Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 Puerto Rico: Eitt hundrað f lóttamenn urðu hákörlum að bráð Reuter Santo Domingo, Reuter. TALIÐ er að hákarlar hafi rifið í sig um eitt hundrað flóttamenn er bátskel þeirra liðaðist í sundur skammt undan ströndum Puerto Rico. Fólkið var að flýja frá Dóminikanska lýðveldinu. „Þetta var hræðilegt, verra en að deyja,“ sagði maður, sem komst lífs af, í útvarpsviðtali er hann lýsti því hvernig hákarlarnir Robert Bork sem Reagan hefur tilnefnt sem hæstaréttardómara kemur akandi ásamt konu sinni Mary Ellen til heimilis síns eftir að þingnefd ákvað með níu atkvæðum gegn fimm að mæla ekki með honum sem dómara við æðsta rétt landsins. - Öldungadeild Bandaríkjaþings: Dómsmálanefnd mælir ekki með Robert Bork Washington, Reuter. TILLAGA Ronald Reagans um Robert Bork sem hæstaréttar- dómara í Bandaríkjunum verður á næstunni lögð fyrir Öldunga- deild Bandaríkjaþings eftir að dómsmálanefnd deildarinnar ákvað í fyrradag að mæla ekki með Bork. Dómsmálanefndin samþykkti með níu atkvæðum gegn fimm að senda tillöguna til Öldungadeildar- innar með neikvæðri umsögn. Leiðtogi repúblikana í deildinni, Robert Dole, telur litlar líkur á að Bork fái samþykki Öldungadeildar- innar en „forsetinn vill reyna til þrautar. Við gefumst ekki upp,“ sagði Dole. Hann sagði ennfremur að fundur yrði með Bork og stuðn- ingsmönnum hans og gaf í skyn að Bork íhugaði að draga sig í hlé ef sýnt þætti að hann fengi ekki samþykki þingsins. Reagan bindur nú vonir við að takast megi að vinna þá tíu til tólf þingmenn sem óákveðnir eru í af- stöðu sinni til útnefningarinnar á band Borks og knýja þannig fram samþykki Öldungadeildarinnar en í henni eru 100 þingmenn. Forsetinn hitti Bork að máli í gær og í ræðu sem hann hélt síðar um daginn á fundi með kaupsýslumönnum úr flokki minnihlutahópa þótti hann ekki kveða eins sterkt að orði um um hæfileika Borks sem „gæslu- manns stjómarskrárinnar“ og fyrir þingnefndarfundinn í fyrradag. læstu tönnum í samferðafólk hans á meðan hann tróð marvað- ann. Veiðimenn, sem hröðuðu sér til bjargar flóttafólkinu, sögðu að milli 100 og 130 manns hefðu verið um borð í bátnum og embættismenn sögðu seint á þriðjudag að tekist hefði að bjarga 23 mönnum. Fiski- menn, björgunarlið og menn, sem lifðu af, sögðu að hákarlatorfa hefði ráðist til atlögu við bjargarlaust fólkið í Monan-sundi, sem liggur á milli Dóminikanska lýðveldisins og Puerto Rico. „Við sáum hákarlana slíta fólkið sundur í hafínu," sagði Eugenio Cabral, yfirmaður almannavama í Dóminikanska lýðveldinu, eftir að hafa flogið yfir slysstaðinn. „Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt,“ sagði almannavarnafulltrúi frá Puerto Rico. Fiskimenn í Puerto Rico heyrðu sprengingu og er líklegt að vél báts- ins hafi sprungið. Hröðuðu þeir sér á vettvang og vom þyrlur hersins kallaðar út. Þyrlumar komu ekki fyrr en nokkmm klukkustundum síðar og höfðu flóttamennirnir þá flestir verið étnir lifandi. Mörg hundmð manns frá Dómin- ikanska lýðveldinu hafa dmkknað eða horfíð á leið til Puerto Rico og talið að jafnvel fleiri Haiti-búar hafí mætt sömu örlögum undanfar- in ár. Embættismenn segja að einungis sé hægt að leiða getum að því hversu margir flóttamenn hafí látið lífíð, því að þessar ferðir til Puerto Rico frá Dóminikanska lýðveldinu og Haiti fari afar leynt. Sjómenn, flóttamenn og þeir sem skipuleggja ferðimar eiga yfír höfði sér þunga refsingu ef upp um þá kemst. Því er yfirleitt ekki vitað hveijir farast með flóttamannabát- unum, sem ekki bera nöfn og kalla má hrákasmíðar. Flóttamennimir eiga þess yfir- leitt ekki kost að afla sér