Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 sinn í hlutfalli við aukna meðlimatölu sína ... Ég lít svo á að þetta sé réttl- át regla og ég mun ekki frá henni víkja meðan ég ræð nokkru um þessi mál. Það er af þeirri ástæðu að ég mun ekki telja mér fært að taka ábyrgð á því að taka fyrir vöxt kaup- félagsskaparins í landinu." Engu að síður taldi fjármálaráð- herra sér fært að breyta starfsreglum innflutnings- og gjaldeyrisnefndar í marz 1936 á þann veg, að höfðatölu- reglan skyldi ekki gilda ef stofnað væri neytendafélag þar sem fyrir væri starfandi kaupfélag. En þetta var auðvitað gert til að útiloka alla samkeppni af hálfu neytenda við Sambands-kaupfélögin. Eitt af þeim kaupfélögum sem óx og dafnaði í óþökk SÍS, og þar með Framsóknarflokksins og ráðamanna gjaldeyrismála, var kaupfélagið Þór á Hellu. Það var stofnað veturinn 1934—5 og í ævibók sinni segir In- gólfur á Hellu að þess hafi verið „vandlega gætt... að það fullnægði að öllu leyti ákvæðum laga um sam- vinnufélög, þannig að það gæti notið ýmissa þeirra forréttinda sem þau nutu, bæði hvað snerti skattálagn- ingu og vöruöflun". Kvað Ingólfur yfirvöld innflutningsmála hafa veitt kaupfélögunum „ótvíræðan forgang Skúli Guðmundsson, formaður innflutnings- og gjaldeyrisnefndar: Kaupfélögin „fá bara innflutning handa eigendum kaupfélaganna “ og ef sama gilti um kaupmenn ættu þeir „aðeins að fá innflutning handa sér og sínum fjölskyldum, þvíþað er sami réttur og kaupfélögin hafa nú“ gagnvart öðrum",- en sökum þess að Þór á Hellu stóð utan Sambandsins var ekki vel spáð fyrir hinu nýja kaupfélagi: „Framan af höfðu menn, margir hveijir, ekki mikla trú á því að félagið yrði langlíft. Og ekki urðu allir til að auðvelda því starfíð. Eins og áður getur var allur innflutningur háður leyfiim. Með leyfisveitingar fór sérstök gjaldeyris- og innflutnings- nefnd, og ekki átti félagið sérstakri vinsemd að mæta hjá öllum þeim er þar sátu. En því gleymi ég ekki að einn nefndarmanna sýndi félaginu sérstaka góðvild og skilning. Það var Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi í Hafnarfírði, einn af frammámönnum Alþýðuflokksins um áratugi... Ekki var það út frá pólitískum sjónarmið- um sem hann veitti félaginu lið, þegar mest á reyndi... heldur ... réttlætiskennd hans.“ (Auðk. hér). í munni samvinnumanna fólst það í höfðatölureglunni að kaupfélögin hefðu „frjálsa aðstöðu til þess að halda vöruverðinu í skefjum”. Ey- steinn kvað það hafa „haft stórkost- legt gagn í for með sér fyrir almenning" að „viðskiptin hafa færst meira og meira yfír til kaupfélag- anna“ og bætti við: „Ég tel að Framsóknarflokkurinn hafi verið al- veg á réttri leið í þessu efni og ef það mætti nokkuð að þessu fínna er það helst það, að reglan hafí ekki verið framkvæmd nægjanlega." „Höfðatölureglan er einhver sú hroðvirknislegasta, ónákvæmasta og óvísindalegasta regla, sem nokkum tíma hefur verið fundin upp,“ sagði Ámi Jónsson frá Múla. „Fram- kvæmdin er á þessa leið: Hver maður 55 í kaupfélagi er talinn hafa ljóra menn á framfæri