Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 I Morgunblaðið/svpáll Sr. Pálmi Matthíasson og organistarnir Áskell Jónsson og Jóhann Baldvinsson að lokinni athöfn í Glerárkirkju á sunnudaginn var. Glerársókn: Nýr organleikari tekinn við Áskell Jónsson lætur af störfum eftir 42 ára starf VEÐ GUÐSÞJÓNUSTU í Gler- árkirkju siðastliðinn sunnudag lét Askell Jónsson formlega af störfum sem organisti og stjórnandi kirkjukórsins eftir að hafa gegnt því starfi sleitu- laust í 42 ár. í stað hans hefur verið ráðinn ungur söngstjóri, Jóhann Baldvinsson, en hann er nýkominn frá námi í Þýska- landi. Við athöfnina söng kirkjukór- inn undir stjóm Áskels og sonar hans, Jóns Hlöðvers Áskelssonar, sem starfað hefur með föður sínum síðustu tvö árin. Strengja- sveit úr Tónlistarskólanum lék með og einsöngvarar voru Helga Alfreðsdóttir og Eiríkur Stefáns- son. Kórinn söng meðal annars upphafið að G-dúr-messu Schu- berts og tokakórinn úr Jóhannes- arpassíu Bachs, en Sverrir Pálsson skólastjóri hafði gert textana. Jóhann Baldvinsson lék verk eftir Oskar Borg og í lok messunnar fluttu hann og Eiríkur Stefánsson hinum aldna söng- stjóra gleðióð. Sóknarpresturinn, séra Pálmi Matthíasson, lagði í prédikun út af orðunum „Syngið Drottni nýjan söng“ og tengdi þau giftudijúgu starfi Áskels fyrir sókn og kirkju, kvað sjaldgæft að notið fengist krafta eins manns í eins langan tíma og raun sýndi, en jafnframt væri undarlegt að kveðja fyrir aldurs sakir mann sem Áskel, ungan í anda og kvikan á fæti. Hann færði þeim feðgum, Áskeli og Jóni, þakkir fyrir gott starf og bauð nýjan organleikara vel- kominn til starfa. Formaður sóknamefndar, Mar- inó Jónsson, ávarpaði Áskel og færði honum og konu hans þakk- ir og gjafír fyrir langt samstarf. Friðrik Kristjánsson, einn elsti kórfélaganna, flutti Áskeli kveðju og gjafír kórsins og sjálfur kvaddi Áskell með stuttri ræðu og fékk nýjum organista lyklavöld sín. Að þessari messu. og athöfn lokinni var myndarlegt kaffísam- sæti í tilefni organistaskiptanna og þar söng kirkjukórinn fjölmörg lög, allt frá íslenskum þjóðlögum til negrasálma. Fjölmenni var við messu og í samsætinu. Hinn nýi söngstjóri, Jóhann Baldvinsson, er Akureyringur. Hann nam fyrst við Tónlistarskól- ann á Akureyri, þar sem Jakob Tryggvason og Gígja Kjartans- dóttir kenndu honum organleik. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri hélt hann til náms við Kennaraháskóla íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík, og lauk þar almennu kennaraprófí og tónmenntakenn- araprófí. Síðan var Jóhann organisti við Fríkirkjuna í Hafnar- fírði í rúm tvö ár og hélt því næst til Þýskalands, þar sem hann hefur stundað nám í kór- og hljómsveitarstjóm við Tónlistar- háskólann í Aachen síðustu þrjú árin. Fóstrur vilja 33% launahækkun Þriðjungnr fóstra hefur flúið úr stéttinni á tveimur árum MIKIL óánægja ríkir nú í röðum fóstra á Akureyri og ljóst er að ófremdarástand mun skapast í dagvistarmálum þar í bæ verði ekkert að gert til að bæta kjör þeirra. Fóstrum hefur fækkað um þriðjung á aðeins tveimur árum, úr 21 í 14, og liggja nú þegar fyrir uppsagnir tveggja forstöðumanna dagheimila í við- bót, auk að minnsta kosti einnar fóstru. Hærri laun sem ófaglærðir kennarar Fóstrur hafa sent bréf til kjara- nefndar STAK og Akureyrarbæjar. Einnig sendu þær afrit til félags- málaráðs og