Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
B 33
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við læknadeild Háskóla íslands:
Hlutastaða lektors (37%) í geðsjúkdóma-
fræði,
hlutastaða dósents (37%) í þvagfæraskurð-
lækningum og
hlutastaða dósents (37%) í háls-, nef- og
eyrnasjúkdómafræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um
vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og
námsferil og störf skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík,
fyrir 15. desember nk.
Menntamálaráðumeytið,
4. nóvember 1987.
Framkvæmdastjóri
Þörungaverskmiðjan hf. á Reykhólum óskar
að ráða framkvæmdastjóra frá 1. febrúar
1988.
Umsóknir um starfið sendist til stjórnarfor-
manns, Inga Garðars Sigurðssonar, 380
Reykhólum, fyrir 25. nóvember nk.
Upplýsingar um starfið gefa stjórnarformað-
ur, Ingi Garðar Sigurðsson, í síma 93-47714
og framkvæmdastjóri, Kristján Þór Kristjáns-
son, í síma 93-47740.
Þörungaverksmiðjan hf.'
Reykhólum.
BORGARSPÍTALINN
Lausar Stðdur
Geðdeild
Á deild A-2 og Arnarholti, Kjalarnesi, óskast
hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar til starfa.
Á deild A-2 vinna starfshópar í náinni sam-
vinnu í þremur teymum.
Unnið er á þrískiptum vöktum. Semja má
um aðra vinnutilhögun. Boðið er upp á skipu-
lagðan aðlögunartima. Möguleiki er á
dagvistun barna.
í Arnarholti eru endurhæfingardeild og lang-
iegudeild geðdeildar.
Unnið er á 12 tíma vöktum í 3 daga, frí í 3
daga. Boðið er upp á skipulagöan aðlögun-
artíma. Fríar ierðir frá Hlemmi. Möguleiki er
á húsnæði í Arnarholti.
Hafir þú áhuga á að starfa á geðdeild, aflaðu
þér þá frekari upplýsinga á skrifstofu hjúkr
unarforstjóra, starfsmannaþjónustu.
Sími 396600/358.
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, aðstoðar-
fólk: Lausar eru stöður á hinum ýmsu
deildum spitalans. Nánari upplýsingar eru
gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, starfs-
mannaþjónustu, sími 696600/358.
Læknaritari - afleysing
Læknaritari óskast á skurðlækningadeild til
afleysinga um nokkurra mánaða skeið. Hluta-
starf kemur til greina.
Upplýsingar gefur læknafulltrúi í síma
696468.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi óskast að geðdeildum Borg-
arspítalans. Starfsreynsla æskileg.
Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi í síma
13744.
Aðstoðarlæknar
Tvær stöður reyndra aðstoðarlækna (superk-
andidata) við lyflækningadeild eru lausar til
umsóknar og veitast frá og með 1. janúar
1988 eða samkvæmt samkomulagi til eins árs.
Umsóknir sendist til yfirlæknis lyflækninga-
deildar fyrir 1. desember nk. og hann veitir
jafnframt upplýsingar um stöðurnar.
Viltu verða þjónn?
Nema vantar.
Upplýsingar á staðnum kl. 5-7 næstu daga.
~r4Íf|STAURANT
Erlend viðskipti
Fjármálafyrirtæki á alþjóðasviði vill ráða
fulltrúa í erlendum viðskiptum.
Starfið er laust um áramót en beðið verður
eftir hæfum umsækjanda lengur.
Viðkomandi þarf að hafa:
★ Verslunarmenntun.
★ Mikla enskukunnáttu
★ Tölvukunnáttu
Reynsla í bankastörfum æskileg.
Starfsþjálfun fer að hluta til fram erlendis.
Góð laun og góð vinnuaðstaða í boði.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem trúnaðarmál.
Eigin umsóknir er tilgreini aldur, menntun
ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar
fyrir 12. nóv. nk.
Guðni ÍÓNSSON
RÁÐC]ÖF.& RAÐN l NCARNÓn LlsTA
TÚNG0TU 5. ÍOI REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SIMI 621322
Ritari
Lyfjaeftirlit ríkisins óskar eftir ritara í hálft
starf. Reynsla í vinnu með tölvu og ritvinnslu
nauðsynleg.
Umsóknir sendist Lyfjaeftirliti ríkisins fyrir
15. nóvember 1987.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður
Lyfjaeftirlitsins i síma 28455.
