Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
41
Menningarsj óður útvarpsstöðva:
Tilgangnrinn
að styrkja ís-
lenska tungu
- segir formaður sjóðsins
Á FUNDI útvarpsréttarnefnd-
ar með forsvarsmönnum
frjálsu ljósvakastöðvanna um
helgina kom fram nokkur
gagnrýni á starfsemi menning-
arsjóðs útvarpsstöðva. Sjóðnum
er ætlað að styrkja innlenda
dagskrárgerð, en helst hefur
verið fundið að því hvernig
tekna sjóðsins er aflað og að
stór hluti þeirra rennur til Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, en
ekki til dagskrárgerðar.
Tekjur menningarsjóðsins eru
greiðslur frá ljósvakamiðlunum
sem nema 10 prósent af auglýs-
ingatekjum þeirra, en auk þess
að styrkja innlenda dagskrárgerð
ber sjóðnum samkvæmt reglugerð
að standa undir fjórðungi af
rekstrarkostnaði Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, þeim hluta er áður
var greiddur af Ríkisútvarpinu.
Að sögn Indriða G. Þorsteins-
sonar, formanns menningarmála-
sjóðs útvarpsstöðva, er megin-
hlutverk sjóðsins að sjá til þess
að hlutur innlendrar dagskrár-
gerðar sé ekki fyrir borð borinn.
„Greiðslur úr sjóðnum eiga að
gera þessum fjölmiðlum kleift að
efla hlut íslenskra þátta og talaðs
orðs í hlutfalli við erlent efni og
poppþætti. íslensk tunga á í vök
að veijast, og mér fínnst sjálfsagt
að menn reyni að gera veg henn-
ar sem mestan. Að því að ég best
veit koma þau tíu prósent sem
ljósvakamiðlunum ber að greiða
ofan á auglýsingagjöld, þannig í
raun eru þeir aðeins innheimtuað-
ilar líkt og gerist með söluskatt."
Indriði sagði ennfremur að
hann teldi ekki hættu á því að
tekjur sjóðsins yrðu ekki nægar
til þess að afgangur yrði eftir að
Sjóðurinn er
tímaskekkja
— segir útvarpssljóri Bylgjunnar
Indriði G. Þorsteinsson
Sinfóníuhljómsveitin hefði fengið
sinn hlut, en greiðslur til hennar
ganga fyrir öðrum greiðslum úr
sjóðnum. Hinsvegar fannst hon-
um sú gagnrýni skiljanleg, sem
komið hefur fram, um hvort rétt-
mætt væri að útvarps- og sjón-
varpsstöðvar greiddu kostnað
hljómsveitarinnar fremur en aðrir
sem hafa ekkert með rekstur
hennar að gera. „Það er ekki mál
sjóðsins hvort þessar greiðslur
eiga rétt á sér eða ekki, við störf-
um eingöngu eftir reglugerð um
sjóðinn. Ef menn vilja breytingar
þá þarf að breyta reglugerðinni,
en nú er verið að endurskoða út-
varpslögin þannig að það er ekki
útséð með hvort það verður gert,“
sagði Indriði G. Þorsteinsson að
lokum.
EINAR Sigurðsson, útvarps-
stjóri Bylgjunnar, segir að
almenn óánægja sé á meðal
forsvarsmanna frjálsu stöðv-
anna með starfsemi Menning-
arsjóðs útvarpsstöðva. Ekki sé
ástæða til þess að ljósvakamiðl-
ar sæti skattlagningu til sjóðs-
ins fremur en aðrir fjölmiðlar.
„Það er augljóst mál að þessar
greiðslur koma þyngra niður á
Bylgjunni en þeim stöðvum sem
hafa hluta tekna sinna af áskrift-
argjöldum, eins og Ríkisútvarpið
og Stöð 2. Samkvæmt reglugerð
ber okkur að greiða tíu prósent
af auglýsingatekjum í sjóðinn, en
þar sem við höfum ekki aðrar
tekjur en af auglýsingum er þessi
skattur í raun tíu prósent af heild-
artekjum stöðvarinnar," sagði
Einar í samtali við Morgunblaðið.
Að sögn hans er einnig óánægja
með það að sjóðnum er ætlað að
standa undir þeim hluta af rekstr-
arkostnaði Sinfóníuhljómsveitar
Islands sem áður var greiddur af
Ríkisútvarpinu. Ekki væru nein
Engin þörf á utanaðkomandi stjórnun
— segirfram-
kvæmdastjóri
markaðssviðs
Stöðvar 2
FORSVARSMENN Stöðvar 2
hafa látið í Ijós óánægju með
að vera skyldaðir til að greiða
til menningarsjóðs útvarps-
stöðva. Að sögn Sighvats
Blöndahl, framkvæmdastjóra
markaðssviðs Stöðvar 2, finnst
þeim óþarft að hafa sérstakan
sjóð til að úthluta fé til inn-
lendrar dagskrárgerðar.
