Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987
29
JWtrgii Útgefandi miritaftife Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Er hægt að ná sáttum
um kjaramál?
að fer lítið fyrir um-
ræðum um kjaramál á
opinberum vettvangi þessa
dagana. Önnur mál eru
meira í sviðsljósinu svo sem
mótun nýrrar fiskveiði-
stefnu. Samt er það svo,
að það skiptir sköpum um
framvindu efnahagsmála á
næstu misserum hvort
tekst að finna sáttaleið við
gerð nýrra kjarasamninga.
Aðilar málsins eru byrj-
aðir að draga víglínurnar.
Ríkisstjórnin hefur frestað
því að leggja á svokallaðan
matarskatt til þess að
greiða fyrir því, sem kallað
er þjóðarsátt. Vinnuveit-
endur hafa fátt sagt en þó
vakið athygli á því, að til
þeirra sé lítið semi ekkert
að sækja. Verkamanna-
sambandið segir tvennt
skipta máli: Annars vegar
að leiðrétta kjör fisk-
vinnslufólks, hins vegar að
draga úr þeim ójöfnuði,
sem skapast hafi í launa-
málum.
Þess verður vart í mál-
flutningi verkalýðsforingj-
anna, að þeir hafi lítinn hug
á að endurtaka „þjóðar-
sátt", þ.e. einhvers konar
samkomulag milli ríkis-
stjómar og aðila vinnu-
markaðar. Jafnframt er
orðinn til nýr pólitiskur
flötur á kjaramálum. Að
loknum landsfundi Alþýðu-
bandalags má gera ráð
fyrir, að hinn nýi formaður
þess reyni að samstilla
stefnu flokksins og helztu
verkalýðsforingja hans í
kjaramálum og leitist
þannig við að endurheimta
þau áhrif, sem Alþýðu-
bandalagið hafði í eina tíð
á stefnumótun verkalýðs-
samtakanna í kjaramálum.
Á hinn veginn situr svo
forseti Alþýðusambands-
ins, sem hefur síðustu
misseri reynt að beijast til
valda í Alþýðubandalaginu
en mistekizt og óljóst
hvaða áhrif það hefur á
stöðu hans í Alþýðusam-
bandinu og afstöðu hans
til kjaramála í þeirri lotu,
sem framundan er.
Til viðbótar þessum hlið-
um málsins koma svo
blákaldar efnahagslegar
staðreyndir: Eftir mikið
góðæri stefnir í taprekstur
í fiskvinnslu. Lækkandi
gengi dollars þýðir óhjá-
kvæmilega lífskjaraskerð-
ingu hér á landi, eins og
Jón Ingvarsson, stjórnar-
formaður Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna benti á
í grein hér í Morgunblaðinu
á dögunum. Verðbólgan
virðist vera að færast í
aukana og ýmsar blikur á
lofti í efnahagsmálum.
Fái skynsemi að ráða
setjast menn nú niður og
leita að málamiðlun, sem
tryggt getur vinnufrið í
landinu og launabreyting-
ar, sem taka mið af stað-
reyndum í efnahags- og
atvinnulífi okkar. Hins
vegar er augljós hætta á
því, eins og allt er í pottinn
búið, að skynsemi fái ekki
að ráða og að þau þjóð-
félagsöfl, sem með ýmsum
hætti koma við sögu í
kjarasamningum, stefni í
átök, jafnvel meiriháttar
átök. Það hefur gerzt áður
og getur enn gerzt. Stund-
um hafa einstakir flokkar
og stjórnmálamenn náð
stundarávinningi út úr
slíkum átökum, eins og
gerðist eftir kosningamar
1978, sem komu í kjölfar
mikilla átaka á vinnumark-
aðnum. Þegar til lengri
tíma er litið hafa þeir, sem
fyrir því stóðu, ekki haft
erindi sem erfiði, nema
síður sé.
Við höfum þrátt fyrir
allt náð svo miklum ár-
angri frá því að óðaverð-
bólgan var stöðvuð vorið
1983, að það væri hörmu-
legt, ef sá árangur færi
fyrir lítið í nýjum stórfelld-
um þjóðfélagsátökum um
tekjuskiptingu.
