Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 mun Bridssamband íslands gangast fyrir árlegri stofnanakeppni/fyrir- tækjakeppni í bridssveitakeppni, laugardaginn 21. nóvember, sunnu- daginn 22. nóvember og þriðjudag- inn 24. nóvember. Fyrirkomulag er Monrad, 9 leikir og 8 spil milli sveita. Rétt til þátttöku í stofnana- keppni BSÍ hafa félög og stofnanir sem reka atvinnu og hafa föstum starfsmönnum á að skipa. Þá mega einnig taka þátt félög sjálfstætt starfandi manna, ef starf þeirra er að jafnaði rekið af þeim einum sér án þess að það sé innan fyrirtækja með öðrum samsvarandi aðilum. í hverri sveit mega spila þeir starfs- menn sem eru í föstu starfi að hluta eða öllu leyti hjá stofnun eða fé- lagi, á þeim tíma sem keppni fer fram. Komi upp ágreiningur um túlkun reglna þessara sker stjóm BSÍ úr. Skráning stendur yfir á skrif- stofu Bridssambandsins (s: 689360 Ólafur). Keppnisgjald pr. sveit er kr. 7.500. Heimilt er að senda fleiri en eina sveit frá hverju fyrirtæki, enda séu þær auðkenndar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ. Bridsdeild Barðstrend- ing'afélagsins Ingólfur Lilliendahl og Sigrún Jónsdóttir sigruðu í tvímennings- keppninni eftir hörkukeppni sem lauk sl. mánudag. Lokastaðan: Ingólfur — Sigrún 863 Kristín Pálsdóttir — Vilhelm Lúðvíksson 860 Kristján Ólafsson — Stefán Ólafsson 854 Friðjón Margeirsson — ValdimarÞorleifsson 841 Garðar Jónsson — Ingimundur Guðmundsson 820 Hraðsveitakeppni hefst 9. nóv- ember og eru væntanlegir þátttak- endur hvattir til að láta skrá sig strax, en skráningu lýkur á sunnu- dag. Hringið í síma 685762 (Krist- inn) eða síma 32482 (ísak). Vesturlandsmót í sveitakeppni Undankeppni Vesturlandsmóts í sveitakeppni verður haldin á Akra- nesi 21,—22. nóvember nk. Spilaðar verða 14 32ja spila leikir (eftir þátt- töku), allir við alla. 4 efstu sveitim- ar úr undankeppninni leika svo til úrslita um Vesturlandsmeistaratit- ilinn í bytjun næsta árs. Þetta mót er opið öllum bridsspil- urum á Vesturlandi og þurfa þátttökutilkynningar að hafa borist í síðasta lagi-15. nóv. í síma 11080 (Einar). Núverandi Vesturlandsmeistari í sveitakeppninni er sveit Inga Stein- ars Gunnlaugssonar, Akranesi. Bikarkeppni sveita á Vesturlandi Skráning er hafin í bikarkeppni sveita á Vesturlandi. Þátttökutil- kynningar þurfa að hafa borist í síma 11080 (Einar) í síðasta lagi 22. nóvember, en þá verður dregið í fyrstu umferð. Núverandi bikarmeistari Vestur- lands í sveitakeppni er sveit Þóris Leifssonar, Borgarfirði. Brids Arnór Ragnarsson Ársþinjj Bridssam- bands Islands Bridssamband íslands hélt árs- þing sitt laugardaginn 31. október. Þingið var vel sótt af fulltrúum þeirra 47 félaga, sem aðild eiga að Bridssambandi Islands. Fráfarandi forseti sambandsins, Björn Theodórsson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og var Jón Steinar Gunnlaugsson Reykjavík, kjörinn forseti í hans stað. Aðrir í stjóm voru kjömir: Til 1 árs: Esther Jakobsdóttir, Frímann Frímannsson og Jón Baldursson. Til 2 ára: Sigmundur Stefánsson, Sigurður B. Þorsteinsson og Þórar- inn Sófusson. í varastjóm: Bjöm Pálsson, Bogi Sigurbjömsson og Einar Guðmundsson. Fram- kvæmdastjóri er Ólafur Lárusson. Skipað hefur verið í fastanefndir innan stjómar. L dómnefnd eiga sæti: Hermann Lárusson, Jakob R. Möller og Páll Bergsson. Til vara: Björgvin Þorsteinsson, ísak Öm Sigurðsson og Ragnar Magnússon. í meistarastjganefnd eiga sæti: Bjöm Eysteinsson, Jón BaMursson og Sævar Þorbjömsson. í móta- nefnd eiga sæti: ísak Öm Sigurðs- son, Ólafur Lárusson og Sigmundur Stefánsson. í laga- og keppnis- reglnanefnd eiga sæti: Björgvin Þorsteinsson, Haukur Ingason og Jakob R. Möller. Á þinginu var samþykkt sú breyt- ing á undanrásum Islandsmótsins í sveitakeppni, að fjölga sveitum úr 24 í 32 og verður sem fyrr spilað í fjórum riðlum (8 sveitir í hveijum riðli). Þetta þýðir að undankeppnin lengist að mun og hefst því fimmtu- daginn 10. mars og verða spilaðar sjö umferðir (í framhaldinu tvær á föstudegi, tvær á