Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
Friðsamt í skák-
inni í Ólafsvík
KEPPENDUR á alþjóðlega skák-
mótinu í Ólafsvík þykja helst til
friðsamir við skákborðið. í
fjórðu umferð mótsins í gær lykt-
aði öllum skákunum með jafn-
tefli utan viðureignar Björgvins
Kostar
1.134 kr.
að slátra
lambi
Sláturleyfishafar fengu leyfi
til að leggja 81 kr. á hvert kíló
innlagðs kindakjöts í haust
vegna slátur- og heildsölu-
kostnaðar. í fyrra var þessi
kostnaður 65 krónur á kíló og
hefur því hækkað um tæp 25%
á milli ára.
Slátur- og heildsölukostnaður
við 14 kg. dilk er því 1.134 krónur
og leggst sá kostnaður ofan á
verðið til neytenda. Þessi kostnað-
ur var 910 krónur síðastliðið
haust. Til samanburðar má geta
þess að bóndinn fær 240 kr. fyrir
kíló af 1. flokks dilkakjöti eða
3.360 krónur fyrir 14 kg dilk. Slát-
ur- og heildsölukostnaðurinn er
því rúmur þriðjungur af verði
skrokksins til bóndans.
Jónssonar og Þrastar Þórhalls-
sonar þar sem sá siðarnefndi bar
sigur úr býtum.
Staðan fyrir fímmtu umferð sem
tefld verður á morgun er sú að
Þröstur og Björgvin deila efstu
sætunum með þijá vinninga hvor.
Henrik Danielsson frá Danmörku
er í þriðja sæti með 2 xh vinning.
Landi hans Lars Schandoff, Peter
Haugli frá Noregi og Robert Bator
frá Svíþjóð koma næstir með 2 vinn-
inga. í 8.-14. sæti eru Jón L.
Amason, Ingvar Ásmundsson, Dan
Hanson, Tómas Björnsson, Sævar
Bjamason og Karl Þorsteins með
IV2 vinning hver.
í gær tefldi Danielsson við Karl
Þorsteins, Bator við Jón L. Áma-
son, Tómas Bjömsson við Sævar
Bjamason, Ingvar Ásmundsson við
Dan Hanson og Peter Haugli við
Lars Schandoff.
Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
Snjór og hálka nyrðra
TÍU árekstrar urðu á Akureyri á þriðjudag og tveir á miðviku-
dagsmorgun. Mikil hálka er nú á götum bæjarins. Að sögn
lögreglunnar hafa eigendur ökutækja brugðist fþ'ótt og vel við
og munu flestir hafa sett nagladekkin undir. Meðfylgjandi mynd
sýnir ökumann hreinsa snjó af bifreið sinni á Akureyri í gær-
morgun.
] Forseti samein-
aðs Alþingis:
Kosið á milli
þriggja sjálf-
stæðismanna
Á þingflokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins á morgun, föstudag,
verður valið í embætti forseta
sameinaðs Alþingis. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
útlit fyrir að kosið verði á milli
þriggja þingmanna, Ragnhildar
Helgadóttur, Salóme Þorkels-
dóttur og Þorvalds Garðars
Kristjánssonar.
Þorvaldur Garðar, sem gegndi
embætti forseta sameinaðs Alþingis
síðasta kjörtímabil, gefur kost á sér
áfram. Þá hafa hvorki Ragnhildur
né Salóme skorast undan áskorun
frá Landssambandi sjálfstæðis-
kvenna og einstökum sjálfstæðis-
kvennafélögum, þar sem skorað er á
þingflokkinn að velja nú konu í þetta
embætti.
Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar:
Kvótanum verði skipt
milli vinnslu og veiða
Fráleit hugmynd segir Óskar Vigfússon
Lúsin gerir
vart við sig
LÚS hefur stungið sér niður í
nokkrum skólum á höfuðborg-
arsvæðinu og að sögn Heimis
Bjarnasonar, aðstoðarborgar-
læknis, mun hennar hafa orðið
vart á hvetju hausti nokkur
undanfarin ár.
