. Það tók mig þó talsverðan tíma og nokkur óhöpp að ná tökum á fjar- stýringunni þannig að ég á að baki talsverða reynslu." Guðmundur Sveinsson í Keflavík fékk flugbakteríuna í sumar og hefur notið leiðsagnar Gísla, en þeir sem hafa átt leið til Sandgerð- is og Garðs á góðviðrisdögum í sumar hafa veitt þeim félögum at- hygli þar sem þeir láta farkosti sína fljúga um loftin blá og þeir geta látið vélamar gera hinar ótrúleg- ustu kúnstir. - BB Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í viskubrunni genginna kynslóða, „íslenskum orðtökum", segir: „Betra er heilbrigði, en hvörskyns sælgæti. “ Heilbrigði og sælgæti má auðveld- lega sameina, því útbúa má sælgæti úr hversdagslegasta hráefni, að ógleymdu „fjallalambinu“. Meðfylgj- andi réttur er unninn upp úr ind- verskum kjötrétti. Hann er bragðmildur enda fékk hann ★ ★★★ á heimavelli með viður- kenningu sem „sælgæti". Réttur þessi ætti að lyfta brúnum bænda. O FYSKUR KOSTAGRIPUR BETUR BÚINN ENN NOKKRU SINNIFYRR Ef Hœöarstilling á ökumannssœti 0T Hliöarspeglar meö innistillingu Éf Litaöar rúður GZf Innri búnaður sami og í GOLF GT Ef 5 gira handskipting □ Snúningshraöamœlir mHEKLA HF Laugavogt 170-1/2 Sirni 69SS00 Petta er Lambagúllas með gijóna pílafí 700 g lambakjöt, 2 laukar, 2 hvítlauksrif, 3 msk. matarolía, 5 tómatar, 1 tsk. karrý, V4 tsk. kanill, 1/8 tsk. engifer, 1 tsk. salt, V8 bolli vatn, 1 ten. kjötkraftur, 1 lítil dós tómatkraftur. 1. Laukurinn er skorinn í fremur grófa teninga. Hvítlauksrif eru pressuð eða söxuð. Matarolían er hituð á pönnu og er laukur og hvitlaukur látinn krauma í feitinni í nokkrar mínútur. Kryddið; karrý, kanil, engifer og salt, er sett með lauknum og steikt með í 1 mínútu. 2. Kjötið er skorið í teninga og þerrað, það er síðan steikt með lauknum og kryddinu í u.þ.b. 5 mínútur, eða þar til það hefur bland- ast vel kryddinu. Tómötunum er brugðið í sjóðandi vatn í u.þ.b. 1 mín. svo hægt sé að fletta af þeim hýðinu. Þeir eru síðan skomir í ten- inga og settir með Iqötinu ásamt vatni og kjötkrafti. 3. Kjötið er soðið við fremur væg- an hita í 1 klukkustund. Þá er tómatkrafturinn settur út í sósuna og soðið með í 15 mínútur til við- bótar. Þá á sósan að vera orðin hæfílega þykk og kjötið vel meyrt. Salti er bætt við eftir smekk. Á meðan kjötrétturinn er að sjóða er pílafíð útbúið. Grjóna-pílaf 2 msk. matarolía, 1 laukur, 1 hvítlauksrif, 1 rauð paprika, 1 bolli grjón, 2‘/4 bolli vatn, J/4 tsk. karrý, salt, (1 dós baunir). 1. Laukurinn er skorinn smátt, hvítlauksrif er pressað eða fínsaxað. Paprikan er skorin í sundur, fræ og hvítar himnur fjarlægðar, hún er síðan skorin í litla bita. 2. Matarolían er hituð í potti og eru laukur, hvítlaukur og paprika látin krauma í feitinni við vægan hita í 5 mínútur á meðan græn- metið er að mýkjast upp. Karrýi er bætt út í ásamt gtjónunum og steikt með í u.þ.b. 1 mínútu. Þá er vatnið sett með i pottinn og lítið eitt af salti. Lok er sett yfír pottinn og pílaf- ið soðið í 15 mínútur. Grænum baunum má bæta út í pílafíð. Verð á hráefni 700 gr lambagúllas .... kr. 462,00 31aukar ............ kr. 20,00 5tómatar ........... kr. 70,00 1 rauð paprika ..... kr. 40,00 1 dós tómatkraftur . kr. 9,50 gijón ............. kr. 16,00 kr. 617,50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.