Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
herra'
Imsió^
óskar eftir starfskrafti.
Upplýsingar í síma 29122 eða á staðnum.
Blikksmiðja
í Reykjavik
óskar eftir að ráða meistara í faginu til starfa
sem fyrst.
Starfið felst í að annast faglegan rekstur
fyrirtækisins.
Umsækjendur sendi umsóknir sínar á auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 16. nóvember merktar:
„Meistari - 4211“. Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál og öllum
umsóknum verður svarað.
Byggingatækni-
fræðingur
óskar eftir atvinnu. Hefur starfsreynslu við
hönnun burðarvirkja, lagna og byggingaeftirlit.
Upplýsingar í síma 73665 eftir kl. 15.00.
Við erum ánægðar
með að geta á ný auglýst heimilisþjónustu
okkar. Getum nú útvegað heimilishjálp
víðsvegar um borgina. Okkur vantar þó enn
fólk til starfa í Vesturbæ Reykjavíkur og
Kópavog.
Barnapíur!
Okkur bráðvantar barnapíu eftir hádegi fyrir
8 mánaða stelpukríli. Viðkomandi ræður
hvort hún kemur heim eða fær barnið til sín.
Æskilegt svæði: Hlíðar - Háaleiti.
VETTVANGUR
STARFSMini U N
Skólavörðustíg 12, sími 623088.
Starfsfólk óskast
Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól,
Kleppsvegi 64, Reykjavík, sem er sjálfseign-
arstofnun, tekur til starfa í desember. Óskað
er eftir að ráða eftirtalið starfsfólk:
Hjúkrunarfræðinga, þar með talinn deildar-
stjóra og aðstoðardeildarstjóra.
Sjúkraliða.
Aðstoðarfólk í aðhlynningu.
Starfsfólk í ræstingu og býtibúr.
Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf eft-
ir samkomulagi. Athugið að hjúkrunarfólk
sem annast hjúkrun aldraðra fær eins launa-
flokks hækkun.
Upplýsingar eru gefnar hjá hjúkrunarfor-
stjóra í síma 39962 kl. 13.00-16.00 virka
daga.
(S)si
Ræsting - hlutastarf
Óskum að ráða duglega og áreiðanlega konu
til ræstinga. Unnið fjórðu hverja nótt.
Upplýsingar gefnar á skrifstofu BSÍ,
Umferðarmiðstöðinni.
&
Heimilishjálp
Starfsfólk óskast í heimilishjálp.
Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma
666218.
Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins
Laus staða
Matráðskona óskast.
Upplýsingar í síma 611180.
Matreiðslumenn/
framreiðslumenn
Vegna aukinna umsvifa þurfum við að bæta
við okkur matreiðslu- og framreiðslumönn-
um, einnig nemum í báðar þessar greinar.
Upplýsingar veitir Bjarni Óskarsson í síma
666846 á sunnudag og í síma 623010 á
mánudag.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
QESTAUQANT
LÆKJARGÖTU 2, II HÆÐ
Kópavogshæli
Deildarþroskaþjálfi
óskast til starfa á deild 5 frá næstu áramót-
um. Einnig óskast deildarþroskaþjálfi til
afleysinga sem fyrst.
Sjúkraliðar
óskast til starfa á deildum. Vaktavinna.
Hlutastarf kemur til greina.
Sjúkraliði
óskast í fullt starf til aðstoðar við sjúkraþjálf-
un. Dagvinna.
Starfsmenn
óskast til ræstinga á Kópavogshæli. Um
hlutastarf er að ræða og getur vinnutími
verið sveigjanlegur. Tilvalið fyrir framhalds-
skólanemendur eldri en 18 ára.
Starfsmenn
óskast til vinnu á deildum Kópavogshælis.
Vaktavinna.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir fram-
kvæmdastjóri eða yfirþroskaþjálfi Kópavogs-
hælis í síma 41500.
Reykjavík, 6. nóvember 1987.
RÍKISSPÍTALAR
Ríkisspítalar eru stór og fjölbreyttur vinnustaður og þar starfa um
3.000 manns; við rannsóknir, lækningar, hjúkrun, endurhæfingu
og aðstoð við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Starfsemi Ríkis-
spítala fer fram á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu; á
Landspítala, Kleppsspftala, Vífilsstöðum, Kópavogshæli, auk
hjúkrunarheimila víðs vegar i Reykjavík. Kristnesspítali og
Gunnarsholt eru einnig rekin af Rikisspítölum.
RAÐGJÖF OG R4DNINCAR
Ert þú á réttri hillu?
Við leitum nú m.a. að fólki í eftirtalin störf:
Gestamóttaka
Um er að ræða eitt af stærstu hótelunum.
Viðkomandi þarf að hafa góða menntun og
tungumálakunnáttu. Æskilegur aldur er
25-35 ár. Starfið er laust nú þegar. Vakta-
vinna.
Snyrtivöruverslun við Laugaveg
Heilsdags eða hlutastarf. Viðkomandi þarf
að vera eldri en 25 ára.
Gjaldkeri/tölvubókhald
Um er að ræða ungt þjónustufyrirtæki í mið-
bænum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
þekkingu á bókhalds- og gjaldkerastörfum.
Unnið er með Opus-bókhaldskerfi. Starfið
losnar fljótlega. Hálfsdagsstarf.
Umönnun sjúklings
Óskað er eftir manni til að annast eldri karl-
mann sem er sjúklingur í heimahúsi við
Miklatún. Vinnutími er e.h. 3-5 daga í viku.
Ábendi,
Engjateig 9,
sími 689099.
Barna- og unglinga-
deild
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans
er þroskandi vinnustaður. Þar ríkir góður
starfsandi. Deildin er i fallegu endurnýjuðu
húsi við Dalbraut. Hjúkrunarfræðingar,
fóstrur, þroskaþjálfar og meðferðafuiltrúar
óskast til starfa nú þegar. Vinnutími er 8.00-
16.00 á dagdeild, á legudeildum er vakta-
vinna þ.e.a.s. dag-, kvöld- og næturvaktir.
Upplýsingar um stöðurnar gefur hjúkruna-
rframkvæmdastjóri í síma 84611.
Reykjavik, 6. nóvember 1987.
RÍKISSPÍTALAR
Ríkisspítalar eru stór og fjölbreyttur vinnustaður og þar starfa um
3.000 manns; við rannsóknir, lækningar, hjúkrun, endurhæfingu
og aðstoð við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Starfsemi Ríkis-
spitala fer fram á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu; á
Landspítala, Kleppsspítala, Vífilsstöðum, Kópavogshæli, auk
hjúkrunarheimila víðs vegar í Reykjavik. Kristnesspítali og
Gunnarsholt eru einnig rekin af Rikisspítölum.
Deildarumsjón
w
a
dagvistunarheimili
Fyrirtækið er dagvistunarheimili í Reykjavík.
Starfið felst í umsjón með börnum vistuðum
á heimilinu, deildarstjórn auk annars tilheyr-
andi.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu
fóstrur, uppeldisfræðingar, þroskaþjálfar,
kennarar og þekki kenningar Erikson og Pia-
get um þroskaferil manneskjunnar, hafi vald
á samskiptaaðferðum Gordons, hafi kynnt
sér hugmyndir opna skólans og „uppeldis
til ábyrgðar".
Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvemb-
er nk. Ráðningar verða sem fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Skólavörðustlg la - 101 Reykjavik - Sími 621355