Síðastliðinn þriðjudag fóru
fram í efri deild Alþingis
umræður um mál, sem telja
verður eitt af þeim grund-
vallarmálum, sem á döfinni
eru um þessar mundir, þ.e.
afstöðu okkar til nýrrar
fjarskiptatækni og alþjóð-
legrar fjölmiðlunar. Tilefni þessara
umræðna er frumvarp, sem tveir þingmenn
Borgaraflokksins, þeir Júlíus Sólnes og
Guðmundur Ágústsson, hafa flutt um
breytingar á útvarpslögunum, sem sett
voru fyrir tveimur árum. Ef breytingar
yrðu gerðar á lögum þessum í samræmi
við frumvarp þingmannanna tveggja þýddi
það, að heimilt væri að taka við og dreifa
um land allt erlendu sjónvarpsefni án þess
að íslenzkur texti fylgdi með.
í greinargerð með frumvarpi þingmann-
anna segir m.a.: „Þótt skammur tími sé
liðinn frá því að útvarpslögin voru sam-
þykkt á Alþingi vorið 1985 er þegar fengin
nokkur reynsla af frjálsum útvarpsrekstri.
Án þess að það sé tíundað hér frekar,
hefur orðið bylting í íslenzku menning-
arlífi með tilkomu hinna frjálsu hljóðvarps-
og sjónvarpsstöðva. Þótt undarlegt megi
teljast hafa nýju útvarpslögin orðið til
þess að tefja tækniþróun á sviði fjarskipta-
tækni, sem byggist á lagningu strengkerfa
til þess að miðla boðum og upplýsingum
til notenda. Þessi þróun hefur verið mjög
ör í nálægum löndum . . . Tvær greinar
útvarpslaganna frá 1985 5. og 6. gr.,
hafa verið túlkaðar á þann hátt, að þær
i banni lagningu loftnetskerfa til móttöku
og dreifingar á erlendu sjónvarpsefni nema
útvarpsstöð, að fengnu leyfi til útvarps-
rekstrar, sjái um kerfið. Með þessu er
komið í veg fyrir eðlilega framþróun á
sviði upplýsingatækni á Islandi, sem hins
vegar er komin á hraðferð í öllum ná-
grannalöndum okkar. Það getur ekki hafa
verið ætlunin með nýju útvarpslögunum
að þrengja möguleika á móttöku útvarps-
efnis frá því, sem áður var. Til þess að
leiðrétta þennan misskilning er þetta laga-
frumvarp flutt."
Þegar Júlíus Sólnes hafði mælt fyrir
frumvarpi þeirra félaga stóð upp einn af
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Halldór
Blöndal, og sagði m.a.: „Hins vegar vakti
það athygli mína, þegar þingmaður gerði
grein fyrir sínu frv. að hann vék ekki einu
einasta orði að því, sem er kjaminn í hans
tillöguflutningi, nefnilega að bijóta niður
þá reglu, að skylt sé að láta íslenzkan
texta eða endursögn þular á íslenzku fylgja
sjónvarpsefni, sem dreift er. Eins og þing-
maðurinn setur þetta mál fram, þá telur
hann sjálfsagt að öllum sé heimil móttaka
dagskrárefnis, sem sent er um gervitungl
gagngert til dreifingar til almennings, og
hann talar um loftnetskerfi fjölbýlishúsa
svo og loftnetskerfí fyrir bæi eða bæjar-
hluta, þar sem dreift er viðstöðulaust
útvarpsefni frá innlendum og erlendum
útvarpsstöðvum. Slíkt útvarpsefni á ekki
að heyra til útvarpsrekstrar í skilningi lag-
anna um útvarpsefni. Það er undarleg
hugsun að slá því föstu að sjálfsagt sé að
erlendar stöðvar eigi að hafa frjálsari
hendur um dreifíngu sjónvarpsefnis á ís-
landi en þær sjónvarpsstöðvar, sem hafa
fengið leyfí tií sjónvarpsrekstrar hér á
landi . . . Ég held líka að það muni fleiri
þingmenn en ég hika við að samþykkja
lagaákvæði, sem fela það í sér, að íslenzka
sjónvarpið, hvort sem það er ríkissjón-
varpið eða Stöð 2, skuli þurfa að kosta
háum fjárfúlgum til að mega endursenda
erlent sjónvarpsefni, þar sem þessar tvær
sjónvarpsstöðvar eru bundnar því skilyrði
að þurfa að láta texta fylgja á íslenzku
eða endursögn þular á hinu erlenda sjón-
varpsefni, ef svo einhveijir aðrir aðilar
eiga að fá að senda erlenda sjónvarpsefn-
ið viðstöðulaust . . . Ef við viljum stíga
það skref að gefa erlendum sjónvarps-
stöðvum opna heimild til þess að endur-
varpa sínu efni yfír íslenzka notendur í
gegnum sérstakar endurvarpsstöðvar, án
þess að skilyrðunum um íslenzkan texta
eða endursögn þular á íslenzku sé full-
nægt, þá hljótum við um leið og samtímis
að falla frá þessum skilyrðum gagnvart
Ríkisútvaipinu og Stöð 2. Þetta hangir
auðvitað algjörlega saman . . . Við getum
rætt það í menntamálanefnd, hvort við
viljum láta hin erlendu tungumál flæða
yfír okkur hömlulaust með þeim rökstuðn-
ingi þá, að við verðum sem fyrst að búa
okkur undir það sem óhjákvæmilegt verð-
ur innan tiltölulega skamms tíma. Þetta
er efnisatriði, sem rétt er að ræða ofan í
kjölinn og ég er reiðubúinn að gera það,
þegar þar að kemur. En á hitt get ég
undir engum kringumstæðum fallizt, að
erlendu stöðvarnar eigi að sitja við annað
og hærra borð en þær íslenzku."
