Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 35 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson I sumar og haust hefur verið unnið að uppsteypu á I. og II. áfanga hússins en þar verða búningsherbergi og sturtur á 1. hæð en áhorfendastúkur og kennslustofur v/grunnskóla á annarri hæð. Fullkomið íþróttahús að rísa á Blönduósi Blönduósi. FULLKOMIÐ íþróttahús er að rísa af grunni á Blönduósi. í sum- ar og haust hefur verið unnið að uppsteypu á I. og II. áfanga hússins en þar verða búnings- herbergi og sturtur á 1. hæð en áhorfendastúkur og kennslustof- ur v/grunnskóla á annarri hæð. Kostnaður við þennan hluta íþróttahússins er um 7,1 miljjón. Verktaki er Stígandi h.f. Það var 4. júlí árið 1976 á hundr- að ára afmæli Blönduóshrepps sem ákvörðun var tekinn um að byggja fullkomið íþróttahús á Blönduósi. Það var síðan árið 1985 sem fram- kvæmdir hófust norðan við grunn- skólann og nú í sumar komst þetta mannvirki upp úr jörðu. Heildarflat- armál hússins er 2.130 fermetrar en gólfflötur íþróttavallar er 1.001 fermetri (22,45x44,60). Kostnaður við þetta mannvirki er kominn í 18 milljónir og er þá miðað við fram- reiknaðar tölur en áætlaður heildar- kostnaður við íþróttahúsið er um 90 milljónir króna. Gert er ráð fyrir útisundlaug við íþróttahúsið en í þá framkvæmd verður ekki ráðist fyrr en íþrótta- húsinu er lokið. Næsti áfangi við íþróttahúsið er bygging íþróttasalar og gera bygginguna fokhelda. Sá áfangi verður að líkindum sá dýr- asti því ekki er hægt að dreifa þessum áfanga á fleiri ár heldur verður hann að vinnast á einu ári, að öðrum kosti lægi byggingin und- ir skemmdum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verður í þennan áfanga á næsta ári en verði hafist handa er ljóst að framkvæmdafé Blönduósshrepps verður nánast ailt bundið við þetta verkefni. Arkitekt þessa íþróttahúss er Jón Guðmundsson og eftirlits- maður með byggingu þess er Guðbjartur Ólafsson tæknifræðing- ur Blönduósshrepps. — Jón Sig. Teikning af íþróttahúsinu eins og það kemur til með að líta út. Maður tekinn við að skemma síma LÖGREGLAN í Reykjavík góm- aði mann sem var í óða önn að eyðileggja símaklefann við Kirk- justræti. Maðurinn var mjög drukkinn, en hefur nú lýst sig fúsan til að bæta tjón Pósts og síma. Það var um kl. 2 aðfaranótt mið- vikudags að vaktmaður Pósts og síma tilkynnti lögreglu að tveir menn væru að skemma símaklef- ann. Lögreglan fór þegar á staðinn og handtók mennina tvo, sem eru 37 og 26 ára. Báðir voru þeir áber- andi drukknir og því fengu þeir að gista fangageymslur um nóttina. í gærmorgun voru þeir yfirheyrðir og þá viðurkenndi sá eldri að hafa slegið símtólinu við og mölvað það. Hann kvaðst aldrei hafa gert nokk- uð slíkt áður, bar við ölvun og bauðst til að bæta skaðann. Að sögn Guðmundar Hermanns- sonar, yfirlögregluþjóns, er nú beðið eftir mati Pósts og síma á skemmd- unum. Hann sagði að yfirmenn stofnunarinnar hefðu fengið sendar upplýsingar um málið og lögreglan hefði óskað eftir kröfu frá þeim, svo ljúka mætti málinu. •• / Oldrunarráð Islands: Ráðstefna um virka elli Öldrunarráð íslands heldur aðal- fund sinn á morgun, föstudaginn 9. október, og hefst hann klukk- an 10 í Borgartúni 6 í Reykjavík. Eftir að aðalfundi er lokið verð- ur haldin ráðstefna á vegum ráðsins sem ber yfirskriftina „Virk elli“ og byijar ráðstefnu- haldið kl. 13. Á ráðstefnunni verða flutt sex stutt erindi sem öll fjalla, hvert á sinn hátt um virka elli. Framsögu- menn verða: Halldór E. Sigurðsson, Gísli Halldórsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Þorsteinn