í samtali við Morgunblaðið
sagðist Sighvatur telja það ófært
að stöðvunum sjálfum sé ekki
treyst til að sinna menningarmál-
um og innlendri dagskrárgerð, án
utanaðkomandi afskipta. Það
hefði sýnt sig að bæði Stöð 2 og
Ríkisútvarpið hefðu sinnt íslenskri
menningu hingað til, og hlutur
innlendrar dagskrárgerðar á Stöð
2 væri stöðugt að aukast.
„Stöð 2 er ekki orðin eins árs,
en þó erum við með jafnmargar
klukkustundir af innlendu efni og
Ríkissjónvarpið í þessari viku, og
stefnum að því að auka hlut þess
í dagskránni. Við teljum því
ástæðulaust að sæta utanaðkom-
andi stjómun á okkar málefnum,“
sagði Sighvatur.
Aðspurður um þann hluta af
tekjum sjóðsins sem rennur til
Sinfóníuhljómsveitar íslands
sagðist hann telja að fremur ætti
að setja hljómsveitina á fjárlög.
„Ef við eigum hins vegar að greiða
Sinfóníuhljómsveitinni viljum við
nýta það til að gera upptökur og
þætti með sveitinni," sagði Sig-
hvatur Blöndahl að lokum.
Sighvatur Blöndahl
Einar Sigurðsson
haldbær rök fyrir því hvers vegna
ljósvakamiðlamir væm skattlagð-
ir í þágu Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar fremur en önnur fyrirtæki.
„Þetta þýðir ekki að við séum
á móti Sinfóníuhljómsveitinni, eða
að við viljum ekki styrkja hana.
Það viljum við aftur eiga kost á
að gera með ftjálsum framlögum,
ekki með skattlagningu. Ef við
þurfum á annað borð að sæta
skattlagningu í menningarsjóð þá
ætti það fé að renna óskipt til
innlendrar dagskrárgerðar. Eins
og menningarsjóður útvarps-
stöðva er í dag er hann ekki annað
en tímaskekkja," sagði Einar Sig-
urðsson að lokum.
raðauglýsingar
raðauglýsingar — raðauglýsingar
'ipimdai 'ur Fundur verður hald-
inn með skólanefnd
Heimdallar
F U S
fimmtudaginn 8. október kl. 20.00 í kjallara Valhallar.
Dagskrá: Dreifing nýs skóla, dreifibréfa o.fl.
Efling tengiliða.
Námskeið í vetur.
Nýjar hugmyndir um starfið o.fl.
Ath. að nauðsynlegt er að allir tengiliðir i skólunum mæti.
Allir velkomnir.
Skólanefndin.
Akranes
Aðalfundur sjálfstæðiskvennafélagsins Báru verður haldinn mánu-
daginn 12. október nk. i sjálfstæöishúsinu við Heiðargerði kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
3. Kaffiveitingar.
Konur eru hvattar til að mæta vel og stundvíslega og eru nýir félag-
ar velkomnir i hópinn. „ .. .
Stjornm.
Kópavogur
Fundur verður hald-
inn í Sjálfstæöis-
húsinu, Hamraborg
1, fimmtudaginn 8.
okt. kl. 20.30.
Frummælendur á
fundinum verða þau
Jón Magnússon,
lögfræðingur og
Þórunn Gestsdóttir,
form. Landssam-
bands sjálfstæðis-
kvenna.
Kaffiveitingar og almennar umræður á eftir.
Sjálfstæðisfólk fjölmenniðl
Sjálfstœðisfélag Kópavogs.
Hafnfirðingar!
Aðalfundur Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði,
veröur haldinn i sjálfstæðishúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 15.
október kl. 20.30.
Stjómin.
Félag sjálfstæðismanna
í Langholti
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldlnn í Val-
höll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 15.
október kl. 20.30.
Venjuleg aöalfundarstörf og umræður um
húsnæðismál félagsins.
Gesturfundarins verður Þorsteinn Pálsson,
forsætisráðherra og mun hann fjalla um
stjórnmálaviðhorfið og stöðu Sjálfstaeðis-
flokksins.
Kaffiveitingar og almennar umræður.
Stjórnm.
Góðan daginn!