Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
Si
Það líður nú að lokum heimsóknar minnar til íslensku sjómannanna á
Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Augljóst er orðið að vegna íjarlægðar og
erfíðra samgangna verða veiðistöðvamar við Aluetin-eyjaklasann suðvestur
af Alaska ekki heimsóttar. En erfítt er að yfírgefa Seattle, miðstöð
krabbaveiðanna, án þess að líta við hjá Karli Hansen, vélsmið. Karl hefur
um áratugaskeið þjónað fískiskipaflotanum. Hann lærði jámsmíði í Héðni,
en flutti út með íjölskyldu sína 1962, þegar hann gafst upp á
skömmtunarkerfí borgarstjómarinnar í Reykjavík, að því er hann sjálfur
sagðL
aukinn vöxt í lifnna. Um það bil sem
lifrin var svo að kæfa veslings gæs-
ina var henni slátrað og lifrin
matreidd eftir kúnstarinnar reglum
fyrir fagnandi sælkera, sem komu
víðsvegar að úr heiminum til að
bragða á herlegheitunum.
Berfætta geitastúlkan
í skóginum
Dag einn varð Valdimari litið upp
frá gæsinni, sem hann var að troða
í matarleifum. Sá hann þá hvar
tötralega klædd stúlka berfætt rölti
á eftir geitahjörð inn í skóginn.
Valdimar gaf gæsinni smá frí og
elti stúlkukindina inn í skóginn. Þar
heillaðist pilturinn beinlínis af þess-
ari öskubusku sinni og hefur varla
litið af henni síðan. Getur þó varla
talist að þetta hafí verið fyrsta
stúlkan sem suðumesjamaðurinn
fæddur vestur á flörðum hafí litið
augum. Til þess að geta haft geita-
stúlkuna sína nær gæsagarðinum
byggði hann kofa úr kassafjölum
fyrir þau og þar fæddist þeim svo
dóttir í fyllingu tímans. Seinna upp-
götvaði pilturinn svo að stúlkan var
ekki jafn umkomulaus og útliti benti
til. Því hún var milljóneradóttir af
Allir sjómenn þekkja Kalla Hansen og smiðjuna hans. Hann hefur
þjónustað krabbabátana í Seattla síðan 1962.
Strönd Kyrrahafsins er viða sæbrött. Á annesjum má víða sjá vita
sem þennan til að leiðbeina sjómönnum um úfið hafið.
Fékk ekki lóð
Hann sagðist hafa reynt að fá lóð
undir íbúðarhús í Reykjavík árum
saman án árangurs en orðið að horfa
upp á þá sem voru í náðinni fá lóð-
ir aftur og aftur. Karli vegnar vel
í Seattle og segir hann megin ástæð-
una vera þá, að þar sé ekki spurt
um ættartengsl heldur atgervi.
Hann býr nú í einbýlishúsi í góðu
hverfí og á jámsmiðju við höfnina.
í gegnum árin hefur aðalstarfíð fa-
iist í almennri þjónustu við físki-
skipaflotann, en þó hefur hann
oftast verið með einhveija nýsmíði.
Það nýjasta er kraftblökk fyrir
krabbabátana, sem gerir það að
verkum að hægt er að hafa margar
gildrur tengdar saman á einum vaði.
Aður var hver gildra með sér uppi-
hald og var það miklu tafsamara
við dráttinn en nú er.
Vegna tengsla sinna við sjómenn-
ina er hann fljótari að lagfæra og
breyta framleiðslu sinni en stórfyrir-
tækin sem of oft vinna án beinna
tengsla við notenduma.
Lærði söng hjá
Ragnari H. Ragnar
Á skrifstofunni hjá Hansen vinn-
ur einn maður, Bill Kristjánsson.
Bill er fæddur í Ameríku af íslensku
foreldri og þótt hann hafí einungis
komið til íslands sem gestur talar
hann lýtalausa íslensku. Á sínum
yngri árum lærði hann söng hjá
ungum tónlistarkennara í Norður-
Dakota. Söngkennarinn heitir
Ragnar H. Ragnar. Ragnar hélt svo
til Islands í seinni heimsstyijöldinni
sem hermaður í Bandaríkjaher til
að veija gamla landið fyrir nasist-
um. Ragnar féll þar, þó ekki fyrir
byssukúlum óvinarins, heldur fyrir
ungri glæsilegri stúlku norðan úr
Mývatnssveify Sigríði Jónsdóttur.
Þau fluttu til ísafjarðar þar sem þau
hafa stjómað tónlistarskóla og verið
mikilvægustu aflvakamir í menn-
ingarlífí bæjarins. Bill Kristjánsson
var formaður í íslendingafélaginu í
Seattle. Hann taldi að flöldi íslend-
inga þar um slóðir væri um 5.000
manns. Það jafngildir því að aðeins
6 kaupstaðir á Islandi hafa fleiri
íbúa.
V ertí ðarkokkur úr
Grindavík
Eftir að hafa staldrað við hjá
Kalla _ Hansen góða morgunstund
ekur Óli Skagvík mér niður í miðbæ,
þar sem við höfum frétt af íslensk-
um matreiðslumanni á einum
þekktasta matsölustað borgarinnar.
