Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 64
2 Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa ^ SUZUKI FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Síldveið- ar hefjast SÍLDVEIÐAR mega hefjast í dag. 91 bátur hefur fengið leyfi til veiðanna og vitað er um að minnsta kosti einn, sem heldur til veiða í kvöld. Það er Guð- mundur Kristinn SU undir stjórn Ingva Rafns skipstjóra, sem var aflakóngur siðustu vertíðar. Bergur Hallgrímsson, eigandi Pólarsíldar á Fáskrúðsfirði, seg- ir að fiðringur sé kominn í sig og hann hlakki til að byrja. Heildarkvóti á síldveiðunum nú er 72.000 tonn en í fyrra veiddust um 65.000 tonn. Kvóti á bát nú er 800 tonn, en var 700 í fyrra. Eng- inn bátur má veiða meira en tvöfaldan kvóta. Að öðru leyti er framsal heimilt, nema af bátum, sem ekki hafa stundað veiðar síðustu þijú ár. Skipstjórar eru nú skyldugir til að senda veiðaeftirlit- inu aflaskýrslur vikulega. Verði verulegur dráttur á því, varðar það sviptingu veiðileyfís. Nú hefur verið samið um sölu saltsíldar til Svíþjóðar og Finn- lands, en ekki til Rússlands, sem hingað til hefur keypt meira af salt- aðri sfld héðan en nokkurt annað land. Vegna þessa verður í upphafí vertíðar ekki leyft að salta nema í _ 300 tunnur á hverri söltunarstöð á J dag. Bergur sagði að fyrr í haust og síðan hluta sumars hefðu menn orðið varir við mikið af síld fyrir austan, en ekki hefði verið fylgzt með henni nú. Því vissu menn ekki hveijar veiðihorfur væru. Sprett úr spori Morgunblaðið/Bjami Þessir krakkar úr Fossvogsskóla létu haustveðrið í gær ekki hafa áhrif á sig heldur æfðu af kappi fyrir Norræna skólahlaupið sem verður á næstunni. Ferjuflug- manní veitt aðstoð VÉL Flugmáiastjómar var í gær- dag send til móts við bandarískan feijuflugmann sem var í nauðum staddur suður af landinu. ísing hafði myndast á hreyfli og blönd- ungi vélar hans. Flugmálastjórn- armenn fylgdu flugmanninum til Hafnar i Hornafirði þar sem hann lenti heilu og höldnu. Laust fyrir kl. 15 barst neyðar- kall frá bandarísku vélinni sem var stödd 80 sjómílur suður af Ingólfs- höfða. Flugmaðurinn kvaðst vera í vandræðum og héldi ekki hæð. Hann snéri því vélinni til strandar ogóskaði aðstoðar. Flugmálastjóm- arvélin var stödd yfír Vatnajökli og hófu flugmenn hennar þegar leit að einkaflugvélinni. Vélamar mættust hálftíma síðar. Flugmennimir höfðu samflot til Hafnar í Homafírði þar sem feiju- flugvélin lenti um fjögurleytið. Hér var um að ræða eins hreyfíls lág- þekju af Cherokee-gerð sem ber fjóra menn. Frystingin rekin með 3 til 5 prósent tapi * Utgerð togara rétt yfir núllinu en loðnuveiðar reknar með tapi AFKOMA fiskvinnslu og útgerð- ar hefur versnað talsvert síðan á vordögum. Frysting er nú rek- in með tapi, saltfiskverkun er talin rétt ofan við núllið og út- gerð togara sömuleiðis. Talið er að tap verði á loðnu- og síldveið- um. Arai Benediktsson, formað- ur félags frystihúsa innan Sambandsins, telur að fiskverð hafi í sumar hækkað nálægt 10%. Ámi sagði í samtali við Morgun- blaðið, að erfitt væri að segja nákvæmlega til um stöðu frysting- arinnar vegna þess hve fískverð væri mismunandi eftir landshlutum. Hann teldi þó að halli á frystingu væri 3 til 5% af tekjum nú eftir hallalausan rekstur fyrr á árinu. Helztu orsakir versnandi afkomu Eldborg- in seld til Eski- fjarðar? STJÓRNENDUR Hraðfrysti- húss Eskifjarðar hf. og útgerð- ar Eldborgar frá Hafnarfirði eru í viðræðum um kaup Hrað- frystihússins á Eldborginni. Eldborg HF-13 er eitt af stærstu og fullkomnustu loðnu- skipum íslenska flotans. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Eldborg HF-13. Eldborgin er gerð út af sam- nefndu hlutafélagi sem er í eigu tveggja fjölskyldna og eru Bjami Gunnarsson skipstjóri á Eldborg- inni og Þórður Helgason vélstjóri meðal hluthafa. Skipið er 937 brúttólestir að stærð, smíðað í Svíþjóð og Danmörku árið 1978. Áðalsteinn Jónsson útgerðar- maður á Eskifírði er aðaleigandi og forstjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. sagði hann vera um það bil 10% hækkun fiskverðs frá því á vordög- um, launahækkanir og verulega hækkun á kostnaði við viðhald og fleira vegna þess að í launaskriðinu í sumar og þenslunni á vinnumark- aðnum hefðu margir iðnaðarmenn gengið „sjálfala". Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur LÍÚ, sagði nokkur vandkvæði á því að gefa upp ná- kvæmar tölur um afkomuna. í júnímánuði síðastliðnum hefði verið talið að togarar væru gerðir út með 4,9% hagnaði af tekjum miðað við 6% ársgreiðslu. Nú, í október, virt- ist hagnaðurinn aðeins vera 1,1%. Rekstur báta hefði í júní verið tal- inn skila 3,5% hagnaði en staðan nú væri ekki ljós. Þá gat hann þess að fyrirsjáanlegt tap væri á síldveið- um og loðnuveiðar yrðu reknar með 4,4% tapi, en sá rekstur hefði skilað 2,6% hagnaði á síðustu vertíð. Saltfískverkun gekk þokkalega fyrri hluta ársins, að sögn Sigurðar Haraldssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra SÍF. Síðan hefði staðan versnað mjög vegna hækk- anöi fiskverðs og launahækkana. Ennfremur væri fiskurinn að jafn- aði smærri síðari hluta árs og afkoma við vinnslu því lakari en ella. „Staðan er því bágborin nú, misjöfn milli fyrirtækja, en rekstur- inn er þó yfír núllinu," sagði Sigurður. * Arnessýsla: 184 teknir fyrir ölvun- arakstur í ár ^ Selfossi. Á ÞESSU ári hefur lögreglan á Selfossi tekið 184 ökumenn ölv- aða við akstur í Árnessýslu. Allt árið í fyrra var 161 ökumaður tekinn fyrir sömu sakir og 178 árið 1985. Ökumennimir voru teknir bæði í innanbæjarakstri og á vegum úti. Þeir eru á öllum aldri og hafa verið teknir jafnt og þétt allt árið. Undan- farin ár hafa margir verið teknir í kringum útihátíðir um verslunar- mannahelgina en svo var ekki í ár. Sig. Jóns. Félag íslenzkra iðnrekenda: Kannar innflutn- ing á fatnaði á föls- uðum pappírum FÉLAG íslenskra iðnrekenda er nú að hefja könnun á því hvort mikið sé flutt inn af fatnaði frá Austur-Evrópu og Asíu hingað til lands á fölsuðum upprunaskír- teinum. Að sögn Víglundar Þorsteinssonar formanns félags- ins er talið að þó nokkuð sé um að slíkt sé gert. Víglundur sagði í samtali við Morgunblaðið að gífurlegur inn- flutningur af ódýrum fatnaði frá Asíu og Austur-Evrópu ætti sinn þátt í vanda íslensks fataiðnaðar. Auk þess ættu mörg fyrirtæki í hefðbundnum fataiðnaði í rekstrar- erfíðleikum. Sagði hann að nú væri verið að ræða vanda fataiðnaðarins í landinu almennt hjá félaginu en engar sérstakar tillögur um úrbæt- ur liggja fyrir enn sem komið er. „Við höfum á tilfinningunni að töluvert sé um flutt inn af fatnaði frá Austur-Evrópu og Asíu á fölsuð- um upprunaskírteinum. Fatnaður þessi er fluttur inn til einhverra fríverslunarlanda í Evrópu. Þar er hann merktur á ný og fær ný upp- runaskírteini og lítur þá út eins og hann hafí verið framleiddur í við- komandi landi. Þetta er gert til að sleppa við að greiða 16% toll til íslands. Við ætlum að athuga hvort þetta sé jafn algengt og orðrómur- inn segir. Ef svo er er verið að bijóta grundvallarreglu í fríverslun- arsamstarfinu. Við munum þá fara þess á leit við stjórnvöld að þau framfylgi fríverslunarsamningn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.