Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
HEILAGUR ANDI
Vopnabúríð
geymir bæði
bænir og grjót
Bíleigendur fé-
flettir og mafían
komin í fisk
Spilling og hneykslismál hafa
riðið húsum í New York það
sem af er þessu ári og það á ekki
af borginni að ganga. Nú hefur
orðið uppvíst um milljón dollara
stöðumælasvindl og einnig, að
Fulton-fiskmarkaðurinn sé í hönd-
um mafíunnar.
Stöðumælasvindlið þykir mikið
áfall fyrir borgaryfirvöld enda er
það ekki óalgengt í New York,
að fólk láti hendur skipta í barát-
tunni um bflastæðin. Er svo að
sjá, að fyrirtækið, sem sá um að
innheimta stöðumælagjöldin, hafí
stungið í eigin vasa nærri milljón
dollurum í smámynt. Vegna þess
hafa 33 starfsmenn þess verið
handteknir á þremur mánuðum.
Grunur leikur reyndar á, að
innheimtumenn og ökumenn fyr-
irtækisins Cosmopolitan Courier
Corporation hafí stungið undan
rúmlega þremur milljónum dollara
á einu ári en það samsvarar 10%
af öllum tekjum borgarinnar af
50.000 stöðumælum.
Sakbomingamir voru með 13
bfla við innheimtuna og vora tveir
innheimtumenn og ökumaður í
hveijum. Kemur það fram í ákær-
unni, að sumir hópamir hafi stolið
allt að 1.500 doliuram á dag.
Þá hefur Rudolph Giuliani, sak-
sóknari á Manhattan, sem hefur
orð á sér fyrir röggsemi, höfðað
mál fyrir rétti til að koma Fulton-
fískmarkaðnum á Manhattan úr
höndum mafíunnar. Segja fulltrú-
ar hans, að fiskverðið hafi verið
sprengt upp vegna glæpastarf-
seminnar og séu bæði markaður-
inn og viðkomandi verkalýðsfélag
„bandingjar Genovese-glæpaflöl-
skyldunnar".
Þessi málshöfðun er að sínu
leyti mjög söguleg. í fyrsta sinn
hefur ríkisstjómin leitað til dóm-
stólanna í því skyni að ná heilli
viðskiptamiðstöð úr klónum á
samtökum glæpamanna. Fyrir
þremur áram gekkst Ed Koch,
s
borgarstjóri í New York, fyrir
rannsókn á þessu máli en þá hafði
vinur hans, sem rekur sjávarrétta-
veitingastað, tjáð honum, að hann
væri neyddur til að borga til
glæpamannanna. Gerði hann það
ekki yrði séð til, að hann fengi
engan físk.
A hveiju ári fer um milljarður
punda af físki og öðra sjávarfangi
um Fulton-markaðinn og er síðan
dreift þaðan til viðskiptavina um
allt landið.
- MARK TRAN
VÁLEG TÍÐINDl!
Seiðkonan átti
að sýna þeim í
tvo heimana
Hætt er við, að sunnudagss-
teikin hafí farið misjafnlega
í menn f spænska bænum Alaeuas
nú fyrir skemmstu, nánar tiltekið
á níu heimilum.
Þennan eftirminnilega sunnu-
dag ráku fjórir heimilisfeðranna
augun í ljósmynd á forsíðu eins
dagblaðsins og komust þá að raun
um, að eiginkonur þeirra höfðu
beðið galdranom að koma þeim
fyrir kattamef vegna þess, að þær
granuðu þá um framhjáhald. Aðr-
ir fímm sáu í blaðinu, að konumar
þeirra höfðu beðið nomina um að
gera þá getulausa.
Á ljósmyndinni gat að líta vo-
odoo-dúkkur, sem féllu í hendur
iögreglunni þegar hún gerði hús-
rannsókn hjá nominni. Var hún
aðeins nefnd „Teresa" og sagt,
að hún hefði sjálf boðist til að
hjálpa afbiýðisömu eiginkonunum
í Alacuas, 54.000 manna svefnbæ
skammt frá borginni Valencia við
Miðjarðarhafíð.