Öfgafull sjónarmið?
Þegar hér var komið sögu kvaddi annar
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guð-
mundur H. Garðarsson, sér hljóðs í sölum
Alþingis og taldi að flokksbróðir sinn hefði
rætt málið á nokkuð öfgafullan hátt og
sagði: „Ég hef t.d. aldrei verið sannfærður
um, að það ákvæði, sem hann vitnar til
um að skylda skuli sjónvarpsstöðvar til
þess að hafa íslenzkan texta á öllu efni,
að það ákvæði væri tæknilega framkvæm-
anlegt. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar
að þetta ákvæði væri óraunhæft og það
er raunverulega óframkvæmanlegt, þegar
maður skoðar það til hlítar. Þess vegna
fínnst mér það fyrirsláttur að lýsa yfir
andstöðu við fram komið frv., sem felur í
sér sjálfsagt frelsi manna til þess að nýta
þá möguleika sem framtíðin býður upp á
á sviðum fjarskipta í sambandi við sjón-
varpsefni.“
Guðmundur H. Garðarsson vék síðan
að tungunni og menningunni og sagði:
„Það er svo annað mál og stærra hvernig
við ætlum að vemda íslenzka tungu og
íslenzka menningu. Ég held, að við verðum
að leita annarra leiða í þeim efnum en
þeirrar að girða fyrir það, að fólk geti
nýtt sér þá tækni, sem fram undan er í
fjarskiptum. í þeim efnum held ég, að
menn verði þá að leggja meiri rækt við
þjóðernismetnað, þjóðemisvitund og al-
menna menntun íslendinga og innrætingu
um það, hvað það er að vera íslending-
ur . . .“
Danfríður Skarphéðinsdóttir, þingmað-
ur Kvennalista, reyndist eiga meiri samleið
með Halldóri Blöndal en Guðmundi H.
Garðarssyni í þessu máli. Hún sagði m.a.
í þessum umræðum: „Nú er svo komið,
að kennarar margra ungra barna verða
varir við að börnin nota erlend orð og
hugtök í stómm stíl án þess að gera sér
grein fyrir að þau séu ekki að tala íslenzku.
Og það er vandséð, hvernig við getum
haldið tungu okkar sæmilega ómengaðri,
ef við ættum þess kost að horfa á erlent
efni án íslenzks texta eða tals allan sólar-
hringinn, en það er reyndar brot á texta-
lögunum . . . Það er reynsla þeirra þjóða,
sem leyfa beinar sendingar erlendis frá
t.d. Svía, að málvitund manna slævist.
