Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
Afli togara fyrstu 8 mánuði ársins:
Akureyrin f iskaði fyrir
258,7 milljónir króna
FRY STITOG ARINN Akureyrin
EA var bæði aflahæsti togari
landsmanna og sá, sem skilaði
mestum verðmætum á land fyrstu
8 mánuði ársins. Aflinn var þá
4.566 tonn að verðmæti 258,7
milljónir króna. Á þessu tímabili
náði ekkert skip annað aflaverð-
mætum yfir 200 miiyónir króna.
ÖU skipin, sem stunda frystingu
bolfisks um borð fiskuðu fyrir
meira en 100 milljónir og sömu-
leiðis 10 ísfisktogarar. Þrjú skip
fiskuðu á umræddu tímabili yfir
4.000 tonn. Guðbjörg ÍS var með
verðmætastan afla ísfisktogara.
Samanlagt aflaverðmæti togar-
anna var rúmir 8 milljarðar
króna.
Aflaverðmæti skipanna skapast
fyrst og fremst af því hvort þau
frysta um borð eða ekki, hvort þau
selja aflann erlendis eða ekki og
síðan af aflamagni. Tekjur hæstu
ísfísktogaranna eru að meirihluta
fengnar við sölu afla erlendis.
Hæstu ísfisktogaramir eru: Guð-
björg ÍS 172,6 milljónir, þar af
erlendis 119. Afli 4.267 tonn. Páll
Pálsson ÍS 139,2 milljónir, þar af
erlendis 86. Afli 3.949 tonn. Júlíus
Geirmundsson ÍS 125,6 milljónir, þar
af erlendis 68. Afli 3.012 tonn. Vigri
RE 117 milljónir, þar af erlendis
63,5. Afli 3.284 tonn. Bessi ÍS 112,4
milljónir, þar af erlendis 82,2. Afli
2.849 tonn. Ögri RE 111,5 milljónir,
þar af erlendis 109,5. Afli 2.476
tonn. Engey RE 111 milljónir, þar
af erlendis 82. Afli 2.704 tonn.
Snorri Sturluson RE 108,2 milljónir,
þar af erlendis 94. Afli 2.513 tonn.
Gyllir ÍS 104,6 milljónir, þar af er-
iendis 46. Afli 3.347 tonn og Viðey
RE 102,8 milljónir, þar af erlendis
66,7. Afli 3.196 tonn.
Hæstu frystitogaramir em: Akur-
eyrin EA 258,7 milljónir, afli 4.566
tonn. Örvar HU 196,6 milljónir, afli
3.315 tonn. Sigurbjörg OF 187,6
milljónir, afli 3.303 tonn og Venus
HF 182,7 milljónir, afli 3.258 tonn.
Akureyrin og Guðbjörgin vom
afiahæstu skipin en auk þeirra var
eitt skip með meira en 4.000 tonn.
Kaldbakur EA með 4.033 tonn að
verðmæti 82,5 milljónir króna og
seldi hann ekkert erlendis.
Meðalskiptaverðmæti allra skip-
anna á úthaldsdag jókst milli ára um
41%. Aukning hjá frystiskipunum var
27,6%, hjá stærri togurum á Akur-
eyri 45,2%, stærri togurum í
Reykjavík og Hafnarfírði 44,5%, hjá
minni togumm á Austurlandi 22,4%,
á Norðurlandi 47,6%, á Vestfjörðum
47,9% og annars staðar á landinu
43,2%. Meðalafli á úthaldsdag jókst
um 14,4% og meðalskiptaverðmæti
á kíló um 22,7%.
Upplýsingar þessar em fengnar
frá LIU.
VEÐURHORFUR í DAG, 08.10.87
YFIRLIT á hádegi í gær: Hæð er yfir Norður-Grænlandi og frá
henni hæðarhryggur til suðurs vestan við ísland.
SPÁ: í dag verður breytileg átt á landinu, vfðast gola eöa kaldi.
Suð-vestanlands verður lítilsháttar snjókoma en él um norðanvert
landið. Síðdegis lítur út fyrir vaxandi norðanátt og lóttir þá til á
suð-vestanveröu landinu. Á Suð-austur- og Austurlandi verður úr-
komulaust. Frost 1—5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FÖSTUDAGUR: Allhvöss norðanátt og él um allt norðanvert landið
og einnig austanlands en bjartviöri sunnanlands. Frost 3—6 stig.
LAUGARDAGUR: Norðan- og norð-vestanátt — kaldi eða stinnings-
gola um austanvert landið en nánast hægviðri vestanlands. Él
verða norð-austan- og austanlands en úrkomulaust annars staðar.
Frost 4—7 stig.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Háifskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
Él
Þoka
Þokumóða
Súld
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
V
*
V
9 ?
5
co
4
K
%n VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hltl veður Akureyri + 3 skýjað Reykjavík +2 léttskýjað
Bergen 8 þrumuveður
Helsinki 12 alskýjað
Jan Mayen 3 rígning
Kaupmannah. 13 léttskýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk + 2 léttskýjað
Osló 13 lóttskýjað
Stokkhólmur 12 rigning
Þórshöfn 6 skýjað
Algarve 22 skýjað
Amsterdam 13 skýjað
Aþena 23 léttskýjað
Barcelona 21 skýjað
Berifn 16 iittskýjað
Chicago 4 rignlng
Feneyjar 20 þokumóða
Frankfurt 14 skýjað
Glasgow 11 rigning
Hamborg 13 skýjað
Las Palmas 26 hilfskýjað
London 14 rignlng
Los Angeles 18 þokumóða
Lúxemborg 11 skýjað
Madrfd 19 skýjað
Malaga 26 skýjað
Mallorca 24 skýjað
Montreal 14 alskýjað
NewYork 14 skýjað
Paris 14 rignlng
Róm 24 skýjað
Vfn 18 skýjað
Washington 12 þokumóða
Wlnntpeg 1 snjókoma
Valt út í vegarskurð
BIFREIÐ valt út af veginum
skammt frá Móum á Kjalarnesi
um kl. 2 aðfaranótt miðvikudags.
