Morgunblaðið - 15.11.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 15.11.1987, Síða 1
260. tbl. 75.árg. SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Arabaríki: Egyptar teknir í sáttaftur Kairó, Reuter. FJÓRAR arabaþjóðir hafa nú tekið upp sljórnmálasam- band við Egypta en því var slitið árið 1979 vegna friðar- samning's Egypta og ísraela. Er hér um að ræða Samein- uðu arabísku furstadæmin, Irak, Marokkó og Kuwait. Á fundi Arababandalagsins í Amman fyrir nokkrum dögum náðist ekki samkomulag um að veita Egyptum aftur að aðild að því en ákveðið var, að aðildarríkj- unum skyldi í sjálfsvald sett hvort þau endumýjuðu stjórn- málaleg samskipti við þá. Ríkis- stjómum í flestum arabaríkjanna fínnst nú kominn tími til að snúa bökum saman vegna yfírgangs og undirróðurs írana, sem hafa kynt undir öfgahreyfingum í löndunum. Sýrlendingar og Líbýumenn standa þó eftir sem áður með írönum í Persaflóa- stríðinu. 0 Stjórnarkreppa á Italíu: Frjálslyndir ijúfa stjórnarsamstarfið Róm, Reuter. GIOVANNI Goria, forsætis- ráðherra á Ítalíu, hefur sagt af sér af sér fyrir sína hönd og stjórnarinnar en í fyrrakvöld ákvað Frjálslyndi flokkurinn að hætta samstarfinu. Francesco Cossiga forseti hefur beðið hann að sitja áfram til bráðabirgða. Fijálslyndir, sem hafa 11 menn á þingi og áttu einn ráðherra, sam- þykktu einróma að hætta stjórnar- samstarfinu vegna ágreinings um Qárlögin fyrir næsta ár. Sagði Ren- ato Altissimo, leiðtogi flokksins, að ekki hefði verið farið eftir starfs- áætlun og stefnu stjórnarinnar og því væri grundvöllur samstarfsins brostinn. Þrátt fyrir brotthvarf Frjálslynda flokksins hefur stjórnin enn meiri- hluta á þingi en stjómmálaskýrend- ur töldu einsýnt, að Goria neyddist til að segja af sér vegna þess, að nú er ekki lengur um að ræða þá stjóm, sem fékk traustsyfírlýsingu þingsins. Francesco Cossiga forseti mun annaðhvort fallast á afsögnina eða fara fram á það við Goria, að hann leiti eftir nýrri traustsyfírlýs- ingu þingsins. Goria myndaði stjómina, þá 47. frá stríðslokum, í júlí sl. eftir fimm mánaða stjómarkreppu og hefur gengið á ýmsu í samstarfínu. Kom ákvörðun Fijálslynda flokksins á óvart því á föstudag virtist sem flokksleiðtogarnir hefðu náð að setja niður deilumar um fjárlögin en í þeim er fallið frá áður boðuðum skattalækkunum. Flokkarnir fjórir, sem enn standa að stjórninni, em kristilegir demókratar, sósíalistar, repúblikanar og sósíaldemókratar. Giovanni Goria Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum: Samningamenn í tímáþröng Washington, Rcuter. VIÐRÆÐUR milli fulltrúa Bandaríkjastjórnar og þingmanna um leiðir til að draga úr fjárlagahalla ríkissjóðs hafa enn ekki skil- að árangri. Samningamennirnir hafa sett sér það markmið að ljúka viðræðunum næsta föstudag og vonast þá til að geta lagt fram áætlun um 30 milljarða dala niðurskurð. Viðræðumar hafa nú staðið í krataflokksins sökuðu Ronald þijár vikur og segjast samninga- mennimir vongóðir um að samkomulag náist fyrir næsta föstudag. Takist það ekki gengur sjálfkrafa í gildi niðurskurðará- ætlun sem hljóðar upp á 23 milljarða dala. Síðasta fimmtudag kom upp ágreiningur er fulltrúar Demó- Reagan Bandaríkjaforseta um að hafa sett fram nýjar kröfur á síðustu stundu. Sögðu þeir forset- ann hafa krafist aukinna fjár- framlaga til vamarmála sem yrðu kostuð með frekari niðurskurði á framlögum hins opinbera til fé- lagsmála. Howard Baker, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, sagði ásakanir þessar tilhæfulausar með öllu því Reagan hefði þvert á móti lýst sig reiðubúinn til að semja um niðurskurð á flestum sviðum. Fjárlagahallinn í Bandaríkjun- um er talinn ein helsta orsök þeirrar ókyrrðar sem verið hefur á fjármálamörkuðum víða um heim að undanfömu. Telja sér- fræðingar að stöðugleika og festu verði ekki komið á fyrr en kynnt- ar verða aðgerðir til að vinna bug á honum. Pólland: Pólitískar umbætur boðaðar Varsjá, Reuter. LEIÐTOGAR Póllands hyggjast svipta hefðbundinni leynd af störfum sínum og dreifa meðal almennings áætlunum um breyt- ingar á þjóðfélaginu og stjórn- málalifinu, sagði Wojciech Jaruzelski hershöfðingi i gær. Flokksþing kommúnistaflokksins hefst siðar i mánuðinum og verða tillöguraar ræddar þar. A óvenjulegum blaðamannafundi með vestrænum fréttamönnum sagði Jaruzelski að í áætlununum fælist aukin sjálfstjóm hvers héraðs, breytingar á kosningalögum, aukið félagafrelsi og breytingar á refsi- og stjómunarlöggjöf. Þann 29. nóvember ganga Pól- veijar til þjóðaratkvæðagreiðsiu um róttækar efnahagsaðgerðir stjórn- valda. I þeim felast miklar verð- hækkanir sem ná eiga til tveggja eða þriggja ára. Leiga, verð á olíu og orku mun samkvæmt því hækka um 140-200% á næsta ári og helstu matartegundir um 110% að meðal- tali. Stjómin hefur fullvissað almenning um að laun verði einnig hækkuð. Astæðan fyrir því að Jamz- elski hyggst nú gefa út áætlanir um pólitískar umbætur er að sögn vest- rænna erindreka sú að hann vill skapa jákvætt andrúmsloft fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um efna- hagsaðgerðimar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.