Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
dýranna góð á leiðinni, ferðin til
Hafnarfjarðar tók 20 tíma. Þegar
þangað var komið voru dýrin sett
í háhymingalaug í Sædýrasafninu
og voru þau hress og tóku strax
fæðu sem bendir til þess að þeim
hafí liðið vel á leiðinni.
Löggæsla verður allan sólar-
hringinn í Sædýrasafninu og tjáði
Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri
í dómsmálaráðuneytinu fréttaritara
Morgunblaðsins að þeir hefðu verið
látnir vita af tilteknum aðilum sem
hann vildi ekki greina frá hveijir
eða hvaðan væru, að þama væri
hugsanleg hætta á ferðum um
skemmdarverk. Hann neitaði því
ekki að þeir hefðu einnig heyrt um
yfirlýsingar erlendra öfgasamtaka
í erlendum fjölmiðlum um að þau
létu þessar háhymingaveiðar við
Island ekki afskiptalausar. Að sögn
Helga Jónassonar verður einn af
bandarísku sérfræðingunum, Jim
Jeffry, eftir hér á landi og mun
hann annast dýrin í Sædýrasafninu
og þjálfa þau. Helgi sagði að það
stæði til að hafa dýrin til sýnis fyr-
Sjö menn stóðu yfír
dýnmum alla leiðina
Háhyrningamir fangaðir í kerinu á Seyðisfirði. Morgunbiaðið/Magnús Reynir Jónsson
Flutningur háhyrninganna frá Seyðisfirði:
ir almenning hluta úr degi. Hann
sagðist vera mjög ánægður með
hvemig tii hefði tekist með flutning-
ana suður, einnig sagði hann að öll
aðstaða á Seyðisfirði væri mjög góð
og öli fyrirgreiðsla og aðstoð heima-
manna hefði verið til fyrirmyndar
og hann vildi færa björgunarsveit-
armönnum á Seyðisfirði sérstakar
þakkir fyrir þeirra aðstoð.
Helgi sagði að það hefði enn
ekki verið sótt um innflutningsleyfí
fyrir dýrin vegna þess að ekki væri
búið að fá kaupendur og það væri
rangt sem komið hefði fram í fjöl-
miðlum að búið væri að sækja um
innflutningsleyfi einhverstaðar og
það ekki fengist.
En Helgi sagðist vera í sambandi
við kanadískt fyrirtæki sem sér-
hæfði sig í sölu á dýmm í dýragarða
víðsvegar um heiminn og hann von-
aðist til að geta selt þau þar í gegn.
Hann sagði að söluandvirðið yrði
notað til að greiða upp skuidir
þrotabús Sædýrasafnsins og síðan
væri fyrirhugað að endurreisa það
og koma upp sjávardýrasafni.
Fréttaritari Morgunblaðsins hitti
Þorvald Jóhannsson bæjarstjóra á
Seyðisfirði og sagði hann að það
hefði nú sýnt sig að gott væri að
stunda háhymingaveiðar við Seyð-
• isfjörð og hann vonaðist til að þessir
aðilar fengju að vera í friði fyrir
öfgasamtökum, því hann sagðist
líta svo á að þetta hlyti að vera
hvalarannsóknum til góðs. Öll fram-
koma og samskipti þessara háhym-
ingaveiðimanna við Seyðfirðinga
væri til fyrirmyndar, sagði Þorvald-
ur.
— Garðar Rúnar
Seyðisfirði.
TVEIR stórir flutningabOar
lögðu af stað frá Seyðisfirði upp
úr klukkan fimm síðastliðinn
mánudag og var ferðinni heitið
til Hafnarfjarðar. Farmurinn var
fjórir háhymingar og sjö menn,
þar af þrír bandarískir háhyrn-
ingasérfræðingar sem eru vanir
að flytja þessi dýr. Allir voru
mennirnir á vegum fyrirtækisins
Fauna sem er sjálfseignarstofn-
un sem yfirtók þrotabú Sædýra-
safnsins í Hafnarfirði. Fauna
hafði leyfi sjávarútvegsráðu-
neytisins tíl að veiða fjóra
háhyrninga á þessu ári og var
það Guðrún GK sem veiddi há-
hyrningana.
Það er um vika síðan háhyming-
amir voru veiddir og hafa þeir verið
geymdir í þró á Seyðisfírði þar til
nú og hafa þrír bandarískir sérfræð-
ingar verið á vegum Fauna fyrir
austan alveg frá því að dýrin veidd-
ust og gætt þeirra, gefið þeim að
borða og séð til þess að þeim líði
sem best. Auk þess hefur björgun-
arsveitin á Seyðisfírði staðið vakt
allan sólahringinn vegna þess að
forráðamenn Fauna vom hræddir
við skemmdarverkastarfsemi öfga-
manna.
Helgi Jónasson forsvarsmaður
Fauna sagði í samtali við fréttarit-
ara Morgunblaðsins að þessir
bandarísku sérfræðingar hefðu ver-
ið fengnir til landsins um leið og
fyrsti háhymingurinn veiddist og
hefðu þeir verið komnir á Seyðis-
§örð sama dag. Það vom þessir
Bandaríkjamenn sem undirbjuggu
dýrin undir flutningana, þau vom
sett í sérsmíðuð háhymingabúr sem
smíðuð vom í Hafnarfírði. Dýrin
em sett á segldúk sem síðan er
hengdur í þessi búr, sjór er settur
í búrin upp á mið dýr, þannig að
þau em hálf fljótandi í búmnum.
Tvö búr vom höfð í hvomm bíl og
vom fjórir menn í öðmm bflnum
en þrír í hinum sem stóðu yfír dýr-
unum alla leiðina til þess að þeim
liði sem best. Það þurfti að hella
stöðugt sjó yfir þann hluta af dýmn-
um sem upp úr stóð og fylgjast
með öndun þeirra. Að sögn þessara
háhymingasérfræðinga var líðan
Dýrunum lyft upp úr kerinu við upphaf flutnings að austan.
Landið og umheimurinn - fréttir af hvorutveggja færir Sjónvarpið þér beint
og milliliðaiaust. Með gervihnattasambandi við allar heimsálfur er tryggt að
fréttir dagsins eru alltaf splunkunýjar.
Það er staðreynd að fréttatímar, fréttaskýringa- og umræðuþættir
Sjónvarpsins njóta vinsælda og virðingar um allt land og stöðugt er unnið að
því að bæta við nýjum og áhugaverðum þáttum. Nú hefurtveimur nýjungum
verið hleypt af stokkunum:
Nýr fréttatími, kl. 18.50 alla daga.
Brotið til mergjar, á laugardögum kl. 19.30. Þar eru teknar fyrir fréttir
vikunnar og þau mál sem hæst hefur borið.
Fylgstu með, í Sjónvarpinu er alltaf eitthvað títt.