Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Utboð á Egilsstöðum Umræður um flugvallar- framkvæmdir á Egils- stöðum undanfarna daga hafa vakið verulega athygli. Málsatvik eru þau í stórum dráttum, að Matthías Bjarnason, þáverandi sam- gönguráðherra, veitti flug- málastjóra heimild til að semja við heimamenn um framkvæmdir við flugvöllinn á Egilsstöðum, sem kosta nokkra tugi milljóna, í stað þess, að framkvæmdin yrði boðin út. Flugmálastjóri tók upp viðræður við heimamenn en að dómi núverandi sam- gönguráðherra, Matthíasar A. Mathiesen, lauk þeim án viðunandi niðurstöðu og í kjölfar þess hefur sam- gönguráðherra ákveðið að efna til útboðs vegna þessara framkvæmda. Heimamenn hafa brugðizt hart við og mótmælt þessari ákvörðun núverandi samgönguráð- herra en skoðanir þing- manna Austurlands t.d. eru mjög skiptar. Þannig er Hall- dór Ásgrímsson þeirrar skoðunar, að semja hefði átt við heimamenn, en Sverrir Hermannsson hefur lýst ein- dregnu fylgi við ákvörðun Matthíasar Á. Mathiesen. Sjónarmið þeirra, sem telja fært að taka upp samn- inga við heimamenn um framkvæmdir í stað útboðs, er vafalaust það, að ekki sé óeðlilegt að slíkar fram- kvæmdir á landsbyggðinni séu í höndum heimamanna. Þeir hafi ekki sömu tækifæri í útboði og t.d. stór verktaka- fyrirtæki á suðvesturhomi landsins, sem hafi aflað sér mikils tækjabúnaðar í krafti stórra verka og séu því í betri aðstöðu til að keppa um verkefni en lítil fyrirtæki heimamanna. Þar af leiðandi hafi fyrirtæki í viðkomandi byggð heldur ekki tækifæri til að byggja sig upp og tak- ast á við stærri verkefni. Þótt hægt sé að líta á þessi sjónarmið með velvilja er kjami málsins þó sá, að flugvöllurinn á Egilsstöðum verður byggður fyrir al- mannafé, peninga skatt- greiðenda. Sú afdráttarlausa skylda hvílir því á opinbemm umsjónarmönnum þess fjár, að sjá til þess að það nýtist sem bezt og að skattgreið- endur fái sem mest fyrir sem minnst. Þess vegna hlýtur sú regla að vera nánast und- antekningarlaus, að opin- berar framkvæmdir skuli boðnar út. Það gefur auga- leið, að samningar um framkvæmdir við einn aðila bjóða hættunni heim og skapa tortryggni, sem getur verið fullkomlega ástæðu- laus en hlýtur samt að vera fyrir hendi, ef ekki er um útboð að ræða. Það er útilokað, að líta á opinberar framkvæmdir í einstökum byggðarlögum sem aðferð til þess að beina fjármagni til þeirra byggða. Skattgreiðendur í landinu sætta sig aldrei við slíkt. Þá má heldur ekki gleyma því, að heimamenn hafa margt framyfir verktaka, sem koma annars staðar frá, og eiga því að hafa verulega möguleika á að vinna útboð á framkvæmdum. Þegar á heildina er litið verður ekki annað séð en að sú ákvörðun Matthíasar Á. Mathiesen, að bjóða þessar framkvæmdir út, sé rétt. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir því, að efna ekki til útboðs vegna framkvæmda sem þessara. Það hefur ekk- ert komið fram í þessu máli, sem bendir til þess að slík rök séu fyrir hendi. Almenningur gerir meiri kröfur til vinnubragða opin- berra aðila en áður. Aðhald almenningsálitsins er orðið mjög sterkt. Tíðarandinn hefur breytzt. Það sem talið var viðunandi áður fyrr í meðferð opinbers fjár er það ekki lengur. Nú má líka bú- ast við því að löggjafarvaldið veiti framkvæmdavaldinu sterkara aðhald en áður, eft- ir að ríkisendurskoðun var sett undir stjórn