Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 44
44 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Borgarnes: Afmælistónleikar Tón- listarskóla Borgarfjarðar Theodór Kr. Þórðarson Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar á lokatónleik- um í Borgarneskirkju sfðastliðið vor. Borgurnesi. TÓNLISTARSKÓLI Bogarfjarð- ar heldur afmælistónleika í Borgarneskirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl. 21.00. Eru tón- leikarnir haldnir í tilefni 20 ára afmælis skólans, sem tók til starfa haustið 1967. Á dagskrá tónleikanna verður ^meðal annars kórsöngur Kirkjukórs Hvanneyrar og einnig munu nokkr- ir fyrrum nemendur skólans, sem haldið hafa áfram á tónlistarbraut- inni, koma fram og þá munu nokkrir af kennurum skólans flytja tónlist. Að sögn Björns Leifssonar, skólastjóra Tónlistarskóla Borgar- fjarðar, voru nemendur aðeins 39 fyrsta starfsár skólans, en í dag eru þeir 203 talsins. Tólf kennarar eru við skólann í dag. Öll sveitarfélög Mýra- og Borgarfjarðarsýslu standa að rekstri skólans í samein- ingu ásamt ríkissjóði. Kennsla fer fram á fimm stöðum í héraðinu, Andakflsskóla, Heiðarskóla, á -Kleppjámsreykjum, Varmalandi og Borgamesi. Flestir nemendanna læra á píanó eða rúmlega helming- ur, en auk þess er kennt á orgel, harmonikku, fíðlu, gítar, blokk- flautu og önnur blásturshljóðfæri. Önnur tónlistarstörf sem að tengj- ast skólanum em að Grunnskóli Borgamess og tónlistarskólinn hafa staðið saman að rekstri lúðrasveitar frá 1981 og nokkrir kennarar eru einnig organistar og kórstjórar í héraðinu. Starf tónlistarskólans er samofíð gmnnskólum héraðsins og ljá þeir húsnæði undir kennsluna. Að sögn Bjöms Leifssonar var 10. nóvember valinn fyrir afmælistón- leikana til að heiðra minningu Ólafs heitins Guðmundssonar, organista á Hvanneyri, sem var einn aðal- hvatamaður að stofnun Tónlistar- skóla Borgaifyarðar. TKÞ Nemendur á lokatónleikunum. Fjölskylduskemmtun með Ladda í Gamla bíói NVSV: Náttúru- og umhverfis- verndarsýning barna í Selásskóla skoðuð ÞÓRHALLUR Sigurðsson, Laddi, efnir _ til fjölskyldu- skemmtunar í íslensku óperunni í Gamla bíói dagana 12. til 15. nóvember næstkomandi. Á skemmtununum verður Laddi með valin atriði ur skemmtidag- skrám sem hann hefur sviðsett í Súlnasal á Hótel Sögu undan- farna tvo vetur. Sýningar Ladda í íslensku óper- unni verða á fimmtudag klukkan 21, á föstudag og laugardag klukk- an 21 og 23.30 og á sunnudag klukkan 21. Á sýningunum koma fram margar þjóðfrægar persónur, sem Laddi heftir túlkað á undan- fömum árum og má þar nefna Skúla rafvirkja, Eirík Fjalar, Olla úr Heilsubælinu, Bjama Fel, kínverska kokkinn; Reyni aum- ingja, Móa gamla, Omar tannlækni úr Litlu hryllingsbúðinni og fylli- byttuna svo nokkrir séu nefndir. Ladda til aðstoðar á sýningunum verða Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson og Haraldur Sigurðsson auk dansara. Morgunblaðið/Þorkell Þórhallur Sigurðsson. Lukta-Gvend- ur í bflinn BLOSSI sf. hefur hafið innflutn- ing á sjálfvirkum ljósarofa í bifreiðar. Tæki þetta er raf- eindatæki, sem kveikir og slekk- ur sjálfkrafa ljós ökutækisins. Blossi hefur valið tækinu nafnið Lukta-Gvendur. Logi Runólfsson, framkvæmda- stjóri Blossa sf., sagði að fyrirtækið hefði hafíð innflutning á tækinu þar sem á næsta ári verði skylt sam- kvæmt lögum að aka með ljósin kveikt allt árið um kring. „Það má búast við að margir gleymi að kveikja ljósin eða slökkva þau, sem veldur því að bfllinn verður raf- magnslaus," sagði Logi. „Því bjóðum við fólki þetta tæki, sem er tengt við rafkefí bflsins. Ég vil taka fram að ljósin kvikna ekki á meðan startað er, heldur ekki fyrr en stigið er é bremsu eða sett í gír. Þannig taka þau ekki rafmagn, en þau loga síðan þar til drepið er á bflnum." Lukta-Gvendur er svipaður að þyngd og umfangi og sígarettu- pakki og er festur undir mælaborð bifreiða. „Samkvæmt kanadískum könnunum fækkar umferðaróhöpp- um um allt að 32% ef ljósin eru notuð allan sólarhringinn," sagði Logi. „Þess vegna er Lukta-Gvend- ur framlag okkar til umferðarör- yggis." Náttúruvemdarfélag Suðvest- urlands fer í kynnisferð f Selás- skóla við Selásbraut sunnudag- inn 8. nóvember kl. 14.00. Skoðuð verður náttúru- og umhverfis- verndarsýning sem börnin í skólanum hafa unnið að. í samvinnu við foreldraráð Selás- skóla stendur NSVS fyrir heimsókn á sýningu á verkefnum sem 6-12 ára böm í skólanum hafa unnið að. Á sýningunni lýsa þau í texta og myndum hvað náttúru- og um- hverfísvemd er frá þeirra sjónar- hóli. Einnig verður sýnt myndband og nokkrar skyggnur frá undirbún- ingi sýningarinnar. Kynnisferðin tekur um einn og hálfan tíma og em allir velkomnir. r Opernunnendur ÓPERUKVÖLD ÖLL SUNNUDAGS- KVÖLD í VETUR Ikvöld SOFFÍA HALLDÓRSDÓTTIR Borðapantanir í síma 29499 RESTAURANT LÆKJARGÖTU 2, II HAÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Nokkrar af þeim myndum sem eru á sýningunni í Selásskóla. Þetta eru myndir er sýna umhverfis- og náttúruvernd frá sjónarhóli barn- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.