Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
HORNABOLTI / BANDARÍKIN
Reuter
í höfn!
Það er oft mikil harka í bandaríska homaboltanum.
Förðunar
námskeið
Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunareru
kennd á eins kvölds námskeiðum.
Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi
persónulegatilsögn.
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 19660 eftir kl. 10:00.
Lid St. Louis talid
sigurstranglegast
í hornaboltanum
Ólíkt hafast þeir að þessa dag-
ana atvinnumenn í banda-
rískum íþróttum. Á meðan
leikmenn í hornabolta (base-
ball) hafa barist af kappi um
að komast í úrslitakeppni hafa
leikmenn í bandarfskri knatt-
spyrnu tekið lífinu með ró og
verið í verkfaili.
Urslitakeppnin í homabolta at-
vinnumanna hefst nú í vikunni
eftir spennandi deildarkeppni, sem
lauk nú um helgina.
^■■■■1 Leikið er í fjórum
Gunnar riðlum í homabolt-
Valgeirsson anum og réðust
skrifar úrslit ekki fyrr en á
síðasta leikdegi í
einum þeirra. Lið St. Louis og San
Francisco unnu báða riðlana í
„lands“-deildinni nokkuð örugg-
lega. í „amerísku" deildinni sigraði
lið Minnesota í öðrum riðlinum,
þrátt fyrir að þeir töpuðu síðustu
fimm leikjum sínum, og lið Detroit
komst uppfyrir lið Toronto á síðasta
leikdegi eftir að Toronto hafði tapað
síðustu sjö leikum sínum á keppnis-
tímabilinu! Detroit sigraði Toronto
þrisvar um sl. helgi í æsispennandi
leikjum og mega leikmenn Toronto
svo sannalega naga sig í handar-
bökin eftir að hafa klúðrað ömggri
forystu síðustu vikuna.
Það verða því „risamir" frá San
Francisco og „kardinálamir" frá
St. Louis sem beijast í öðrum „und-
anúrslitunum„ en í hinum leika
„tígrisdýrin" frá Detroit og „tvíbur-
amir“ frá Minnesota. Er lið St.
Louis talið sigurstranglegast af
þessum fjómm liðum fyrir úrslita-
keppnina.
A meðan á þessari baráttu hefur
staðið, hafa 1.600 leikmenn í
bandarískri knattspymu haldið
áfram verkfalli sem staðið hefur
rúmlega tvær vikur. Eigendur fé-
laganna og verkalýðsfélag knatt-
spymumanna hafa nú loks tekið
upp viðræður á ný eftir tveggja
vikna hlé. Báðir aðilar hafa þó ver-
ið varkárir í yfírlýsingum sínum
varðandi framhald þessara við-
ræðna og gæti málið farið út í enn
meiri hörku eftir því sem verkfallið
stendur lengur.
Þrátt fyrir verkfallið var leikið í
deildinni um sl. helgi. Eigendur
hafa náð að safna saman leikmönn-
um sem ekki em í verkalýðsfélagi
atvinnumanna og gátu þannig stillt
fram liðum um helgina. Talsmaður
verkalýðsfélagsins sagði að þetta
væri bragð hjá eigendum félaganna
til að bijóta niður einingu leik-
manna í verkfalli og hefði það alls
ekki virkað.
Úrslit í leikjum helgarinnar sýndu
að eigendum tókst mjög misjafn-
lega að safna í lið. Þannig töpuðu
sum mjög sterk lið stórt fyrir veik-
ari liðum og gerðu sumir nýliðanna
í liðunum slæm mistök sem sjaldan
sjást hjá atvinnumönnum.
Að mati fréttamanna vom leikir
helgarinnar í NFL-deildinni mun
lélegri en venjulega. Vom mun
færri áhorfendur á leikjunum og
virtist sem að knattspymuáhuga-
menn vestra hafí ekki talið vert að
fara á völlinn að sjá varamenn leika.