Alþingis. Umræðurnar um flugvallar- framkvæmdirnar á Egils- stöðum eru gagnlegar vegna þess að þær sýna mjög skýrt hvar mörkin liggja í meðferð skattpeninganna. Finnsk sljórnmál: Vinstrisinnar á undanhaldi Eftir Ake Sparring VIÐ þingkosning-arnar í mars í vor treystu finnsku borgara- flokkarnir sig enn í sessi og þegar á kosninganóttinni var ljóst, að gamla mið-vinstrasam- starfið heyrði sögunni til. Það þýddi, að í næstu stjórnarmynd- unarviðræðum hlytu stefnumál Hægriflokksins að vega þungt. Niðurstaða kosninganna var ekk- ert fagnaðarefni fyrir vinstriflokk- ana. Af 200 þingsætum fengu þeir aðeins 76. Jafnaðarmenn misstu 100.000 atkvæði en fóru þó vel út úr þingmannaskiptingunni og eru enn stærsti flokkurinn. Kommúnist- ar, sem eru klofnir, töpuðu ekki svo miklu í atkvæðum en tiltölulega þeim mun fleiri þingmönnum. Landsbyggðarflokkurinn, sem stendur nærri jafnaðarmönnum þótt hann sé ekki vinstriflokkur, helmingaðist næstum því en Mið- flokkurinn vann nokkuð á eins og Sænski þjóðarflokkurinn. Atkvæða- aukning Hægriflokksins, sem hefur tvöfaldað fylgi sitt á tuttugu árum, var ekki mjög mikil að þessu sinni en hann bætti þó við sig mörgum þingmönnum og hefur nú aðeins þremur færri en jafnaðarmenn. Tapa vinstrif lokkarnir áfram? Hvað sem kosningaúrslitunum líður eru vinstriflokkarnir langt í frá valdalausir. Samkvæmt finnsku stjómarskránni getur minnihluti 67 þingmanna tafið og frestað ýmsum meiriháttarákvörðunum að undan- teknum íjárlögunum fram yfir nýjar kosningar og borgaraleg ríkisstjóm hefði því orðið að semja um flest mál við jafnaðarmenn. Margt bend- ir hins vegar til, að áfram muni halla undan fæti fyrir vinstriflokk- unum og það er ekki sjálfgefið, að þeir nái þessum 67 þingmönnum við næstu kosningar. Eftir kosningarnar í vor virtust mikil umskipti vera á döfinni í fínnskum stjómmálum en þá greip forsetinn í taumana og fól Harri Holkeri, leiðtoga Hægriflokksins, að kanna hvort hann gæti myndað stjóm með jafnaðarmönnum og Sænska þjóðarflokknum og Lands- byggðarflokknum að auki. 30. apríl komst stjóm þessara flokka á lagg- imar og fengu jafnaðarmenn, sem mestu töpuðu í kosningunum, suma mikilvægustu málaflokkana í sinn hlut, t.d. utanríkismál og fjármál. Rauð-bláu samsteyp- unni tekið með vantrú Þessi niðurstaða kom flestum á óvart og sumir efast jafnvel um, að hún sé í samræmi við þingræðis- legar hefðir. Alvarlegust þykir hún þó fyrir Miðflokkinn, sem hefur átt aðild að öllum ríkisstjómum eftir stríð og bjóst jafnvel við að fara með forystuna í þeirri stjóm, sem nú tæki við. Þeir vom líka fáir, sem trúðu því, að stjómin ætti sér langra lífdaga auðið. Félli hún ekki að loknum forsetakosningunum í jan- úar nk. þá myndi hún ekki lifa af sveitarstjómarkosningamar seinna á árinu. Jafnvel í þessu landi sam- steypustjóma var blá-rauða banda- lagið talið bera feigðina í sér. Enn em nokkrir mánuðir til for- setakosninga en líklegt er, að höfuðandstæðingamir verði forsæt- isráðherrann, Harri Holkeri, og núverandi forseti, Mauno Koivisto. Engar horfur em þó á tvísýnum kosningum því að Koivisto er maður vinsæll og mikið þarf að koma til áður en Finnar fella forsetann sinn. Það skiptir því kannski meira máli hver verður í öðm sæti og ef Hol- keri nær því auðveldlega mun hann standa vel að vígi í kosningunum 1994. Stj órnarsamstarf ið gott Til