Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 B 3 trúinn, Rosemary Darkey, sagði að reynt væri að halda hinu íslenska yfirbragði. Hún sagði að reynt væri að bjóða fólkinu íslenska rétti að borða og kom með tímaritið Hús- freyjuna, serh hún bað mig endilega að þýða fyrir sig mataruppskrift upp úr. Þrátt fyrir áratuga afskipti af matvælasölu lenti ég þó í þeim ótrú- lega vanda að þekkja ekki öll efnin, sem nota átti í þennan forláta fisk- rétt. Ég bar þetta undir Óla en hann var jafn illa að sér. Sennilega er þetta einhver kryddjurt sem fengið hefur séríslenskt heiti, sem komið hefur í stað einhvers_ erlends sem notað hefur verið. Ég veit ekki hvemig vesalings konunni hefur verið innanbijóst þegar þessi ókunni maður sem kynnti sig sem fréttarit- ara stærsta flölmiðils íslands, Morgunblaðsins, kunni ekki íslensku. Vitlausu megin við strikið Við ókum síðan sem leið lá norð- ur yfir landamærin og eftir tveggja tíma akstur í Kanada komum við aftur að landamærum við Banda- ríkin. Þá kom í ljós að Point Roberts stendur á litlum skaga sem liggur suður úr Kanada milli Landamæra- flóa og Georgíu-sunds. Landamæri Bandaríkjanna og Kanada liggja um 49. breiddarbauginn frá Winnipeg í austri að sjó við Landamæraflóa yfir flóann og sker þetta litla annes sem Point Roberts stendur á frá Kanada en beygir síðan í suður þeg- ar út á Georgísundið kemur. Kannski var það þessi einangrandi staða byggðarlagsins sem gerði það að verkum að þar vildu engir búa nema íslendingar fyrstu áratugina. A.m.k. er það sagt að fram yfir 1920 hafi einvörðungu íslendingar búið á þessum útkjálka, þótt nú sé þetta orðið blandað. Leiðsögn Óla endaði við stóran bar við höfnina í Point Roberts. Hann fullyrti að ef enginn íslendingur væri þar inni þá væru þeir ekki til á staðnum. Ög sú varð raunín. Tryg-gwi Agnarsson Við bárum upp erindið við bar- þjóninn og hann kallaði strax: „Tryggvi, það eru héma menn að spyija um þig.“ Tryggvi reyndist vera á þrítugs aldri sonur Braga Agnars Magnússonar. Þeir feðg- amir eru báðir fæddir vestra en foreldrar Agnars, Ögn og Magnús Magnússon, fluttu vestur af Vatns- nesi á Skaga. Það kom í ljós að fjöldi Vestur-íslendinga býr þama og heimsóttum við nokkra þeirra. í lokin hittum við Þórð Guðmundsson og foreldra hans. En þótt Þórður sé aðeins rúmlega mánaðar gamall eru foreldrar hans þau Robert og Melinda Guðmundsson, sem bæði em laxveiðisjómenn, búin að ráða frumburðinn sem háseta á næstu vertíð, sem byijar með vorinu. Hvemig sjómennsku þeirra og annarra sjómanna af vestur-í slensku kyni sem enn stunda sjóinn í þessu fjarlæga landi, en Þórður er sjöundi ættliðurinn frá nafna sínum úr Hattardal, reiðir af er efni í aðra sögu. Hvort hún verður sögð og hver segir hana verður tíminn að leiða í ljós. Óskrifaðar sögnr Við Óli ræddum mikið saman í þessari tveggja daga ökuferð. Það er að segja Oli talaði ég hlustaði. Það varð að samkomulagi að ég skrífaði ekkert af ævintýrum Óla í Ameríku. Ekki einu sinni af því þegar hann bjargaði indíánastúlk- unni úr höfninni í norðan veðri og byl og fékk skammir skipstjórans fyrir. En það er ef til vill til marks um sögumar, að þrisvar sinnum benti Oli mér á að ég væri farinn að keyra á yfir 150 km hraða og að lögreglan tæki mjög strangt á slíkum brotum. Á ferðum sínum um veiðisvæðin undan Aleuita-eyjum hefur Óli séð ýmislegt sem ekki er á allrar vit- orði. Reyndar var sumt af því sem hann sagði svo ótrúlegt að það tók Rökkursögur fyrir allt árið BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur gefið út bóJkina Bangsa- sögur — Rökkursögur fyrir allan ársins hring. Höfundur texta er Barbara Hayes, John Astrop myndskreytti og Sigurður Ara- son og Þórdís Guðjónsdóttir ísienskuðu. í frétt frá útgefanda segir, að í þessari 224 blaðsíðna bók finni for- eldrar, sem vilja lesa fyrir bömin fyrir svefninn, rökkursögur fyrir allan ársins hring, þ.e.a.s. sögu fyr- ir hvem dag. Bókin hefst á sögu fyrir fyrsta janúar og lýkur á sögu fyrir gamlársdag. Sögumar era all- ar myndskreyttar. BANGSASÖGUR Rökkursögur fyrír allan ársíns hring Bókin er sett og umbrotin hjá Filmum og prenti en prentuð í Eng- landi. Rússnesk ævintýri fyrir börn FJÖÐUR hauksins hugprúða og fleiri rússnesk ævintýri nefn- ist bók sem bókaforlag Máls og menningar hefur gefið út. Bókin hefur að geyma fjögur gömul ævintýri fyrir bömin, sem Ingibjörg Haraldsdóttir hefur þýtt úr rússnesku. í bókinni er sagt frá prinsum og karlsdætrum, stjúpum, ridduram og froskaprinsessum og nomin Baba Jaga kemur líka við sögu. Ævintýrin era skreytt mynd- um í litum eftir listamanninn I.A. Bilibin, þar af era 11 heilsíðumynd- ir. Bókin er 48 bls. að stærð og prentuð á Möltu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.