Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 B 29 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson SporÖdrekinn í dag ætla ég að fjalla um Sporðdrekamerkið í bemsku. Einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkið og minnt á það að hver maður á sér nokkur stjömumerki sem einnig hafa sitt að segja. Hver einn og einstakur Sporðdreki sem við þekkjum úr daglegu lífi er því mótaður af öðmm merkjum, sem breyta framgöngu hans, opna eða loka eftir eðli hinna merkjanna. Lítill hershöföingi Eins og gefur að skilja er lítill Sporðdreki frekar þögult og dult bam, þ.e.a.s. ef hann er dæmigerður Sporðdreki. Ef Hrútur, Ljón eða Bogmað- ur er einnig sterkur í kortinu breytist myndin og útkoman. Þá getur hann fullt eins orð- ið lítill og viðkvæmur hers- höfðingi. En nóg um það því hér ætlum við að fjalla um hinn dæmigerða Sporðdreka. Hreinskilni Vegna þess hversu næmur Sporðdrekinn er á andrúms- loft í umhverfi sínu er mikil- vægt að umgangast hann með varúð og af hreinsilni. Fullorðnir gera sér ekki alltaf grein fyrir næmleika og skynsemi bamanna og gefa þeim fegraða mynd af sann- leikanum, þ.e.a.s. er erfið- leikar eða vanlíðan steðja að foreldrinu þá segir það bam- inu að allt sé í himnalagi. Nú er ég ekki að segja að foreldrar geti talað um vandamál sín við böm. Næmt bam finnur hins vegar að ekki er allt með felldu og mglast í ríminu. „Mamma segir að allt sé í lagi, en samt finn ég að hún er öskureið eða áhyggjufull. Skyldi ég hafa gert eitthvað af mér?“ Og bamið verður óömggt. KaldhœÖni Þegar það eldist kemur síðan upp kaldhæðni. „Það er ekk- ert að marka kallinn og kellinguna. Þau em rugluð." Hið næma bam finnur að það sem er sagt passar ekki við það sem er að gerast. Til að koma í veg fyrir þetta er mikilvægt að foreldrar séu heiðarlegir og reyni að út- skýra tilfinningar sínar og gefi sem heiðarlegastar mynd af líðan sinni til að ávinna sér traust bamsihs og koma í veg fyrir óöryggi og lífsfyrirlitningu. Það að fyriríta fólk fyrir fals og yfir- borðsmennsku og vera tor- trygginn í garð lífsins er ein af veikari hlið drekans sem oft á rætur að rekja til bemskunnar. Þetta á reyndar við um fleiri en Sporðdreka en er sérstök hætta er þegar hann er annars vegar. Hvetja til útrásar Þar sem Sporðdrekinn er að upplagi heldur dulur og feim- inn svo stundum jaðri við að hann sé hræddur við að um- gangast fólk, er mikilvægt í uppeldi að hann sé hvattur til að opna sig og tjá tilfínn- ingar sína. Það þarf hins vegar að fara vel að honum. Hann er þijóskur og þver og því þýðir ekki að skipa honum að opna sig. Ef hann er hins vegar vaninn á það að segja frá, þar sem aðrir hlusta, í ömggu umhverfi, getur svo farið að hann yfirvinni þessa hlédrægni. Þegar hann reið- ist þarf einnig að fá hann með lagni til að segja frá því sem angrar hann. Lítill Sporðdreki á til að bæla niður í sér reiði, segja snúðugt „nei, það er ekkert að“, og kvelj- ast síðan hið innra. Þessu þarf að ná fram til að koma í veg fyrir uppsöfnun reiði og vanlíðunar. GARPUR ^ toepeg. J U/Ý1 L£/E> 06 MSTSTJARN/W fr/FUR. rí/ne'At-ÖÓIN, HVEfZFA fZlSAEÐIStN, SKLKSSI 03 Tl'/nAHUÐIE>J . HU/HH 03 HÓlÉG (//) R N/ESJVM BÓINNAPMISSA SKADASTAF- /NN06 BEINABÓK/HINN. ,ÉG fi/FÐ ALDKe/ AFJOK SHÍUA- t-'E>A! „ Oo'' GRETTIR ^ 6VONA, STAMPIP 0EIM 06 5ETJ10 HENPUR'A AA TA PAU yKKAK SBM BKÚ or FEIT TILAP FINNJA /MJAP/VfiKNAK- BG HATA /ME/NiyKTA ) LEIKFI/MI6KENNAKA J TOMMI OG JENNI UÓSKA SMAFOLK TUE 60LF PRO JU5T CALLEP..HE WANT5 TO 5EE VOU ABOUT VOUR 906 Golfkennarinn hringdi. Hann vill tala við þig útaf hundinum þínum. Hundinum mínum? Já, herra ... mér skilst... THE 60LF PRO SAYS FOR YOU TO 5T0P MARCHIN6 THR0U6H ALL THE 5ANPTRAP5! Golfkennarinn segir að þú verðir að hætta að trampa um allar sandgryfjurnar! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vandað úrspil byggist öðni" fremur á að gjömýta alla þá möguleika sem samningurinn býður upp á. Sagnhafi í fímm tíglunum hér að neðan gerði sér grein fyrir því að tveir möguleik- ar til vinnings em betri en einn. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁK105 VG973 ♦ G1094 4Á Austur . ♦ 983 II VA10654 ♦ 76 * DG8752 ♦ 1064 Suður ♦ G4 VD8 ♦ ÁD8532 ♦ K93 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull 2 lauf 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Vestur spilar úr laufdrottn- ingu. Það er í sjálfu sér slys að lenda í 5 tíglum á spil NS, því 3 grönd er mun betra geim. En sagnhafi nýtir sér vel þá heppni sína að fá ekki út hjarta. í stað þess að spila beint af augum og svína fyrir tígulkónginn — sem er besta íferðin í litinn — lagði hann niður tígulásinn í öðram slag. Þegar kóngurinn féll undir ásinn var samningnum borgið. Það var heppilegt að kóngur- inn datt, en glópalán var það ekki. Sagnhafi hafði í huga að svína fyrir spaðadrottninguna ef tígulkóngurinn kæmi ekki í leitimar. Þá gæti hann losað sig við hjartatapara niður í spaða áður en vömin kæmist að. í stað þess að spila upp í tígulsvíningu, sameinaði sagn- hafi tvo möguleika; að tromp- kóngurinn væri blankur eða spaðadrottningin lægi fyrir svíningu. Vestur ♦ D762 VK2 ♦ K Umsjón Margeir Pétursson Á norska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp ( skák al- þjóðlega meistarans Jonathan Tisdall, sem hafði hvítt og átti leik, og Espen Agdestein, sem er bróðir stórmeistarans Simen Agdestein. Svartur lék síðast 30. - De6—d6? 31. Bxb7! Vinnur annað peð og skákina. 31. - Rd3+, 32. Kc2! - Rel+r 33. Kd2 - Dg3, 34. Df4+ og svartur gafst upp, því hann lendir í vonlausu peðsendatafli. Tisdall sigraði á mótinu ásamt Jöran Jansson. Tisdall vann síðan einvígi þeirra 3—1 og tryggði sér þar með Noregsmeistaratitilinn. Hann er Bandaríkjamaður. en hefur sl. 2 ár verið búsettur í Ósló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.