Hei.nir sagði að á undanfömum
árum hefði orðið vart við lús á
bömum eftir að skólar heQast á
ný að loknu sumarleyfi, en svo
virtist sem drægi úr faraldrinum
eftir því sem liði á veturinn, enda
gripu skólayfirvöld og foreldrar
yfirleitt til viðeigandi ráðstafana
til að kveða niður ófögnuðinn.
FRAMTÍÐ kvótakerfisins í núverandi mynd virðist nú mjög óviss
eftir mikinn átakakafund í ráðgjafarnefnd um stjórnun fiskveiða
í gærmorgun. Þröstur Ólafsson, fulltrúi Verkamannasambands
íslands í nefndinni, lagði þar til að a.flakvóta yrði skipt milli út-
gerðar og fiskvinnslu og útflutningur á ferskum fiski yrði heftur
til að styrkja fiskvinnsluna og afkomu fiskverkafólks. Tillaga
Þrastar mætti harkalegri mótspyrnu fulltrúa útgerðar og sjó-
manna og Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands,
sagði hana fráleita. Flestir nefndarmanna voru á móti kvótakerf-
inu í núverandi mynd, en vildu ganga mislangt í breytingum á
því eða gjörbreyttri fiskveiðisfjórnun.
Þröstur Ólafsson sagði í samtali ná betri stjóm á þessum hlutum.
við Morgunblaðið, að hann teldi að
kvótakerfíð hefði ekki nema að
hluta til skilað þeim markmiðum,
sem stefnt hefði verið að. Það hefði
dugað þokkalega til að takmarka
heildarafla, en brugðizt í flestum
öðmm þáttum, enginn merkjanleg-
ur samdráttur hefði orðið í stærð
flotans og sókn í fiskinn. Of mikill
útflutningur á ferskum físki hefði
rýrt tekjur fískvinnslu og físk-
verkafólks. Með skiptum á kvóta
milli fískvinnslu og útgerðar mætti
Núverandi kerfí mætti líkja við
lénsskipulag, þar sem þröngur hóp-
ur manna hefði einkaleyfí á veiðum
og ráðstöfun afla. Með skiptingu
kvótans yrði auðveldara að gæta
hagsmuna einstakra byggðarlaga,
nýting skipa gæti orðið betri svo
og nýting og afkoma frystihúsa og
fiskverkafólks. Með því að hefta
útflutning á ferskum físki næðist
ennfremur betur að styrkja stöðu
vinnslu og verkafólks í landi. Ann-
ars væmm við að styrkja erlenda
fískvinnslu í samkeppni við okkur.
„Það er stefna Verkamannasam-
bands íslands að reyna að hafa þau
áhrif á mótun fiskveiðistefnunnar
að hlutur fiskverkafólks svo og
þjóðarinnar allrar verði ekki fyrir
borð borin. Vinnslan og fólkið hef-
ur orðið fyrir tekjumissi vegna
útflutnings á ferskum físki og má
þar nefna Vestfírði og Vestmanna-
eyjar. Þessu viljum við snúa við,“
sagði Þröstur.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LIÚ, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að útgerðar-
menn myndu ekki samþykkja
hugmyndir af þessu tagi. Kvótinn
hefði komið í hlut þeirra, sem um
árabil hefðu hætt öllu sínu til að ná
i fískinn og þannig ætti það að
vera. Fulltrúar fiskvinnslunnar
hefðu áður fellt niður allt tal um
kvóta til vinnslunnar. Því harmaði
hann að þeir skyldu nú hafa sagt
að hugmyndir Þrastar kæmu til
greina. Fiskverkendur hefðu aldrei
getað sagt með hvaða hætti úthlut-
un til vinnslunnar ætti að vera.
Hvort sá, sem hefði fyllt marga
hjalla af skreið, ætti að fá kvóta,
hvort fisksalinn ætti að fá kvóta
eða hvort fiskkaupandinn á mark-
aðnum ætti að fá kvóta. Auk þess
væru 80 til 90% útgerðar og físk-
vinnslu í eigu sömu aðila, svo ekki
væri sjáanleg þörf á þessari breyt-
ingu, nema vinnslan væri með
þessu að reyna að ná tökum á þeim
örfáu sjálfstæðu útgerðarmönnum,
sem enn væru við lýði.