Verkfall atvinnumanna í banda-
rískri knattspymu hefur aukið mjög
áhuga fjölmiðla á leikjum háskóla-
liða og græða þau vemlega á því
áhugaleysi sem er á leikjum í NFL-
deildinni. Leikvangar em þéttsetn-
ari og mun meiri áhugi sjónvarps-
stöðva er á leikjum þeirra. Ef heldur
fram sem horfír í verkfallinu er
hætt við að áhorfendur Stöðvar 2
muni þurfa að bíða eitthvað eftir
alvömleikjum á þessu keppnistíma-
bili á skjánum.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Barnsley sló West Ham út
John Aldridge tryggði Liverpool sigur
Ifyrra kvöld fóm fram seinni
leikimir í 2. umferð bikarkeppn-
innar í Englandi. Fátt var um óvænt
úrslit, en einna mest á óvart kom
tap West Ham gegn
Frá Bob Bamsley. West Ham
Hennessy komst í 2:0 eftir 30
ÍEnglandi mínútur, en Bams-
ley náði að jafna. í
ffamlengingunni skomðu gestimir
þijú mörk og fara áfram í 3. um-
ferð. Þá gerði Southampton 2:2
jafntefli við Boumemouth, en gest-
imir unnu fyrri leikinn. Ekki
munaði nema nokkmm sekúndum
að framlengja þyrfti í Liverpool, en
John Aldridge tiyggði heimamönn-
um sigur á síðustu stundu. Úrslit
urðu annars þessi:
Arsenal-Doncaster...........(3:0)1:0
Coventry-Cambridge..........(1:0)2:1
Gllllngham-Stoke............(0:2)0:1
Uverpool-Blackburn..........(1:1)1:0
Luton-Wigan.................(1:0)4:2
Mansfield-Oxford.................0:2
Millwall-QPR................(1:2)0:0
Newport-Crystal Palace......(0:4)0:2
Oldham-Carllsle.............(3:4)4:1
Plymouth-Peterborough.......(1:4)1:1
Rotherham-Everton...........(2:3)0:0
Scunthorpe-Leicester........(1:2)1:2
Sheffield Wed.-Shrewsbury...(1:1)2:1
Southampton-Bournemouth.....(0:1 )2:2
Walsall-Charlton............(0:3)2:0
Watford-Darllngton..........(3:0)8:0
Wolves-Man. Clty............(2:1)0:2
Wimbledon-Rochdale..........(1:1)2:1
West Ham-Barnsley...........(0:0)2:5
York-Leeds..................(1:1)0:4
HANDBOLTI
Bogdan kennir
|kvöld_ klukkan 18 hefst í fundar-
sal ÍSÍ í Laugardal B-stigs
þjálfaranámskeið í handbolta og
stendur það fram á sunnudags-
kvöld. Hilmar Bjömsson hefur haft
veg og vanda að undirbúningnum,
en á meðal kennara verður Bogdan
landsliðsþjálfari. Er það í fyrsta
sinn síðan hann kom til íslands, sem
hann kennir á slíku námskeiði hér-
lendis.
Að sögn Guðjóns Guðmundssonar
hjá HSÍ er þátttaka góð, en fleiri
komast að og er þjálfurum, sem
hafa áhuga en hafa enn ekki skráð
sig, bent á að hafa samband við
skrifstofuna í dag.
Herrakvöld KR
á föstudaginn
HIÐ árlega herrakvöld KR verð-
ur haldið í Domus Medica við
Egiisgötu föstudagskvöldið 9.
október. Húsið opnar klukkan
19:30 og kvöldverður verður
skömmu síðar.
Skemmtiatriði verða fjölbreytt
að vanda. Sverrir Hermanns-
son, alþingismaður og fyrrverandi
ráðherra, verður ræðumaður
kvöldsins, en Þórarinn Ragnarsson
veislustjóri.
Miðaverð er 2.000 krónur og eru
miðar seldir hjá húsvörðum í KR-
heimilinu og í Sportvöruversluninni
Spörtu Laugavegi 49.
Leiðréttingar
í umfjöllun um leik KR og Þrótt-
ar í 1. deild kvenna í hand-
knattleik á þriðjudaginn var
ranglega farið með nafn marka-
hæstu konu KR. Hún heitir
Sigurbjörg Sigþórsdóttir, en
ekki Sigurborg eins og skrifað
var. í kynningarblaðinu um 1.
deild karla í handbolta stóð að
ÍR hefði aldrei orðið íslands-
meistari. Það er rangt, því ÍR
sigraði árið 1946 og er beðið
velvirðingar á þessum
mistökum.