laugardegi og tvær á sunnudegi). Skv. útreikn- ingsreglum BSÍ, til íslandsmótsins Fyrrverandi forseti Bridssambands íslands, Björn Theodórsson, og nýkjörinn forseti sambandsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, spila gegn Sverri Kristinssyni og Ingvari Haukssyni hjá Bridsfélagi Reykjavíkur. í sveitakeppni, eiga svæðin þá eftir- talinn „kvóta": Reykjavík 7 sveitir og 7 sveitir frá fyrra ári: alls 14 sveitir. Reykjanes 3 sveitir og 0 frá fyrra ári: alls 3 sveitir. Suðurland 3 sveitir og 0 frá fyrra ári: alls 3 sveitir. Austfirðir 3 sveitir og 0 frá fyrra ári: alls 3 sveitir. Norðurl. eystra 3 sveitir og 0 frá fyrra ári: alls 3 sveitir. Norðurl. vestra 2 sveitir og 0 frá fyrra ári: alls 2 sveitir. Vestfirðir 1 sveit og 0 frá fyrra ári: alls 1 sveit. Vesturland 2 sveitir og 0 frá fyrra ári: alls 2 sveitir. íslandsmeistarar 1 sveit. Samtals því 32 sveitir og til vara: 1. varasveit frá Vestfjörðum. 2. varasveit frá Reykjavík. 3. vara- sveit frá Norðurlandi vestra og 4. varasveit frá Reykjanesi. Skipan sveita, nöfn og greiðsla verður að hafa borist mótanefnd Bridssambandsins ekki síðar en mánudaginn 22. febrúar 1988. Eru talsmenn svæðasambands beðnir um að taka þessa ábendingu til athugunar vegna undankeppni í héraði. Einnig var samþykkt tillaga til stjórnar þess efnis að Bridssam- bandið kannaði að ráða starfsmann í hlutastarf til að sinna útbreiðslu- og kennslumálum. Árgjald var samþykkt óbreytt til áramóta (kr. 25 pr. spilara) en hækkar í kr. 30 eftir áramót. Fram kom að fundarmenn voru mjög ánægðir með frammistöðu landsliðsins á síðasta Evrópumóti, þar sem herslumuninn vantaði að okkar menn næðu verðlaunasæti. Á næsta ári mun Bridssamband Is- lands halda Norðurlandamótið í opnum flokki og kvennaflokki og Electrolux útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar með verulegum afslætti ! Afsláttur kr. TR 1178 Tvískiptur kælir/frystir 12.500,- TR 1076 Tvískiptur kælir/frystir 10,000,- TF 966 Frystiskápur RP 1185 Kæliskápur RP 1348 Kæliskápur 10.000,- 7.500,- 9.400,- Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 að auki taka þátt í Ólympíumótinu sem spilað verður á Italíu haustið 1989. Að auki mun sambandið senda lið til þátttöku í Evrópumót yngri spilara sem haldið verður í Austurríki næsta sumar. Reikningar sambandsins voru lagðir fram og er staða sambands- ins þokkaleg. Helstu framkvæmdir, utan þátttöku í mótum á erlendri grundu eru húsakaupin að Sigtúni 9. Hafa þau gengið skammlaust með stuðningi hreyfingarinnar. Al- mennur rekstur hefur gengið mjög vel og eru umtalsverðar hreyfingar milli ára á einstökum tekjuliðum. I heild má segja að útlitið sé gott, enda brids sem íþrótt og fé- lagsíeg afþreying í mikilli sókn. (Fréttatilkynning frá BSÍ.) Opna Stórmótið í Sandgerði Þær breytingar hafa orðið á Stór- móti Bridsfélagsins Muninri í Sandgerði, að verðlaun verða sem hér segir: 1. verðlaun: Ferð með Samvinnuferðum/Landsýn að verð- mæti 40.000 kr., 2. verðlaun: Ferð með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 30.000 og 3. verðlaun kr._ 15.000, allt pr. par. í ljósi þessara breytinga á verð- launum, er pörum heimilt að sleppa þátttökurétti, áður skráðum pörum og verða þau jað hafa samband við skrifstofu BSÍ fyrir fimmtudaginn 12. nóv. Að öðru leyti eru hlutir við það sama þ.e. 32 pör, barometer m/2 spilum milli para og spilamennska hefst kl. 10 árdegis. Keppnisstjóri verður Ólafur Lárusson. Landsbikarkeppnin Sökum tafa á skilum gagna frá einstökum félögum, hefur útreikn- ingur tafist lítillega, en fljótlega í næstu viku munu endanleg úrslit liggja fyrir. Ljóst er að vel yfir 300 pör tóku þátt í Landsbikarkeppninni í tvímenningi, þar sem sömu spil voru spiluð um land allt. Er það mun meiri þátttaka en á síðasta ári og gleðilegt hvað landsbyggðarspil- arar hafa tekið vel í þessa keppni. Stofnanakeppni/fyrir- tækjakeppni Bridssam- bandsins Eins og fram hefur komið áður Frá keppni hjá Bridsdeild Rangæingafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.