sínu, alveg eins þótt það sé einhleypur maður og hafí ekki nema fyrir sjálfum sér að sjá. Það er gaman að athuga hvemig þetta kemur út. Norður í Þingeyjar- sýslu búa bræður tveir á sömu jörðinni. Maður sér þangað heim þegar farið er í bíl úr Reykjadalnum upp í Mývatnssveit. Þeir hafa byggt hvor sitt íbúðarhús á jörðinni, þessir bræður. En þeir em báðir einhleypir. Búa hvor um sig einn, hvor í sínu húsi. Auðvitað em báðir í kaupfélag- inu, og kaupfélagið á, samkvæmt höfðatölureglunni, heimting á inn- flutningi handa átta manns út á höfuð þessara tveggja manna. Ég vil nefna annað dæmi. I sumar sem leið var ég á ferð austur í Skaftafellssýslu. Við fómnj þar fram hjá bæ einum í Suðursveit. Þar bjuggu hjón með 5 eða 6 böm. Þetta er atorkusamt fólk og fylgdi þeirri góðu gömlu reglu, að búa sem mest að sínu. Fylgdarmaðurinn sagði okk- ur, að kaupstaðarúttekt þessa færi ekki fram úr 300 krónum á ári, eða kringum 40 krónur á mann. Ef heild- arinnflutningnum til landsins er jafnað niður á hvem mann á landinu lætur nærri að það séu 400 krónur Dr. Oddur Guðjónsson, skrif stof ustjóri Verslunarráðsins: „Hljóta allir að sjá að með þessu er kaupfélögunum sköpuð ótakmörkuð vaxtaskilyrði en kaupmönnum sniðin sú spennitreyja sem lamar þá því meir sem þeir eru lengur íhenni til jafnaðar á höfuð. Hér em sjö eða átta manns. Samkvæmt höfðatölu-' reglunni á kaupfélagið eða Samband- ið heimtingu á ca. 3000 króna innflutningi handa þessu fólki, þótt það noti sjálft ekki nema 300. í Eyjafjarðarsýslu og Akureyri búa samtals um 10 þúsund manns. Á þessu félagssvæði em tvö kaupfélög starfandi með rúmum 3000 meðlim- um samtals. Innflutningurinn, sem kaupfélögin telja sig eiga heimtingu á, handa þessum félagsmönnum, er meðlimatalan margfölduð með fjór- um, eða innflutningur handa samtals um 12.500 manns. Það em 2.500 manns fram yfír alla íbúana á félags- svæðinu. Og þó er vitað, að fjöldi manna á þessu félagssvæði hefur öll sín viðskipti utan kaupfélaga. Ef inn- flutningurinn til landsins færi eftir höfðatölureglunni, eins og hún birtist í Eyjafírði, yrði svo mikill afgangur af þörfum landsmanna, að við yrðum líklega að leggja undir okkur Færeyj- ar til þess að höfðatölunni yrði fullnægt!" Það sýnir ennfremur hversu óraunhæf og óréttmæt höfðatölu- reglan var, eins og Bjöm Ólafsson benti á, að: „Á sama tíma sem kraf- ist er fyrir hönd kaupfélaganna að þau fái ákveðinn skammt af innflutn- ingnum handa hveijum félagsmanni til þess að tryggja þeim vömna, selja þau þessar sömu vörar í stómm stíl til utanfélagsmanna." Var það eink- um út um land sem verslunin beindist unnvörpun til kaupfélaga vegna þess að þar var vömmar að fá, en hjá kaupmanninum blöstu við tómar hill- ur. Á Alþingi 1938 komst forsætisráð- herra landsins, Hermann Jónasson, svo að orði: „Eins og mönnum er kunnugt hefur verið farið eftir félagatölu kaupfélaganna með innflutning og verður sannast að segja ekki séð að réttlátari regla verði fundin um inn- flutning. Enda hygg ég að flestir líti svo á að þessar aðfínnslur séu meira