Lyfjaeftirlit ríkisins,
Laugavegi 116,
150 Reykjavík.
Hálsdagsstörf í níu
mánuði
Félagasamtök óska eftir starfsmanni á skrif-
stofu sína frá 1. janúar nk. til 1. september
1988. Starfið er fjölbreytt og krefst þess að
viökomandi geti starfað sjálfstætt. Vinnutími
er frá kl. 9-12. Góð laun í boði.
Vinsamlegast sendið umsóknir í pósthólf
5285, 125 Reykjavík, fyrir 17. nóvember nk.
öllum umsóknum verður svarða.
Þrjár stöður
á Veðurstofu íslands
eru lausar til umsóknar.
1. Staða deildarstjóra við snjóflóðavarnir.
Umsækjandi þarf að hafa „Master" próf
i veðurfræði eða jarðeðlisfræði eða sam-
svarandi menntun.
2. Staða fulltrúa á skrifstofu Veðurstofunnar.
Umsækjandi þarf að hafa góða íslensku-
kunnáttu og æfingu í vélritun. Kunnátta
í ensku og einu Norðurlandamáli æskileg.
3. Staða rannsóknarmanns hjá Veðurstof-
unni á Keflavíkurflugvelli.
Umsækjandi þarf að hafa lokið sam-
ræmdu prófi eða samsvarandi menntun.
Búseta í Keflavík eða Njarðvíkum áskilin.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist samgöngu-
ráðuneytinu fyrir 20. nóvember 1987.
Veðurstofa íslands.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Auslurlandi
Stólpi
verndaður vinnustaður, Egilsstöðum
Staða forstöðumanns við vinnustaðinn
Stólpa er laus til umsóknar. Áhersla er lögð
á að umækjandi hafi áhuga á eða hafi starf-
að með andlega eða líkamlega fötluðu fólki
og hafi reynslu á sviði verkstjórnunar. Ráðn-
ingartími er sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendast svæðisstjórn
Austurlands, Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum
fyrir 17. nóvember nk.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í
símum 97-11833 og 97-11443 alla virka daga
frá kl. 13.00-17.00.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra Austurlandi.
Útlitshönnuður
Fyrirtækið er eitt af stærstu iðnfyrirtækjum
landsins, staðsett í Reykjavík.
Starfssvið hönnuðar: Umbúðahönnun,
hönnun og gerð merkimiða og eyðublaða,
texta- og auglýsingagerð og ýmis önnur að-
stoð við sölu- og markaðsdeild fyrirtækisins.
Við leitum að manni með menntun á framan-
greindu starfssviði. Starfsreynsla æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir
merktar: „Útlitshönnuður“ til Ráðningar-
þjónustu Hagvangs hf. fyrir 20. nóvember nk.
Hagvangurhf
Grensósvegi 13
Reykjavík
Sími 83666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir
Bókhaldsþjónusta
Sölustarf
Óskum að ráða starfskraft til sölustarfa.
Starfið er fólgið í eftirfarandi:
1. Sala notaðra bifreiða.
2. Frágangur pappíra því fylgandi.
Skilyrði fyrir ráðningu ar:
1. Reynsla.
2. :3jónustulund.
3. Góð og örugg framkoma.
4. Samstarfsvilji.
5. Reglusemi og góð umgengni.
6. Meðmæli.
Vinnutími ar frá 9.00-19.00 alla virka daga
og 10.00-16.00 annan hvern augardag.
Skriflegar umsóknir ásamt ineðmælum
sendist iil okkar fyrir 13. nóvember nk.
merktar: „Starfsumsókn - sölustarf1'.
Upplýsingar um ofangreint starf eru ekki
gefnar í síma.
Öllum umsóknum verður svarað.
TOYOTA
'& /■/
Nýbýiavegi 8,
. 200 Kópavogi.
Vélstjóri á togara
1. vélstjóri óskast sem fyrst á góðan ísfisk-
togara sem gerður er út frá Austfjörðum.
Viðkomandi þarf að geta leyst yfirvélstjóra
af í leyfum. Skipið er með nýjan vélabúnað.
Hægt að útvega húsnæði ef óskað er.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstof-
unni.
Umsóknum um starfið skal skila til Ráðgarðs.
RÁÐGARÐUR
RÁÐNINGAMIÐLUN
NÓATÚNI 17,105 RTYKJAVlK, SÍMI (91)686688