Einn viðskiptavina Teresu var
Maria Blasco Amores, sem í 23
ár hafði verið gift Pelayo Amor-
es, lögreglusfjóranum í bænum.
Hafði aldrei borið skugga á sam-
búð þeirra hjona þar til fyrir
þremur áram þegar tvær konur
vora ráðnar til lögreglunnar í
Alacuas.
Eftimafíi lögreglustjórans er
Amores, „ástir" á spænsku, en
hvort sem það réð nokkra um þá
ákvað frúin með sjálfri sér, að
eiginmaðurinn ætti vingott við
lögreglukonumar og úthúðaði
þeim svo í eyra bæjarbúa, að önn-
ur þeirra höfðaði mál á hendur
henni fyrir rógburð. Sjálf fór eig-
inkonan afbrýðisama í mál við tvo
einkaspæjara, sem hún hafði ráð-
ið til sín, þegar þeir skýrðu henni
svo frá, að maðurinn hefði ekki
verið henni ótrúr.
í janúar á þessu ári fór Pelayo
Amores að þjást af flökurleika-
köstum, sem læknamir kunnu
enga skýringu á fyrr en nú fyrir
skemmstu: Konan hans hafði í
langan tíma bætt morgunmatinn
hans með arseniki að ráði Teresu.
Galdrakukl er ekki bannað með
lögum á Spáni og er það haft
eftir lögreglunni, að Teresa hafí
„hjálpað" konunum með voodoo-
dúkkum, sem myndir af eigin-
mönnunum vora festar á. Var
konunum sagt að útvega lokk úr
hári mannanna og lítið sýnishom
af sæði til að tryggja árangur
galdursins. Ef konumar óskuðu
þess, að mennimir dræpust vegna
ótryggðarinnar átti að festa
myndimar af þeim á dúkkumar
með svörtum pinnum. Ef það var
meiningin að koma í veg fyrir
framhjáhald með því að gera þá
getulausa átti að nota hvíta pinna.
Á ljósmyndinni í blaðinu sást,
að íjórar myndanna vora festar
með svörtum pinnum, fimm með
hvítum.
Það er bót í máli fyrir herra
Amores, að konan hans vildi að-
eins gera hann getulausan, og
vegna þess hvað hún gaf honum
lítið arsenik í einu þoldi hann að
innbyrða á þessum tíma skammt,
sem hefði annars nægt til að drepa
hann fímm sinnum.
Þegar allt hafði komist upp
forðaði löreglusljórinn sér úr bæn-
um til að hvflast og jafna sig en
konan hans var sett beint í fangel-
sið í Valencia. Lögreglan í Alacuas
er hins vegar að ráðgera að grafa
upp lík ýmissa karlmanna í bæn-
um vegna grans um, að fyrir þá
hafði verið eitrað.
- PAUL ELLMAN
Að undanfömu hafa fregnir
borizt af Alice Lakwena,
uppreisnarkonunni mögnuðu, sem
hefur sett sér það markmið að
steypa Museveni forseta Uganda
af stóli. Fréttamenn hittu hana
fyrir skömmu í Ibanga, sem er
smá þorp í 80 mflna fjarlægð frá
höfuðborginni Kampala. Hún
féllst á að ræða við fréttamsnn,
en fyrir því era fá fordæmi. Með
henni vora nokkrir liðsmanna
hennar, sem gumuðu mjög af því
hve göfugt það væri að hetja á
stjómvöld og óskuðu þess að ijöl-
miðlar fjölluðu af sanngimi um
hreyfingu þeirra.
Mamma Alice, eins og fylgis-
menn hennar kalla hana, var í
grænum hermannajakka, ljós-
bleikum bol og dökkbláu pilsi. Um
háls hennar hékk ljósblátt talna-
band úr plasti og við og við gerði
hún krossmark. Hún skildi greini-
lega talsvert í ensku en talaði
samt acholi, sem er móðurmál
hennar. Hún segir, að andinn
Lakwena, sem stjómi stríðinu með
milligöngu hennar, tali hinsvegar
74 tungumál.
