Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 27

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 27 Fer inn á lang flest heimili landsins! Menntamálaráðherra: -------r—------- Skipar nefnd um Þj óðminj asaf n Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að móta stefnu til næstu aldamóta í málefnum Þjóðminjasafns íslands. Nefndin á að vinna að áætlun um endur- bætur, vöxt og viðgang Þjóð- minjasafnsins. Jafnframt er nefndinni falið að endurvinna drög að nýjum þjóðminjalögum sem lögð yrðu fram á Alþingi árið 1988, en þá verður Þjóð- minjasafnið 125 ára. Þjóðminjasafni íslands er ætlað að safna minjum um menningu þjóðarinnar, varðveita þær, stunda rannsóknir til að auka þekkingu á menningarsögu og fræða almenn- ing um sama efni. Með breyttu þjóðfélagi, bættum efnahag, nýrri tækni og nýjum þörfum er nauðsyn- legt að endurskoða hvemig Þjóð- minjasafnið fær best gegnt þessu hlutverki sínu, segir i frétt frá menntamálaráðuneytinu. í nefndinni, sem menntamálaráð- herra hefur skipað, eiga sæti: Guðmundur G. Þórarinsson alþing- ismaður, Guðrún Helgadóttir al- þingismaður, Kjartan Jóhannsson alþingismaður, Þór Magnússon þjóðminjavörður, Bryndís Sverris- dóttir safnkennari, Lilja Ámadóttir safnvörður, Þómnn Hafstein lög- fræðingur og Sverrir Hermannsson alþingismaður, sem er formaður nefndarinnar. Neskaupstaður: Grillað á jap- anskan hátt Ncskaupstad. ÞÓ MIKIÐ sé að gera í síldar- frystingunni hér gefa menn sér tíma til að lita upp úr streðinu af og til. Japanski eftirlitsmaður- inn Miyakawa sem fylgist með gæðum síldarinnar tók sig til einn góðviðrisdaginn og grillaði síld og karfa á japanska vísu og gaf starfsfólkinu í frystihúsi SVN að smakka. Ýmsum fannst þetta ljúffengt, en öðrum líkaði miður, en allavega fannst fólkinu þetta ágætis tilbreyting. — Ágúst Bæjarstjórn Isafjarðar: Rækjuverk- smiðjur við Djúp fái nægjanleg- an kvóta Á FUNDI bæjarstjórnar Isafjarð- ar 5. nóvember 1987 var eftirfar- andi ályktun varðandi kvóta á úthafsrækjuveiði samþykkt af öllum bæjarfulltrúum: Bæjarstjóm Isafjarðar skorar á Alþingi Islendinga að sjá til þess að hagsmunir rækjuverksmiðjanna við ísafjarðardjúp verði tryggðir, ef til þess kemur að kvóti verði settur á veiði úthafsrækju. Bæjar- stjómin telur að hagsmunir verk- smiðjanna verði ekki tryggðir nema því aðeins að þær fái nægilegan kvóta til ráðstöfunar til að full- nægja framleiðslugetu sinni. Með gífurlegri fjölgun rækju- verksmiðja víðs vegar um landið og með síaukinni vinnslu rækjunnar um borð í veiðiskipunum hefur verksmiðjunum við Isafjarðardjúp, sem em elstu og grónustu rækju- verksmiðjumar á landinu, stöðugt reynst erfiðara að afla sér nægjan- legs hráefnis. Bæjarstjórnin vekur athygli á hversu stór þáttur rækju- vinnslan er orðin í atvinnulífi íbúanna við Djúp og hversu hættu- legt það gæti reynst atvinnulífínu á þessu svæði ef rækjuverksmiðj- urnar fengju ekki nægilegt hráefni. Því treystir bæjarstjóm ísafjarðar því að Alþingi taki mið af þessum staðreyndum og tryggi hagsmuni rækjuverksmiðjanna við ísafjarðar- djúp. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Miyakawa grillar síld og karfa á japanska vísu. ÞRJAR STJORNUR FRA MITSU BISHI □ Allir meö framhjöladrif. □ Allir meö rúllubílbelti í hverju □ Allir meö aflstýri. sæti. □ Allir meö snertulausa □ Allir meö litaöar rúöur. kveikju. □ Allir meö tvískipt, fellanlegt □ Allir meö rafstýröa útispegla. aftursæti. • Það borgar sig að bíða eftir bíl frá Mitsubishi Laugavegi 170-172 Sirni 695500 MITSUBISHI LANCER 1500 CLX Kostaríkur bíll sem kostar Iftið MITSUBISHI SAPPORO ViðhafnarbíU í sérfiokki — Tölvustýrö innsprautun (ECI) — Tölvustýrt fjöörunarkerfi (ECS) — Læsivörn á hemlum (ABS)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.