Hátt uppi í einum af hæstu skýja-
kljúfum borgarinnar er veitinga-
staðurinn Mirabeau. Dýr, glæsilegur
matsölustaður, þar sem helstu
mennimir úr viðskiptalífí staðarins
bjóða mönnum gjaman til hádegis-
verðar. Á trönum við innganginn
stóð skilti sem sagði að Mirabeau
restaurant væri hreykið af að kynna
nýjan yfírkokk, G. Valdimar Bjama-
son. Það er orðin nokkuð löng leiðin
hjá þessum vertíðarkokki úr
Grindavík upp á 46. hæð í
Seattle-First National byggingunni,
en fjölbreytt og skemmtlegt.
Valdimar varð að eigin sögn
hundleiður á kokkaríinu í Grindavík
og ákvað að leggjast í víking. Eftir
einhveija dvöl í Kaupmannahöfn
hélt hann suður á bóginn og fékk
sér vinnu við eldamennsku á litlum
veitingastað j Suður-FVakklandi.
Aðalvinnan var að troða mat í ali-
gæsir, með aðstoð trektar, til að fá
Japönsk
loftvama-
byssaá
eyjunni
Kiska.
gyðingáættum frá Bandaríkjunum,
sem hafði fengið nóg af alsnægtun-
um. Eftir nokkra dvöl í Frakklandi
fluttu þau vestur með sumarlangri
viðdvöl á íslandi, þar sem Valdimar
kokkaði ofan í túrista á litlu hóteli
úti á landi við góðan orðstír.
Þegar vestur að Kyrrahafí kom,
innritaðist hann í hótel- og veitinga-
skóla í San Francisco. Að námi
loknu útskrifaðist hann svo þaðan
með láði.
Elísabet önnur kom
og þakkaði fyrir
Eitt af verkefnum Valdimars var
að elda fyrir Elísabetu Englands-
drottningu í veislu sem hún hélt
þegar hún var á ferð á Kyrrahafs-
ströndinni. Eftir matinn gerði hún
sér ferð í eldhúsið til að þakka Valdi-
mar og samstarfsfólki hans fyrir
eldamennskuna. Nú er hann ráðinn
yfírkokkur á Mirabeau í Seattle og
er jafnframt tæknilegur ráðgjafí
eigandans.
Eftir góða máltíð þama bauð
Valdimar okkur í smá ökuferð um
borgina, þar sem hann sýndi okkur
meðal annars stærsta safn víski-
tegunda í heiminum. Hann ók okkur
í hvítum Cadillac, sem tengdapabbi
hafði sent honum, þegar bfllinn var
orðinn of gamall og úreltur fyrir
hann. Okkur virtist hann vel brúk-
legur þótt hann væri að verða
tveggja ára gamall.
Eftirmáli
Nú var skipulagðri dagskrá ferð-
arinnar að mestu lokið ef eitthvað
gat talist skipulagt í þessari ferð.
En ég hafði það svona S bakhönd-
inni að athuga sagnir af því að
þingmaður af hinu háa Alþingi fs-
lendinga, sem var reyndar orðinn
öreigi áður en þingmennskunni
lauk, hafí farið til Ameríku um
síðustu aldamót og ekki linnt ferðum
fyrr en í litlu sjávarþorpi vestur við
Kyrrajiaf. Þingmaður þessi hét
Þórður Magnússon kenndur við
Hattardal í Álftafirði vestra. En
þaðan hafði hann hrakist öreiga að
Eyri í Skötufírði, þar sem hann lifði
sem tómthúsmaður. Magnús sonur
hans flutti vestur um haf 1892 og
sendi föður sínum farareyri ári
seinna, síðar sendu þeir svo konu
Þórðar og dóttur peninga til vestur-
farar. Mér skyldist að afkomendur
þessa fólk byggi á stað sem heitir
Point Roberts í nágrenni Seattle.
Ekki tókst mér þó að fínna staðinn
á korti og vissi því lítið í hvora átt-
ina skyldi halda. Óli Skagvík kom
þá aftur til hjálpar. Sagðist hafa
hugboð um hvar staðurinn væri og
næsta dag vorum við lagðir á stað
norður þjóðvegi 5.
Vestmann kóngur
Við landamæri Kanada stendur
sjávarplássið Blaine. Það minnti mig
á Bolungarvík að því leyti að þar
ræður konungur ríkjum líkt og gerð-
ist í Bolungarvík á tímum Einars
Guðfínnssonar. Þessi kóngur er þó
ekki bolvískur heldur frá Vest-
mannaeyjum eins og nafnið bendir
til. Mér var sagt að Vestmann, en
svo heitir maðurinn, réði flestum
atvinnufyrirtækjum þama og léti
mikið að sér kveða. Þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir tókst okkur óla þó
ekki að hafa upp á honum þá stund
sem við stönsuðum. í stað þess
heimsóttum við elliheimilið Stafholt,
sem Vestur-íslendingar byggðu af
myndarskap fyrr á öldinni. Þama
em nú einungis eftir þijár konur
af íslenskum ættum, þær Lovise
Guðmunds, Olga White og Freyja
Boume.
Kunnum ekki islensku
Starfsfólkið þama var ákaflega
elskulegt og almannatengsla full-
íslenskir sjómenn á Kyrrahafí:
Hafa veitt þar
í hundrað ár