Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 23

Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 23 Þroskahjálp: Happdrættis- almanak fyr- ir árið 1988 komið út ALMANAK Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 1988 er komið út. Almanakið er jafn- framt happdrættismiði, sem er í gildi allt árið og eru vinningar dregnir út mánaðarlega. í vinn- ing eru þijár Toyota Corolla 1300 LX bifreiðar og níu Sony- sjónvarpstæki. Almanakjð er unnið í samvinnu við félaga í íslenskri grafík og prýða það þrettán grafíkmyndir eftir íslenska listamenn, ein fyrir hvem mánuð og ein á forsíðu. Myndimar eru allar litprentaðar, utan ein, sem . er svarthvít. Listamennimir em Baltasar Samper, Ingiberg Magn- ússon, Halldóra Gísladóttir, Daði Guðbjömsson, Björg Þorsteinsdótt- ir, Rut Rebekka, Þórður Hall, Sigrún Eldjám, Elín Perla Kðlka, Jenný E. Guðmundsdóttir, Ásdfs Sigurþórsdóttir, Eyþór Stefánsson og Jón Reykdal. Landssamtökin Þroskahjálp hafa starfað í 11 ár, en þau vom stofnuð árið 1976 í því skyni að sameina í eina heild þau félög sem vinna að málefnum fatlaðra. Nú em aðildar- félög Þroskahjálpar 26. Almanaks- happdrættið er helsta fjáröflunar- leið samtakanna og í fréttatilkynn- ingu frá Þroskahjálp segir, að vonadi taki fólk vel á móti sölu- mönnum, sem munu ganga í hús um land allt á næstu vikum. öaf meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 Námskeið fyrir sjúkra- flutningamenn Rauði Kross íslands NÝLEGA var haldið í tíunda sinn námskeið Rauða kross íslands og Borgarspítalans fyrir sjúkra- flutningamenn. Námskeiðin voru fyrst haldin árið 1979 og hafa alltaf verið vel sótt af sjúkra- flutningamönnum alls staðar að af landinu. Sjúkraflutninganámskeiðin hafa til þessa verið haldin einu sinni á ári og þá á vorin en í ár var aðsókn- in á vomámskeiðið svo mikil að halda varð annað námskeið ( haust. Næsta námskeið verður næsta vor og fer það nú þegar að verða full- bókað. Námskeiðið stendur yfír í tíu daga frá klukkan 8 á morgnana og stendur yfír til klukkan 17—18. Á námskeiðunum eru fyrirlestr- ar, m.a. um líffæra- og lífeðlisfræði, bráða bamasjúkdóma, geðsjúk- dóma, hjartasjúkdóma, sár og sárameðferð, bmna, kal, ofkælingu og fæðingarhjálp. Einnig er ieið- beint með réttar starfsstellingar og líkamsbeitingu, flutning og burð, að ná slösuðum út úr bílflökum og margt fleira. Verklegar æfíngar em um það bil helmingur kennslustund- anna en kennslustundir em alls 104. Kennarar á námskeiðunum em 30 og em þeir ýmist læknar, hjúkr- unarfræðingar og annað sérhæft starfsfólk Borgarspítalans og ann- arra stofnana. Efsta röð frá vinstri: Ágúst Birgisson, Vestmannaeyjum, Jón H. Hafsteinsson, Hafnarfirði, Jóhann Þor- leifsson, Kirkjubæjarklaustri, Bragi Þórhallsson, Eskifirði, Haraldur Eggertsson, Hafnarfirði, Oddur Hallgrímsson, Reykjavik, Lárus Petersen, Reykjavík, Páll R. Guðjónsson, Reykjavík, Þór Aðalsteinsson, Hellissandi. Miðröð frá vinstri: Sigurður Sveinsson, varðstjóri, Bergur Sigurðsson, Hafnarfirði, Sigurður P. Guðmundsson, Patreksfirði, Magnús Kolbeinsson, Selfossi, Haukur Helgason, Reykjavík, Jónas Jónas- son, Skagaströnd, Þórður Andrésson, ísafirði, Þorsteinn Karlsson, Hafnarfirði, Sveinbjöm Dúason, Akureyri, Friðrik Þorsteinsson, varðstjóri. Fremsta röð frá vinstri: Ólafur Z. Ólafsson, læknir, Sigriður Hjaltadóttir, deildarstjóri slysadeild, Kristinn Guðmundsson, læknir og forstöðumaður námskeiðanna, Lilja Harðardóttir, hjúkrunarstjóri slysadeild, Amaldur Valgarðsson, læknir, Þórarinn Sigurgeirsson, verk- stjóri tæknideildar. fai'ai'bixxldi IBM ÞERSONAL SYSTEM/2 TÖLVUR :YRIR ÞÁ SEM GERA KRÖFUR UM: ★ Nýjustu tækni ★ Örugga fjárfestingu ★ Góða þjónustu jj «»* ^ liniiiiil Hagstæðir samningar gera okkur kleift að bjóða lægra Tökum eldri IBM PC - XT - AT tölvur ^ Vefð upp í andvlröi nýrrar IBM PS/2 tölvu SÖLUAÐILAR: SKRIFSTOFUVELAR H.F. rn ■i GISLI J. JOHNSEN .Hvertisgótu 33, simi: 62-37-37 Akureyri:Tölvutæki-Bókval Kaupvangsstræti 4, simi: 26100 Nýbýlavegi 16, Kópavogi Sími 641222 Bjóðum eigendum stærri IBM tölvukerfa nýja hagstæða magnkaupasamninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.