viðurværis í heimalandinu og halda til Puerto Rico, þar sem velmegun er meiri, í von um að fá vinnu á bóndabæjum. Þeir sem skipuleggja ferðimar heimta milli 500 og 1000 Banda- ríkjadollara (milli 20 og 40 þúsund ísl.kr.) af flóttafólkinu og telst það mikið fé í Dóminikanska lýðveldinu. Mikil eftirspum er eftir þessum ferðum og fara pantanir fram með ýtmstu leynd. Rádist á s-kóreska sjómenn á veiðum Framkvæmdastjórakjör UNESCO: Frakkar styðja Khan Gisele Hamili fulltrúi Frakka segir af sér París, Reuter. FRAKKAR gáfu út yfirlýsingu þess efnis í gær að Sahabzada Yaqub Khan væri óumdeilanlega hæfastur þeirra sem nú kæmu til grrina í embætti fram- kvæm iastjóra UNESCO. Pólland: Dönunum sleppt gegn gjaldi? Kaupmannahöfn, frá Nils Jergen Brunn, fréttaritara Morgunbladsins. JERZY Urban, talsmaður pólsku stjómarinnar, sagði á blaða- mannafundi að þarlend stjóm- völd væm reiðubúin til að láta Iausa tvo Dani, sem dæmdir vom fyrir qjósnir, gegn lausnargjaldi. Setja pólsk stjómvöld upp hálfa til eina milljón danskra króna (milli 2,7 og 5,5 milljónir ísl.kr.) fyrir mennina tvo. Annar þeirra var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar og hinn til niu ára í herrétti 5. sept- ember. Var þeim gefíð að sök að hafa tekið ljósmyndir af hemaðar- mannvirkjum í Póllandi. Játuðu þeir báðir að hafa unnið fyrir dönsku leyniþjónustuna. í danska blaðinu Politiken hafði í gær eftir stjómarerindrekum, sem til málsins þekkja, að Pólverjar vildu leysa njósnamálið áður en Uffe Elle- man-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, heldur í opinbera héim- sókn til Póllands 2. september. Elleman-Jensen hefur lýst yfír því að hann ætli tala máli hinna dæmdu njósnara í viðræðum við pólsk stjómvöld. Yfírlýsingin var gefin út eftir að Gisele Hamili lögfræðingur og full- trúi Frakklands hjá UNESCO sagði í útvarpsviðtali að það sem M’Bow hefði fram yfír Yaqub Khan væri að hann væri ekki kvalari. Gisele Hamili sagði af sér í gær til að mótmæla því að henni var fyrirskip- að að kjósa Khan, að hennar eigin sögn. Hún sagði einnig í útvarpsvið- talinu að hún gæti ekki stutt mann sem hefði verið hershöfðingi í emb- ætti framkvæmdastjóra UNESCO. Fulltrúi Pakistan hjá framkvæmda- nefndinni mótmælti harðlega ummælum Halimi og minnti á að De Gaulle hershöfðingi hefði bjarg- að Frakklandi fyrir 30 ámm. Deilur standa nú um það hvort loka eigi fyrir útnefningar í emb- ættið eða leyfa útnefningar þar til kemur að lokaatkvæðagreiðslunni í byijun nóvember. Vesturlönd, sem enn eru að leita að manni sem líklegur er til að skjóta M’Bow ref fyrir rass, vilja að útnefningar verði leyfðar fram að aðalatkvæða- greiðslu. Afríkulönd, sem styðja M’Bow, telja sig hafa hag af að loka á útnefningar nú þegar fram- kvæmdanefndin greiðir frambjóð- endum atkvæði. Atkvæðagreiðslur framkvæmda- nefndarinnar áttu að hefjast í fyrradag en ekki varð af þeim vegna deilna innan nefndarinnar. Margar þjóðir hafa ekki gert upp hug sinn hvem þær muni styðja í embættið, þar á meðal eru íslendingar. Inchon, Suður-Kóreu, Reuter. VOPNUÐ áhöfn norður-kóresks byssubáts réðst í gær á togara frá Suður-Kóreu að sögn eina skipveijans á togaranum sem komst af. Þetta gerðist á al- þjóðlegu hafsvæði undan vestur- strönd Norður-Kóreu. Ahöfn norður-kóreska bátsins gerði fyrst harða skothríð að togaran- um og sigldi svo á hann. Chang Byong-man, 32 ára gam- all, sagði fréttamönnum í borginni Inchon að margir félaga sinna hefðu fallið fyrir byssukúlum árásar- mannanna áður en togarinn sökk. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst 12 skipveija týnda og ekki er búist Persaflói: Ráðist á olíuskip frá Saudi-Arabíu írakar hefna árásar á Bagdað við að þeir séu lífs. Að sögn fréttastofu Norður- Kóreu sökk óþekktur njósnabátur undan vesturströnd landsins eftir að hafa rekist á varðskip. Yfírstjóm fískveiða í Suður- Kóreu sagði í gær að báturinn sem heitir Yinyang 31 hefði sokkið 40 mílur norð-vestur af suðurodda Paengyong-eyju en hún er 9 mílum undan vesturströnd Norður-Kóreu. Ekkert hefur spurst til samferð- arskips togarans sem sökk en að sögn strandferðaeftirlits er gert ráð fyrir að það hafí sloppið við árás. Togarinn var á skötuveiðum þeg- ar á hann var ráðist klukkan fímm í gærmorgun að staðartíma. Sjó- maðurinn sem komst af sagði skipveija hafa reynt að flýja þegar skotið var á þá en allt kom fyrir ekki, skipið var siglt niður. Hann sagðist þá hafa stokkið í sjóinn. Honum var bjargað fimm klukku- stundum síðar meðvitundarlausum á braki úr skipinu. Dubai, Reuter. ÍRANSKIR fallbyssubátar gerðu í gær árás á olíuskip frá Saudi- Arabíu. Litlar skemmdir urðu á skipinu og ekki var tilkynnt um mannfall. Á þriðjudag hefndu Irakar árásar írana á höfuð- borgina, Bagdað. Að sögn heimildarmanna skutu fallbyssubátamir sprengjum og eld- flaugum að saudi-arabíska olíuskip- inu „Raad al-Bakry“ er það var Fimm manna fjöl- skylda flýði í herbíl Hannover, Reuter. FIMM manna austur-þýzkri fjöl- skyldu tókst að flýja yfir til Vestur-Þýzkalands á þriðjudags- kvöld, að sögn vestur-þýzkra lögreglumanna. Fjölskyldufaðirinn, sem er 36 ára garðyrkjumaður, ók konu sinni og þremur ungum bömum, í gegnum rammgerða landamæragirðingu skammt frá þorpinu Saalsdorf í Neðra Saxlandi. Bifreiðin var gam- all vörubíll í eigu hersins. Ók hann fyrst niður rammgert hlið á innri landamæragirðingunni. Klifraði flölskyldan síðan yfír ytri girðingu með stiga, sem hún hafði meðferðis á vörubílnum. statt undan strönd Dubai. Er þetta fyrsta árás írana á skip á Persaflóa frá því á mánudag er íraskar her- þotur gerðu árásir á fimm írönsk risaolíuskip við Hormuz-sund. írak- ar kváðust í gær hafa ráðist á stórt olíuskip undan strönd íran en þær fréttir fengust ekki staðfestar. Á þriðjudag svöruðu írakar fyrir árásir írana á Bagdað og gerðu loftárás á íran. Yfirvöld í Teheran hafa skotið flugskeytum á Bajgdað í því skyni að stöðva árásir Iraka á íranskar borgir og skip. Sjónar- vottar sáu fjölda íraskra sprengju- flugvéla taka sig á loft í Bagdað, sem varð fyrir flugskeytaárás á mánudagskvöld. íraskir embættis- menn hafa heitið grimmilegum hefndum fyrir árásina. Útvarpið í Teheran sagði að íran- ir vonuðust til þess að árásin á Bagdað yrði til þess að endi yrði bundinn á árásir íraka á borgir og skip. Hótanir þessar eru í samræmi við spár stjómarerindreka í Bagdað þess efnis að árásir íraka og írana muni nú í auknum mæli beinast gegn óbreyttum borgumm. Interpolis-skák- mótið: Timman sig- urvegari HOLLENSKI stórmeistarinn Jan Timman tryggði sér á þriðjudag sigur á 11. Interpolis-skákmótinu í Tilburg í Hollandi með 8V2 vinn- ing af 14 mögulegum. Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Nikolic og Hiibner með 8 vinninga. Korchnoi, tilvonandi andstæðingur Jóhanns Hjartarsonar í áskorenda- einvígi, varð í fjórða sæti með 7V2 vinning. Jusupov hafnaði í fimmta sæti með 7 vinninga og Andersson frá Svíþjóð í því sjötta með 6V2 vinning. Sokolov varð að gera sér sjöunda sætið að góðu með 6 vinn- inga og lestina rak Ljubojevic með 4V2 vinning. Úrslitin í fjórtándu og síðustu umferðinni urðu þau að Korchnoi vann Ljubojevic en Sokolov og Ju- supov, Timman og Nikolic, Hubner og Andersson sættust allir á skiptan hlut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.