þessa hefur stjórnarsamstarf- ið gengið betur en búist var við og um fjárlagafrumvarpið var góð samstaða. Almenningur virðist kunna vel að meta þetta og í skoð- anakönnunum kemur fram, að stóm flokkarnir báðir hafa aukið fylgi sitt. Einkum á það þó við um Hægriflokkinn, sem er nú stærsti flokkur landsins samkvæmt þessum könnunum. Ýmsar ástæður hafa verið nefnd- ar fyrir hinu góða samstarfi innan stjórnarinnar. „í mörgum stærstu borganna hafa hægrimenn og jafnaðarmenn s tarfað lengi saman og þangað hefur ríkisstjómin einmitt sótt fyr- irmyndir sínar,“ sagði Jyrki Vesik- ansa, ritstjóri Uusi Suomis, málgagns Hægriflokksins, en auk þess vildu báðir stóm flokkarnir sýna fram á, að ríkisstjórnin væri ekki bara eitthvert bráðabirgðaúr- ræði. Vegna þess hve þeir töpuðu miklu í kosningunum töldu jafnað- armenn sig betur komna í stjóm og hægrimönnum bauðst nú ekki aðeins stjómarseta eftir 21 árs út- legð, heldur einnig embætti forsæt- isráðherra. Kekkonen heitinn forseti sagði á sínum tíma um Hægriflokkinn, að honum væri ekki treystandi í utanríkismálum en með stjómarþátttökunni hefur þessi stimpill verið þveginn af honum. Um utanríkismálin er nú alger ein- ing enda er það forsendan fyrir stjómarsamstarfinu. Fjölhyggja og þjóðfé- lagsleg ábyrgð Einn af þremur aðstoðartals- mönnum Hægriflokksins er Jouni Sárkijárvi og hann trúir því, að stjómarsamstarfíð muni ganga vel, hægrimenn og jafnaðarmenn eigi það margt sameiginlegt. Sárkijárvi er raunar óopinber hugmyndafræð- ingur flokksins og hann segir, að hugsjónir flokksins séu „einstakl- ingsfrelsi" og „fjölhyggja". Leggur hann áherslu á, að mennirnir séu hver með sínu sniði og hafi rétt til að þroskast í samræmi við hæfíleika sína og óskir. Jöfnuðurinn á að fel- ast í því, að allir fái sömu tækifærin en visst „grundvaliaröryggi" verður þó að tryggja. í iðnaðarþjóðfélögum vorra daga, segir Sárkijárvi, hafa mannleg sam- skipti orðið illa úti og menntunin verður oft að beygja sig fyrir kröf- um framleiðslunnar. I hinu nýja tæknisamfélagi verður hins vegar hægt að losa vinnuna úr þeim viðj- um, sem stund og staður setja henni nú. Þá fá menn ný og áður óþekkt tækifæri til „andlegs þroska", sem er sjálfur tilgangur tilvemnnar. í hinni daglegu stjórnmálabar- áttu leggur Hægriflokkurinn að sjálfsögðu áherslu á markaðskerfíð og að atvinnureksturinn sé sem mest í höndum einstaklinga en hann vill einnig, að fyrirtækin og eigend- ur þeirra séu „þjóðfélagslega ábyrgir" og að ákveðnar reglur gildi á markaðnum. Samsteypustjórnirnar hafa lengi einkennt fínnsk stjórnmál og þær hafa brúað bilið á milli hægri og vinstri. „Þjóðstjórn eins og hún getur best orðið," segir í einhveijum skrifum hægrimanna, „felst í því, að stjórnina styðji þeir flokkar, sem vilja axla ábyrgðina." Af þessu mætti ætla, að Hægri- flokkurinn væri ekki sérlega ginnkeyptur fyrir hreinni borgara- stjóm? Finlandia-liúsið í Helsinki Er enginn munur á jafnadarmanni og hægrimanni? í klukkustundarviðtali við Sárkij- árvi ber margt á góma og sumt á ég dálítið erfítt með að skilja. Að síðustu get ég ekki látið hjá líða að spyija hver sé eiginlega munur- inn á jafnaðarmanni og hægri- manni. Án þess að hafa um það mörg orð segir Sárkijárvi: „Hann er enginn." Hann bætir því við, að þessu valdi breytingamar, sem Jafnaðar- mannaflokkurinn og Hægriflokkur- inn gengu