Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 43 Stjórnarfundur á Orkustofnun (OS). Jakob Bjðrnsson orkumálastjóri fremst, Gunnar Björnsson starfs- mannastjóri t.h., Jónas Elíasson formaður stjómar OS, Jón Guðmar Jónsson skrifstofustjóri á OS og þeir Valdimar Kr. Jónsson og Þóroddur Th. Sigurðsson stjórnarmenn í stjóra OS. — Ljósm. Oddur Sigurðsson. starfsemi. Engin hitaveita hefur svo komist á laggimar að Orkustofnun- armenn hafi ekki verið með í ráðum. í öllum fjórðungum hefur stofnunin komið við sögu í vatnsveitumálum og á fiskeldissviðinu hefur hún lagt gjörva hönd á plóg í flestum sýslum landsins. Alþingi á að vera með í ráðum þegar svona starfsemi er skrúfuð niður. Það undrar mig mjög að jafn reyndur og klókur embættis- maður og Jakob Bjömsson orku- málastjóri, skuli einungis hafa sagt — „Já ráðherra" — þegar hann var beðinn um lista yfir nöfn starfs- manna sinna til niðurskurðar. Stjórn OS á að segja af sér Á fundi starfsmanna OS sama dag og uppsagnahryðjan dundi yfir, var samþykkt samhljóða, og með öllum greiddum atkvæðum, áskor- un á stjóm OS um að hún segði þegar af sér. Ástæðan fyrir þessari áskorun var ekki stundarreiði starfsmanna. í rauninni hefði stjómin átt að segja af sér ótilkvödd strax og ljóst var að henni hafði mistekist að verja stofnunina og starfsmenn hennar þeim áföllum sem svona fjöldauppsagnir eru. Staða stjómarinnar og tiltrú manna á henni styrkist ekki af þeim hags- munatengslum sem tveir af þremur stjómarmönnum, þeir Jónas Elías- son og Valdimar Kr. Jónsson, eru í við stofnanir og fyrirtæki sem eru samkeppnisaðilar OS. Ég vil ekki trúa því að þessi tengsl hafi ráðið nokkru um úrslit mála en þau valda þó ótvírætt bæði almennri tor- tryggni og trúnaðarbresti. í þriðja lagi helgast afsjaða starfsmanna OS til stjómar stofnunarinnar af því að þetta er ráðherraskipuð stjóm og það er gömul og ný reynsia að svona póiitískir kommissarar eru jafnan til bölvunar þegar þeir ru settir til að vasast í málunum. Ég veit ekki hvað embættisafglöp em ef undir þau flokkast ekki tiltæki eins og þau að tjúka í fjöldaupp- sagnir á grundvelli ósamþyklrtra frumvarpsdraga. Það eru hins veg- ar jafn gömul sannindi, að á íslandi segja embættismenn og pólitíkusar ekki af sér þótt þeir hafi framið bæði afglöp og bommertur, og stjómarformaður Orkustofnunar hefur lýst því yfir, við lltinn fögnuð orkustofiiunarmanna, að hann hyggist alls ekki segja af sér. Blórabög-glar Það er algengt þegar svona mál dynja yfír, að menn fara að leita að blórabögglum til að svala reiði sinni á í hita leiksins. Þess vegna vil ég taka skýrt fram að ég tel ekki að uppsagnimar seú runnar undan riQum stjóm Orkustofnunar og ennþá síður orkumálastjóra. Ég gagnrýni stjómina einungis fyrir að hafa ekki getað forðað þessari uppákomu, fyrir að hafa ekki barist nógu vasklega í kerfínu og fyrir að hafa ekki beint sínum breiðu spjótum út á við, í sókn eftir óskert- um fjárframlögum og nýjum verkefnum. Ég gagnrýni stjórnina fyrir uppgjöf sína og fyrir að beina spjótunum inn á við, að starfsmönn- um Orkustofnunar í algerlega ótímabærum og flausturslegum nið- urskurðaraðgerðum. Orkustofnun hefur lengi mátt þola baknag ýmiskonar, jafnt innan embættismannakerfísins, stjóm- málaflokka og jafnvel meðal almennings. Orsakimar eru æði misgrundaðar. Stundum hefur hún átt gagnrýni skilda en oftar er hún þó byggð á misskilningi á hlutverki Orkustofnunar eða ranghugmynd- um um almenna rannsóknarstarf- semi eða barasta á öfund út í þróttmikla stofnun sem skákar af og til öðmm stofnunum og grípur verk og verk frá verkfræðistofum og verktakaþjónustum. Fram undir þetta hefur baknagið ekki gert neinn skaða, nú er hefur það hins vegar orðið til tjóns. Hlutverk Orku- stofnunar Það hefur oft heyrst sagt upp á síðkastið að nú sé búið að virkja meira en nóg bæði í jarðhita og vatnsafli; hlutverki OS sé því nán- ast lokið. En þetta er meinlegur misskilningur. Orkustofnun er ekk- ert venjulegt verktakafyrirtæki. Orkustoftiun er rannsókna- og ráð- gjafarstofnun sem starfar sam- kvæmt orkulögum. Henni er skylt að hafa jafnan á reiðum höndum gmndvallarupplýsingar um orku- lindir landsins og haldgóða þekk- ingu á gmnnvatni og fleiri náttúmgæðum. Þessa lagaskyldu hefur OS átt erfítt með að uppfylla vegna þess að hún hefur verið í önnum við að leysa aðkallandi vandamál orkugeirans, t.d. við rannsóknir fyrir einstakar hitaveit- ur og við