Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 Míkkí refur Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó Fjör á framabraut — The Secret of my Success ★ ★ */2 Leikstjóri og framleiðandi: Her- bert Ross. Handrit: Jim Cass, Jack Epps og A.J. Carrothers, sem jafnframt samdi söguna. Myndatökustjóri: Carlo Di Palma. Tónlist: David Forster. Klippari: Paul Hirsch. Aðalleik- endur: Michael J. Fox, Helen Slater, Richard Jordan, Margar- et Whitton, John Pankow. Bandarísk. Universal 1987. 111 min. Hér er komin myndin sem varð einn helsti smellurinn í kvikmynda- húsum vestan hafs á sumrinu sem er að ljúka. Það kemur kannski ekki svo mjög á óvart því myndin er rennilega gerð, státar af einum lang-vinsælasta leikara þarlendis, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum og valinkunnum mannskap í auka- hlutverkum og stjómun. Og ekki sakar að efnið er enn eitt stefið við Ameríska drauminn, og löngum hefur þótt lokkandi þar í álfu. Fox leikur ungan Kansasbúa sem hefur lokið viðskiptanámi og heldur til New York til að sigra heiminn. Hann á frændfólk í stórborginni og þegar fokið er í flest skjól leitar hann á náðir þess. Uppskeran er hallærisvinna á póststofu stórfyrir- tækis sem rekið er af eiginmanni frænku hans, sem hinsvegar for- færir kauða. En Fox ætlar sér ekki ellidauða á póststofunni og á fölsk- um pappírum vinnur hann sig upp á efstu hæðina. Stóri gallinn við efni þessarar fisléttu sumarkómedíu er að það er í rauninni ekkert vandamál fyrir menn með slíka afburða hæfileika og Fox reyndist bera, að komast á toppinn. Vandamálið að komast innúr dyrunum. Þá tekur myndin sig heldur um of alvarlega á loka- mínútunum þegar farsinn hefði mátt vera allsráðandi. Hinu er held- ur ekki að neita að Fjör á frama- braut á sína góðu spretti, einkum í upphafi, þegar ungi maðurinn finnur hin ólíklegustu ljón í veginum er hann leitar sér að atvinnu. Þá eru mörg atriðin bráðfyndin og myndin í heild stílhrein og fáguð — og kemur engum á óvart þegar Ross á í hlut — þó efnið sé með ólíkindum. Fox glansar 'gegnum myndina, Fox sem Kansaspiltur í leit að Slater er þokkaleg, Jordan sýnir á sér þrælhressilega hlið og Whitton er sannkallaður kventígur! En það er myndatökusnillingurinn Carlo Di Palma sem á eina eftirminnilega þáttinn í Fjör á framabraut. Hann hefur greinilega tekið ástfóstri við fé og frama í New York. þá kynngimögnuðu borg, New York, og mér er til efs að nokkur myndi hana af meiri tilfinningu og stíl í dag. Di Palma hefur nú tekið þrjár myndir í borginni undir stjóm Woody Allens og hefur greinilega gaman af tilbreytingunni. Djákn- inná Myrká BÍÓHÚSIÐ LAZARO - WHERE THE RIV- ER RUNS BLACK ★★★•/2 Leikstjóri: Christopher Cain. Handrit: Peter Silverman og Neal Jimenez, byggt á skáldsög- unni Lazaro eftir David Kendall. Tónlist: James Homer. Aðalleik- endur: Charles Duming, Peter Horton, Ajay Naidu, Conchata Ferrel, Castulo Guerra, Dana Delany, Divana Brandao, Alless- andro Rabelo. Bandarísk. MGM 1987. Lazaro er heldur óvenjuleg send- ing frá Hollywood. Það er ár og dagur frá því að stóm stúdíóin hafa hætt sér niður á Amazonsvæðið, eða lengra en til Mið-Ameríku, svona almennt. Og efnið á lítið skylt við það sem fengist er við að öllu jöfnu þar vestra. Hér er nefnilega tekin fyrir leyndardómsfull tákn- sögn, nánast helgisaga. Sagan er Síðasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun sem svarar 22,96% Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (júlí-sept.) var 5,3%. Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 22,96% ársávöxtun. Ef miðað er við síðustu þrjú vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (janúar-sept.) þá er ársávöxtun reiknuð á sama hátt 24,38%. KASKÓ - öryggislykill Sparifj áreigenda. VKRZUJNBRBFINKINN -vúmcvi meb fi&i (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.