Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 HORNABOLTI / BANDARÍKIN Reuter í höfn! Það er oft mikil harka í bandaríska homaboltanum. Förðunar námskeið Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunareru kennd á eins kvölds námskeiðum. Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulegatilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í síma 19660 eftir kl. 10:00. Lid St. Louis talid sigurstranglegast í hornaboltanum Ólíkt hafast þeir að þessa dag- ana atvinnumenn í banda- rískum íþróttum. Á meðan leikmenn í hornabolta (base- ball) hafa barist af kappi um að komast í úrslitakeppni hafa leikmenn í bandarfskri knatt- spyrnu tekið lífinu með ró og verið í verkfaili. Urslitakeppnin í homabolta at- vinnumanna hefst nú í vikunni eftir spennandi deildarkeppni, sem lauk nú um helgina. ^■■■■1 Leikið er í fjórum Gunnar riðlum í homabolt- Valgeirsson anum og réðust skrifar úrslit ekki fyrr en á síðasta leikdegi í einum þeirra. Lið St. Louis og San Francisco unnu báða riðlana í „lands“-deildinni nokkuð örugg- lega. í „amerísku" deildinni sigraði lið Minnesota í öðrum riðlinum, þrátt fyrir að þeir töpuðu síðustu fimm leikjum sínum, og lið Detroit komst uppfyrir lið Toronto á síðasta leikdegi eftir að Toronto hafði tapað síðustu sjö leikum sínum á keppnis- tímabilinu! Detroit sigraði Toronto þrisvar um sl. helgi í æsispennandi leikjum og mega leikmenn Toronto svo sannalega naga sig í handar- bökin eftir að hafa klúðrað ömggri forystu síðustu vikuna. Það verða því „risamir" frá San Francisco og „kardinálamir" frá St. Louis sem beijast í öðrum „und- anúrslitunum„ en í hinum leika „tígrisdýrin" frá Detroit og „tvíbur- amir“ frá Minnesota. Er lið St. Louis talið sigurstranglegast af þessum fjómm liðum fyrir úrslita- keppnina. A meðan á þessari baráttu hefur staðið, hafa 1.600 leikmenn í bandarískri knattspymu haldið áfram verkfalli sem staðið hefur rúmlega tvær vikur. Eigendur fé- laganna og verkalýðsfélag knatt- spymumanna hafa nú loks tekið upp viðræður á ný eftir tveggja vikna hlé. Báðir aðilar hafa þó ver- ið varkárir í yfírlýsingum sínum varðandi framhald þessara við- ræðna og gæti málið farið út í enn meiri hörku eftir því sem verkfallið stendur lengur. Þrátt fyrir verkfallið var leikið í deildinni um sl. helgi. Eigendur hafa náð að safna saman leikmönn- um sem ekki em í verkalýðsfélagi atvinnumanna og gátu þannig stillt fram liðum um helgina. Talsmaður verkalýðsfélagsins sagði að þetta væri bragð hjá eigendum félaganna til að bijóta niður einingu leik- manna í verkfalli og hefði það alls ekki virkað. Úrslit í leikjum helgarinnar sýndu að eigendum tókst mjög misjafn- lega að safna í lið. Þannig töpuðu sum mjög sterk lið stórt fyrir veik- ari liðum og gerðu sumir nýliðanna í liðunum slæm mistök sem sjaldan sjást hjá atvinnumönnum. Að mati fréttamanna vom leikir helgarinnar í NFL-deildinni mun lélegri en venjulega. Vom mun færri áhorfendur á leikjunum og virtist sem að knattspymuáhuga- menn vestra hafí ekki talið vert að fara á völlinn að sjá varamenn leika. Verkfall atvinnumanna í banda- rískri knattspymu hefur aukið mjög áhuga fjölmiðla á leikjum háskóla- liða og græða þau vemlega á því áhugaleysi sem er á leikjum í NFL- deildinni. Leikvangar em þéttsetn- ari og mun meiri áhugi sjónvarps- stöðva er á leikjum þeirra. Ef heldur fram sem horfír í verkfallinu er hætt við að áhorfendur Stöðvar 2 muni þurfa að bíða eitthvað eftir alvömleikjum á þessu keppnistíma- bili á skjánum. KNATTSPYRNA / ENGLAND Barnsley sló West Ham út John Aldridge tryggði Liverpool sigur Ifyrra kvöld fóm fram seinni leikimir í 2. umferð bikarkeppn- innar í Englandi. Fátt var um óvænt úrslit, en einna mest á óvart kom tap West Ham gegn Frá Bob Bamsley. West Ham Hennessy komst í 2:0 eftir 30 ÍEnglandi mínútur, en Bams- ley náði að jafna. í ffamlengingunni skomðu gestimir þijú mörk og fara áfram í 3. um- ferð. Þá gerði Southampton 2:2 jafntefli við Boumemouth, en gest- imir unnu fyrri leikinn. Ekki munaði nema nokkmm sekúndum að framlengja þyrfti í Liverpool, en John Aldridge tiyggði heimamönn- um sigur á síðustu stundu. Úrslit urðu annars þessi: Arsenal-Doncaster...........(3:0)1:0 Coventry-Cambridge..........(1:0)2:1 Gllllngham-Stoke............(0:2)0:1 Uverpool-Blackburn..........(1:1)1:0 Luton-Wigan.................(1:0)4:2 Mansfield-Oxford.................0:2 Millwall-QPR................(1:2)0:0 Newport-Crystal Palace......(0:4)0:2 Oldham-Carllsle.............(3:4)4:1 Plymouth-Peterborough.......(1:4)1:1 Rotherham-Everton...........(2:3)0:0 Scunthorpe-Leicester........(1:2)1:2 Sheffield Wed.-Shrewsbury...(1:1)2:1 Southampton-Bournemouth.....(0:1 )2:2 Walsall-Charlton............(0:3)2:0 Watford-Darllngton..........(3:0)8:0 Wolves-Man. Clty............(2:1)0:2 Wimbledon-Rochdale..........(1:1)2:1 West Ham-Barnsley...........(0:0)2:5 York-Leeds..................(1:1)0:4 HANDBOLTI Bogdan kennir |kvöld_ klukkan 18 hefst í fundar- sal ÍSÍ í Laugardal B-stigs þjálfaranámskeið í handbolta og stendur það fram á sunnudags- kvöld. Hilmar Bjömsson hefur haft veg og vanda að undirbúningnum, en á meðal kennara verður Bogdan landsliðsþjálfari. Er það í fyrsta sinn síðan hann kom til íslands, sem hann kennir á slíku námskeiði hér- lendis. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar hjá HSÍ er þátttaka góð, en fleiri komast að og er þjálfurum, sem hafa áhuga en hafa enn ekki skráð sig, bent á að hafa samband við skrifstofuna í dag. Herrakvöld KR á föstudaginn HIÐ árlega herrakvöld KR verð- ur haldið í Domus Medica við Egiisgötu föstudagskvöldið 9. október. Húsið opnar klukkan 19:30 og kvöldverður verður skömmu síðar. Skemmtiatriði verða fjölbreytt að vanda. Sverrir Hermanns- son, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, verður ræðumaður kvöldsins, en Þórarinn Ragnarsson veislustjóri. Miðaverð er 2.000 krónur og eru miðar seldir hjá húsvörðum í KR- heimilinu og í Sportvöruversluninni Spörtu Laugavegi 49. Leiðréttingar í umfjöllun um leik KR og Þrótt- ar í 1. deild kvenna í hand- knattleik á þriðjudaginn var ranglega farið með nafn marka- hæstu konu KR. Hún heitir Sigurbjörg Sigþórsdóttir, en ekki Sigurborg eins og skrifað var. í kynningarblaðinu um 1. deild karla í handbolta stóð að ÍR hefði aldrei orðið íslands- meistari. Það er rangt, því ÍR sigraði árið 1946 og er beðið velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.