Síðustu vikurnar hefur mikið verið fjallað
um versnandi kunnáttu íslenzkra skóla-
nemenda í móðurmálinu og er íjölmiðlum
m.a. kennt um. Hvort sem satt reynist
eður ei megum við aldrei gleyma þeirri
meginskyldu fjölmiðla að sýna gott for-
dæmi með málfari sínu og stuðla þannig
stöðugt að vemdun íslenzkrar tungu. Hvar
værum við íslendingar, 250 þúsund sálir,
án tungu okkar, við sem stöðugt státum
okkur af glæstri menningu og ekki sízt
því að geta enn þann dag í dag lesið forn-
sögumar.“
Flutningsmaður frumvarpsins, Júlíus
Sólnes, var ekki á sama máli og sagði
m.a.: „Ég er algjörlega sannfærður um
það, að einmitt þessi textunarskylda gerir
það að verkum að höfuðáherzla er lögð á
að dreifa hér ódým, lélegu, amerísku sjón-
varpsefni, því það er fyrst og fremst það
efni, sem borgar sig að þýða. Hins vegar
er okkur þar með algjörlega meinað að
horfa á t.d. menningarefni. Með því að fá
að taka á móti erlendum sjónvarpssending-
um væri t.d. hægt að horfa hér á franskt
sjónvarpsefni. Ég er ekki í nokkmm vafa
um að þessi síbylja amerísks afþreyingar-
efnis með íslenzkum texta er það sem er
að eyðileggja íslenzka tungu . . .“
Áhrif alþjóðlegrar
fjölmiðlunar
Hér í Reykjavíkurbréfi hefur hvað eftir
annað á undanförnum missemm verið fjall-
að um þær hættur, sem fólgnar eru í
stóraukinni, alþjóðlegri ijölmiðlun fyrir
smáþjóð á borð við okkur íslendinga. Um
leið og hin nýja fjarskiptatækni færir okk-
ur nær umheiminum og á þannig þátt í
því að ijúfa aldagamla einangmn eyþjóðar
í Norðurhöfum kallar hún yfir okkur flóð-
öldu erlendra menningaráhrifa. Að sumu
lejdi er það af hinu góða en á annan veg
stofnar það tungu okkar og menningu í
voða.
Sjónvarpið er margfalt áhrifameiri fjöl-
miðill en hljóðvarp. Þegar hljóðvarp kom
til sögunnar fyrr á öldinni vom færðar
fram gegn því margar sömu röksemdir og
nú em notaðar gegn sjónvarpi. Þegar við
heymm þessar röksemdir um hljóðvarpið
nú þykja okkur þær broslegar. Þær koma
t.d. skýrt fram í nýrri kvikmynd Woody
Allens, Radio Days. Það er hins vegar
meiri áhætta en hægt er að taka að af-
greiða röksemdir um áhrif sjónvarps með
tilvísun til þessa.
Fyrir skömmu var t.d. skýrt frá því, að
hinn harði norðlenzki framþurður væri á
undanhaldi, og reykvískan, ef svo má að
orði komast, að ná yfirhöndinni í máli
fólks. Þessi neikvæða þróun var að ein-
hveiju leyti kennd fjölmiðlum. Hið sama
hefur gerzt í suðurríkjum Bandaríkjanna.
Suðurríkjamenn töluðu með sínu lagi.
Sumum þótti það fallegasta enskan sem
töluð væri vestan hafs. Nú eru þessi ein-
kenni í máli suðurríkjamanna að hverfa
og ástæðan er sögð sú, að sjónvarpið hafi
þessi áhrif.
Það er óneitanlega lærdómsríkt að fylgj-
ast með því hversu vel Evrópuþjóðum á
borð við Þjóðveija, Frakka og Itali gengur
að halda þjóðlegum einkennum þrátt fyrir
flóðöldu engilsaxneskra áhrifa. Ástæðan
er m.a. sú, að þessar þjóðir hafa um lang-
an aldur lagt áherzlu á að setja tal inn á
allar kvikmyndir og mikið af sjónvarps-
efni. Á Ítalíu t.d. heyrist aldrei enskt orð
í sjónvarpi. Í þýzkumælandi löndum er
Dallas sýnt með þýzku tali og það hefur
skapast hálfgerð goðsögn um staðfestu
Frakka í því að varðveita franska tungu.
Þegar við Htum til eigin reynslu er full
ástæða til að fara varlega. Fátt veldur
fólki jafn miklum áhyggjum og erlend
áhrif á tungu okkar. Höfundur þessa
Reylqavíkurbréfs hefur hvað eftir annað
séð fólk hér og þar rífa hár sitt, ef svo
má að orði komast, í reiði yfir því, sem
heyra má í hinum nýju útvarpsstöðvum og
í sjónvarpsstöðvunum að nokkru leyti.
Ekkert veldur stjómendum Morgunblaðs-
ins jafn miklum áhyggjum og málfarið á
blaðinu og er það þó svo, að nú er enginn
blaðamaður ráðinn að blaðinu, sem ekki
hefur staðizt þungt próf í íslenzku, jafnvel
þótt umsækjendur hafi bæði stúdentspróf
og háskólapróf.
