Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 31 Tíbet: Dalai Lama hvetur til friðsamlegs andófs Dharamsala, Indlandi, Reuter. DALAI Lama, trúarleiðtogi Tíbetbúa og fyrrum þjóðhöfðingi landsins, hvatti landsmenn í gær tíl að mótmæla yfirráðum Kínveija yfir landinu á friðsam- legan hátt. Á fréttamannafundi sem boðað var tíl í gær í Dharam- sala á Indlandi kvaðst hann styðja mótmæli Tibetbúa undan- farna viku sem kostað hafa að minnsta kosti 20 manns lífið. Dalai Lama hefur búið á Indlandi frá árinu 1959 er hann flúði föður- Frægasti fangi Svíþjóðar fer huldn höfði: Bergling hvarf í heimsókn- arleyfi Stokkhóimi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKI njósnarinn Stig Bergl- ing fer nú huldu höfði og er talið að honum hafi jafnvel unnist tími til að flýja úr landi. Hann lét sig hverfa á þriðjudag er hann fékk leyfi til að fara út fyrir fangelsis- múrana og dveljast á heimili sínu í sólarhring. Bergling, sem er fímmtugur, var leyft að yfírgefa fangelsið á mánu- dagskvöld og ók fangavörður honum til íbúðar konu hans í Stokk- hólmi. Þar var ekkert eftirlit haft með honum og þegar lögreglumenn ætluðu að aka honum til baka til fangelsisins í Norrköping á þriðju- dagsmorgni voru þau hjón horfin á braut. Höfðu þau greinilega ferð- búist og tekið með sér fatnað og skilríki. Vegna misskilnings uppgötvaðist þó ekki fyrr en seint um kvöldið hvernig komið var og hófst þá loks leit að Bergling. Hafði hann þá verið í sólarhring utan fangelsis- múranna og á sá tími að hafa dugað honum til að koma sér úr landi. Er óttast að hann sé ekki lengur í Svíþjóð. Bergling var dæmdur í lífstíðar- fangelsi árið 1979 fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna á árunum 1973 til 1979. Hann er fyrrverandi starfs- maður sænsku leyniþjónustunnar og reyndist hafa selt Sovétmönnum upplýsingar um leyniþjónustuna, um yfírmenn sænskra landvarna og leynileg vamarmannvirki með- fram sænsku strandlengjunni. Er hann talinn hafa valdið þjóð sinni ómælanlegu tjóni. Bergling var handtekinn í Israel í marsmánuði 1979, er hann var við störf þar á vegum friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna, og síðan framseldur til Svíþjóðar. Fyr- ir röskum mánuði óskaði hann eftir að verða náðaður eða að refsing- unni yrði breytt í skilorðsbundinn dóm, en var synjað. Sænskir hemaðarsérfræðingar óttast að Bergling búi enn yfir upp- lýsingum, sem Sovétmönnum væri mikill fengur í. Hvarf hans hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Hafa ýmsir þingmenn sagt það með ólík- indum að ekki skuli haft náið eftirlit með jafn mikilvægum fanga og Bergling. Að vakta ekki fanga, sem fær að vera næturlangt utan fang- elsismúranna sé það sama og láta viðkomandi lausan. land sitt ásamt þúsundum manna eftir misheppnaða uppreisn gegn yfirráðum Kínverja. Blaðamanna- fundurinn í gær er hinn fyrsti sem hann boðar til frá því að óeirðir blossuðu upp í Lhasa, höfuðborg Tíbets í síðustu viku. Trúarleiðtoginn kvaðst leggja blessun sína yfír mótmæli Tíbetbúa svo framarlega sem þau færu fram með friðsamlegum hætti. Sagði hann að á þennan hátt gætu lands- menn best lýst „hryggð sinni“ og miklu skipti að stjómvöld í Kína gerðu sér ljóst að Tíbetbúar væru ekki hamingjusamir. Sagði hann að mótmælin í Lhasa væru tilkomin sökum óánægju og hún myndi síst fara minnkandi. Aðspurður sagði Dalai Lama að Tíbet gæti áfram heyrt undir Kínveija svo framarlega sem það þjónaði hagsmunum landsmanna að lúta stjóm þeirra. Hann kvaðst eiga samskipti við yfirvöld í Peking og vera hlynntur því að stefnt yrði að því að Tíbet yrði lýst sjálfstætt ríki. „Við eigum rétt á sjálfstæði en verðum jafnframt að vera raun- sæir,“ sagði hann. Á sama tíma og blaðamanna- fundurinn var haldinn hófu um 600 tíbetskir flóttamenn hungurverkfall á aðalgötu Dharamsala til að mót- mæla meintu harðræði kínverskra öryggissveita í óeirðunum í Lhasa. 30 Tíbetmunkar hrópuðu vígorð gegn kínverskum stjómvöldum er þeir fóm í fylkingu um götu, sem liggur að bústað' Dalai Lama. Um 100.000 Tíbetbúar búa á Indlandi og hefur komið til mótmæla víða um landið undanfama viku er þær fréttir bárust frá Tíbet að þrír tíbet- skir andófsmenn hefðu verið teknir af lífi. Reuter Læknar stumra yfir sýrlenska sendiráðsmanninum Antonios Hanna, --------------- sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Briissel í gær. Sýrlenskur erindreki skotinn til bana í Belgíu BrOssel, Reuter. J SÝRLENSKUR stjórnarerind- reki, Antonios Hanna, var skot- inn til bana skammt frá sendiráði sínu í Briissel í gær, að því er belgíska fréttastofan Belga greindi frá. Belga sagði að ónafngreindur maður hefði hringt og sagt að sam- tök, sem nefndust Mujahedin Sýrlands, bæm ábyrgð „á banatil- raeði við útsendara leyniþjónustunn- ar“. Að sögn fréttastofunnar var Hanna sýnt banatilræði í hverfí skammt frá miðborg Briissels. Talsmaður belgíska utanríkis- ráðuneytisins sagði að Hanna væri 38 ára gamall og hefði búið í Briiss- el í fjögur ár. Hann var fyrsti sendiráðsritari. Að sögn sjónarvotta réðust tveir menn á Hanna, ungur maður með byssu og skjalatösku í höndum og ökumaður bifreiðar, sem tilræðis- mennimir flúðu í. Árið 1980 var fulltrúi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Briissel. HVAÐA BÍL FÆRÐU FYRIR 290.000? Verö 530 nýrra bila á 15 siöum. Fjölbreytt bílaefni. Nýkomiö á blaösölustaöi BILABLAÐ 4. tt»l. &.ijiítí. 19tí? V*rí> kr. 297,- 88 OPEL CADETT íf I! ^ f i If §3 ■ jr ^ 1 &sæ-‘81 NfiiíLfiyJwS'jfy k . ,k tj - sSSia n -vhjsL -j*- m ., i. U-s h l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.