Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987
Míkkí refur
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Laugarásbíó
Fjör á framabraut — The Secret
of my Success ★ ★ */2
Leikstjóri og framleiðandi: Her-
bert Ross. Handrit: Jim Cass,
Jack Epps og A.J. Carrothers,
sem jafnframt samdi söguna.
Myndatökustjóri: Carlo Di
Palma. Tónlist: David Forster.
Klippari: Paul Hirsch. Aðalleik-
endur: Michael J. Fox, Helen
Slater, Richard Jordan, Margar-
et Whitton, John Pankow.
Bandarísk. Universal 1987. 111
min.
Hér er komin myndin sem varð
einn helsti smellurinn í kvikmynda-
húsum vestan hafs á sumrinu sem
er að ljúka. Það kemur kannski
ekki svo mjög á óvart því myndin
er rennilega gerð, státar af einum
lang-vinsælasta leikara þarlendis,
bæði í sjónvarpi og kvikmyndum
og valinkunnum mannskap í auka-
hlutverkum og stjómun. Og ekki
sakar að efnið er enn eitt stefið við
Ameríska drauminn, og löngum
hefur þótt lokkandi þar í álfu.
Fox leikur ungan Kansasbúa sem
hefur lokið viðskiptanámi og heldur
til New York til að sigra heiminn.
Hann á frændfólk í stórborginni og
þegar fokið er í flest skjól leitar
hann á náðir þess. Uppskeran er
hallærisvinna á póststofu stórfyrir-
tækis sem rekið er af eiginmanni
frænku hans, sem hinsvegar for-
færir kauða. En Fox ætlar sér ekki
ellidauða á póststofunni og á fölsk-
um pappírum vinnur hann sig upp
á efstu hæðina.
Stóri gallinn við efni þessarar
fisléttu sumarkómedíu er að það er
í rauninni ekkert vandamál fyrir
menn með slíka afburða hæfileika
og Fox reyndist bera, að komast á
toppinn. Vandamálið að komast
innúr dyrunum. Þá tekur myndin
sig heldur um of alvarlega á loka-
mínútunum þegar farsinn hefði
mátt vera allsráðandi. Hinu er held-
ur ekki að neita að Fjör á frama-
braut á sína góðu spretti, einkum
í upphafi, þegar ungi maðurinn
finnur hin ólíklegustu ljón í veginum
er hann leitar sér að atvinnu. Þá
eru mörg atriðin bráðfyndin og
myndin í heild stílhrein og fáguð —
og kemur engum á óvart þegar
Ross á í hlut — þó efnið sé með
ólíkindum.
Fox glansar 'gegnum myndina,
Fox sem Kansaspiltur í leit að
Slater er þokkaleg, Jordan sýnir á
sér þrælhressilega hlið og Whitton
er sannkallaður kventígur! En það
er myndatökusnillingurinn Carlo
Di Palma sem á eina eftirminnilega
þáttinn í Fjör á framabraut. Hann
hefur greinilega tekið ástfóstri við
fé og frama í New York.
þá kynngimögnuðu borg, New
York, og mér er til efs að nokkur
myndi hana af meiri tilfinningu og
stíl í dag. Di Palma hefur nú tekið
þrjár myndir í borginni undir stjóm
Woody Allens og hefur greinilega
gaman af tilbreytingunni.
Djákn-
inná
Myrká
BÍÓHÚSIÐ
LAZARO - WHERE THE RIV-
ER RUNS BLACK ★★★•/2
Leikstjóri: Christopher Cain.
Handrit: Peter Silverman og
Neal Jimenez, byggt á skáldsög-
unni Lazaro eftir David Kendall.
Tónlist: James Homer. Aðalleik-
endur: Charles Duming, Peter
Horton, Ajay Naidu, Conchata
Ferrel, Castulo Guerra, Dana
Delany, Divana Brandao, Alless-
andro Rabelo. Bandarísk. MGM
1987.
Lazaro er heldur óvenjuleg send-
ing frá Hollywood. Það er ár og
dagur frá því að stóm stúdíóin hafa
hætt sér niður á Amazonsvæðið,
eða lengra en til Mið-Ameríku,
svona almennt. Og efnið á lítið skylt
við það sem fengist er við að öllu
jöfnu þar vestra. Hér er nefnilega
tekin fyrir leyndardómsfull tákn-
sögn, nánast helgisaga. Sagan er
Síðasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun
sem svarar 22,96%
Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (júlí-sept.) var 5,3%.
Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 22,96% ársávöxtun.
Ef miðað er við síðustu þrjú vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (janúar-sept.)
þá er ársávöxtun reiknuð á sama hátt 24,38%.
KASKÓ - öryggislykill Sparifj áreigenda.
VKRZUJNBRBFINKINN
-vúmcvi meb fi&i (