Alice staðfesti, að hún væri 27
ára. Faðir hennar er embættis-
maður innan biskupakirkjunnar í
Gulu í norðurhluta Uganda. Túlk-
ur hennar sagði að fjölskylda
hennar væri mjög trúrækin. „Á
bemskuárum sínum gerði hún
fátt annað en taka þátt í guðs-
þjónustum og þess háttar," sagði
hann fréttamönnunum. „Andinn
náði fyrst tökum á henni árið
1985 og sagði henni að taka upp
rómversk-kaþólska trú.“
Þegar Alice var spurð hvað
hæft væri í því að uppreisnarmenn
hennar notuðu hnetuolíu til að
bægja frá sér byssukúlum svaraði
hún: „Það sem fram fer í raun
og vera byggist allt á trú manns
og breytni.“ Hún réttlætti mann-
fallið í átökunum á þeim forsend-
ALICE — Heijar í umboði
andanna.
um að „stríðið á að losa okkur
við slæm öfl í samfélaginu". Hún
vísaði á bug upplýsingum frá
ríkisstjóminni um alvarlegt mann-
fall í liði uppreisnarmanna.
„Þegar hermenn mínir lenda í
orrustu falla aldrei fleiri en 20
manns hveiju sinni," fullyrti hún.
Fréttamenn sáu um það bil 50
uppreisnarmenn „hins heilaga
anda“ eins og þeir kalla sig og
reyndust þeir illa vopnum búnir
og höfðu aðeins nokkra sovéska
riffla og skammbyssur. Við fætur
þeirra lágu pokar með steinum.
„Hermenn stjómarhersins vita
að þegar við köstum steinum virka
þeir á svipaðan hátt og sprengj-
ur,“ segir Pax Ochen Otto, einn
af foringjum uppreisnarsveitanna.
Isaac Newton Ojoj prófessor,
sem á sínum tíma gegndi emb-
ætti menntamálaráðherra í ríkis-
stjóm Miltons Obote, gekk til liðs
við „uppreisnarmenn hins heilaga
anda“ fyrr á þessu ári. Hann
kvaðst ekki efast um að „með
skarpara bænahaldi" þeirra afla
sem bæra hag Uganda fyrir
bijósti mundu þau sigra að lokum.
- CATHERINE BOND
Meimingarpost-
ulamir biðja um
gott veður
Tímarit, sem sovéski kommún-
istaflokkurinn gefur út um
hugmyndafræði, Kommunist, hefur
nánast beðið rithöfunda, listamenn
og menntamenn í landinu afsökunar
á framferði sínu sl. 50 ár.
„Því voldugri sem Sovétríkin
urðú, því huglausari og tortryggn-
ari urðu opinberar stofnanir í garð
skapandi listamanna og verka
þeirra," sagði í ómerktum leiðara í
Kommunist og síðan var haldið
áfram og lista- og menntamenn
beðnir um stuðning. „Flokkurinn
biður ykkur, eins og hann gerði á
dögum Leníns: Komið til samstarfs,
þið erað velkomnir. Vinnum saman
af einlægni og heiðarleik, ýtum til
hliðar skriffinnskunni og fyrirskip-
anakæknum, smjaðrinu og falsinu."
Á leiðarann í Kommunist má
næstum líta sem opinbera stefnu
fíokksins í lista- og menningarmál-
um, opinbert skjal, sem hægt er
að vitna til í samskiptum og samn-
ingum við menningarmálaráðu-
neytið og stofnanir fíokksins í
einstökum héruðum. í leiðaranum
vora flokksstofnanir úti á lands-
byggðinni raunar minntar á, að
ljörkippurinn, sem hlaupið hefði í
sovéskt menningarlíf, væri mikið
undir þeim kominn.
í Kommunist er farið hörðum
orðum um Stalínstímann en einnig
vikið að skriffínnskunni, sem hefur
verið menningarlífinu flötur um fót
á síðustu árum og áratugum: