Morgunblaðið - 08.11.1987, Side 10

Morgunblaðið - 08.11.1987, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 HVANNDALUR EIN EINANGRAÐASTA BYGGÐ LANDSINS FYRRÁÖLDUM LÁGLENDI Hvanndals er um þrír f erkílómetrar að flatarmáli. Lítll á rennur f ram úr dalnum og skipt- ir undirlendinu í tvennt. Meö sjávarbökkum eru valllendísgrundir en þar fyrir ofan mjótt mýrar- sund upp að ásabelti sem girðir dalinn þveran og er það sýnilega gaml- ar jökulöldur. Dalurinn er allgrösugur og eru þar mýrarsund, valllendis- brekkur og blómgresis- lautir en aðalbláberja- lyng og bláberjalyng um neðanverðar hlíðar. Ferðafólk flkrar sig niður í Stekkjarvík. in er ófær. Allar þessar leiðir eru erfiöar og glæfralegar yfirferðar og yfir veturinn eru þær illfærar eða alveg ófærar. Ekkert var er fyrir mynni Hvann- dala né nokkurt skjól fyrir opnu hafi. Meðfram öllum sjónum eru háir klettar svo að sjávargatan þar er næsta torgeng og sjaldan brimlaust með öllu. Frá sjó er því ekki hægt að komast á Hvann- dali nema vindur sé suðlægur eða alveg logn. Á þessum slóð- um eru norðan- og norðaustanátt ríkjandi vindáttir og því er sjóleið- in til Hvanndala yfirleitt ófær. Helsti lendingarstaðurinn heitir Stekkjarvík en þó má einnig lenda í Pálsvík, Landsendavík, Bæjarvík og Þórhildarvogum. Á þessum stöðum hefur verið komið fyrir keðjum neðan úr fjöru upp á bakkann og án þeirra er mjög erfitt að komast upp, sérstaklega í hálku. Uppi á bakkanum, vestan við á, var reist skipbrotsmanna- skýli áriö 1948 en sem betur fer hefur ekki þurft að nota skýlið ennþá. Myndin var tekin á Hvanndölum í vor þegar hjörð ións bónda 6 Syðri-Á var rúin. Bæjarrústir má sjá beggja vegna Hvann- dalaár en sagt er að flytja hafi orðið bæinn vestur fyrir á því að á akrinum fyrir austan hana gat fólk ekki dáið. Alla tíð síðan heit- ir undirlendið fyrir austan á Ódáinsakur. Helstu hlunnindi Hvarindala- bænda hafa verið sauðfjárbeit og heyskapur. Einnig eggjataka sem var mikil búbót og reki. í Jarðar- bók Árna og Páls er þess getið að selveiöi hafi verið mikil á Hvanndölum. Bændur entust ekki lengi á Hvanndölum Vitað er að á Hvanndölum var búið á 17. öld og fram undir 1680. Líklegt er að þar hafi einn- ig veriö búið á árunum 1730 - 1750 en eftir 1750 eru þeir í eyði til 1808. Þá hefst byggð á Hvanndölum á ný og helst fram eftir öldinni þó fæstir bændur hafi enst þar lengi og mörg ár inn á milli hafi enginn búið þar. Síöasti bóndinn á Hvanndölum hét Siguröur Sveinsson og keypti hann kotið 1894. Árið 1896 seldi hann það Hvanneyrarhreppi fyrir 200 krónur. Hvanneyrarhreppur seldi svo Jóni Guðmundssyni bónda á Syöri-Á í Ólafsfirði jörö- ina fyrir sama verð árið 1909 og í dag eru Hvanndalir í eigu niðja hans. í heyskap á Hvanndölum Þó Hvanndalir færu í eyði þá nýttu bændur á Syðri-Á sér jörð- ina áfram. Þar var heyjað á hverju sumri, síðast upp úr 1940, og að auki farnar árlegar eggjatöku- ferðrr. Guðrún Þorvaldsdóttir á Hofi í Ótafsfirði hefur sjálf tekið þátt í heyskap á Hvanndölum. Guðrún fæddist árið 1897 í Óiafsfirði en á árunum 1910 - 1914 var faðir hennar bóndi í Héðinsfirði. Guð- rún var á fermingaraldri þegar hún heyjaði á Hvanndölum fyrir föður sinn sem leigði réttinn til að heyja þar af Jóni Guðmunds- soni á Syðri-Á. Guðrún segir að vanalega hafi verið farið gangandi til Hvanndala um Hvanndala- skriður sem þá voru sæmilega greiðfærar. „Við vorum þrjú sem fórum til Hvanndala til aö heyja. Ég man að Jón bróðir minn var annar hinna tveggja, og hann hafði band á mér þegar við fórum Hvanndalaskriðurnar til að bjarga mér ef ég hrasaöi," segir Guðrún. Þegar Guðrún var í heyskap á Hvanndölum var þar enn uppi- standandi kofi frá þeim tíma er Sigurður Sveinsson bjó þar og í þessum kofa bjuggu þau. Hey- skapur á Hvanndölum tók vik- utíma og að honum loknum var heyið látið síga eða því hent nið- ur í fjöru. Þar var því skipaö upp í litla báta sem fluttu það í stærri bát sem venjulega lá skammt fyr- ir utan fjöruna. Af lýsingu Guðrúnar sést glögglega að Hvanndalahey f.efur þótt afar kjarngott. Að auki vantaöi slægju- land í Héðinsfirði og því lagði fólk á sig erfiðar og hættulegar ferðir til Hvanndala og dvöl í einangrun og nokkurri óvissu um hvenær komist yrði tilbaka. Veöursæld og land- gæði en geysileg einangrun Jón Árnason bóndi á Syðri-Á er sonarsonur Jóns Guðmunds- sonar sem keypti Hvanndali árið 1909. Jón segir að á Hvanndölum séu einstök landgæði. „Þar er mikil veðursæld jafnvel í hafáttum því hvassviðrið skellur í bökkun- um og skrúfast upp með þeim þannig að ekki verður vart við neitt uppi," segir hann. Að sögn Jóns er snjólétt á Hvanndölum en gífurleg einangrun. „Það geta liðiö vikur og mánuðir milli þess að fært sé þangaö," segir Jón. Þær leiðir á landi sem eru mannfærar til Hvanndala eru þrjár. Frá Ólafsfirði er hægt að fara um Fossdal sem er austan Hvanndalabjargs, yfir bjargið í Sýrdal og þaðan niður í Hvann- dal. Frá Héöinsfirði má komast úr V?kurdal yfir Víkurbyrðu- í Hvanndal og einnig um Hvann- dalaskriður. Leiðin um Hvann- dalaskriður var fær vegna þess að sauðfé sem þar fór tróð gönguslóða um skriðurnar. í dag fer ekkert sauðfé þar um svo leiö- Sauðkindur sækja áHvanndali Þó mönnum þyki ekki fýsilegt að búa á Hvanndölum gegnir öðru máli um sauðkindur. Þær eru sólgnar í hið góða gras sem þar vex og veðursældina sem ríkir. Því er oft nauðsynlegt að smala á Hvanndölum og flytja sauðfé til Ólafsfjarðar sjóleiðina. Eftir að Hvanndalir fóru í eyði leyfðu bændur á Syðri-Á Ólafs- firðingum að fa.a þangað með lambfé á vorin og þótti mörgum eftirsóknarvert að fara með fé sitt á Hvanndali á hörðu vori. í fyrrasumar gekk ein ær Jóns bónda á Syðri-A á Hvanndölum með tvo hrúta. „Við ætluðum að ná henni í fyrrahaust en það var aldrei hægt að komast þangað vegna kvikíj fyrr en um áramótin. Þá var bakkinn orðinn svo svell- aður að hættulegt hefði orðið að ná henni niður," segir Jón. Að hans sögn gekk kindin af á Hvanndölum um veturinn og um vorið er farið var að huga að henni kom í Ijós að við höfðu bæst hrútur og gimbur. „Segja má að þetta séu hin einu sönnu fjallalömb," segir Jón og bætir því við að fé sem gengið hafi á Hvanndölum beri af öðru fé. „Þessi hjörð mín var vel fram gengin ekki síöur en það fé sem var heima í vetur." Veiöibjölluvarpið nýtt Árni Jónsson var bóndi á Syðri-Á á undan Jóni syni sínum. í tíð Árna var veiðibjölluvarpiö á Hvanndölum nýtt. Á vorin var far- ið þangaö með mikinn mannskap og leitað að eggjum um alla Hvanndali. „Það voru hátíöis- dagar þegar farið var í eggjatúr á Hvanndali," segir Jón, „Við komum oft með 500 - 600 egg heim eftir 12 klukkustunda leið- angur." Veiðibjölluvarpið lagðist af fyrir nokkrum árum og margir telja að þaö hafi gerst vegna ágangs minnks og tófu á Hvann- dölum. Guðrún Þorvaldsdóttir (t.v.) og systlr hennar Slgríður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.