Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 V-þýskar hraðbrautir: Er það fleira en eldsneytið sem knýr ökuþórana áfram? Frankfurt. New York. Þegar bílalestimar era allt að 15 km langar og silast er áfram með hraða snigilsins, koma hestöflin ÞEGAR horft er út um framrúðuna á Porsche 911 Carrera á 250 kílómetra hraða, virðist brotna línan á mörkum akreinanna á A5-hraðbrautinni (sem liggur í suður frá Frankfurt til Darmstadt) eins og titrandi hvitt strik og landslagið umhverfis óljóst sambland af skógi og bersvæði. Okumenn á vinstri akreininni færa sig snarlega yfir til hægri, þegar lágt og úteygt snjáldrið á bílnum birtist í baksýnisspeglinum. Þegar Porschinn hægir á sér niður í 240 km og vinstri akreinin er auð svo langt sem augað eyg- ir, fær ökumaðurinn á tilfinning- una, að hann hrærist í þyngdar- leysi og sé óvefengjanlegur konungur steinsteypunnar. En skyndilega birtist heljarmikill flunkunýr BMW 735i fólksbíll ein- um metra fyrir aftan Porschinn og vinstra stefnuljósið blikkar ótt og títt, auk þess sem aðalljósin leiftra af óþolinmæði. Stríðir og reiðilegir andlitsdrættir öku- mannsins sjást glögglega í baksýnisspegli Porschins, sem lætur undan og víkur til hægri. BMW-inum er rykkt áfram. Ökumaður hans, skeggjaður mað- ur með gleraugu — í kringum þrítugt — lítur snöggt á þá sem eru í Porschinum. Sigurgleði og fyrirlitning vegast á í augnaráð- inu, en reiðidrættimir eru horfnir af andlitinu. Það er laugardagur. Verið vel- komin í síðdegisumferðina á hraðbrautinni, þar sem engar hraðatakmarkanir em í gildi á löngum köflum (Vestur-Þýska- land er eina landið í Vestur- Evrópu, sem ekki setur hraðatakmarkanir á allar hrað- brautir.). Hér í Þýskalandi, þar sem menn hyllast til að líta á rétt- inn til að aka hratt sem ómetan- að htlu haldi. lega frelsisvin í þjóðfélagi, sem að öðm leyti býr við reglur á öllum sviðum, hafa sumir vaxandi áhyggjur af því, sem umferðarsér- fræðingurinn Richard Spiegel kallar „hraðasýki þessarar þjóð- ar“. Það sem þessum auknu áhyggj- um veldur, er sú staðreynd, að dauðaslysum á hraðbrautum fjölgaði úr 8400 1985 í 8948 1986, en dauðaslysum hafði fækkað stöðugt í 17 ár þar á undan. Alvariegum umferðarslys- um, þar sem mikil meiðsl urðu á fólki, fjölgaði úr 115.533 í 117.862, en slysum, þar sem minni háttar meiðsl urðu á fólki, fjölgaði úr 306.562 í 325.355 samkvæmt opinbemm tölum. Engu að síður heldur hraðakst- ur áfram að vera þjóðarsýki, enda þótt best sé að fá útrás fyrir hana — eins og í myndinni, sem bmgð- ið var upp hér fyrir framan — þegar dregið hefur úr umferðar- þunganum snemma á morgnana eða á kvöldin. En þó að hraðakstur sé þrá- hyggja hjá fólki, er staðreyndin sú, að oftar en ekki silast menn áfram með hraða snigilsins. Það em nefnilega engar takmarkanir heldur á die Staue, eins og bíla- lestamar, sem tíðum setja svip sinn á hraðbrautina, em kallaðar á þýsku. í 15 kílómetra langri Staue kemur hestaflafjöld að litlu haldi. Deilur standa um það milli iandstjómarinnar, voldugra bíla- framleiðenda og hraðakstursunn- enda annars vegar og umhverfis- vemdarsinna og umferðarörygg- isfélaga hins vegar, hversu hraðan akstur eigi að leyfa. Sumir hafa einnig áhyggjur af því, að akstur- slag mótist meira og meira af kapggimi og fjandskap. „A hraðbrautunum er nú svo komið, að þar ekur hver gegn öðrum," segir Max Danner, sem veitir forstöðu umferðarslysar- annsóknarstofnun Allianz í Munchen, stærsta tyggingafélags Vestur-Þýskalands. Herbert Schnor, innanríkisráð- herra Nordrhein-Westphalen, þéttbýlasta ríkis Vestur-Þýska- lands, segir: „Aksturslag manna er tvímælalaust orðið hörkulegra en það var - án tillits til þess tjóns sem það getur haft í för með sér. „Sá sem ekur á aflmiklu ökutæki notar það sem vopn gegn hinum aflminni." „Sá sem ekur á afl- miklu ökutæki notar það sem vopn gegn hinum aflminni.