Hér að framan var vitnað til orða
Danfríðar Skarphéðinsdóttur, þingmanns
Kvennalistans, þar sem hún sagði, að
kennarar yrðu varir við að ungt fólk not-
aði erlend orð og hugtök í stórum stíl, án
þess að vita, að þetta væri ekki íslenzka,
Tunga okkar er á undanhaidi. Á því leikur
enginn vafi. Það hefur að vísu gerzt áður
og vörn var snúið í sókn. En það á alveg
eftir að koma í ljós, hvort það tekst nú. I
þessu samhengi á að ræða tillögu Júlíusar
Sólness og Guðmundar Ágústssonar. Þeg-
ar fjallað er um hana í þessu ljósi, fer ekki
á milli mála, að hún fjallar um málefni,
sem snertir líf og örlög þjóðarinnar í þessu
landi. Hún ijallar aldeilis ekki um einfalt
tæknimál. Þess vegna var það fagnaðar-
efni, að þau Halldór Blöndal og Danfríður
Skarphéðinsdóttir brugðust einmitt við til-
lögunni á þann veg sem þau gerðu og
vitnað var til hér að ofan.
En hvað um tæknina?
Þrátt fyrir þetta fer ekki hjá því að
ræða verður um hina tæknilegu hlið máls-
ins og íhuga, hvort við getum yfírleitt
varizt byltingunni í fjarskiptatækni á
REYKJAYÍKURBRÉF
Laugardagur 14. nóvember
Morvunblaðið/Ól. K. M.
nokkurn hátt. í kjölfar nýju útvarpslag-
anna setti Sverrir Hermannsson, þáverandi
menntamálaráðherra, reglugerð, sem
skyldar sjónvarpsstöðvar til þess að setja
íslenzkan texta á erlent myndefni eða að
íslenzkur þulur tali með t.d. erlendri frétta-
mynd, sem send er hingað um gervihnött.
Sjónvarpsstöðvamar tvær hafa uppfyllt
þessi skilyrði reglugerðarinnar í meginat-
riðum og að sumu leyti hafa þær gert
betur. Þær hafa byijað á því að setja
íslenzkt tal inn á bamaefni. Þetta framtak
þeirra er til fyrirmyndar.
Nú geta menn sagt sem svo, að tækni-
framfarir geri þessar reglur úreltar. Nú
geti einstaklingar keypt skerma, sem kosta
frá nokkmm tugum þúsunda og upp í tölu-
vert á annað hundrað þúsund krónur til
þess að ná erlendum sjónvarpssendingum.
Jafnframt gera nýju útvarpslögin ráð fyr-
ir, að allt að 36 íbúðir í íjölbýlishúsi geti
tekið sig saman um skermakaup. Engar
kröfur em gerðar um íslenzkan texta á
það myndaefni, sem einstaklingar geta
þannig náð erlendis frá. Þess vegna em
margir þeirrar skoðunar, að það sé
tvískinnungur, ef nú eigi að banna mönn-
um að setja upp kapalfyrirtæki, sem tekur
við þessu efni með stómm skermi og send-
ir viðstöðulaust í gegnum streng til
áskrifenda. Júlíus Sólnes heldur þessari
röksemd fram með nokkuð öðmm orðum.
Hann spyr, hvort það eigi að vera forrétt-
indi hinna efnameiri að ná erlendu sjón-
varpi með þessum hætti. Það er
óhjákvæmilegt að fjalla um þessi rök.
Auðvitað er hægt að segja sem svo:
Við getum bannað fólki að kaupa móttöku-
skerma og setja á þök húsa sinna eða i
garðinn heima hjá sér. Þetta er óraun-
hæft. Það er einfaldlega ekki framkvæm-
anlegt að banna einstaklingum að kaupa
þessa skerma. Það má líka segja sem svo:
Er ekki ástæða til að breyta útvarpslögun-
um þannig, að ekki sé hægt að kaupa
þessa skerma á fjölbýlishús með allt að
36 íbúðir. Það er heldur ekki hægt, með
vísun til sömu raka og gagnvart einbýlis-
húsum. Og þá spyija menn: Hvers vegna
í ósköpunum á þá að koma í veg fyrir að
tillaga Júlíusar Sólnes og Guðmundar
Ágústssonar nái fram að ganga. Svarið
er þetta: Verði frumvarp þeirra samþykkt
á Alþingi, flæðir erlent gervihnattasjón-
varp yfír landið í stórum stíl og við fáum
engum vörnum við komið. Það er nauðsyn-
leg vamaraðgerð að fella þetta frumvarp
og koma í veg fyrir að meira ótextað er-
lent sjónvarpsefni komist inn 1 landið en
óhjákvæmilega gerist með kaupum ein-
staklinga og samtaka þeirra á móttöku-
skermum. Það má vel vera, að við stöndum
einhvem tíma I framtíðinni ráðþrota
frammi fyrir þessari holskeflu erlendra
menningaráhrifa í gegnum alþjóðlega Qöl-
miðlun, en meðan við höfum einhver tök
á, eigum við að takmarka aðgang þeirra
að landinu svo sem kostur er. Það getur
vel verið að þjóðin taki enn eitt æðið og
móttökuskermar þjóti upp á hveiju húsi
og þá er að taka því. En á þessari stundu
verðum við að grípa til allra þeirra varna,
sem við höfum yfír að ráða og eitt þeirra
er að fella frumvarp þingmanna Borgara-
flokksins.