virkjanaframkvæmdir. Nú þegar verkefni dragast saman á þessum sviðum gefst tóm til að sinna gmndvallarrannsóknunum og ef til vill tóm til að minnka það bil sem er milli íslands annarsvegar og nágrannalandanna hins vegar. íslendingar em áratugum á eftir frændþjóðunum í þekkingu á landi sínu. Það er menningarsögulegur skandall að ekki skuli vera til al- mennilegt jarðfræðikort af landinu. Orkurík og stórmerkileg jarðhita- svæði eins og t.d. við Laugarvatn og í Haukadal hafa aldrei verið kortlögð eða rannsökuð til neinnar hlítar, það hefur aldrei verið friður til þess fyrir hitaveituframkvæmd- um út um alit land og ýmsum skyndiuppákomum sem leysa þarf í bráða hasti. Þekking á gmnn- vatnskerfum landsins er afar gloppótt vegna þess að það er ekki fyrr en nú á „fískeldisöld" að hag- nýt þýðing þessarar þekkingar hefur orðið mönnum ljós. Nú þegar færi gefst á að ráða bót á þessum málum þá er því ekki sinnt heldur er niðurskurðarsveðjan keyrð af afli í þá stofnun sem er best í stakk búin til að sinna þessum hlutum og ætti að framkvæma þá lögum sam- kvæmt. Tapaöur tími er tapaö fé Ýmsir virðast halda að rannsókn- arstarfsemi sé unnt að reka eins og hvert annað hænsnabú og láta dægursveiflur á markaðnum ráða rekstrarstærðinni; Qölga eitt árið, fækka það næsta og stöðva jafnvel reksturinn ef viðskiptin gerast dauf. Þessu er best að svara með orðum Jónasar Elíassonar sjálfs í síðustu ársskýrslu Orkustofnunar. Þar er hann merkilegt nokk að vara við frekari samdrætti en orðinn var í árslok 1986. Jónas skrifar: — „Orkustofnun hefur á að skipa mjög hæfu starfsliði með langa og verð- mæta reynslu á sviði orkurann- sókna, og mikilvægt er að viðhalda þeim grundvallarrannsóknum sem heyra undir stofnunina. Með hlið- sjón af því að rannsóknir á orkuiind- um landsins eru mjög tímafrekar og vissir þættir þeirra, svo sem mælingar vatnsfalla, eru þess eðlis, að þeim þarf að sinna samfellt allan ársins hring, er ástæða til að sporna við fótum og tryggja að unnt verði að sinna þessum grundvallarþáttum sem skyldi. Tapaðan tíma er erfitt að vinna upp á þessu sviði“—. Svo mörg voru þau orð. Óhætt er að segja að í þeim er mun meiri skyn- semi, en í uppsagnarbréfunum sem Jónas lét skrifa 6 mánuðum síðar. Það er hættulegur misskilningur, og e.t.v. landlæg skammsýni, að rannsóknir sem ekki skila peninga- legum hagnaði þegar í stað séu vísindaleikur sem þjóðin hafí ekki efni á. Hið rétta er að rannsóknir og þróunarstarfsemi eru grundvöll- ur nútíma tækniþjóðfélagsins. Spamaður í þessum efnum hefur alltaf hefnt sín fyrr eða síðar í als- kyns vanþróunarvandamálum og fáfræði. Því fé sem varið er til vísinda og þróunarstarfsemi má jafna við arðbæra framtíðarfj árfest- ingu. Höfundur erjarðfræðingur & Orkustofnun og sérfræðingur í grunn vatnsrannsóknum. Innilegar þakkir sendi ég vinum og vanda- mönnum og öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveöjum á 85 ára afmœli mínu 24. sept. sl. Guö blessi ykkur öll. Ása Ó. Finsen, Akranesi. Hugheilar kveÖjur og þakkir til œttingja og vina, sem glöddu mig á 70 ára afmcelisdaginn minn, I. október, og geröu hann ógleymanlegann. GuÖ blessi ykkur. Þórdís Sigurðardóttir, Grindavík. Innilegar kveÖjur og þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig meÖ heimsóknum og gjöfum á 60 ára afmœlisdaginn 18. september sí. LifiÖ heil. Ari F. Guðmundsson. Sýning á myndalistum yfir framleiðsluvörur frá Suður-Kóreu Til sýnis verða myndalistar yfir flestar þær vörur sem framleiddar eru í Suður-Kóreu, s.s. rafmagnsvörur, rafeindabúnað, vefnaðarvörur, íþróttarvörur, skófatnað, gjafavörur, leikföng, leðurvörur, eldhúsáhöld o.fl. o.fl. Sýningin verður haldin í fundasal Félags ísl. stórkaupmanna dagana 13. og 14. október og verður opin báða dagana frá kl. 13.00-18.00 Framkvæmdastjóri Korean Trade Center í Osló, hr. Boom-Sun Lee, verðurtil viðtals báða dagana. Frekari upplýsingar gefnar á skrifstofu F.Í.S., sími 10650 og hjá ræðismanni Suður-Kóreu, Árna Gestssyni, sími 681555. UTGERÐARMENN — ' u 'h-\ \ f j cL-T Á -l-“ -\ 'ö . Getum nú boðið hand höfum úreldingarleyfa þessa vönduðu norsku fiskibáta. Ganghraði allt að 20 sjómilur. Lengd: 10 metrar. Breidd: 3,30 metrar. Djúprista: 1,45 metrar. Dekkplúss: 15,6 fm. Lestarrými: 7 rúmmetrar. Verð og greiðslukjör hagstæð. Bátslíkan til sýnis á staðnum. BENCOhi Lágmúla 7, sími 91-84077.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.