“ Ríkisstjóm Helmuts Kohls af- greiðir hraðakstursumræðumar sem uppistand af litlu tilefni. Þeg- ar þingið ræddi og hafnaði setn- ingu hraðatakmarkana á öllum hraðbrautum í landinu árið 1985, sagði Kohl, að slíkar ráðstafanir leystu engan vanda. Bemd Bialleck, talsmaður um- ferðarmála hjá samgönguráðu- neytinu, segir: „Hraðatakmarkan- ir era ekki lausnin og era því ekki á dagskrá. Samkvæmt opin- beram tölum er meðalhraðinn á hraðbrautunum 113 kílómetrar á klukkustund. Aðalslysavaldurinn á öllum vegum er sá, að ekki er ekið í samræmi við aðstæður. Það fyrirkomulag að hafa engar hraðatakmarkanir veitir ekki að- eins frelsi, heldur krefst það einnig ábyrgðar — ábyrgðar sem m.a. felst í því að aka með tilliti til aðstæðna hveiju sinni." „Þar er m.a. átt við, að hyggja þurfí að umferðarþunga, yfírborði vegar, veðri og hvenær dagsins ekið er,“ segir Bialleck. „Þó að niðaþoka sé á, neita sumir ökumenn með öllu að hægja ferðina," segir hann. „En stóra keðjuárekstramir, sem verða' á hraðbrautunum í slæmu veðri «g sjá má myndir af í blöðunum, stafa ekki af svokölluðum hrað- akstri. Opinberar tölur sýna, að meðalhraðinn, þegar þessir árekstrar verða, er um 80 km/ klst. Vandinn er bara sá, að í þokunni er það jafnvel of mikill hraði." Tölulega séð er hraðbrauta- kerfíð, sem er 8450 km að lengd, öraggasta þjóðvegakerfí Vestur- Þýskalands, bætir Bialleck við. Þar eiga aðeins 4% umferðarsly- sanna sér stað. Hvort sem hraðakstur er goð- sögn eða veraleiki í vestur-þýsku þjóðlífí, verður hann æ auðveldari frá tæknilegu sjónarmiði. Bíla- framleiðendur keppast við að framleiða og selja hraðskreiðari og hraðskreiðari bíla. „ Við framleiðum eins tæknilega fullkomna bíla og okkur er mögu- legt,“ segir Peter Schutz, stjóm- arformaður Porsche, þegar hann er spurður um ástæðuna fyrir því, að fyrirtækið fór út í fram- leiðslu á Porsche 959, sem nær 315 km hraða á klukkustund. Carl H. Hahn, stómarformaður Volkswagen, kallar bílinn „tækni- lega líkamningu frelsisins". Hvort ökumenn er svo færir um að meðhöndla þessa „tækni- legu líkamningu frelsisins" er annar handleggur. Það neikvæða við tæknigetuna er, að hún ýtir stórlega undir hraðasýki Þjóð- veija, að sögn sálfræðingsins Wolfgang Sachs. í nýlegri bók sinni, „Astin á bflunum“, kemur hann með þá tilgátu, að það sé „þrá eftir sigri og hræðsla við móðgun", sem reki ökuþóra til að aka fast upp að næsta bfl á undan á miklum hraða og skjótast fram fyrir. Á A5-hraðbrautinni milli Frankfurt og Darmstadt má sjá fjölmörg dæmi um þetta hvort tveggja. Og saga brautarinnar sjálfrar er tengd hraða. Fyrir seinni heimsstyijöldina skiptust tveir Þjóðveijar á um að setja heimsmet í hraðakstri á þessari þráðbeinu þjóðbraut. Báðir létu þeir lífíð við þær tilraunir. Úr Intemational Herald Tribune Til sölu Merzedes Bens 190 E árg. 1984. Beinskiptur, topplúga, sentrallæsingar o.fl. Ekinn 75 þús. km. Blár-sans. Galant 2000 GLS árg. 1985. Beinskiptur, sentral læsingar, rafmagnsrúðuvinduro.fl. Rauður, ekinn 51 þús km. Mjög fallegir bílar Upplýsingar í síma 91 -33240 um helgina og á kvöldin eftir kl. 18.00. ÞEKKIRÐU Mér hefur enn ekki tekist að hafa upp á þér i Reykjavikurheimilis- fanginu sem þú gafst mér á Húsavík íjúnís.l. Vinsamlegast skrifaðu til: Spencer Cordts, 12 Griswold St. Walton, N.Y. 13850, USA. Citroen BX14E Til sölu mjög gott eintak, ekinn aðeins 12.000 km, árg. ’86. Skipti eða skuldabréf koma til greina. Upplýsingar ísímum 681163 eða 53717 (Ásgeir).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.