Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 42
42 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
fclk í
fréttum
Lou Diamond Phillips skaust
upp á stjömuhimininn með
feiknahraða á árinu þegar hann
lék í kvikmyndinni „La Bamba“
sem er sýnd við miklar vinsældir
hér á landi sem annars staðar. í
myndinni leikur hann Richie Va-
lens sem kom þremur lögum á
topp vinsældalista vestanhafs áð-
ur en hann lést, en hann varð
aðeins 17 ára.
Lou er maður á miðjum þrítugs-
aldri og aukinheldur nýgiftur.
Hann er fæddur á Filippseyjum
og er af fiiippeyskum, hawaiísk-
um og indjánaættum. Hann
fluttist til Bandaríkjanna þegar
hann var tveggja ára. Hann hefur
lokið háskólaprófi i leiklist, kennt
kvikmyndaleik og leikið aukahlut-
verk í hinum virtu framhalds-
myndaflokkum „Dallas" og
„Miami Vice“. í „Dallas" var hann
í gerfi ótínds glæpamanns sem
rændi Súe Ellen og í „Miami Vice"
Iék hann lögreglumann sem var
skotinn niður.„Einkennandi fyrir
þau hlutverk sem innflytjendur
frá Rómönsku-Ameíku og Asíu
fá,“ segir hann.
En svo var hann valinn til að
leika Richie Valens úr hópi 500
umsækjenda. „La Bamba“ mark-
ar tímamót, því hún fjallar um
spænskumælandi mann og leikar-
amir eru það flestir.
Fyrir hlutverkið neyddist Lou
til að þyngja sig um heil átta kíló
Lou Diamond Phillips
La Bamba
var að gera
mig vitlausan
Lou í gerfi Richie Valens.
og læra á gítar. „Það blæddi úr
fingrunum og heil fimm húðlög
hreinlega flysjuðust af þegar ég
æfði mig,“ segir hann. „En það
sem verra var, ég þurfti að kunna
öll lögin sem ég læst syngja í
myndinni utanað. Ég var neyddur
til að ganga með lögin glymjandi
í eyrunum daginn út og inn, ég
var farinn að vakna um miðjar
nætur, gólandi „La Bamba". Þetta
var að gera mig vitlausan.
Það var svo í júní síðastliðnum
sem Lou festi ráð sitt. Su heppna
heitir Julie Cyphers og er 22 ára
aðstoðarleikstjóri. Þau eru bæði
afar framagjöm og láta sig eigin
frama mestu varða, „við höfum
ekki upp nein áform um að stofna
§ölskyldu. Fyrst er það Óskarinn,
síðan getum við farið að hugsa
um að eignast böm.“
Phíllips hjónakomin setia fmm
seqa framann ofar öllu öðm
LÍSA BONET
Fyrirmyndarstúlkan
í furðu-
fótum
Já en Lísa þó, hvað er að sjá
útganginn á þér, hrópuðu
vinir og velunnarar kvik-
myndadísarinnar og sjónvarps-
stjömunnar Lísu Bonet þegar
hún birtist í þessari múderingu
á verðlaunaafhendingu MTV
sjónvarpsstöðvarinnar. Lísa,
sem er þekktust fyrir leik sinn
í þáttunum um Fyrirmyndar-
foðurinn, þykir hafa tekið
gagngerum breytingum síðan
hún hóf sjálfstæðan leikferil
sinn utan þáttanna. Hún var
sögð vera feimin stúlka og hlé-
dræg, en sýndi á sér alveg nýja
hlið á áðumefndri verðlaunaaf-
hendingu. Skýringuna er ef til
vill að finna hjá nýja kærastan-
um hennar, honum Scott Kraft.
Scott þessi er ljóshærður, 26
ára og hitti sína heittelskuðu í
veislu í Hollywood. Þau hjónale-
ysin þekktust fyrir, en máttu
ekki vera að því að líta á hvert
annað fyrr en í téðri veislu.
„Það bara heyrðist „klikk",
þegar við hittumst" segir Lísa
og bætir síðan við dreymin á
svip „hann hefur gefið mér allt
sem mig dreymir um og ég er
svo hamingjusöm."
Lísa í uppsveiflu.
FANGELSI
Hlaupandi
vegfarendur
verða
líka að
fara eftir
umferðar-
lögunum
Það kannast líklega fáir við
nafnið Sture Leksell utan hei-
malands hans Svíþjóðar. Nema ef
til vill fangelsisyfirvöld í smábæ
einum á Fjóni. Þar eyddi hann
nefnilega sólarhring bak við lás og
slá í síðasta mánuði. Sture þessi
er fyrrverandi landsliðsmaður í
íshokkí og hefur nú að undanförnu
stundað langhlaup til að halda sér
í formi. Það er að segja þar til hon-
um varð á að hlaupa yfir á rauðu.
Umferðarlögreglan danska er vel á
verði og handtók Sture þegar og
færði hann á lögreglustöðina þar
sem hann var dæmdur í tveggja
daga fangelsi. Hann var látin laus
sólarhring síðar, fyrir góða hegðun.
„Þarna hljóp ég yfir á rauðu,
mér sýndist græni kallinn lýsa,“
segir Sture sposkur á svip.