bomar fram til að gera sig góða í augum kaupmanna og ef til vill af nokkurri óvild til kaupfélaganna, heldur en að það sé sannfæring þeirra sem bera þetta fram að inn- flutningshöftunum hafí ekki verið réttlátlega beitt." í árslok 1935 segir dr. Oddur Guðjónsson að kaupmönnum hafí verið orðið það ljóst að með verslun- arhömlum haftastjómarinnar „átti að gera annað og meira en að tak- marka innflutninginn. Það átti einnig að nota höftin til að draga verslunina úr höndum kaupmanna". Engu að síður var það í árslok 1935 sem inn- flutnings- og gjaldeyrisnefndin leit- aði í fyrsta sinn eftir samvinnu við Verslunarráð íslands um fram- kvæmd haftanna. „Kaupmönnum kom þetta talsvert á óvart,“ segir Oddur, „og vom margir lítt trúaðir á að nefndinni gengi gott til. Formað- Hermann Jónasson, forsætisráðherra: „Eins ogmönnum er kunnugt hefur veriðfarið eftir félagatölu kaupfélaganna með innflutning og verður sannast að segja ekkiséð að réttlátari regla verði fundin um innflutning. “ ur Verslunarráðsins (Hallgrímur Benediktsson) var þó þegar frá upp- hafi þeirrar skoðunar að reyna bæri samningaleiðina, hvað sem liði starfsreglum þeim er fjármálaráð- herra hefði sett nefndinni og fyrri stefnur í þessum málum." Kosin var sérstök nefnd til við- ræðna við gjaldeyrisyfirvöld, en það kom fljótt á daginn, að við „stjóm gjaldeyrishaftanna hafði ekki orðið nein stefnubreyting". Formaður inn- flutnings- og gjaldeyrisnefndar kynnti fulltrúum kaupmanna drög að áætlun um úthlutun innflutnings- leyfa fyrir 1936 þar sem höfðatölu- reglan réð ferðinni, SÍS átti að fá 23% af öllum innflutningi og auk þess halda sínum 62% hlut í innflutn- ingi vara og tækja til landbúnaðar og 30% hlutdeild í komvöruinnflutn- ingi. Þegar sýnt var að meirihluti nefndarinnar hugðist standa fast á þessari tillögu slitu kaupmenn við- meðunum og réðu ráðum sínum. Ákváðu þeir loks að leita eftir sér- stökum viðræðum við forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þær viðræður fóm fram í byrjun janúar 1936 og vom fundir haldnir daglega hátt á aðra viku. „í fyrstu vora fulltrúar Sambandsins harla vantrúaðir á samningaleiðina," skrif- ar dr. Oddur, „en við nánari athugun sáu þeir að hvað sem liði skiptingu innflutnings þá vom það ýms mál varðandi starfshætti gjaldeyris- og innflutningsnefndar er allir aðilar hefðu hagnað af að endurbætur fengjust á. En er ísinn var brotinn að þessu leyti var með lagni hægt að koma umræðunum inn á það svið er snerti sjálfa úthlutunina og skipt- ingu innflutningsins milli innflytj- enda. Fulltrúar Sambandsins héldu því að vísu fram í umræðunum um þessi mál að þeir gætu að sjálfsögðu ekki afsalað sér þeim fríðindum er þeim em tryggð í starfsreglum gjald- eyrisnefndar. En er formaður Versl- unarráðsins . .. benti á að ósanngjamt væri að væntanlegur niðurskurður á innflutningnum lenti allur á kaupmönnum og lagði til að farið væri sameiginlega í gegnum alla vömflokka og athugað hvað SÍS teldi sig nauðsynlega þurfa til að geta fullnægt neysluþörf skjólstæð- inga sinna, þá féllust fulltrúar Sambandsins á það ... Niðurstaðan af þessum athugunum var mjög ein- kennileg — og óvænt. Hún sýndi að ... hluti sá er fulltrúar SÍS töldu sig geta komist af með af hinum væntanlega innflutningi var ekki aðeins helmingi lægri en krafa Skúla Guðmundssonar, heldur var hann í flestum greinum jafn þeim kvóta er Verslunarráðið taldi kaupfélögin eiga heimtingu á samkvæmt fyrri inn- flutningi. Með þessu höfðu fulltrúar Sambandsins raunvemlega fallið frá kröfunni um innflutning eftir höfða- tölu þótt þeir lýstu yfír því að svo væri ekki. En hvað sem þeirri stað- Jónas Jónsson frá Hriflu, formaður Framsóknarflokksins: „Þó varð sú raunin á, að bæði kaupfélögin óg Sambandið báru jafnan nokkuð skarðan hlut frá borði við framkvæmd höfðatölureglunnar, þvi að kaupmenn voru aðsúgsmeiri en samvinnumenn íkröfum um innflutning. “ hæfingu leið, þá tókust samning- ar...“ Samkomulag þetta gerði ráð fyrir að hlutur SÍS af heildarinnflutningn- um væri nánast hinn sami og 1935, eða á bilinu 4—14% í flestum vöm- flokkum, nema 22% af nýlenduvör- um, 30% af komvömm og 62% af vömm til landbúskapar. Þá var gert ráð fyrir að gjaldeyrisnefnd léti SÍS og Verslunarráðinu í té skýrslur um alla þá sem nefndin hygðist veita innflutningsleyfí og ef nýir innflytj- endur sæktu um leyfí skyldu þær umsóknir sendar SÍS og Verslunar- ráðinu til umsagnar. Bréf þessu að lútandi vom send gjaldeyrisnefnd- inni— og nú brá svo við að gjaldeyris- nefnd samþykkti með bréfí dags 30. janúar 1936 að fara eftir öllum þeim tillögum sem SÍS og Verslunarráðið höfðu gert. En „samkomulag þetta hafði þó ekki verið lengi S gildi er ljóst varð a gjaldeyrisnefnd myndi ekki standa við loforð sín“, skrifar dr. Oddur. Sex mánuðum síðar sagði Samband íslenskra samvinnufélaga einhliða upp samkomulaginu. Og það sem eftir lifði valdatíma haftastjómarinn- ar fyrri leitaði hin opinbera innflutn- ings- og gjaldeyrisnefíid ekki framar eftir samvinnu kaupmannastéttar- innar við framkvæmd innflutnings- haftanna. „Árangurinn" af starfí innflutn- ings- og gjaldeyrisnefndarinnar má lesa út úr eftirfarandi tölum þar sem sýnd er sú hlutdeild, sem SIS sætti sig við samkvæmt samningnum 1936, í nokkmm stærstu vöraflokk- unum samanborið við þá sem Sambandið hafði þremur ámm síðar 1939: Vöruflokkur Samningur Úthlutun 1936 1939 Komvörur 30% 36% Nýlenduvömr 22% 30% Vefnaðarvörur 14% 23% Skófatnaður 11% 19% BygKÍngavömr 13V2% 28% Búsáhöld 14% 30% Þannig var höfðatölureglan í framkvæmd; i öllum vömflokkum jókst hlutur kaupfélaga í innflutningi á kostnað kaupmanna, en mismikið eftir þörfum og óskum kaupfélag- anna. „Það er engum vafa undirorpið," sögðu talsmenn Sambandsins árið 1939, „og sést greinilga af aukinni þörf kaupfélaganna fyrir allar brýn- ustu nauðsynjar eins og komvömr og nýlenduvömr, að straumur við- skiptanna hefír legið til þeirra undanfarin ár, og það ails ekki af þeim ástæðum, að þangað hafí menn orðið að leita til þess að fá vömr. Veldur því bæði vaxandi skilningur manna á nauðsjm kaupfélaganna og svo hitt, að verðlag