í gegnum á síðasta áratug. Frá árinu 1972 hafa hægri- flokksmenn gert sér far um að vera sem næst miðjunni og 1977-78 ventu jafnaðarmenn sínu kvæði í kross og sögðu skilið við mörg af sínum fyrri stefnumálum. Þessi vinsamlega afstaða til jafn- aðarmanna hlýtur að vera fáránleg í augum hægrimanna á öðmm Norðurlöndum en ef til vill er hún ekki svo skrýtin. Jafnaðarmenn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og Finnar em mjög borgaralega sinn- aðir. Langflestum finnst orðið „sósíalisti" vera hálfgert skammar- yrði. Samkvæmt síðustu upplýsing- um frá OECD, fyrir 1986, var skattheimtan í Svíþjóð og Dan- mörku 52.2 og 50,3% af þjóðar- framleiðslu en í Finnlandi var hún að meðaltali 38,6%. í nýlegum til- lögum frá fínnska fjármálaráðu- neytinu, sem jafnaðarmenn stjóma, er svo lagt til, að hámarksskattur á tekjur upp í 540.000 skr. (um 3,3 millj. ísl. kr.) verði lækkaður í 51%. MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 33 Mauno Koivisto forseti og fyrr- um einn af frammámönnum jafnaðarmanna. Holkeri ætlar að bjóða sig fram gegn honum í forsetakosningunum á næsta ári en gerir sér þó ekki vonir um að hreppa embættið fyrr en árið 1992. Erfiðir tímar fyrir jafn- aðarmenn í aðalstöðvum Jafnaðarmanna- flokksins ræður Ulpu Iivari ríkjum en hún er aðalritari flokksins og ber ábyrgð á hugmyndafræðinni. Hún er ekki jafn glaðbeitt í ummæl- um sínum um hægrimenn og Sárkijárvi um jafnaðarmenn og hún er heldur ekki viss um, að stjórnin starfí út kjörtímabilið. Hún segir, að stjómin hafi lofað að koma tveimur málum í gegn, endurbótum á skattalöggjöfínni og endurbótum í atvinnulífínu. Þær síðamefndu eiga að tryggja starfsmönnum meira öryggi á vinnustað og gefa þeim meiri íhlutunarrétt um rekstur fyrirtækjanna. „Hér stangast þó ýmsir hags- munir á,“ segir Iivari, „og framtíð stjómarinnar er komin undir því hvemig til tekst í þessum málum.“ Og þá er það hugmyndafræðin. Eins og svo margir jafnaðar- Harri Holkeri forsætisráðherra og leiðtogi Hægriflokksins. mannaflokkar á þessum umbrota- tímum hefur sá finnski endurskoðað og breytt stefnuskránni og ekki er hægt að segja annað ep að hún sé orðin dálítið útþynnt. Áttundi ára- tugurinn var erfíður tími fyrir evrópska jafnaðarmenn enda stóðu þeir þá frammi fyrir því, að ýmsar meginforsendur stefnunnar voru brostnar eða ekki lengur fyrir hendi. Mönnum var farið að skiljast, að velferðin var komin undir stöðugum hagvexti og svo bættist við glíman við græningjana. Þegar hagvöxtur- inn minnkaði eða stöðvaðist alveg hélt ríkisgeirinn samt áfram að vaxa vegna sjálfvirkninnar og fyrri ákvarðana. Það er alltaf auðveldara að samþykkja félagslegar umbætur en hækka skattana og þess vegna jókst fjárlagahallinn og vextirnir hækkuðu. Þótt hagvöxturinn væri enginn héldu verkalýðsfélögin áfram að krefjast kauphækkana með þeim afleiðingum, að verð- bólgan rauk upp. Að velferðarríkinu var sótt jafnt frá hægri sem vinstri og ástandið í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu eyðilagði trúna á sósíalískt efnahagskerfí. Draumur- inn var búinn. Hin nýja millistétt Þótt hugsjónin hafí beðið hnekki er eftir sem áður um ólíka hags- muni að ræða í þjóðfélaginu en skilin eru ekki jafn skörp og áður. Miðjuna skipar sívaxandi hópur, sem Hægriflokkurinn og Jafnaðar- mannaflokkurinn beijast um. I síðustu kosningum