Einarsson, Þór Halldórsson og Ásdís Skúla- dóttir. Að loknum framsöguerind- um verða almennar um ræður og fyrirspumum verður svarað. Stöðugt fleiri íslendingar ná nú háum aldri og hafa því mörg félaga- samtök og stofnanir farið að huga æ meir að öldrunarmálum. Öldruna- rráð íslands var stofnað til að sameina og samhæfa kraftanna. í því eiga sæti 37 félagasamtök og áhugahópar, m.a: Alþýðusamband Islands, Stéttarsamband bænda, Samband almennara lífeyrirssjóða, Samtök heilbrigðisstétta og elli- heimilið Gmnd. Öldrunarráðið hefur staðið fyrir margskonar starf- semi, aðallega námskeiðahaldi af ýmsu tagi. Evelyn „Champagne“ King skemmtir á íslandi BANDARÍSKA söngkonan Eve- lyn „Champagne" King skemmt- ir í veitingahúsinu Evrópu við Borgartún í dag, fimmtudag, klukkan 23.30 og á föstudag og laugardag. Evelyn „Champagne" King er ein af söngkonum „svörtu tónlistarinn- ar“ í Bandaríkjunum og hefur á síðustu tíu árum átt lög- í efstu sætum blues-, soul- og dance & disco vinsældalistanna sem tónlist- artímaritið Billboard gefur út. Hún hefur ferðast töluvert vegna söng- skemmtanna sinna og gefíð út 8 plötur, en sú nýjasta heitir „A Long Time Coming (A Change Is Gonna Come). Evelyn „Champagne“ King. Málþing um Norð- austur siglingaleiðina SAMTÖK sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu halda málþing um „Norðaustur siglingaleiðina" í dag, 8. október. Málþingið verður haldið í _ Hallargarðinum, Húsi verslunarinnar og sitja það um 30 manns. Á þinginu verður rætt hvaða hag ísland gæti haft af auknum siglingum á þessari leið og á hvaða stigi umræður um þessar sigling- ar eru. Verði niðurstaða þessa málþings jákvæð, er hugsanlegt að hugmyndin verði unnin ýtarlegar og síðar efnt til alþjóðlegrar ráð- stefnu. Sú siglingaleið sem hér um ræð- ir, eru skipaflutingar um Norður- íshaf, milli Austurlanda fjær annars vegar og Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna hins vegar. í kynn- ingu frá Samtökum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að fram- farir í siglingum og gerð ísbijóta hafi gert það að verkum að unnt sé að sigia slíkum skipum milli ís- lands og Japans 3 til 4 mánuði á ári. Þá sé hugsanlegt að frekari tækniframfarir geti lengt þennan tíma enn frekar. Umtalsverðir flutningar eigi sér stað nú þegar, undan ströndum Síberíu. Norðaust- urleiðin frá Evrópu til Japans er mun styttri en aðrar siglingaleiðir, um 7000 sjómílur milli London og Japans, en ef farið er um Súez- skurðinn sem er næststysta leiðin, er vegalengdin um 11.100 mílur. Á dagskrá fundarins eru 10 er- indi, m.a. erindi Gests Olafssonar framkvæmdastjóra, Þórs Jakobs- sonar veðurfræðings og Eyjólfs Konráðs Jónssonar formanns ut- anríkismálanefndar Alþingis. Þá mun samgönguráðherra ávarpa gesti málþingsins. Norðaustur siglingaleiðin milli Japans og Evrópu er sú stysta á sjó. Alliance Frangaise: Starfsemi kvikmynda- klúbbsins hafin Kvikmyndaklúbbur Alliance Framjaise hóf göngu sína þetta starfsár 1. október með sýningú myndarinnar Police Python með Yves Montand og Simone Signor- et í aðalhlutverkum. Sú mynd verður endursýnd 17. október en þangað til verða sýndar 10 kvik- myndir. Myndimar, sem allar eru með enskum textum, eru sýndar á þrem- ur sýningum á fimmtudögum í B-sal Regnbogans. Meðal þeirra mynda, sem sýndar verða á þessu ári má nefnít Le signe du lion, Ljónsmerk- ið, sem er fyrsta mynd Eric Rohmers í fullri lengd, og L’année demiére á Marienbad, Síðasta ár í Marienbad, sem gerð var 1961 eft- ir handriti Alain Robbe-Grillet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.