á ýmsum vömm, sem nokkuð hefír verið takmarkaður innflutningur á, hefír farið hækkandi hjá kaupmönnum, sjálfsagt að miklu lejfti vegna þess, að kostnaður þeirra við verslunina hefir aukist hlutfalls- lega við lækkaðan innflutning. Hafa menn leitað inn í neytendasamtökin í því skyni, að með því móti yrði unnið á móti verðhækkuninni." Hlutfallstölur um heildarinnflutn- inginn segja þó ekki alla söguna, þvf höfðatölureglan bitnaði harðast á litl- um kaumannaverslunum út um land. í fámennum byggðarlögum, þar sem var t.d. ein kaupmannaverslun í sam- keppni við kaupfélagið á staðnum, áttu kaupmenn mjög undir högg að sækja og urðu margir gjaldþrota. Einkum var það á Austfjörðum sem höfðatölureglan lék kaupmenn grátt; þar lagði kaupfélagsvaldið, með hjálp Magnúsar Sigurðssonar í Lands- banka íslands, undir sig hvem fjörðinn á fætur öðmm. Víða um«- land var það algengt að sjálfstæðir kaupmenn hefðu í lok fjórða áratug- arins einungis um 20% af þeirri umsetningu sem þeir höfðu haft af mikilvægum vömtegundum í upphafí kreppunnar. Hin 80% höfðu í skjóli höfðatölureglunnar smám saman mnnið jrfir til næsta kaupfélags. I Reykjavík fundu kaupmenn óþyrmilega fyrir höfðatölureglunni þegar KRON var stofíiað 1937. Ári síðar var KRON úthlutað innflutn- ingsleyfum fyrir búsáhöld að upphæð 31 þús. kr. meðan ein elsta ogþekkt- asta búsáhaldaverslun bæjarins fékk 4 þús. kr. úthlutun. Og undireins varð KRON stærst allra verslana landsins í innflutningi vefnaðarvara; fékk úthlutað innflutningsleyfum acj^— upphæð 115 þús. kr. en mesta vefn- aðarvömúthlutun til kaupmanna- verslunar nam 85 þús. kr. Þannig færði innflutnings- og gjaldejris- nefnd verslunina til í iandinu með geðþótta-ákvörðunum. „Þeir menn, sem farið hafa hér veð völdin að undanfömu, líta á sjálfa sig eins og eigendur þeirra verðmæta, sem em sameiginleg eign þjóðfélagsins," sagði Ámi frá Múla árið 1940: „Fyrir nokkmm ámm var vígð brú jrfír stórfljót norður í landi. Agætur fylgismaður . þáverandi stjómar (þ.e. haftastjómarinnar), hafði orð fyrir héraðsbúum. Hann þakkaði forsætisráðherra klökkum rómi fyrir að hafa „gefið“ þeim þessa brú. Á sama hátt hafa verið „gefnir" vegir, símar og skólar. Og loks er farið að „gefa“ verslunina. Það er eins og við séum komin 300 ár aftur í tímann. Þá þóttust einvaldskonun- gamir eiga verslunina og geta afhent hana hveijum, sem þeir vildu. Versl- unin var sett á uppboð og selgin hæstbjóðanda. Munurinn nú og þá er kannske fyrst og fremst fólginn í því að verslunin er ekki lengur sleg- in hæstbjóðanda að krónutali. Ríkið hagnast ekkert á því, að verslunin færist á hendur kaupféiaganna, held- ur þvert á móti. En það er annað, , sem þessir arftakar einvaldskonung- anna áskilja sér að launum, þegar þeir hagrseða viðskiptunum að eigin geðþótta. — Æ sér gjöf til gjalds, segir gamalt máltæki. Það em at- kvæði þeirra, sem „gjöfina“ hljóta, sem koma eiga á móti þegar gjöfin er afhent. Sú „höfðatöluregla" hefír komið valdhöfunum í góðar þarfír."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.