Ökumaðurinn slapp lítt meiddur
frá veltunni.
Þegar lögreglunni í Hafnarfirði
barst tilkynning um slysið var sagt
að bifreiðin hefði oltið á hvolf út í
skurð og ökumaðurinn væri
klemmdur undir henni. Hið fyrr-
nefnda reyndist rétt, en hið síðara
ekki, enda gat ökumaður gengið
óstuddur að sjúkrabifreiðinni, sem
flutti hann á slysadeild til rannsókn-
ar. Fór því betur en á horfðist, en
bifreiðin mun að vísu vera nokkuð
skemmd.
Bíldudalur:
Slátrun getur haf-
ist eftir helgina
MIKLAR lagfæringar og endur-
bætur hafa verið gerðar á slátur-
húsi Sláturfélags Arnfirðinga á
Bíldudal, til að uppfylla þau skil-
yrði sem sett hafa verið til
slátrunar. Sláturhússtjórnin hef-
ur verið að leita að manni til til
að annast heilbrigðiseftirlit í hús-
inu. Sigurður Guðmundsson hjá
Sláturfélaginu býst við að það
mál leysist á næstunni og scgir
að vonir standi til að slátrun geti
hafist strax upp úr helgi.
Síðastliðið haust var nær öllu fé
í Vestur-Barðastrandarsýslu slátrað
á Bíldudal, samtals um 6.450 fjár,
en þá var sláturhúsið á Patreksfirði
ekki starfrækt. Nú hafa bændur í
nágrenni við Patreksfjörð hafið slátr-
un í sláturhúsinu þar, eins og komið
hefur fram í Morgunblaðinu, en Am-
firðingar búast við að slátra um
3.000 fjár í sínu húsi. Staðið hefur
á leyfi til slátrunar, en Sigurður Sig-
urðarson settur yfirdýralæknir hefur
hingað til ekki mælt með útgáfu leyf-
isins. Heimamenn gera sér nú vonir
um að málið sé að leysast, eins og
fram kemur í ummælum Sigurðar
Guðmundssonar.
Ragnhildur
Bæjarsljórnin harm-
ar ákvörðun ráðherra
Egilsstöðum. Frá Þorsteini Briem, blaðamanni Morgunblaðsins.
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI á
Egilsstöðum í gær var meðal ann-
ars fjallað um tilboðsgerð heima-
manna í fyrsta áfanga Egilsstaða-
flugvallar. Á fundinum var lesið
upp bréf frá samgönguráðuneyt-
inu til Sigurðar R. Símonarssonar
bæjarstjóra. Samþykkt var einum
rómi bókun þar sem ákvörðun
samgönguráðherra er hörmuð.
Bæjarstjómin segist harma að
samgönguráðherra haldi fast við þá
ákvörðun sína að slíta viðræðum við
samstarfsfélag tækjaeigenda á Hér-
aði. Grundvöllur hefði verið fyrir
samningum um verð sem báðir aðilar
sættu sig við. Slíkir samningar hefðu
rennt styrkari stoðum undir atvinn-
ulíf á héraði og tryggt að fjármagnið
héldist í fjórðungnum.
í bréfi samgönguráðuneytisins til
bæjarstjórans kom meðal annars
fram viðræður flugmálastjóra við
heimamenn hefðu farið fram án
skuldbindinga. Þegar þeim lauk án
árangurs að dómi flugmálastjóra
hafi það verið ákvörðun ráðuneytis-
ins að útboð skyldi fara fram. Þeirri
ákvörðun verði ekki breytt, enda sé
hún í samræmi við lög um skipan
opmberra framkvæmda.
í bréfslok segir að tekið skuli fram
að útboðinu verði hagað þannig að
sem flestir eigi kost á þátttöku.
Ráðuneytið hvetji heimamenn til að
sameinast um tilboð í eins marga
verkþætti og þeim reynist unnt.
Úr umferðinni í Reykjavík
þriðjudaginn 6. október 1987
Árekstrar bifreiða: 17.
Samtals 43 kærur fyrir brot á umferðarlögum.
Ökumenn voru kærðir fyrir að aka með 65 til 72 km/klst hraða um
Bólstaðarhlíð á vegakafla við ísaksskóla nálægt gangbraut sem 5 ára
böm nota. Nokkrum mínútum eftir hraða-atvik lauk skólavist og böm
streymdu út á götuna. Litlu austar í Bólstaðarhlíð em bamaheimili
og íbúðir fullorðinna.
í Ártúnsbrekku, Sætúni og Breiðholtsbraut vom ökumenn kærðir og
hraðinn 89-106 km/klst.
Stöðvunarskyldubrot: 5 ökumenn kærðir.
Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 4 ökumenn kærðir.
Klippt var af 5 bifreiðum fyrir vanrækslu á aðalskoðun og 12 bifreið-
ir færðar í bifreiðaeftirlit vegna slæms ástands.
Kranabifreið fjarlægði 13 bifreiðar vegna slæmrar og ólöglegrar stöðu.
Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.