Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 ISLENSKIR SJO- MENN Á KYRRAHAFI mig langan tíma að afla staðfest- inga á sannleiksgildi þess. Hann sagði mér frá stríði milli Japana og Bandaríkjamanna á bandarísku landi í siðustu heimsstyijöld. Ég stóð í þeirri góðu trú að óvinaher hefði aldrei stigið fæti á bandariskt iand á þessari öld. En staðreyndin er, eins og Óli sagði, að Japanir dvöldu langdvölum á Aleuita-eyjun- um í seinni heimsstyijöldinni og þar fór fram hörmulegt stríð þar sem fleiri hermenn dóu af slysförum og allskonar vitleysisgangi en vegna aðgerða óvinarins. Hann hefur kom- ið í vistarverur Japananna sem þeir grófu inní Qöll og hæðir meðfram strandlengju eyjanna og þar er enn fullt af persónulegum eigum jap- önsku hermannanna, Ssamt allskon- ar stríðsvélum. En það er nokkuð ljóst að Bandaríkjamenn halda þess- um atburðum ekki á lofti og rit eins og American Peoples Encyclopedia ljúga beinlínis um þetta með þögn- inni. Sannleiksástin eftir fundinn í Höfða Okkur kom saman um það ef Reagan forseti hefði nú smitast af sömu sannleiksástinni og félagi Gorbachev eftir dvölina í Höfða, þá værum við tilbúnir að fara um Alu- edin-eyjamar og segja frá því sem þar ber fyrir augu og ef til vill graf- ast fyrir um ástæður þess að um 2.000 japanskir hermenn frömdu sjálfsmorð við Sjálfsmorðaflóa frek- ar en að falla í hendur óvina keisarans og hvort það sé rétt að bandarískir og kanadískir hermenn hafi skotið hveija aðra til bana í æðisgenginni innrás þeirra á eyjuna Kiska þrem vikum eftir að Japanir yfirgáfu eyjuna? Oli sagði mér líka sögur af feg- urð meginlands Alaska og þeirri paradís ferðamanna sem þar er að finna. Hann vildi fá íslendinga til að kynnast þessu framandi landi. Fyrir þá sem eru orðnir leiðir á gönguferðum um Homstrandir og hálendið er tilbreyting að ganga um skógivaxin Qöll og dali. Hann sagð- ist vita um laxveiðar þar sem laxinn væri svo ágengur að veiðimenn reyndu að finna sér hyli þar sem þeir gætu verið í friði um stund fyrir laxinum. Þá sagði hann að ferð með skemmtiferðaskipi með- fram strandlengju Suður-Alaska til Seattle væri ævintýri líkust enda væri §öldi skemmtiferðaskipa í för- um þar hvert sumar. Hver veit lesandi góður nema þú eigir eftir að skreppa í slíka ævintýraferð með Óla Skagvík eitthvert sumarið. Nú em um 100 ár síðan íslend- ingar flúðu örbirgðina í stórum hópum og fluttu til þessara næstum öbyggðu svæða. Byggðu þau upp af atorku og dugnaði og gáfu landinu §ölda sona og dætra. Ef til vill notum við nú tækifærið á hundr- að ára afmælinu og heimsækjum ættingja okkar og sýnum þeim að við höfum nú bara spjarað okkur sæmilega líka. Texti og myndir: ÚLFAR ÁGÚSTSSON Ef þú vUt vera viss um að finna réttu viskftegundina, er þetta sennilega rétti staðurinn. Þeir bjóða upp á yfir 2.000 tegundir og segjast bjóða mesta fjtfl- breytni af þessari vfntegund allra bara f heiminum. Við barinn má sjá frá vinstri óla Skagvfk, Guðjón Guðjónsson og Valdimar Bjarnason. Eliiheimilið Stafholt í Blain. Það var upphaflega byggt af Vestur- íslendingum, en nú búa þar einungis þrjár konur af fslenskum ættum. Starfsfólkið leggur þó enn rækt við hinn íslenska uppruna. Chef Val er hann kallaður yfir- matsveinninn á Mirabeu restaur- ant í miðborg Seattle. Hann er fæddur á Flateyri en byijaði f kokkeríinu á Grindavfkurbátun- um. Nú er hann orðinn hámennt- aður í matseld og hótelrekstri og er ráðinn sem rekstrarráð- gjafi og yfirkokkur á þessum fræga veitingastað. Skipsfélagi Ola Skagvfk stendur við innganginn á einu af híbýlum Japana á Kiska. Japönsku her- mennirnir grófu sig inn í brekkur meðfram strandlengj- unni. Að baki mannsins sést í japanskt herflutningaskip sem Bandaríkjamenn eyðilögðu. SALON A PARIS Hafnarstræti 20 (Laékjarforgi) Sími 91-1 78 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.