var næstum fjórðungur kjósenda Hægriflokks- ins úr verkalýðsstétt, rúmlega 37% voru lægra settir skrifstofumenn eða fólk í stjómunarstörfum en aðeins 15% vom háttsettir skrif- stofumenn eða fyrirtækjaeigendur. Hægriflokkurinn er flokkur allra stétta. í Finnlandi eins og víðar em verkamenn deyjandi sem stétt og því verða flokkarnir að reyna að höfða sem mest til fólks í þjónustu- og skrifstofustörfum. Þessi nýja millistétt er nú eftlrlætisviðfangs- efni fínnskra félagsfræðinga og Matti Oksanen, kosningaskýrandi fínnska ríkisútvarpsins, segir, að hún halli sér að Hægriflokknum. í úttekt sinni á finnsku þjóðinni skilja félagsfræðingarnir á milli fjögurra kynslóða: Stríðs- og kreppukynslóðin, fædd 1920-40; kynslóð umbrotatímanna, fædd 1940-55; úthverfakynslóðin, fædd 1955-65, og loks rokkkynslóðin, fædd 1965-. Nýja millistéttin kemur úr úthverfa- og að nokkm leyti úr rokkkynslóðinni. Hér áður fyrr sóttist millistéttin eftir öryggi og röð og reglu en nýja millistéttin lítur á öryggið sem sjálfgefíð og leitar að einhveiju spennandi og ævintýralegu. Verka- lýðsstéttin gamla vildi líka öryggið og sætti sig oft við sitt hlutskipti en nýja verkalýðsstéttin hefur dálít- ið aðrar hugmyndir, hún vill að vísu öryggið en líka ævintýrin eins og millistéttin. Ævintýragjömust er að sjálfsögðu rokkkynslóðin. Unga fólkið kýs Hægri- flokkinn Hvað sem þessu líður er það einu sinni svo, að á Hægriflokkinn er litið sem flokk unga fólksins og ef jafnaðarmenn ætla ekki að játa sig sigraða verða þeir að snúast til vamar á þessum vettvangi. Hvemig eiga þeir að fara að því? Þegar ég spyr Ulpu Iivari hvers vegna jafnað- armenn hafí tapað segist hún ekki vita það. Ef til vill er rauð-bláa samsteypu- stjómin í Finnlandi til marks um, að menn hafí áttað sig á og viður- kennt þær þjóðfélagsbreytingar, sem orðið hafa þar og annars stað- ar. Gamla hugmyndafræðin gengur ekki lengur. Hið gamla Finnland er þó ekki enn dautt úr öllum æðum. Enn eru til „öreigar“, sem hatast við „borg- arastéttina" og gamla borgarastétt- in er enn við lýði. Hún á sér þó ekki lengur neina málsvara, hún sést hvorki né heyrist. Börnin til- heyra nú millistéttinni nýju. Kannski er þörf á einhveijum hjá- róma röddum meðan tími er tii, Finnar geta ekki fremur en aðrir verið ónæmir fyrir mótmælaflokk- um. Höfundur er fyrrverandi for- stjóri sænsku utanrikismála- stofnunarinnar en er nú dálkahöfundur í blöðum á Norð- urlöndum. Árekstrar í umferðinni: Óperusöngvararnir Guðmundur Jónsson og Stefán íslandi í Gamla bíói. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, í baksýn. STEFÁN ÍSLANDI ÁTTRÆÐUR Tónlist Jón Ásgeirsson Sjónvarpið og íslenskt söngfólk hyllti söngsnillinginn Stefán ís- landi á áttræðisafmæli hans með hátíðlegum sjónvarpstónleikum í Gamla bíói, sem nú er hús ís- lensku óperunnar. Hátíð þessi fór hið besta fram en auk helstu ein- söngvara hérlendra sungu Karla- kór Reykjavíkur og kór íslensku óperunnar. Margir þeir sem spurt hafa Stefán íslandi hvað hafí valdið því að hann, fátækur sveitadreng- ur, var ungur sendur út í heim að nema sönglist, virðast hafa gleymt því að honum var gefinn sá hæfíleiki að syngja svo að eft- ir var tekið og að í sögu íslendinga var það ævintýri stærst að halda utan, flytja konungum og öðru stórmenni list sína og þiggja að launum frægð og frama. Þeir sem byggðu