Viktor Korchnoi í samtali við Morgunblaðið:
Okkur Jóhanni yrði ánægja
að tefla tvöfalt lengra einvígi
VIKTOR Korchnoi segir að
áskorendaeinvígin um heims-
meistaratitilinn í skák séu allt
of stutt og sýni að ekki sé nægi-
leg alvara á bakvið þau.
Korchnoi á að mæta Jóhanni
Hjartarsyni í fyrstu umferð
einvíganna í Kanada í janúar
nk. en þar er gert ráð fyrir 6
skákum. Korchnoi sagði við
Morgunblaðið að það yrði bæði
sé og örugglega Jóhanni
Hjartarsyni einnig, mikil án-
ægja að tefla tvöfalt lengra
einvígi.
Morgunblaðið náði í gær tali
af Korchnoi í Oisterwijk í Holl-
andi, þar sem hann dvelur meðan
á Interpolisskákmótinu í Tilburg
stendur. Þegar hann var spurður
hvemig honum litist á að tefla
við Jóhann Hjartarson sagðist
hann hafa gert sér ljóst á IBM
mótinu í Reykjavík fyrr á þessu
ári að Jóhann væri mjög efnilegur
skákmaður. „Þótt honum gengi
ekki sérlega vel vann hann bæði
mig og sigurvegarann, Nigel
Short. Hann á örugglega bjarta
framtíð fyrir sér í skákinni og það
má ekki gleyma því að ég er
meira en 30 árum eldri en hann
sem er galli en raunar kostur um
leið,“ sagði Korchnoi.
— Nú hefur þú mjög mikla
reynslu í einvígum af þessu tagi.
Hefur það ekki mikið að segja?
„Ég held að það skipti ekki
mestu máli. Ef einhver teflir vel
á annað borð mun hann sýna styrk
sinn hvort sem um er að ræða
skákmót eða einvfgi."
Dagskráin hjá Korchnoi hefur
verið mjög ströng á þessu ári.
Hann hefur keppt á tveimur sterk-
ustu skákmótum ársins, í
Reykjavík og Tilburg, auk milli-
svæðamótsins í Zagreb og eftir
rúma viku tekur hann þátt í móti
í Júgóslavíu sem er jafnsterkt og
IBM mótið í Reykjavík var. Auk
þessa hefur hann teflt á mótum
í Wijk aan Zee, og ísrael svo eitt-
hvað sé nefnt. Korchnoi viður-
kenndi að árið hefði verið erfítt
en sagði að það myndi ekki hafa
áhrif í Kanada þar sem hann sæi
fram á rólegheit eftir mótið í
Júgóslavíu ogfram að einvíginu.
Korchnoi sagði síðan að sér
líkaði ekki hve einvígin í Kanada
væru stutt. „Mér fínnst að þetta
séu ekki alvarleg einvígi og tel að
í keppni tengdri heimsmeistara-
titlinum ættu einvígisskákimar
að vera tvisvar sinnum fleiri í það
minnsta. Ég held að það yrði
bæði mér og Jóhanni mikil ánægja
að tefla lengri einvígi en þetta,"
sagði Viktor Korchnoi.
Sjá ennfremur á blaðsíðu 26.
Vinnuslys
í vélsmiðju
MAÐUR slasaðist mikið við vinnu
sina í vélsmiðjunni Kletti í Hafn-
arfirði í gær, er hann varð undir
jámfargi.
Slysið varð um kl. 15.30 í gær.
Lögreglan í Hafnarfirði gat ekki
gefið upplýsingar um tildrög slyss-
ins, en sagði að maðurinn hefði
orðið undir miklu jámfargi og slas-
ast mjög mikið á báðum fótum.
2Bor0unblabib
i dag
Frumkvöóiar
\ Hlutabréf 8
r-td. 1
JTloröimbXabib
VIÐSKIPri AIVINNULÍF
B
usgsma-------------
AXIS hefur ekki
undan að framleiða
Sumir trauttarl an aftrlr
Afkomn
bankjuiiLi
Styrkur vegna (™
ormamálsins s
lÁnstraust niinnknr enn
blaoB