Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 41 Menningarsj óður útvarpsstöðva: Tilgangnrinn að styrkja ís- lenska tungu - segir formaður sjóðsins Á FUNDI útvarpsréttarnefnd- ar með forsvarsmönnum frjálsu ljósvakastöðvanna um helgina kom fram nokkur gagnrýni á starfsemi menning- arsjóðs útvarpsstöðva. Sjóðnum er ætlað að styrkja innlenda dagskrárgerð, en helst hefur verið fundið að því hvernig tekna sjóðsins er aflað og að stór hluti þeirra rennur til Sin- fóníuhljómsveitar íslands, en ekki til dagskrárgerðar. Tekjur menningarsjóðsins eru greiðslur frá ljósvakamiðlunum sem nema 10 prósent af auglýs- ingatekjum þeirra, en auk þess að styrkja innlenda dagskrárgerð ber sjóðnum samkvæmt reglugerð að standa undir fjórðungi af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, þeim hluta er áður var greiddur af Ríkisútvarpinu. Að sögn Indriða G. Þorsteins- sonar, formanns menningarmála- sjóðs útvarpsstöðva, er megin- hlutverk sjóðsins að sjá til þess að hlutur innlendrar dagskrár- gerðar sé ekki fyrir borð borinn. „Greiðslur úr sjóðnum eiga að gera þessum fjölmiðlum kleift að efla hlut íslenskra þátta og talaðs orðs í hlutfalli við erlent efni og poppþætti. íslensk tunga á í vök að veijast, og mér fínnst sjálfsagt að menn reyni að gera veg henn- ar sem mestan. Að því að ég best veit koma þau tíu prósent sem ljósvakamiðlunum ber að greiða ofan á auglýsingagjöld, þannig í raun eru þeir aðeins innheimtuað- ilar líkt og gerist með söluskatt." Indriði sagði ennfremur að hann teldi ekki hættu á því að tekjur sjóðsins yrðu ekki nægar til þess að afgangur yrði eftir að Sjóðurinn er tímaskekkja — segir útvarpssljóri Bylgjunnar Indriði G. Þorsteinsson Sinfóníuhljómsveitin hefði fengið sinn hlut, en greiðslur til hennar ganga fyrir öðrum greiðslum úr sjóðnum. Hinsvegar fannst hon- um sú gagnrýni skiljanleg, sem komið hefur fram, um hvort rétt- mætt væri að útvarps- og sjón- varpsstöðvar greiddu kostnað hljómsveitarinnar fremur en aðrir sem hafa ekkert með rekstur hennar að gera. „Það er ekki mál sjóðsins hvort þessar greiðslur eiga rétt á sér eða ekki, við störf- um eingöngu eftir reglugerð um sjóðinn. Ef menn vilja breytingar þá þarf að breyta reglugerðinni, en nú er verið að endurskoða út- varpslögin þannig að það er ekki útséð með hvort það verður gert,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson að lokum. EINAR Sigurðsson, útvarps- stjóri Bylgjunnar, segir að almenn óánægja sé á meðal forsvarsmanna frjálsu stöðv- anna með starfsemi Menning- arsjóðs útvarpsstöðva. Ekki sé ástæða til þess að ljósvakamiðl- ar sæti skattlagningu til sjóðs- ins fremur en aðrir fjölmiðlar. „Það er augljóst mál að þessar greiðslur koma þyngra niður á Bylgjunni en þeim stöðvum sem hafa hluta tekna sinna af áskrift- argjöldum, eins og Ríkisútvarpið og Stöð 2. Samkvæmt reglugerð ber okkur að greiða tíu prósent af auglýsingatekjum í sjóðinn, en þar sem við höfum ekki aðrar tekjur en af auglýsingum er þessi skattur í raun tíu prósent af heild- artekjum stöðvarinnar," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Að sögn hans er einnig óánægja með það að sjóðnum er ætlað að standa undir þeim hluta af rekstr- arkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Islands sem áður var greiddur af Ríkisútvarpinu. Ekki væru nein Engin þörf á utanaðkomandi stjórnun — segirfram- kvæmdastjóri markaðssviðs Stöðvar 2 FORSVARSMENN Stöðvar 2 hafa látið í Ijós óánægju