Morgunblaðið - 15.11.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 15.11.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 31 ætti að fara til Nígeríu, en sagði skipstjóranum að sigla því til aust- anverðs Miðjarðarhafs. Síðan lá það vikum saman án áhafnar í Valletta á Möltu, vinaríki Lfbýu. Margt er enn á huldu um smygl íranna, en allir þóttust vissir um að vopnin kæmu frá Líbýu. Áhöfnin sagði það sjálf og talsmaður brezka utanríkisráðuneytisins kvað „mikið til í því“. Sendiherra Líbýu í París þvertók fyrir það og vildi meina að Bandaríkjamenn hefðu gefíð vopn- in, en Gaddafí ofursti hefur oft hótað að auka stuðning sinn við IRA til að hefna loftárása bandarískra flugvéla frá brezkum flugvöllum í apríl 1986. Ýmislegt gæti þó bent til þess að hergögnin hafí verið ætluð fleiri hryðjuverkasamtökum en IRA. Sennilega vissu smyglaramir ekki hve lengi hafði verið fylgzt með þeim þegar þeir voru gómaðir og hvenær þeir vöktu fyrst athygli. Kannski vissu þeir ekki hvert vopn- in áttu að fara. Frakkar veijast allra frétta og e.t.v. verður aldrei gert uppskátt hvemig þeir fóm að því að ná írunum. Talið er að vopnasmyglaramir hafí verið undir alþjóðlegu eftirliti í einn mánuð þegar ráðizt var um borð í Eksund. Franska lögreglan og sú írska telja sig hafa sannanir fyrir því að líbýskir hermenn hafi fermt skipið í Trípólí 14. október, en skv. öðmm heimildum gerðist það á Sidraflóa. Ferming skipsins kann að hafa sézt úr bandarískum njósnahnetti, en að sögn Observers er líklegra að fyrstu ömggu upplýs- ingamar hafí borizt frá frönsku gagnnjósnaþjónustunni, DGSE, sem hefur alltaf haft ötula erind- reka í Líbýu. Á leiðinni til Frakklands kom Eksund við á Möltu og Frakkar fengu áreiðanlega ábendingar frá brezkum leyniþjónustumönnum þar. Þegar Hopkins sigldi inn Erm- arsund hagaði hann sér eins og viðvaningur á fjölfarinni siglinga- leið. Að sögn Observers vilja Frakkar ýmist láta í veðri vaka að þeir hafí fengið leynilegar vísbend- ingar um skipið, eða „dottið niður á það“, þar sem þeim þótti léleg sjómennska áhafnarinnar sérkenni- leg, en það stafar af því að þeir vilja fyrir engan mun vekja athygli á vökulum njósnumm sínum í Trípólíhöfn. Hvað sem þessu líður er ljóst að Frakkar biðu rólegir eftir skipinu og gáfu njósnaflugvélum sínum merki um að fylgjast með því þegar það nálgaðist strendur Frakklands. Flugvélamar veittu skipinu eftirför í þijá daga unz franska tollgæzlan réðst um borð og kom í veg fyrir að því yrði sökkt með dýrmætum og banvænum vamingi. Handa fleirum? Farmur Eksunds var svo fyrir- ferðarmikill að ekki hefði verið hægt að skipa honum öllum á land án þess að það vekti athygli, hvort sem uppskipunin hefði farið fram í laumi í afskekktum flóa, eða beint fyrir framan nefíð á tortryggnum hafnaryfirvöldum. Smyglaramir hefðu þurft aðstoð fjölmenns hóps manna til að koma vopnunum í land. Það tók Frakka ijóra daga að losa skipið þegar þeir höfðu fjarlægt sprengjugildrar, sem Cleary hafði lagt í kassana. Svo mikið vopnamagn var í skip- inu að franska lögreglan velti þvi fyrir sér hvort ætlunin hefði verið að selja hluta þess til að afla fjár í rýra sjóði írska lýðveldishersins. Írskir lögreglumenn gátu sér þess til að nota hefði átt hluta vopnanna til að ráðast á Maze-fangelsið í Belfast og leysa IRA-menn úr haldi. Bæði í París og Dyflinni komu fram tilgátur þess efnis að um væri að ræða alþjóðlegt samsæri, sem lýð- veldisherinn hefði verið fenginn til að taka þátt í vegna sérþekkingar liðsmanna hans á vopnasmygli. í fyrstu virtust Frakkar sann- færðir um að vopnin hefðu ekki átt að ,fara til Frakklands og gerðu engar sérstakar varúðarráðstafan- ir, nema hvað þeir stöðvuðu ferju, sem var að leggja upp í síðustu Eftir árásina í Ennisskillen: Enn einn álitshnekkir. Togbáturinn „Marita Anne“ (56 lestir), sem var tekinn með sjö tonn af vopnum og skotfærum og færður til hafnar í Cork f september 1984: „Smáræði.** ferð sína á árinu til Cork á írlandi. En stærð farmsins vakti grunsemd- ir og spurt var hvort ýmsir hryðju- verkahópar í Evrópu hefðu ætlað að skipta hergögnunum á milli sín. Það þótti ekki ólíklegt, því að marg- ir telja að með þeim sé meiri samvinna en komið hefur fram. Hins vegar var bent á að IRA hefur lítinn áhuga á samvinnu við hreyfíngar eins og „Rauða herinn" í Þýzkalandi og telji liðsmenn þeirra hreinræktaða hryðjuverkamenn, en ekki „sannar frelsishetjur“ á borð við liðsmenn lýðveldishersins. At- hyglin beindist því meir og meir að ETA, aðskilnaðarhreyfíngu Baska. Nú segja Frakkar að enn hafí engin skýring fengizt á því hvers vegna Eksund sigldi inn í franska landhelgi. Þeir segja að annað hvort hafí áhöfnin vitað að sézt hafði til skipsins og því ætlað að sprengja það í loft upp og flýja í land, eða að Eksund hafí komið of seint á einhvers konar stefnumót undan strönd Spánar eða Bretagneskaga til að afhenda skæraliðum Baska hluta farmsins. Til þess að flækja málið ennþá meir era sérfræðingar í London, París og Washington sannfærðir um að Iranar hafí verið viðriðnir vopnasmygl íranna, þar sem um svo miklar birgðir var að ræða. Að sögn brezka blaðsins Sunday Telegraph telja þeir að hergögnin hafí ekki aðeins verið ætluð írskum skæralið- um, heldur einnig neti íranskra hryðjuverkamanna í Vestur-Evr- ópu. íranar hafí viljað komast yfír vopn til árása á brezka og banda- ríska embættismenn og brezk og bandarísk mannvirki og hefna þar með tilraunanna til að halda skipa- leiðum á Persaflóa opnum. Tugir íranskra emdreka hafa beðið eftir skipunum um að láta til skarar skríða í Evrópu og vitað er að íranskir hryðjuverkamenn standa í tengslum við IRA, Action Directe í Frakklandi og róttækl- inga tengda hinum aflóga Baader- Meinhof-samtökum í Vestur- Þýzkalandi. Engu að síður hafa írska lögregl- an og yfirvöld á Norður-írlandi komizt að þeirri niðurstöðu skv. öðram heimildum — þrátt fyrir efa- semdir í fyrstu — að öll vopnin hafí verið ætluð írska lýðveldis- hemum. Líklega var ætlunin að afferma Eksund úti á rúmsjó eða á afskekktum stað á strönd Irlands með vökvakrana, sem hafði verið komið fyrir um borð, og dreifa síðan vopnunum „vítt og breitt" í írska lýðveldinu og á Norður-írlandi. Margir töldu töku skipsins staðfesta þá skoðun að vopn til IRA berist nú aðallega um suðurströnd ír- lands, þar eð alríkislögreglunni FBI hefur tekizt að stöðva vopnasend- ingar frá Bandaríkjunum, en fleiri staðir koma til greina. Gætu afstýrt Vopnasmyglið kom yfirvöldum í írska lýðveldinu og á Norður-ír- landi í opna skjöldu, en írska lögreglan kannaðist strax við einn smyglarann, fiskimanninn John Docherty, sem gerþekkir strendur írlands. Þegar leit stóð yfír að mönnum af flaki norsks skips 1981 var hann hafður í haldi í tvo sólar- hringa og leitin bar þann árangur að háþróað neðanjarðarbyrgi fannst á Crait, lítilli eyju undan vestur- strönd Donegal á Norður-írlandi, sem brú tengir við meginlandið. Þar fundust nokkur hergögn og út- varpstæki og síðan Eksund var stöðvað hefur nákvæm leit verið gerð á Crait. Ef farmur Eksund hefði komizt alla leið til Norður-írlands hefðu vígtólin valdið mestu röskun á hem- aðaijafnvæginu þar síðan núver- andi erfiðleikar hófust 1969. Yfírvöldum á Norður-írlandi er það mikill léttir að SAM-loftvamaflaug- ar vora gerðar upptækar í Eksund. Nú era þyrlur notaðar til að flytja hermenn og vistir í Suður-Armagh og hluta Tyrone vegna mikils usla, sem IRA hefur gert með stóram jarðsprengjum, og SAM-flaugamar hefðu orðið þeim skeinuhættar. IRA hefur lengi látið sig dreyma um að komast yfír loftvamaflaugar. Taka Eksund er aðeins eitt nokkurra alvarlegra áfalla, sem IRA hefur orðið fyrir í seinni tíð. Orðstír lýðveldishersins beið enn einn hnekki við blóðuga sprengjuár- ás hans í Ennisskillen um síðustu he'gi, þegar minnzt var fallinna úr báðum heimsstyijöldum, og aðeins hálft ár er síðan átta lýðveldis- hermenn vora vegnir úr launsátri í Loughall. Auk þess hefur IRA aldr- ei orðið fyrir eins miklum skakka- föllum við smygl á vopnum síðan skipið Claudia var tekið undan strönd Waterford á Suður-írlandi 1973 með 250 riffla, 240 skamm- byssur, jarðsprengjur og sprengi- efni. Tom King, írlandsmálaráð- herra Breta, sagði í ágúst að líbýskir hermenn hefðu fermt skipið í Trípólí. Annað vopnaskip, Marita Ann, var tekið fyrir þremur áram, en með 20 sinnum minni farm en Eksund. í janúar sl. fundust hergögn að verðmæti 250.000 pund í Roscommon og Sligo í kössum merktum „líbýska heraflanum", þar á meðal 100 Kalashnikov-rifflar. Á síðustu mánuðum hefur verið talið að IRA fái aðaliega fjárhagsstuðn- ing frá Líbýu og síðan (fyrra munu a.m.k. tvær milljónir punda hafa - verið lagðar á ýmsa bankareikn- inga, sem aðeins þrír eða fjórir háttsettir menn í IRA vita um. Þó bendir margt til þess að ný vopn hafí borizt til Norður-írlands á síðustu mánuðum og fáir draga í efa eindreginn stuðning Gaddafis ofursta við írska lýðveldisherinn. írski lýðveldisherinn vill áreiðan- lega sýna að hann sé ekki dauður úr öllum æðum og kannski reyndu öfgamenn úr honum að gera það með tilræðinu í Ennisskillen á dög- unum? Búast má við fleiri sprengju- ^ árásum, þótt reynt sé að lægja ólguna í Lundúnum og Dyflinni, og fleiri tilraunum til að smygla vopn- um til IRA, þótt reynt sé að koma í veg fyrir þær með alþjóðlegri sam- vinnu. GH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.