Morgunblaðið - 15.11.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987
37
Sæniundur Fríðjóns-
son - Kveðjuorð
Mig langar að minnast móður-
bróður míns, Sæmundar Friðjóns-
sonar, Gullteig 29. Hann lést 30.
október og var jarðsettur 9. þ.m.
frá Laugameskirkju. Hann var
sérstakt ljúfmenni, hæglátur, mikið
snyrtimenni og mátti ekki vamm
sitt vita. Hann erfði smíðahæfileika
frá afa og hef ég heyrt að allir
bræður hans hafi verið miklir smið-
ir á tré og jám. Eins hef ég heyrt
frá fólki að systkinin frá Hólum
hefðu haft fagra rithönd. Ég hef
sjaldan þekkt samrýndari systkini
en frænda og systur hans og við
systrabörn minnumst allra heim-
sókna og jólaboða sem við áttum
þátt í hér áður og fyrr. Hann frændi
bar hag byggðasafnsins á Laugum
í Hvammssveit fyrir brjósti og fyrir
tveim ámm fór hann sína síðustu
ferð vestur til að afhenda muni á
safnið og það var ekki kastað til
höndunum við frágang á mununum.
±
Minning:
Arni Guðlaugs-
son, Dalvík
Fæddur 10. júní 1912
Dáinn 7. nóvember 1987
Er Hel í fangi
minn hollvin ber,
þá sakna ég einhvers
af sjálfum mér.
(Stefán frá Hvítadal.)
Það eina sem við vitum fyrir víst
í lífínu er að eitt sinn skal hver
deyja. Þrátt fyrir þessa óhaggan-
legu staðreynd kemur dauðinn
okkur sífellt að óvömm. Svo fór um
mig er mér barst andlátsfregn Ama
frænda. Minningamar hrannast
upp og tilfínningin er sár tregi. Að
hlaupa yfir í Reykholt í spjall og
hákarlsbita. Að staldra við í garðin-
um á sólríkum sumardegi. Garðin-
um sem svo mikil alúð var lögð
við. Og oftar en ekki fór ég af fundi
Ama með hagleiksgrip úr fómm
hans. Símtalið meðan ég beið eftir
jólahelginni. Avallt var ég ríkari í
huga eftir samtal við hinn
lífsreynda mann. Fundir vom stop-
ulir eins og verða vill þegar vík er
milli vina og nú hittumst við ekki
um sinn.
Ámi tilheyrði kynslóð sem ekki
var mulið undir á einn eða neinn
hátt. Kynslóð sem með vinnu sinni
bjó í haginn fyrir mig og mína og
skilaði okkur menningararfínum
heilum og óskiptum. Hvernig okkur
tekst að skila þessum arfi áfram
er svo önnur saga.
Ekki hefur fjölskyldan í Reyk-
holti farið varhluta af stórviðmm
lífsins. En þau hjónin bám sínar
þungu byrðar með æðmleysi hvers-
dagshetjunnar.
Eg, fjölskylda mín og systkinin
frá Lundi kveðjum Áma frænda
með djúpum söknuði. Við vitum þó
að hann á góða heimvon. Þór-
gunni, Svönsu og fjölskyldunni allri
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Við biðjum Guð að
blessa ykkur.
Anna Dóra Antonsdóttir
Ég verð honum ævinlega þakklát
fyrir að fá að taka örlítið þátt í
þessu áhugamáli. Nú situr hann
frændi minn ekki lengur á tröppun-
um sínum því þar sat hann oft eftir
að hreyfígetuna þraut en ég veit
að það er bjart þar sem hann situr
núna.
Hann fæddist á Hólum í
Hvammssveit, sonur hjónanna Sig-
urbjargar Jónsdóttur og Friðjóns
Sæmundssonar. Hann ólst þar upp
ásamt sex systkinum. Núna er ein
systir, Sigurlaug, 82 ára, á lífí og
saknar hún bróður síns mikið. Árið
1933 giftist hann Ólöfu Guðmunds-
dóttur frá Þorgeirsstaðahlíð og
bjuggu þau fyrsta árið á Teigi í
Hvammssveit en frá 1934 í
Reykjavík. Þau eignuðust þijú börn
sem öll em gift og barnabömin em
sjö. Niðurlagsorðin verða brot úr
ljóði eftir föðurbróður Sæmundar í
minningu allra sem undan em
gengnir.
Sumarið er horfið,
sól styttir göngu.
Hætta söng
hörpur fugla.
Allt leitar hvíldar
að enduðu starfi,
safna nú fræ
á svæfli moldar. ^ g j
G.S.J.
& 'Armúla 16 simi 38640
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armstrong LDFTAPlJÖTUR
KDRKOPIAST GÓLFFLÍSAR
■*"áRMAPLAST EINANGRUN
GLERULL STEINULL
0] Electrolux
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SÆMUNDAR FRIÐJÓNSSONAR,
Gullteigi 29,
Reykjavík.
Ólöf Guðmundsdóttir,
Heiður Sæmundsdóttir, Sixten Holmberg,
Frföur Sæmundsdóttir, Hávarður Emilsson,
Friðjón Sæmundsson, Kristín Benediktsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu,
LÁRU BERGSDÓTTUR,
Meðalholti 7.
Óskar Jóhannsson,
Bergur Óskarsson, Gróta Óskarsdóttir,
Þorbjörg Helga Óskarsdóttir, Sveinn Ingvarsson
og barnabörn.
Ryksugu-
úrvalið
D-720
1100 WÖTT.
D-740
ELECTRONIK.
Z-165
750 WÖTT.
Lregsteinar
MARGAR GERÐIR
Mamorex/Grmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Aðeins
1 .500 kr. ut
og eftirstöðvar til allt
að 6 mánaða.
Vörumarkaðurinn hf.
KRINGLUNNI, SÍMI 685440.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SR. GUÐMUNDAR BENEDIKTSSONAR
fyrrv. prests á Barði f Fljótum.
Sérstakar þakkir færum við fyrrverandi sóknarbörnum hans.
Guðrún B. Heine,
Signý Guðmundsdóttir,
Jón B. Guðmundsson,
Guðmundur Guðmundsson,
Guðfinna Gunnarsdóttir,
barnabörn og
Helfried Heine,
Ágúst G. Berg,
Ása Stefánsdóttir,
Hildur Guðmundsdóttir,
Baldvin Jónsson,
barnabarnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug allan
við andlát
GUÐRÍÐAR ÞORKELSDÓTTUR,
Snorrabraut 73,
Reykjavfk,
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensásdeildar Borgarspítalans
fyrir frábæra umönnun.
Elín Ellertsdóttir,
Guðrún Ellertsdóttir,
Ásgeir B. Ellertsson,
Þorkell Steinar Ellertsson,
Magný G. Ellertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Paul Jóhnannsson,
Guðjón Guðmundsson,
Erika Urbancic,
Guðrún Bjartmarsdóttir,
Jóhann Gfslason,
Tölvufræðslan mun í janúar endurtaka hin vinsælu
námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin hafa verið
sl. ár. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám
í vinnuaðferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu
á notkun PC-tölva, sem nú eru orðnar ómissandi við
öll skrifstofustörf.
í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar:
Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna-
grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og
verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn-
un, uppsetning skjala, úttylling eyðublaða, verslunarreikningur,
víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska.
Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að
námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki.
NÁMIÐ HEFST 5. JANÚAR 1988
Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækl-
inga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur
í pósti til beirra sem þess óska.
Innritun og nánari upplýsingar veittar
í símum 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
Borgartúni 23
Skrifstofutæknir
Eitthvað
fyrir þig?