með að vera skyldaðir til að greiða til menningarsjóðs útvarps- stöðva. Að sögn Sighvats Blöndahl, framkvæmdastjóra markaðssviðs Stöðvar 2, finnst þeim óþarft að hafa sérstakan sjóð til að úthluta fé til inn- lendrar dagskrárgerðar. í samtali við Morgunblaðið sagðist Sighvatur telja það ófært að stöðvunum sjálfum sé ekki treyst til að sinna menningarmál- um og innlendri dagskrárgerð, án utanaðkomandi afskipta. Það hefði sýnt sig að bæði Stöð 2 og Ríkisútvarpið hefðu sinnt íslenskri menningu hingað til, og hlutur innlendrar dagskrárgerðar á Stöð 2 væri stöðugt að aukast. „Stöð 2 er ekki orðin eins árs, en þó erum við með jafnmargar klukkustundir af innlendu efni og Ríkissjónvarpið í þessari viku, og stefnum að því að auka hlut þess í dagskránni. Við teljum því ástæðulaust að sæta utanaðkom- andi stjómun á okkar málefnum,“ sagði Sighvatur. Aðspurður um þann hluta af tekjum sjóðsins sem rennur til Sinfóníuhljómsveitar íslands sagðist hann telja að fremur ætti að setja hljómsveitina á fjárlög. „Ef við eigum hins vegar að greiða Sinfóníuhljómsveitinni viljum við nýta það til að gera upptökur og þætti með sveitinni," sagði Sig- hvatur Blöndahl að lokum. Sighvatur Blöndahl Einar Sigurðsson haldbær rök fyrir því hvers vegna ljósvakamiðlamir væm skattlagð- ir í þágu Sinfóníuhljómsveitarinn- ar fremur en önnur fyrirtæki. „Þetta þýðir ekki að við séum á móti Sinfóníuhljómsveitinni, eða að við viljum ekki styrkja hana. Það viljum við aftur eiga kost á að gera með ftjálsum framlögum, ekki með skattlagningu. Ef við þurfum á annað borð að sæta skattlagningu í menningarsjóð þá ætti það fé að renna óskipt til innlendrar dagskrárgerðar. Eins og menningarsjóður útvarps- stöðva er í dag er hann ekki annað en tímaskekkja," sagði Einar Sig- urðsson að lokum. raðauglýsingar raðauglýsingar — raðauglýsingar 'ipimdai 'ur Fundur verður hald- inn með skólanefnd Heimdallar F U S fimmtudaginn 8. október kl. 20.00 í kjallara Valhallar. Dagskrá: Dreifing nýs skóla, dreifibréfa o.fl. Efling tengiliða. Námskeið í vetur. Nýjar hugmyndir um starfið o.fl. Ath. að nauðsynlegt er að allir tengiliðir i skólunum mæti. Allir velkomnir. Skólanefndin. Akranes Aðalfundur sjálfstæðiskvennafélagsins Báru verður haldinn mánu- daginn 12. október nk. i sjálfstæöishúsinu við Heiðargerði kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Kaffiveitingar. Konur eru hvattar til að mæta vel og stundvíslega og eru nýir félag- ar velkomnir i hópinn. „ .. . Stjornm. Kópavogur Fundur verður hald- inn í Sjálfstæöis- húsinu, Hamraborg 1, fimmtudaginn 8. okt. kl. 20.30. Frummælendur á fundinum verða þau Jón Magnússon, lögfræðingur og Þórunn Gestsdóttir, form. Landssam- bands sjálfstæðis- kvenna. Kaffiveitingar og almennar umræður á eftir. Sjálfstæðisfólk fjölmenniðl Sjálfstœðisfélag Kópavogs. Hafnfirðingar! Aðalfundur Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði, veröur haldinn i sjálfstæðishúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. Stjómin. Félag sjálfstæðismanna í Langholti Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldlnn í Val- höll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf og umræður um húsnæðismál félagsins. Gesturfundarins verður Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og mun hann fjalla um stjórnmálaviðhorfið og stöðu Sjálfstaeðis- flokksins. Kaffiveitingar og almennar umræður. Stjórnm. Góðan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.