bæjarráðs þar sem þær gerðu grein fyrir stöðu fóstra og stöðu dagvistarmála almennt. I framhaldi af því áttu þær fund með félagsmálaráði sl. mánudag þar sem _ þær lýstu yfír vaxandi áhyggjum sínum vegna fólksflótta úr stéttinni vegna slæmra kjara. Helga Magnús- dóttir forstöðumaður dagheimilisins Flúða sagði í samtali við Morgun- blaðið að fóstrur Ieituðu í vaxandi mæli í skólana sem ófaglærðir kenn- arar og byggju þar við betri Ig'ör en á dagvistarheimilunum. Okkur finnst að vonum súrt í broti að þær skuli vera hærra launaðar í skólun- um sem réttindalausir kennarar heldur en við sem erum inn á dag- heimilunum sem fóstrur og forstöðu- menn.“ Helga sagði að fóstur hefðu feng- ið góðar undirtektir á fundi með félagsmálaráði. „Við vonumst til að eitthvað verði gert áður en vand- ræðaástand skapast eins og víða hefur gerst á Reykjavíkursvæðinu. Þar er búið að loka nokkrum deildum vegna manneklu bæði fóstra og ófaglærðs fólks. Við sjáum fram á að þetta vandamál mun skapast hér, verði ekkert að gert.“ 33% launahækkun Fóstrur á Akureyri fara fram á að grunnlaun verði hækkuð um þriðjung, um 33%. Hugrún Sig- mundsdóttir formaður Akureyrar- deildar Fóstrufélags íslands sagði að með flótta úr stéttinni kæmi auk- ið álag niður á þeim fóstrum sein eftir eru. Á tveimur dagheimilum er ástandið til dæmis þannig að þar eru aðeins forstöðumenn faglærðir, en annað starfsfólk er allt ófaglært. Á öðrum heimilum er málum þannig háttað að fóstrur vinna oft hálfan daginn og þá er engin faglærður á deildunum hinn helminginn úr degin- um. Það gefur því auga leið að álagið er mikið á forstöðumönnum og þurfa þær jafnframt að skipu- leggja deildarstarfíð, sem annars ætti að vera í höndum almennra fóstra. Af þessu hljóta foreldrar bamanna jafnframt að hafa áhyggj- ur,“ sagði Hugrún Sigmundsdóttir formaður Akureyrardeildar Fóstru- félags íslands. Helga sagði að byijunarlaun fóstra væru 43.462 krónur og gætu forstöðumenn komist hæst í 59.515 krónur eftir 18 ár í starfi og er þá rúm 13% launahækkun 1. október tekin með í dæmið. Ef kröfur fóstra ná fram að ganga um 33% launa- hækkun, færu byijunarlaunin upp í 57.804 krónur og hæstu laun for- stöðumanna í 79.155 krónur. Þær Helga og Hugrún sögðu að dagvist- arstofnunum héldist ekki einu sinni á ófaglærðu fólki, þar sem hinn al- menni vinnumarkaður borgaði betur, en fyrir þau krefjandi störf sem fram færu innan dagheimilanna. Þær sögðu að stór hópur starfsfólks á leikskólum væru mæður, sem hefðu lokið sínu uppeldishlutverki heima fyrir. Þessum konum hefði hinsvegar farið sífækkandi undanfarið og væri ekki úr eins stórum hópi að moða og áður. Fóstur bíða nú eftir fundi með kjaranefnd sem er úrslitavald um laun þeirra að fengnu samþykki bæjarstjómar. Verkalýðsfélagið Eining: 15 útlendingar fá starfsleyfi á Greni- vík og í Grímsey STJÓRN verkalýsðsfélagsins Einingar á Akureyri hefur sam- þykkt að veita Kaldbaki hf. á Grenivík leyfi til að ráða allt að tíu erlenda starfsmenn til fisk- vinnslustarfa. Jafnframt hefur stjórnin heimilað fiskverkun KEA í Grimsey að ráða fimm Englendinga til starfa. Leyfin eru veitt til loka maí á næsta ári. Sævar Frímannsson formaður Einingar sagði í samtali við Morg- unblaðið að leyfín hefðu verið veitt áður en til áskorunar framkvæmda- stjómar Verkamannasambands Islands kom, þar sem skorað er á aðildarfélögin að