þetta land voru bæði stórlátir og höfðingja- djarfír og stóðu af sér mikla fátækt og eymd í ljóma glæstrar sögu og trúar á óunnin ævintýri, er umheiminum þætti einhvers virði að vera vitni að. Ævintýrið að fara út í heim á sér sögulega hefð og varð því sterkara, sem örðugra var um vik, en það hafa jafnaldrar Stefáns úr Skagafírði sagt mér að hann hafí frá ungum aldri verið orðin nánast „þjóð- saguapersóna" og söngur hans þeim galdri gæddur að menn fóru langar leiðir ferða á mannamót, ef það fréttist að hann ætti að syngja. Saga Stefáns íslandi er ævin- týrið um dreng sem gefnar voru miklar vöggugjafír, drengs sem ávaxtaði pund sitt, söng fyrir þjóðir en var fyrst og fremst elsk- aður af þjóð sinni fyrir dásamleg- an söng sinn. Mér fer sem öðrum að engar afmælisgjafír á ég að gefa Stefáni íslandi aðrar en þakkir fyrir ógleymanlega fagran söng og til að geyma ævintýrið komandi kynslóðum, að leggja þar við stein í vörður þær, er hann hlóð sér svo hann mætti rata vel heim en vísa nú ungum söngsnill- ingum á leið til ævintýranna. Eitt vantar á í sögu Stefáns íslandi og það er heildarútgáfa á öllum tiltækum hljóðritunum sem til eru með honum og þar er verk að vinna fyrir tónlistarsagnfræð- inga og hljómplötufyrirtækin í landinu, því trúlega er ýmislegt til, bæði hér á landi og erlendis, sem ekki hefur verið gefíð út eða er ekki lengur tiltækt þeim er unna góðum söng. Með því verki mætti hlaða þá vörðu er vel stæði og svo hátt, að allir skildu að byggð væri af ást og virðingu fyrir listasöngvaranum Stefáni íslandi. Eftir áramót skrifa ökumenn skýrslurnar Tryggingafélögin vinna að gerð eyðublaðs Tryggingafélög hér á landi vinna nú að gerð eyðublaðs, sem dreift verður til allra bif reiðaeig- enda á landinu á næsta ári. Eyðublað þetta eiga ökumenn að fylla út ef þeir lenda í óhöppum i umferðinni, þar sem aðeins er um eignatjón að ræða. Víða er- lendis hefur þessi háttur verið hafður á í mörg ár, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. í frumvarpi að nýjum umferðar- lögum, sem taka eiga gildi í bytjun næsta árs, er gert ráð fyrir að þeg- ar eingöngu verður eignatjón í óhöppum í umferðinni þurfi ekki að kalla til lögreglu, heldur geti ökumenn sjálfír gengið frá skýrsl- um. Hins vegar verður að koma til kasta lögreglu í öðrum tilvikum, til dæmis ef slys verða, eða ef tjón- valdur ekur á brott án þess að gefa sig fram. Sigmar Ármannsson, formaður Sambands íslenskra tryggingafé- laga, sagði að nú væri verið að vinna að gerð eyðublaðs fyrir öku- menn. „Þetta eyðublað er gert samkværpt alþjóðlegum reglum og er framhlið þess nákvæmlega eins alls staðar," sagði Sigmar. „Þar koma fram upplýsingar um stað, tíma, ökumenn og ökutæki og fleira, en á bakhlið eru fyllri upplýs- ingar til tryggingafyrirtækjanna. Þessi eyðublöð eru ekki flókin, en notkun þeirra verður kynnt ræki- lega fyrir ökumönnum og verður líklega liður í ökukennslu. Fljótlega á næsta ári verður slíkt eyðublað sent til allra bifreiðaeigenda. Þessi háttur hefur verið hafður á víða erlendis og margir Íslendingar þekkja þessa tilhögun." Nú hafa drög að eyðublaði þessu verið’samþykkt af sambandi Evr- ópskra tryggingafélaga og á næstunni verður prentun eyðublað- anna boðin út. Sigmar sagði að prenta þyrfti nokkur hundruð þús- und eyðublöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.