önnur röksemd, sem hægt er að færa
fram, er svo sú, að það sé eðlilegt að gefa
íslenzku ^jónvarpsstöðvunum tveimur ráð-
rúm til að festa sig í sessi og undirbúa
samkeppni þeirra við erlent gervihnatta-
sjónvarj). Að vísu er álitamál, hvort hægt
er að tala um Stöð 2 sem íslenzkt sjón-
varp nema að takmörkuðu leyti, en þó fer
ekkert á milli mála, að þar á bæ ríkir
metnaður til þess að gera betur og það
fyrirtæki hafði t.d. frumkvæði um að setja
íslenzkt tal inn á erlent barnaefni og ber
að meta það að verðleikum.
Staðan á Alþingi
Það kemur ekki á óvart, að tillaga um
að opna landið fyrir holskeflu erlendra
menningaráhrifa kemur fram á Alþingi frá
þingmönnum Borgaraflokksins. Sá flokkur
var ekki sizt stofnaður af þeim hópum i
Sjálfstæðisflokknum, sem hafa barizt fyrir
því, að við íslendingar reyndum að græða
sem mest á veru bandarísks vamarliðs
hér. Metnaður þessara manna fyrir hönd
þjóðarinnar er ekki mikill og vilji þeirra
til að standa vörð um tungu okkar og
menningu af reisn bersýnilega takmarkað-
ur. Það kemur heldur ekki á óvart, að
fyrsti andmælandi þeirra á Alþingi kemur
úr röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
Það er hin merka sögulega arfleifð þess
flokks að hafa verið í foi-ystu fyrir þjóð-
inni á siðustu stigum sjálfstæðisbaráttu
hennar. Þess vegna olli það vonbrigðum,
að annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
Guðmundur H. Garðarsson, tók undir sjón-
armið þeirra Borgaraflokksmanna um að
hleypa ætti þessu erlenda sjónvarpsefni
viðstöðulaust inn í landið, þótt hann legði
að vísu áherzlu á vemdun tungu og menn-
ingar með öðrum hætti.
Þjóðin mun vænta þess, að þingmenn
Sjálfstæðisflokksins taki höndum saman
við þingmenn i öðmm flokkum um að reisa
varnarvirki gegn þeim erlendu menningar-
áhrifum, sem nú sækja að okkur, i krafti
nýrrar tækni. Fmmvarp þeirra Borgara-
flokksmanna á að verða tilefni til þess að
fram fari uppgjör á Alþingi íslendinga um
það, hvemig við ætlum að haga þeirri erf-
iðu baráttu, sem við eigum fyrir höndum
í breyttum heimi, til þess að varðveita
tungu okkar, þjóðemi og menningu.
„Svarið erþetta:
Verði frumvarp
þeirra samþykkt á
Alþingi, flæðir er-
lent gervihnatta-
sjónvarp yfir landið
í stórum stil og við
fáum engum vörn-
um við komið. Það
er nauðsynleg
varnaraðgerð að
fella þetta frumvarp
og koma í veg fyrir
að meira ótextað
erlent sjónvarpsefni
komist inn í landið
en óhjákvæmilega
gerist með kaupum
einstaklinga og sam-
taka þeirra á mót-
tökuskermum. Það
má vel vera, að við
stöndum einhvern
tima í framtíðinni
ráðþrota frammi
fyrirþessarihol-
skeflu erlendra
menningaráhrif a i
gegnum alþjóðlega
fjölmiðlun en meðan
við höfum einhver
tök á eigum við að
takmarka aðgang
þeirra að landinu
svo sem kostur er.“