hafna umsóknum um atvinnulejrfi fyrir útlendinga. Áskoruninni er beint sérstaklega til félaga, þar sem fískvinnsla er aðal- atvinnugrein byggðarlagsins. Sævar sagði að leyfín hefðu ver- ið veitt vegna þess hve útlit hefði verið slæmt með rekstur frystihúss- ins með þeim mannafla sem fyrir var. Skólar væm nú teknir til starfa og skólafólk því farið úr fískvinnslu- störfum. Fiskvinnslustöðvamar ættu ávallt erfitt uppdráttar á haustin hvað snerti mannafla. „Við höfum á undanfömum ámm gefíð einstaka fyrirtæki leyfí til að fá erlenda menn í vinnu, en þó í mjög litlum mæli. Við bendum fyrirtækj- um hinsvegar á að ekkert atvinnu- leyfí þurfí til að ráða starfsfólk frá hinum Norðurlöndunum vegna samþykktar sem í gildi er á milli N orðurlandanna. “ „Atvinnurekendur ætla sér fyrst og fremst að fara að græða á inn- flutningi erlends vinnuafls og fínnst mér sjálfsagt og eðlilegt að spoma við þeirri þróun þar sem þeir vilja ekki ganga til viðræðna við verka- lýðshreyfínguna um leiðréttingu á launum fískvinnslufólks miðað við það sem aðrir hafa fengið," sagði Sævar. Stjóm Einingar hefur ekki borist fleiri atvinnubeiðnir vegna erlends vinnuafls, en ef þær myndu berast sagðist Sævar fastlega búast við að þeim yrði synjað vegna ný- legrar áskomnar Verkamannasam- bandsins. Bæjarstjórn: Mælir með ráðningu kvensjúkdómafræðings BÆJARSTJÓRN hefur sam- þykkt að beina þeim tilmælum til fulltrúa Akureyrarbæjar í stjóm Fjórðungssjúkrahúss Ak- ureyrar og Heilsugæslustöðvar Akureyrar að beita sér fyrir því að ráðinn verði kvenmaður í 60% starf kvensjúkdómafræðings á Akureyri sem laust er til um- sóknar. Jafnframt myndu full- trúarnir beita sér fyrir því að sú, sem ráðin yrði fengi aðstöðu á Fjórðungssjúkrahúsinu til að gera aðgerðir á sjúklingum sínum. Samþykktin kemur í kjölfar fjöl- menns fundar, sem haldinn var þann 30. september sl. á vegum jafnréttisnefndar Akureyrar. Á fundinum var skorað á heilbrigðis- yfírvöld að ráða konu í auglýst starf sérfræðings í kvensjúkdómum við heilsugæslustöðina og tryggja henni aðstöðu við sjúkrahúsið. Á fundi jafnréttisnefndar var jafn- framt þeim tilmælum beint til bæjarstjómar að hún stuðli að framgangi málsins. Morgunblaðið/GSV Hluti „rúntsins" á Akureyri í vetrarskrúðanum í gær. „Rúntinum“ verði lokað á næturnar BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að loka „rúnt- inum“ svokallaða í tilrauna- skyni milli kl. 22.00 á kvöldin til kl. 6.00 á morgnana í kjölfar mótmæla sem íbúar í nágrenn- inu sendu skipulagsnefnd fyrir skömmu. Ibúar, sem búa við Hafnar- stræti, Skipagötu, Brekkugötu og ofanverða Strandgötu fóru fram á lokunina vegna ónæðis á þessum tíma. Ekki er vitað hvenær rúntin- um verður fyrst lokað, en að öllum líkindum verður sett merki við Landsbankann sem bannar umferð í kringum Ráðhústorgið og út Skipagötu þegar að því kemur. Sigurður J. Sigurðsson bæjar- fulltrúi sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri vitað hvað breytingamar hefðu í för með sér, en líklega myndi um- ferðin verða eftir Geislagötunni eða í nágrenni Sjallans. Nýlega var stofnað til hugmyndasam- keppni um hönnun Ráðhústorgs og reiknað er með að götumynd Skipagötunnar breytist þá um leið. Leggja þarf Skipagötuna á ný og fínna þarf gönguleiðir á milli versl- ana og bílastæða, að sögn Sigurð- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.